Morgunblaðið - 16.01.1976, Síða 26

Morgunblaðið - 16.01.1976, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1976 Tottenham og Miídlesbro unnu TOTTENHAM Hotspur og Middles- brough unnu fyrri leiki sína við and- stæðingana I undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar. Björninn er þó ekki unninn hjá þessum liðum, þar sem sigur þeirra var aðeins 1:0 og eftir er leikurinn á útivelli. Middlesbrough lék við Manchester City og sigraði sem fyrr segir 1:0 og Tottenham lagði Newcastle af velli. Þá hefur farið fram einn leikur I þriðju umferð ensku bikar- keppninnar og mættust þá Norwich og Rochdale. Lauk leiknum með sigri Norwich 2:1 og leikur liðið við Luton Town á heimavelli I 4. umferð. í þriðju deild léku nú í vikunni Preston North End og Rotherham og sigraði Preston 3:2 og Peterbrough vann Colchester 3:1. Keflavík Drætti í happdrætti Handknatt- leiksráðs Keflavíkur hefur verið frestað til 22. janúar n.k. Drætti frestað hjá HSÍ DRÆTTI hefur verið frestað í bif- reiðahappdrætti Handknattleikssam bands íslands til 26. janúar n.k. KA-bingó í sjónvarpi Enginn er annars bróSir i leik, stendur einhvers staðar. Það er þó ekki þar með sagt að sífellt strið standi á milli íþróttafélaganna, og sam- vinna öll sé i lágmarki. Nýjasta dæmið um góða samvinnu íþróttafélaga er af Norðurlandi Þar hefur KA á Akureyri hleypt af stokkun- um bmgói, sem leikið verður í auglýs ingatíma sjónvarps og er vinningurinn Austin Mini bifreið, árgerð 1976 Mjög góð samvinna hefur tekizt á milli KA og íþróttafélaganna í nágranna- byggðunum, sem annast sölu bingó- spjalda á sínum svæðum og hljóta rífleg sölulaun í staðinn Þannig má segja, að íþróttafélögin á Norðurlandi standi að nokkru leyti saman um þetta fjáröflunarfyrirtæki, og hafa margir á orði að vel sé athugandi að halda einhverju slíku samstarfi áfram Nesklnbburinn AÐALFUNDUR Nesklúbbsms, (Golf- klúbbs Ness) verður haldinn laugar- daginn 17 janúar n.k í Haga við Hofsvallagötu og hefst kl 15 00 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um framkvæmdir og starfsemina í sumar Opið mót á Akranesi Valsmenn vorn ekki í hættn í leikn- nm við Fram og titillinn nálgast — ÞETTA er ekki búið, sfður en svo, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Valsmanna, eftir sigur manna hans vfir Fram 11. deildar keppni fslandsmötsins í hand- knattleik 1 fyrrakvöld, en sá sigur færði Valsmenn enn nær settu marki — fslandsmeistaratitlin- um í handknattleik 1976. — Það skapast sú hætta að leikmennirn- ir verði of öruggir með sig, sagði Hilmar, en slfkt getur leitt af sér slæma skelli. Eins og er þá er samt ekki útlit fyrir að Valsmenn fái neina slíka skelli. Þeir hafa á að skipa bezta og jafnasta liðinu í deildinni, og það mætti eitthvað meira en lítið. koma til þess að titillinn yrði ekki þeirra, þegar upp verður staðið. Ætla mátti fyrir leikinn í fyrra- kvöld að Framararnir yrðu helzta hindrunin fyrir Valsmenn, ekki sízt þegar Jón Karlsson, sem verið hefur einn aðalmarkaskorari liðs- ins í vetur, gat ekki leikið með, þurfti að fara til útlanda vegna vinnu sinnar. En Framarar reyndust Valsmönnum ekki veru- leg hindrun. Framan af var þó leikurinn nokkuð í járnum — Valsmenn sterkari, en Framarar slepptu þeim þó aldrei langt fram úr. Þannig var staðan t.d. 11—9 fyrir Val þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleikhum, og var þá dæmt vítakast á Val. Pálmi Pálmason tók vítakastið, en hann hafði skorað úr sliku af miklu öryggi skömmu áður. En nú gerði Ölafur Benediktsson sér lítið fyr- ir og varði. Upp úr þessu mis- heppnaða vítakasti Pálma náðu Valsmenn að skora og ná aftur tveggja marka forystu, og eftir það var Ieikurinn þeirra, — að- eins spurning um hve stór sigur- inn yrði. En með þessu datt líka að veru- legu leyti botninn úr spili lið- anna, sem verið hafði all sæmilegt fram til þess. Þannig voru skoruð 15 mörk á síðasta stundarfjórð- ungi leiksins og þar af 4 á siðustu tveimur minútunum. Var stund- um um að ræða hreina skotkeppni milli liðanna, og í henni hofðu Valsmenn betur. Framan af var leikur þessi nokkuð skemmtilegur, og varnir beggja liðanna mjög ákveðnar og góðar. Munurinn lá aðallega í markvörzlunni sem var til muna betri hjá Valsmönnum. Þá varð það Fram nokkurt áfall að Pálmi Pálmason meiddist og varð að vera utan vallar um tima, en á þeim leikkafla tókst Valsmönnum að snúa stöðunni í fyrsta skipti i leiknum sér í vil. Var lítil ógnun í sóknarleik Framara meðan Pálma naut ekki við, aðeins einn leik- maður ógnaði verulega. Hannes Leifsson, en Valsmennirnir gengu mjög