Morgunblaðið - 07.11.1975, Side 16

Morgunblaðið - 07.11.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 — Alþingi Framhald af bls. 15 þær? Hvað er langt sfðan farið var að sá í sandana og hafa þann veg af þeim arð — i stað skaða áður? Hvað er langt síðan menn fóru að ræsa fram votlendi og fá af þvf arð? Hvað um nýtingu sand- og malarnáma um allt land? Hvað skyldu margar slíkar námur vera ónýttar i dag — en nýtast á komandi árum eða áratugum? Þann veg mætti lengi spyrja. Það að einstaklingar hafi ekki nýtt rétt sinn til þessa skapar rikinu engan rétt til að leysa til sín eignaréttindi án bóta. Og það er ósannað mál, að einstaklingum sé fjárhagslega um megn að rann- saka eða virkja jarðhita á háhita- svæðum. Ég fullyrði, að við eðli- legar kringumstæður er þeim slíkt mögulegt.... Einstaklingar eða félög ráðast í fjárfestingar, sem nema hundruðum milljóna króna, t.d. í útgerð. En það eru lfka til raddir sem vilja þjóðnýta útgerðina og raunar fleira i þessu þjóðfélagi. NVTING a þjóð- HAGSLEGA HAG- KVÆMAN HATT Það hafa engin rök verið færð fram fyrir þeirri fullyrðingu, að þessi lagasetning sé nauðsynleg til að mögulegt verði að nýta þessa orku á þjóðhagslega hag- kvæman hátt. Það er í grundvall- aratriðum rangt, að ekki geti verið um slfka nýtingu að ræða án bótalausrar eignayfirtöku af hálfu ríkisins. Þess vegna er þetta ákvæði í frumvarpinu óþarft. Ég er mótfailin því að ríkið slái með löggjöf eign sinni á tiltekin réttindi þegnanna í þjóðfélaginu á þann hátt sem hér er gert ráð fyrir. HITAVEITA SUÐURNESJA Látið hefur verið að því liggja að það hafi tafið virkjunarfram- kvæmdir í Svartsengi og valdið tugmilljóna tjóni, að slik laga- ákvæði væru ekki fyrir hendi. Ég Iýsi eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum. Ég vitna til bréfs Orkustofnunar frá 31/10 sl., þar sem það kemur skýrt fram, að tækniástæður valda fyrst og fremst þeim töfum, sem hér um ræðir. Samkomulag hefur tekizt milli landeigenda og Hitaveitu Suðurnesja um öll efnisatriði, utan verð virkjunarréttinda, sem metið verður af gjörðadómi; og segja má að framkvæmdir séu í raun hafnar. Framsögumaður (Gils G) talaði um 800 m.kr. kröfu landeigenda. Hér er um hreina bábilju að ræða. Meta má kröfu þeirra á um 240 m.kr. og henni var hafnað og sætzt á gerðadóm, sem fyrr segir. GREIÐSLUR FYRIR HITARÉTT Eignaupptaka, sem hér um ræðir, skv. frumvarpinu, striðir gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrir liggur álit lagadeildar Háskólans, þar sem ákvæðið er að vísu ekki talið beint stjórnar- skrárbrot, en þó með athyglis- verðum fyrirvara. Þar segir: „Þarna er byggt á því, að fyrr- greindar skerðingar á jarðhita- réttindum hafi ekki í för með sér skyldur til eignarnámsbóta. Þrátt fyrir það er ástæða til að ætla að frv. verði skýrt þannig, ef að lög- um verður, að eignarskerðingar þessar skuli koma til fram- kvæmda við gildistöku laganna, en hins vegar beri að greiða aðil- um bætur, sem sviptir hafa verið réttindum sfnum til að hagnýta jarðhita með borunum, ef um verðmæt réttindi er að ræða.“ Og enn segir: „Samkvæmt nú- gildandi lögum á landeigandi að jafnaði rétt til hagnýtingar jarð- hita og jarðefna, sem eru undir yfirborði lands, sbr. 9. gr. orku- laga, nr. 58/1967, og 1. og 4. gr. námulaga, nr. 24/1973.“ Síðan er rætt um niðurfellingu þessara réttinda, skv. þessu frumvarpi, og um það segir lagadeildin: „Eins og eignaskerðingum þessum er háttað verður að Ifta svo á að skylt sé samkvæmt 67. gr. stjórnar- skrárinnar að láta eignarnáms- bætur koma fyrir þær ef á annað borð er um jarðhitaréttindi að ræða, sem hafa fjárhagslegt verð- mæti við gildistöku laganna." Bætur þarf þvf að greiða eftir sem áður, þó frumvarp þetta verði að lögum. HLUTUR SVEITARFÉLAGA Spurningin er, hvort betra verður fyrir sveitarfélög, sem hyggjast virkja jarðhita á háhita- svæðum, að semja beint við bænd- ur og landeigendur eða ríkið, ef þess verður eignarrétturinn. Ég er í engum vafa að hagkvæmara er að kaupa réttindin í eitt skipti fyrir öll heldur en að greiða rík- inu gjald um aldur og ævi, sem það eitt hefur aðstöðu til að ákveða. Ég vitna til 2. gr. frum- varpsins, sem segir að sveitarfé- lag sé þá aðeins undanþegið Ieyf- isgjaldi, ef virkjað er á eigin Iandi sveitarfélags. Hvílík rausn. Og ég vitna til greinargerðar með frum- varpinu þar sem segir: „Meginstefna þessa ákvæðis er að Alþingi ákveði með löggjöf hvernig skipa skal hagnýtingu einstakra háhitasvæða setja eigi ákvæði um mörk vinnslusvæðis, hvaða aðili hafi leyfi til að bora eftir háhita og vinna hann, tfma- lengd sérleyfis til vinnslu, að frumdrætti að fyrirhuguðum SS Til samanburðsr og minnis Vöruheiti SS verð Verzl. H. Verzl. V. Dole Ananas Paxo Rasp Vex 3 kg Snap Corn Flakes Tómatsósa Del Mont 210.