Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 13 Gangbrautargæzla vegna Hlíðaskóla BÖRN í Hlíðaskóla sækja leik- fimikennslu í leikfimihús Vals og eiga yfir umferðargötu, Reykja- nesbraut að fara á leið sinni þangað. Skólastjóri fór fram á auknar öryggisráðstafanir og um- ferðarnefnd borgarinnar var falið að kanna málið. En jafnframt var ákveðið að nú þegar yrði gang- brautargæzla þarna látin ná til 10 ára aldursflokka. Hnjót en ekki Fljót I FRÉTT í Mbl. fyrir nokkrum dögum um nýja tegund af melskurðarvél, var rætt um bæinn Fljót, en átti að standa Hnjót og ennfremur var sagt að maðurinn sem tók myndina er fylgdi fréttinni, héti Ölafur Þór Jónsson en átti að vera Ólafur Þór Egilsson. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu. Hjúkrunarnemar sýna sjúkratæki HJUKRUNARNEMAFÉLAG ís- lands efnir til sýningar á sjúkra- tækjum og hjálpartækjum ýmiss konar í hjúkrunarskólanum n.k. laugardag og sunnudag. Verður sýningin opin frá kl. 13—18 báða dagana og er öllum heimill að- gangur. Maður fyrir bíl RUMLEGA fimmtugur maður varð fyrir bifreið á Kleppsvegi í fyrramorgun. Var maðurinn að koma úr strætisvagni og gekk út á götuna bak við vagninn og varð þá fyrir Volkswagenbifreið. Hann hlaut höfuðhögg og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Borgarsjúkrahússins. Hann komst til meðvitundar en var til öryggis lagður inn á sjúkrahús að skoðun lokinni. Ekið á hryssu UM KL. 22 í fyrrakvöld var ekið á brúna hryssu austan við Selfoss, og var hún dauð þegar lögreglan kom á staðinn. Hryssan er talin vera 2—3 vetra, en hún var ómörkuð. ökumaður bíisins var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur, en bfllinn er mikið skemmdur. Klúbbar, skólar, félagsheimili, æskulýðsheimili, einkaheimili BILLIARDBORÐ 6 stærðir af billiardborðum nýkomin. Póstsendum Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 10, sími 14806. Mikið úrval af kuldaskóm Laugavegi 60. BANKASTRÆTI Dömudeild ULLARKÁPUR FLAUELSKÁPUR SJÖL OG TREFLAR Herradeild GROFR. FLAUELSFÖT, 6 LITIR MEÐ OG ÁN VESTI ENSKIR SKÓR ENSKAR PEYSUR. og miklu meira OPIÐ TIL KL. 7 OG TIL HÁDEGIS LAUGARDAG 11. flokkur: . 9 á 1,000.000 kr 9 ~ 5QO.OOO — 9 ~ 200.000 — 360 ~ 50.000 — 2.790 - 10.000 — 8.280 - 5.000 — 9.000.000 kr 4.500.000 1 800.000 — 18 000.000 ~~ 27.900.000 II 41.400.000 — 102.600.000 11.457 Aukavinningar: 18 o 50.000 tcr. 900 000 103.500.000 1 i.475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.