Morgunblaðið - 07.11.1975, Side 2

Morgunblaðið - 07.11.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 Sambandið eykur skipastólinn SAMBANDIÐ hefir nú keypt frystiskip í stað Jökulfells, sem selt var á s.l. ári. Skipið sem keypt hefir verið heitir „BYMOS“ og var það byggt 1968 í Þýzkalandi, hjá sömu skipasmfðastöð og byggði „SKAFTAFELL“ og „HVASSAFELL" fyrir Sam- bandið. Skipið er svipað að stærð og „SKAFTAFELL". Það hefir milliþilfar og má sigla sem op- ið eða lokað milliþilfarsskip, og sem slíkt er burðargeta þess 1678 smálestir. Rúmtak lesta Frystiskipið sem Sambandið fær afhent f mánaðarlokin. er 70.300 teningsfet. Gang- hraði er liðlega 14 sjómílur. Skipið er byggt samkvæmt ströngustu Lloyd’s flokkunar- kröfum og styrkt til siglinga í ís. Skipið er keypt af dönsku útgerðarfyrirtæki og er kaup- verðið um 300 millj. kr. Verður það afhent Sambandinu í nóv- emberlok. Enn biðskák hjáGuðmundi Heim úr róðri og fýllinn fer ekki fjarri. Myndina tók Sigurgeir í Eyjum einn haustdaginn fyrir skömmu og þessi tígulega eyja í bakgrunni er Bjarnarey, annar útvörður Vestmannaeyja i austri. „Kvótaatriðið ekki notað gegn okkur” GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari tefldi f gærkvöldi við Netzker frá Tékkóslóvakfu f 1. umferð svæðamótsins f Búlgarfu. Skákin fór f bið og hefur Guð- mundur heldur betri stöðu. Guð- mundur á einnig biðskák úr 10. umferð við Vogt frá A-Þýzkalandi og er skákin jafnteflisleg að sögn Björgvins Vfglundssonar aðstoðarmanns Guðmundar. Staðan f mótinu er mjög óljós vegna biðskáka og frestaðra skáka, en veikindi hafa hrjáð 4 keppendur á mótinu. Urslit skáka hjá helstu keppi- nautum Guðmundar urðu þau í gærkvöldi, að Ermenkov gerði jafnteflí, Matanovic vann en Matulovic á biðskák. Guðmundur er nú með 5,5 vinninga og 2 bið- skákir. Hann teflir í dag við rúmenska stórmeistarann Georghiu og hefur hvítt en í tveimur síðustu umferðunum teflir hann við tvo létta menn þá Letselster frá Frakklandi og Cerniak frá ísrael. — segir utanríkisráðherra um Norðursjávarveiðarnar MATVÖRUDEILDIN — Ebeneser Asgeirsson f hinni nýju 900 fer- metra matvörudeild Vörumarkaðarins. Vörumarkað- urinn stækkar Morgunblaðið hafði í gær samband við Einar Ágústs- son utanríkisráðherra og spurði hann hvort hann teldi að mótmæli íslend- inga í sumar við síldveiði- kvótanum í Norðursjó hefðu haft neikvæð áhrif á afstöðu grannþjóða okkar í I FRÉTT Morgunblaðsins í gær um vandamál frystihúsa var rangt farið með niðurstöður þeirra viðræðna, sem farið hafa fram um þau vandamál síðustu daga. Hið rétta er, að á fundi forsætisráðherra hinn 5. nóv. sl. landhelgismálinu og bar- áttu okkar fyrir friðun fiskimiðanna. „Ég hef ekki heyrt einn einasta mann,“ svaraði ráð- herra, „minnast á þetta kvótaatriði og það hefur hvergi komið fram sem rök gegn okkur í viðræðum með fulltrúum frystihúsa á Suð- vesturlandi, viðskiptabanka og Seðlabanka, varð samkomulag um, að viðskiptabankarnir kanni, með hvaða hætti þeir geti veitt frystihúsum bráðabirgðafyrir- greiðslu, miðað við birgðasöfnun og óhagstæða samsetningu aflans. sem við höfum átt við tals- menn annarra þjóða.“ Þá innti Morgunblaðið utanrík- isráðhérra einnig eftir því hvort íslenzk stjórnvöld hygðust svara á einhvern hátt mótmælum Dana við miðlfnufyrirkomulaginu varð- andi Færeyjar og Grænland við útfærsluna i 200 mílur. „Við höfum ekkert hugsað okk- ur að gera í því sambandi," sagði Einar, „útfærslan á þessum svæð- um er í samræmi við samræmda textann frá Hafréttarráðstefn- unni, sem gerir ráð fyrir miðlínu þar sem minna en 400 sjómílur eru milli Ianda.