— 50.— 590.— 198.— 165.— Eldhúsrl. Scot Towels ... 190.— Coop Búðingar 65 — Havrefras 264.— Royco súpur 45.— Flaicher súpur 75 — Fun Apellsínu Juice í 4.2 1. 0.941 Tropicana , 238 — 130,— Verzlið í skemmtilegu umhverfi Búðir fyrir fólk sem gerir kröfur AUSTURVERI, mannvirkjum skuli leggja fyrir ráðherra til samþykktar, hvenær vinnslu skuli hefja f sfðasta lagi, að leyfi falli niður, ef vinnsla er stöðvuð um tiltekið tfmabil, að bannað sé að framselja vinnslu- leyfi án samþykkis ráðherra, um greiðslur fyrir vinnsluna, að Ieyf- ishafi greiði landeiganda bætur skv. 15. og 16. gr. laganna, hvern- ig ráðstafa skuli vinnslumann- virkjum að vinnslutfma loknum, um ráðstafanir gegn hættu sem af vinnslunni kann að stafa og gegn spjöllum á umhverfi svo og önnur skilyrði, sem ástæða er til að setja hverju sinni: ennfremur um gjald það, sem leyfishafi skal greiða o.s.frv.“ Það er því aug- ljóst, að sveitarfélög þurfa ekki síður gjald að greiða og enn frek- ar undir boð og bönn að sækja, ef frumvarp þetta verði að lögum, óbreytt. Mér er ljóst að nánari reglur vantar f löggjöf okkar um nýtingu jarðhita, en þetta frumvarp leysir ekki þann vanda, sem kann að vera fyrir hendi. Setja þarf fyrst og fremst reglur um, á hyern hátt land verði metið, sem tekið er til virkjunar hverju sinni. Sú nefnd, sem fær þetta frumvarp til með- ferðar, þarf því að gjöra á því verulegar breytingar til samræm- is við fleiri sjónarmið en rúmast innan ramma þess í núverandi mynd. Sjálfstæðiskonur ræða alþjóðlega kvennaárið á þingi sínu á laugardag LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna heldur aðalfund sinn og þing Iaugardaginn 8. nóvember í Útgarði í Glæsibæ í Reykjavfk. Um 100 fulltrúar sjálfstæðis- kvennafélaganna á landinu sækja fundinn. I upphafi fundar flytur formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrfmsson ávarp. Umræðuefni el- hið alþjóðlega kvennaár Sameinuðu þjóðanna, markmið þess og erindi til fslenzkra kvenna. Um það flytur erindi Guðrún Erlendsdóttir, for- maður Kvennaársnefndarinnar. Þá segir Auður Auðuns formaður sambandsins frá kvennaársráð- stefnu S.þ. í Mexicoborg 19. júnf til 2. júlí næstkomandi. Sigurlaug Bjarnadóttir alþingismaður segir frá kvennaársráðstefnu fslenzkra kvenna í Reykjavík 20.—21. júní sl. og Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður talar um Norður- landaráð og Alþjóðlega kvenna- árið. Björg Einarsdóttir tekur nokkur dæmi varðandi jafnstöðu kynjanna í íslenzku þjóðfélagi. Erindin eru eftir hádegi en fyrir hádegi fara fram venjuleg aðal- fundarstörf. Þingið hefst kl. 9.30 á laugar- dagsmorgun og stendur allan daginn. Sjálfstæðiskonur, sem vilja hlýða á umræður kl. 13.15 til 16.15, eru velkomnar á fundinn. Björg morgiuibTabib nucivsincDR 4&L*->»22480 Sigurlaug Ragnar Júlíus- son formaður útgerðarráðs RAGNAR Júlíusson skólastjóri var kjörinn formaður útgerðar- ráðs Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar f gær. Kjörtímabil ráðsins varir þar til í júní 1976. Aðrir fulltrúar í útgerðarráð voru kjörnir Benedikt Blöndal hrl., Einar Thoroddsen yfirhafnsögu- maður, Þorsteinn Gfslason, skip- stjóri, Björgvin Guðmundsson skrifstofustjóri, Páll Guðmunds- son, skipstjóri og Sigurjón Péturs- son trésmiður. Varamenn voru kjörnir Gústaf B. Einarsson verk- stjóri, Gunnar I. Hafsteinsson út- gerðarmaður, Pétur Sigurðsson alþingismaður, Valgarð Briem hrl., Sigurður Magnússon rafvéla- virki, Páll Jónsson framkvæmda- stjóri og Þórunn Valdimarsdóttir verkakona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.