Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 255. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rockefeller vill ekki íþyngja Ford forseta Washington, 6. nóvember. AP. Reuter. NELSON Rockefeller varaforseti sagði f dag að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs til að forða Ford forseta frá innbyrðis átökum f flokknum. Hann vildi ekkert um það segja hvort hann mundi gefa kost á sér sem forsetaefni en útilokaði ekki þann möguleika. Þannig kvaðst hann ekki hafa í hyggju að berjast við Ford um tilnefningu sem forsetaefni og taldi líklegt að hann yrði tilnefnd- ur en sagði að hann hefði aldrei staðið nær því að vera forseti en nú. Hann taldi að Ford þyrfti ekki að hafa áhyggjur af hægri sinn- uðum stuðningsmönnum Ronald Reagaris fyrrverandi ríkisstjóra ROCKEFELLER Kalifornfu en réð Reagan að fara að ráðum Barry Goldwaters öldungadeildarmanns og endur- skoða þá ákvörðun sína að keppa að tilnefningu. Rockefeller sagði að ákvörðun sín mundi auðvelda Ford að hljóta tilnefninguna þar sem hann hefði verið undirrót mikilla deilna f flokki repúblikana. Þar sem hann hefði ákveðið að hætta væri ekkert til að deila um og hægrimenn I \flokknum hefðu hann ekki lengur sem vopn I baráttu þeirra gegn Ford. Hann sagði að þessar deilur hefðu valdið forsetanum erfið- leikum og hann hefði viljað hjálpa honum með því að vera varaforseti hans, ekki að valda honum erfiðleikum. Rockefeller kvaðst hafa til- kynnt Ford ákvörðun sína 28. október og sagði að forsetinn Framhald á bls. 24 JENS EVENSEN Evensen af stað í ferðalag Ósló, 6. nóvember. NTB. JENS Evensen hafréttarráðherra mun eiga undirbúningsviðræður um landhelgismál Norðmanna I París, Bonn, Brússel og Haag dag- ana 7. til 14. nóvember að sögn norska utanríkisráðuneytisins i dag. 1 París ræðir Evensen á morgun Framhald á bls. 24 Marxistar ná Luanda-höfn Luanda, 6. nóvember. AP. Reuter. HREYFING marxista I Angola, MPLA. náði höfninni f Luanda S sitt vald f dag eftir bardaga við portúgalska hermenn. Þar með getur hreyfingin fengið send vopn án afskipta portúgalskra hermanna, sem hörfa frá Angola þegar nvlendan fær sjálfstæði eftir fimm daga. Hermenn MPLA reyndu einnig að ná flugvellinum á sitt vald og bæði þeir og hermenn Portúgala voru í dag á verði á götum höfuð- borgarinnar Luanda sem er á valdi hreyfingarinnar. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um héfur herlið hreyfingar þjóð- ernissinna, FNLA, einnig gert stórskotaárás á flugvöllinn. FNLA hefur umkringt Luanda og er aðeins 32 km frá miðborginni. Greinileg skothrfð heyrðist i dag í Luanda frá veginum til Caxito þar sem FNLA virðist hafa gert gagnárás eftir sókn MPLA yfir ána Bengo. Þar reyna marxistar að stöðva sókn FNLA til Luanda. í Brazzaville sagði talsmaður MPLA að suður-afríski flugher- inn hefði gert árásir á hafnarbæ- öimamynd AP Eyðimerkurganga Hluti mannhafsins sem flæddi f gær inn f Spænsku Sahara. Myndin er frá landamæra- bænum Tah. Tugþúsundir streyma inn 1 Spænsku Sahara Tah, Vestur-Sahara, 6. nóv. Reuter. AP. FJÖRUTÍU þúsund Marokkó- menn með Ahmed Osman for- sætisráðherra f broddi fylkingar streymdu yfir landamæri Spænsku Sahara f dag. t kvöld tjölduðu þátttakendur f þessari „friðargöngu" á svæði, sem er þakið spænskum jarðsprengjum og hafast þar við f nótt. Göngumenn mættu engri mót- spyrnu Spánverja og tjölduðu að- eins tveimur kílómetrum frá hæð, þar sem spænskir hermenn hafa hreiðrað um sig. Á svæðinu þar sem þeir tjölduðu stóðu skilti við veginn með áletrunum á arabísku, frönsku og spænsku: „Hætta — sprengjur." 