“ Fisksölur I gær seldi Elliði frá Sandgerði 34 tonn f Hull fyrir 4 millj. kr. og var meðalverð á kg. kg. 119. Fylk- ir frá Neskaupstað seldi 23 tonn f Grimsby fyrir 2,6 millj. kr., meðalverð 115 kr. og þar seldi einnig Fróði frá Ólafsvfk 44 tonn fyrir 5,1 millj. kr. , meðalverð á kg kr. 116. VÖRUMARKAÐURINN við Ármúla opnar formlega f dag viðbótarhúsnæði sem verður notað fyrir matvörudeild fyrir- tækisins. Matvörudeildin stækkar um 600 fermetra, úr 300 í 900 fermetra. Þá er um þessar mundir unnið að inn- réttingu 760 fermetra verzlunarhúsnæðis á jarðhæð fyrir húsgagna- og heimilis- tækjadeild og þegar það verður komið I gagnið verður gólfflöt- ur állra deilda Vörumarkaðar- ins um 3000 fermetrar á fjórum hæðum. Þegar fyrirtækið var stofnað 1967 var gólfflötur 100 fermetrar. Ebeneser Asgeirsson, for- stjóri Vörumarkaðarins, kallaði blaðamenn á sinn fund í gær í tilefni af stækkun matvöru- deildarinnar. Ebeneser opnaði verzlun sína í september 1967, en hafði áður rekið Hansa hf. um 15 ára skeið. Hugmynd Ebenesers var sú að láta við- skiptavininn afgreiða sig að mestu leyti sjálfan og spara þannig vinnuafl. Laun starfs- fólks af heildarveltu eru 4% hjá Vörumarkaðnum, en al- gengt er að þessi kostnaður sé um 10% hjá verzlunum. Með þessu og því að selja í stórum eigningum getur Vöru- markaðurinn boðið vörur á lægra verði en leyfilegu hámarksverði nemur og sagði Ebeneser að vöruverð hjá sér væri að jafnaði 10% lægra en leyfilegt hámarksverð. Hjá fyrirtækinu vinna nú 30 manns, en fyrst eftir opnun var starfs- Framhald á bls. 24 Eyrbekkingar geta ekki af eigin ramm- leik endurbyggt það sem skemmst hefur — segir Ingólfur ENN er ekki séð fyrir af- leiðingar sjófyllingarinnar á Ey.rarbakka aðfararnótt - mánudags s.I. Eitt er vfst, að það verður Eyrbekkingum um megn, * að fá atvinnuhjól staðarins til að snúast strax aft- ur, nema með einhverri aðstoð’ opinberra aðila. Vegna þessa máls, hafði Morgunblaðið sam- band við Ingólf Jónsson, 1. þingmann Suðurlandskjör-; dæmis, og bað hann, að gera grein fyrir málinu frá sfnum bæjardyrum séð. — Mikið tjón hefur orðið á. sjóvarnargarðinum á löngum kafla og mun verða mikill kostnaður við að endurbæta garðinn. Þá hefur orðið mikið tjón á höfninni og mikið grjþt farið ofan í hana. Kostnaður við að hreinsa hana verður vafa- laust mikill. Þá hefur orðið mikið rask á svæðinu um- hverfis höfnina og land- skemmdir innan við sjóvarnar- garðinn. Þá þarf að athuga Ölfusárós, bæði austan og Jónsson alþm. vestan óssins og virðist vera þörf á því, að gera talsverða fyrirhleðslu til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á Eyrarbakka, saltfisk- vcrkunarhúsið skemmdist mjög mikið og saltbirgðir eyðilögð- ust, trésmiðjuhús skemmdist, auk þess fór sjór í kjallara á mörgum húsum og olli talsverð- um sfíemm(lurn- Vinna hefur stöðvast í plastverksmiðjunni vegha þess að vatn flæddi inn f húsið og skemmdi "^ímagns- mótora. ^ Ingólfur sagði ennfremur: Þá hefur þess verið getið að þrír bátar skemmdust í flóðinu og er talið að ekki verði unnt að gera við tvo, en líklegt að það muni svara kostnaði að gera við þriðja bátinn. Allt atvinnulíf á Eyrarbakka er lamað eins og geta má nærri, þar sem aðeins 1 bátur sem gerður er út í kauptúninu er nú gangfær, en tveir bátar eru í viðgerð og hafa verið undanfar- Ingólfur Jónsson ið og talið er líklegt að þeir múni vera útgerðarfærir í byrj- un vetrarvertíðar. Tjónið hefur ekki verið endanlega metið, 100 milljónir hafa verið nefndar, en kunnug- ur maður nefndi í morgun hærri upphæð og þykir rétt að þessu sinni að fullyrða ekkert hversu mikið tjónið er, en atvinnulíf hefur lamast og eignatjónið er likt þvi, sem það hefði getað orðið i snjóflóði, sem flestum hefði þótt sjálfsagt að bæta. Eyrbekkingar eru hóg- værir og því vanastir að bjarga sér sjálfir. Þeir munu því ekki gera hóflausar kröfur um hjálp eða greiðslu fyrir skemmdum, sem orðið hafa, en sýnt er að þeir geta ekki af eigin ramm- leik endurbyggt það, sem skemmst hefur, og mun þvf að athuguðu máli verða talið, að opinber aðstoð verði að koma til umfram það sem viðlaga- trygging bætir og umfram það, sem tekið yrði á fjárlög til endurbyggingar sjóvarnar- garðsins. — Kosin hefur verið nefnd þriggja heimamanna til þess að fylgja þessum málum fram og mun hún í dag koma til við- ræðna við þingmenn Suður- landskjördæmis, um þann vanda sem af tjóninu leiðir, sagði Ingólfur Jónsson að lokum. Viðskiptabankarnir: Kanna aðstoð við frystihús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.