Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 39 Frá leiðbeininga- stöð húsmæðra: Um glasaþvott í uppþvottavél Þar sem uppþvottavél er á heimilum hafa menn komist að raun um að glösin skemmast smám saman. Þau verða mött og ljót enda komin skemmd í glasið sem ekki verður bætt. Fyrir nokkru birtist grein um þetta vandamál í „Rád og resultater" sem Statens Husholdningsrád í Danmörku gefur út. Þar segir svo: A alþjóða vettvangi er verið að rannsaka hvað veldur þessum skemmdum, ekki virð- ist unnt að finna viðeigandi skýringu á þeim og ekki heldur unnt að koma í veg fyrir þær. öll glös hvernig sem þau eru samsett, skemmast á þennan hátt, sum fljótt önnur eftir að búið er að þvo þau f langan tíma í uppþvottavél. Ódýr glös geta enst lengi, einnig dýr krystalsglös, en ógerlegt er að vita það fyrirfram. Jafnvel þótt glösin hafi verið framleidd samtímis I sömu verksmiðju verða sum þeirra mjög mött önnur lítillega. Einhver spenna kann að vera í glasinu t.d. rétt fyrir neðan glasbarminn vegna þess að þegar það er framleitt er glas- barmurinn glóðaður til þess að hann verði alveg sléttur. í slfk- um tilvikum kemur mattur hringur 1 sm fyrir neðan glas- barminn. Uppþvottaefni og gljávökvi virðast hafa einhver áhrif á glösin en jafnvel þótt þau séu einungis þvegin með vatni í uppvottavélinni verða þau mött. Vatnið, úðunin og þær vatnsgufur sem myndast i vél- inni þegar glösin eru þurrkuð geta skemmt þau. Niðurstaðan virðist vera sú, að ekki sé unnt að koma í veg fyrir að glös skemmist fyrr eða síðar séu þau þvegin í upp- þvottavél (sum glös jafnvel eftir nokkra þvotta). Annað- hvort verða menn að fá sér ný glös við og við eða þvo upp með handafli eins og gert var áður en uppþvottavélin kom til sög- unnar. Það er a.m.k. æði kostnaðarsamt að endurnýja glasasafnið ef um krystalsglös er að ræða. Einnig skal tekið fram að gylltar rendur og annað gull- flúr á glösum skemmist fljótt í uppþvottavélum. Vilji menn þvo glösin sfn f uppþvottavél þarf að gæta eftirfarandi atriða til að draga úr skemmdunum: 1. Nota stysta þvottakerfið eða kerfið fyrir glasaþvott. 2. Hafa vatnið ekki of heitt í mesta lagi 55°C. 3. Minnka vatnsþrýstinginn f vélinni ef unnt er. 4. Nota það magn af upp- þvottadufti og gljávökva sem fram er tekið í leiðarvisi vélar- innar. 5. Taka glösin úr uppþvotta- vélinni eða opna lokið á henni um Ieið og glösin eru þurr, svo að vatnsgufurnar fari burt. 6. Láta ekki glös með gullflúri í uppþvottavél. Aður en möttum glösum er fleygt skal athuga hvort raun- verulega sé um skemmd á yfir- borði glasanna að ræða. Látið glösin í heitt borðedik, ef til vill hverfa þá möttu skýin. Þau hafa kannski myndast vegna þess að ekki var þvegið upp á réttan hátt, of mikið eða of lítið hafi verið notað af uppþvotta- dufti og/eða gljávökva eða þá að uppþvottavélin vinnur ekki á réttan hátt og þarfnast við- gerðar. Sigrfður Haraldsdóttir. KARLMENN Ný sendlng Nýjasla tízka LJOSIR TÍZKULITURINN og svo auðvitað svartir og brúnir Pðstsendum Verð kr. 8950 Austurstraeti alMIHistratir SKRIFSTOFHVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560 FACO - HLJOMDEILD NYJAR PLÖTUR Litlar Paloma Blanca Im On Fire Feelings Bad Blood Brazil Run Joey Run Thats The Way Our Day Will Come: It Only Takes A Minute: Hotel Garabage Can: Spáðu í mig: Wild Night: Jonathan King 5000 Volts Morris Albert Neil Sedaka The Ricehie Family David geddes KC And The Sunshine Band Frankie Walli Tavares Eik Megas Bjarki Tryggvason. Pop/Country rokk/soft rokk/ Split Coconut / Dave Mason kr. 1.990,- Allt The Fun Of The Fair / David Essex kr. 1.990.- Oh What A Mighty Time / New Riders kr. 1.990.- Rock and Roll Moon / Billy Swan kr. 1.990.- The Hungry Years / Neil Sedaka kr. 2.250.- Flying Again / Flying Burrito Brothers kr. 1.990.- ThoughtTalk / Starry Eyed and Laughing kr. 1.990.- Extra Texture / George Harrison kr. 2.190,- Rhinestone Cowboy / Glen Campbell kr. 2.190,- Between The Lines / Janis lan kr. 1.990,- Portrait Gallery / Harry Chapin kr. 2.250,- Still Crazy After. . . / Paul Simon kr. 1.990.- Breakaway / Art Garfunkel kr. 1.990.- Wind OnThe Water / Crosby & Nash kr. 2.250 - Dream / Nitty Gritty Dirt Band kr. 2.390.- The Very Best of Poco / Poco (tvöf.) kr. 2.990,- New Lovers and Old Friends / Johnny Rivers kr. 1.990.- Þungt og/eða þróað rokk Rock of the Westies / Elton John kr. 2.250.- Born To Run / Bruce Springsteen kr. 1.990,- Wish You Were Here / Pink Floyd kr. 2.390.- DriveOn / Mott kr. 1.990.- The Edgar Winter Group / With Rick Derringer kr. 1.990.- Stealin Home / Baby Ruth kr. 2.190.- Mother Focus / Focus kr. 2.200,- Free Hand / Gentle Giant kr. 2.190,- Blues For Allah / Greatful Dead kr. 2.390 - The Who By Numbers / Who kr. 2.290,- LIVE / The Sensational Alex Harvey Band kr. 2.250,- Jass og Soul Man-Child / Herbie Hancock Don't It Feel Good / Ramsey Lewis Music Keeps MeTogether / Taj Mahal The Best Of / The Stylistics City of Angels / The Miracles kr. 1.990. kr. 1.990. kr. 1.990. kr. 2.250. kr. 2.250. Laugavegi 89 Simi 13008 Hafnarstræti 17 Simi 13303. Sendum í póstkröf u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.