350.000 sjálfboðaliðar hafa orðið við áskorun Hassans kon- ungs um að taka þátt í göngunni og meírihlutinn bíður Marokkó megin landamæranna eftir skipun konungs um að sækja fram. t kvöld var ekki vitað hvort I þjóðanna á Hassan konung að göngumenn mundu halda göng- unni áfram eða hvort fleiri kæmu til tjaldstæðis þeirra frá Marokkó. Skömmu áður en gangan hófst skoraði örygggisráð Sameinuðu aflýsa henni. Hann svaraði þvf til að gangan væri hafin og sagði: „Ákvörðun mín hefur verið tekin.“ Þegar gangan hófst var logn og Sadat hjá drottningu London, 6. nóvember. Reuter. ANWAR Sadat forseti sat f dag hádegis- verðarboð Elísabetar drottningar í Buckingham-höll skömmu eftir að hann kom til London í þriggja daga opinbera heimsókn sem sýnir að sambúð Breta og Egypta hefur batnað. Talsmaður forsetans sagði að Egyptar hefðu áhuga á samvinnu við Breta á sviðum iðnaðar, viðskipta og menningar. Hann kvaðst einnig vona að Bretar og Egyptar gætu unnið í sameiningu að lausn deilumálanna f Mið- austurlöndum. Sadat er sagður hafa áhuga á Jaguar-flugvélum og brezkum fjárfestingum f Egyptalandi. ina Lobito og Benguela í gær og fyrradag og valdið miklu mann- tjóni. I Pretoriu sagði talsmaður Suður-Afríkustjórnar að þetta væri ein af mörgum hviksögum frá Angola. Talsmaðurinn neitaði þvf að MPLA hefði hörfað frá Lobito og Benguela. Dr. Jonas Savimbi, for- ingi Unita, sagði f gær að her- Framhald á bls. 24 svalt í veðri. Göngumenn gengu sex til tíu saman í röð, sungu og héldust í hendur. Flestir þeirra eru úr hópi fyrstu sjálfboðalið- anna, sem komu til búðanna í Tarfaya hjá landamærunum, og eru aðallega frá héruðunum Ouarazazate og Ksar Es Souk. Auk Osmans forsætisráðherra voru nokkrir ráðherrar marokkó- stjórnar og opinberir fulltrúar frá Saudi-Arabíu, Jórdaníu og Gabon í broddi fylkingar. Flutninga- bifreiðar fylgja göngumönnum og fluttu matvæli og vatn í allan dag til tjaldbúðánna. Gangan sniglaðist áfram og yfir henni sveimuðu fjórar þyrlur spænska hersins, sem fylgdust vandlega með öllu sem fram fór. Þrjár litlar marokkóskar eftirlits- flugvélar voru einnig á sveimi. Þegar göngumenn komu yfir landamærin námu þeir staðar stundarkorn og báðust fyrir. Síð- FramhaM á þls. 24 Karami hótar að hætta Beirút, 6. nóvember. Reuter. RASHID Karami forsætisráð- herra krafðist þess f dag að herliði yrði beitt til að binda enda á uppskipun vopna handa hægrisinnuðum falangistum úr hergagnaflutningaskipi f höfninni í Beirút. Hann sagði blaðamönnum að hermenn fylgdust með upp- skipuninni úr búðum sfnum f 20 km fjarlægð án þess að aðhafast nokkuð. „1 Ijósi þess verð ég sfðar að tilkynna ákvörðun," sagði hann leyndar dómsfullur. Ýmsir töldu að þar með hefði Karami óbeint hótað að segja af sér en embættis- menn reyndu að gera lítið úr slfk- um bolla- leggingum. Ef Karami segir af sér mun það enn auka stjórn- málaumrótið f Lfbanon. Tólfta vopna- hléð frá upphafi siðustu átak- anna er enn virt, en kunnugir telja að deilu- aðilar nöti það aðéins til að hvíla slg og byrgja sig upp af matvælum og skotfærúm. Karami hefur nokkrum sinnum hótað að segja af sér sfðan hann varð forsætisráð- herra fyrir fjórum mánuðum en alltaf dregið hótunina til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.