Morgunblaðið - 03.01.1976, Side 26

Morgunblaðið - 03.01.1976, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 Forskot Celtic er nn aðeins 1 stíg FORSKOT Ccltic f skozku úrvals- dcildarkcppninni í knattspyrnu minnkaði á nýjársdag er liðið tapaði fvrir Glasgow Rangers á Ibrox-Park, leikvelli Rangers, en þar fvlgdust um 60 þúsund manns með viðureign þessara risa f skozku knattspvrnunni. Var þetta í þriðja sinn sem Celtic og Rangers leika saman á þessu keppnistímabili og hefur Rangers unnið alla leikina. I.eikurinn á nýársdag var nokkuð jafn, en Rangers þó öllu betri aðilinn og átti fleiri hættu- leg tækifæri. Eina mark leiksins kom á 30. mínútu er Derek John- stone skoraði með skalla eftir að Peter Latchford, markvörður Celtic-liðsins, hafði hikað í út- hlaupi og misst þannig af send- ingu sem hann átti að ráða auð- veldlega við. Eftir markið lagði Rangers svo áherzlu á að taka ekki áhættu í sóknaraðgerðum sínum, en vörn liðsins stóðst hins vegar með mikilli prýði tilraunir Celticliðsins til þess að jafna. Jóhannes Eðvaldsson var í sér- stakri gæzlu í þessum leik, og fékk þvi ekki tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr. Keppnin í úrvalsdeildinni i Skotlandi er gífurlega tvísýn og hörð. Skilur aðeins 1 stig fjögur efstu liðin eftir umferðina á nýársdag, en auk leiks Rangers og Celtic sigraði Aberdeen Dundee á útivelli 3—1. Hibernian vann Hearts 3—0 og St. Johnstone og Dundee Utd. gerðu jafntefli 1 —1. Staðan í deildinni nú að loknum 19 umferðum er sem hér segir: Celtic 19 11 3 5 37:22 25 Rangers 19 10 4 5 30:18 24 Motherwell 19 9 6 4 35:26 24 Hibernian 19 9 6 4 31:23 24 Hearts 19 7 7 5 22:23 21 Aberdeen 19 7 5 7 27:26 19 Dundee 19 6 5 8 29:36 17 Ayr Utd. Dundee 19 6 4 9 24:33 16 United St. 19 4 6 9 21:27 14 Johnstone 19 2 2 15 20:42 6 Heimsmet SOVÉZKI lyftingamaðurinn David Rigert setti nýlega heims- met í jafnhöttun i þungavigtar- flokki, lyfti 219,98 kg„ og bætti þar með eidra heimsmetið um 2,26 kg. UOMA 6 Sfmon ólafsson — tekzt honum að fylla skarð Jimmy Rogers 1 Armannsliðinu. Von um skemmtilega en lítil um íslenzkan LANDSLEIKIR Islands og Sovét- rfkjanna verða tvfmælalaust fþróttaviðburður þessarar helgar. Verður mikill fengur að fá Sovét- mennina í heimsókn nú, þar sem þeir eiga um þessar mundir á að skipa sennilega bezta handknatt- leikslandsliði heims, og sagt er að það leiki gffurlega fjölbreyttan og fallegan handknattleik. Hins vegar verður að viðurkenna fyrir- fram að möguleikar á fslenzkum sigri í leikjunum f dag og á morg- un eru litlir en vert er þó f leið- inni að minna á, að íslenzka hand- knattleikslandsliðið hefur oft IR og Armann leika í dag Símofi Ólafsson teikur nú með Ármennmgum TVEIR leikir verða í 1. deildar keppni íslandsmótsins í körfu- knattleik í dag og fara þeir báðir fram í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Fyrri leikurinn er milli ÍR og Armanns en seinni leikurinn rnilli Vals og Fram. Viðureign ÍR og Armanns, sem hefst kl. 14.00, verður án alls vafa gífurlega spennandi og tvísýn. Ár- menningar eru nú eina liðið sem til þessa hafa ekki tapað leik í Islandsmótinu, en verða nú að leika án hins ágæta leikmanns síns, Jimmy Rogers, sem dæmdur var í keppnisbann eftir leik Ar- manns og KR á dögunum. Hins vegar leikur Símon Ólafsson nú með Ármannsliðinu en Símon sem dvelur við nám í Banda- ríkjunum í vetur er í mjög góðri æfingu þannig að ætla má að hann fylli að mestu skarðið sem Rogers skilur eftir sig. 35 sólarlandaferðir Vinningar i happdrætti Blaksambands íslands eru 35 sólarlandaferðir. I>ú getur unnið 5 ferðir á aðeins einn miða, vegna þess að dregið verður 4 sinnum, 5. janúar, 15. janúar, 15. febrúar og 15. marz n.k. Miðana þarf ekki að endurnýja. iR-ingunum bætist svo mjög góður Iiðsauki þar sem eru þeir Þorsteinn Hallgrímsson og Agnar Friðriksson sem munu Ieika með liðinu að nýju, og eins kann svo að fara að hinn sterki og skemmti- legi leikmaður Birgir Jakobsson verði með ÍR-ingunum í þessum leik. Takist Armenningum að sigra í leiknum í dag, verður ekki annað sagt en að staða þeirra í Islands- mótinu sé orðin mjög góð, en ÍR- ingar verða hins vegar að vinna leikinn, ætli þeir sér að verða með í toppbaráttunni. Seinni leikurinn milli Vals og Fram ætti einnig að geta orðið nokkuð tvísýnn, þar sem þessi Iið eru nokkuð áþekk að styrkleika. Framararnir standa heldur betur en Valsmenn, hafa unnið einn leik til þessa, en Valsmennirnir eru hins vegar enn án stiga staðið sig hvað bezt, þegar við minnstu hefur verið búizt af þvf. Leikurinn í dag hefst kl. 15.00 en leikurinn á morgun kl. 20.30. Islenzka landsliðið fyrir leikinn í dag var valið fyrir áramótin, og eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá verður það þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson, Dankersen, fyrirliði Stefán Gunnarsson, Val Jón Karlsson, Val Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Páll Björgvinsson, Víkingi Arni Indriðason, Gróttu Ingimar Haraldsson, Haukum Ólafur Einarsson, Donzdorf Bjarni Jónsson, Þrótti Hörður Sigmarsson, Haukum. Ætla má svo að þeir landsliðs- nefndarmenn Viðar Símonarson og Agúst Ögmundsson geri nokkr- ar breytingar á liðinu I seinni leiknum, og hefur Viðar t.d. sagt i viðtali við Mbl. að nýjum mark- verði verði þá gefið tækifæri. Er líklegt að Jens Einarsson úr IR verði þá fyrir valinu en hann átti ágætan Ieik með pressuliðinu gegn Júgóslövum á dögunum. Gunnar Einarsson, Haukum, ætti einnig að koma nokkuð til greina. Þá er ekki ótrúlegt að Jón Hjalta- lín Magnússon verði valinn til þess leiks en hann reyndist kröft- ugur í leik pressuliðsins við Júgó- slavana á dögunum, jafnvel þótt hann gengi þá ekki heill til skóg- leiki sigur Það kemur til með að veikja íslenzka landsliðið verulega að þessu sinni, að Björgvin Björg- vinsson leikur ekki með því en hann gat ekki fengið leyfi úr vinnu sinni austur á Egilsstöðum. Björgvin átti ágæta leiki með landsliðinu gegn Júgóslövunum fyrir jólin og þá sérstaklega í síð- asta leiknum með pressuliðinu, þar sem hann reyndist Júgóslöv- unum óstöðvandi, og sögðu þeir eftir þann leik að Björgvin væri annar tveggja íslenzku landsliðs- mannanna sem myndu styrkja hvaða landslið í heiminum sem væri. Vonandi er að íslenzkir áhorf- endur veiti landsliðinu góðan stuðning i leikjunum við Sovét- menn um helgina. Varla mun af veita. Aftur sigraði Toni AUSTURRÍSKI unglingurinn Toni Innauer vann sinn annan sigur I stórmóti I sklðastökki á fáum dögum er hann sigraði I keppni sem fram fór I Garmisch-Partenkirg I Vestur- Þýzkalandi um áramótin. Hlaut Inn- auer þar 231.3 stig fyrir 95 metra og 89 metra stökk og sigraði meðal annarra hinn þekkta sklðastökkvara Karl Schnabl. sem varð I öðru sæti, stökk 91,5 metra og 92 metra og hlaut 229.66 stig. Þriðji varð svo Jochen Danneberg frá A-Þýzkalandi sem einnig er þekktur sklðastökkv- ari. Eftir glæsilega frammistöðu að undanförnu eru margir teknir að spá Innauer sigri I stökki af háum palli á OL I Innsbruch. Ótafur H. Jónsson — lcikreyndasti fslenzki landsliðsmaðurinn og fyrirliði landsliðsins. Vonandi tekzt honum og hans mönnum að standa I sovézku snillingunum. Island — Sovétríkin:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.