vel út í hann og gáfu honum ekki færi á að hoppa upp og skjóta. Eftir að Pálmi kom inná aftur skánaði sóknarleikur- inn hjá Fram verulega en samt sem áður var aldrei veruleg ógn- un i honum. Vantar liðið tilfinn- anlega a.m.k. eina góða skyttu í viðbót. Má vera að hana fái það i Magnúsi Sigurðssyni, fyrrum Vík- ingsleikmanni, sem lék þarna sinn fyrsta leik með Framliðinu, og var heldur óöruggur i leiknum. Vörn Framliðsins er hins vegar mjög kvik og sýndi af sér mikla baráttu, allt til þess að Valsmenn fóru að siga verulega fram úr, en þá var áhuginn um leið minni, og gefin betri færi. Valsliðið er greinilega mjög jafnt, og hlýtur það að vera gífur- lega mikill kostur að hafa svo jafna leikmenn að stöðugt er hægt að skipta inná án þess að liðið veikist til muna. Guðjón Magnússon átti mjög góðan leik með Valsliðinu að þessu sinni. Ekki einungis að hann skoraði 5 falleg mörk, heldur og var hann stöðugt ógnandi með hraða sínum og krafti. Þá átti Stefán Gunnars- son að venju góðan leik, en Stefán er orðinn einn allra bezti varnar- leikmaður sem við eigum, auk þess sem hann hjálpar félögum sínum gífurlega mikið í sóknar- leiknum, með stöðugum „blokker- ingurn" og þegar svo ber undir er hann ófeiminn að skjóta á markið sjálfur. Sennilega verður erfitt að hindra Valsmenn í að hljóta sig- urinn i deildinni i ár, en eins og Hilmar Björnsson sagði, þá eru ýmis ljón á veginum. Það á leik gegn Haukum i Hafnarfirði um næstu helgi, og vinni Valsmenn þar sigur verður örugglega erfitt að hagga við þeim úr því. — stjl. 1 Fvrir leik Fram og Vals 1 tslandsmóti kvenna 1 handknattleik á miðvikudaginn voru tvær stúlkur 1 Fram heiðraðar. Elln Hjörleifsdótt- ir t.v. fvrir 100 leiki 1 meistaraflokki og Oddný Sigsteinsdóttir fvrir 200 leiki f meistaraflokki. Milli þeirra er Ólafur Jónsson, formaðHr handknattleiksdeildar Fram. N K sunnudag 18 janúar fer fram i hinu nýja iþróttahúsi á Akranesi opið mót í badminton og verður þar keppt i einliða leik, tviliðaleik karla og kvenna og i tvenndarleik Keppni hefst kl 1 1 00 Þátttaka tilkynnist í sima 1288 á Akranesi eftir kl 19 00 Jóhann Ingi Gunnarsson sleppur framhjá Andrési Bridde og skorar eitt marka sinna i leiknum. Þeir sem fylgjast með eru Þorbjörn Guðmundsson, Steindór Gunnarsson, Bjarni GuSmundsson, Arnar Guðlaugsson og Árni Sveinsson. Sigrún var óstöðvandi og Valsstúlkurnar unnu sigur VALSSTÚLKURNAR unnu afar þýðingarmikinn sigur í leik sfn- um við Fram f 1. deildar keppni Islandsmótsins 1 handknattleik kvenna 1 fvrrakvöld og var það vel af sér vikið hjá þeim þegar tekið er tillit til þess að sumar stúlknanna komu fyrst heim úr Danmerkuferð sinni þá um dag- inn. Höfðu nokkrar haft viðdvöl í Glasgow, en tafizt þar vegna veðurs. En sigur Valsstúlknanna hékk á bláþræði í þessum leik. Allan fyrri hálfleikinn hafði Fram forystu, mesta þrjú mörk, er stað- an var 6—3. Fljótlega í seinni hálfleik tókst Sigrúnu Guðmundsdóttur að jafna leikinn fyrir Val á tölunni 6—6 og hafði hún þá skorað öll mörk Vals- stúlknanna. Eftir það var mikil barátta í leiknum og þegar aðeins 5 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 10—10. Sigurmark leiksins skoraði svo Sigrún úr vítakasti þegar um ein minúta var til leiksloka. Fengu Fram- stúlkurnar því tækifæri til þess að jafna, en Valsstúlkurnar vöru harðar i horn að taka í vörninni og tókst að bjarga marki sínu. Leikur þessi var ekki tiltakan- lega vel leikinn. Framliðið sýndi þó allgóða spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik, — ógnað var sæmi- lega að vörninni og þannig tókst tvívegis að opna hornið vel fyrir Guðrúnu Sverrisdóttur sem fór inn og skoraði örugglega. I seinni hálfleiknum lifnaði svo loks yfir Valsliðinu og það varð sjálfu sér líkt. Þó hafa Valsstúlkurnar sennilega oft leikið betur. Hjá Val var Sigrún Guðmunds- dóttir yfirburðamanneskja. Hún var ekki tekin úr umferð í þessum leik, eins og oftast áður í leikjum Vals í íslandsmótinu, og virtist frelsinu fegin. Urðu Fram- stúlkurnar að ganga vel fram á móti henni ef ekki átti illa að fara, og við það opnaðist vörn ■þeirra um of. Hjá Val átti einnig Ragnheiður og Elín ágætan leik. Oddný Sigsteinsdóttir, hættu- legasta skytta Framliðsins og aðaldriffjöðrin í spili liðsins, var tekin úr umferð langtímunum saman i þessum leik og þar með skorti Fram tilfinnanlega stúlku sem gat skotið af færi. Var oft ekki nægjanleg ógnun í spilinu. Helga Magnúsdóttir og Guðrún Sverrisdóttir áttu einna beztan leik, svo og Jóhanna Halldórsdótt- ir sem er mikill dugnaðarforkur í vörninni, og voru það ófá skot frá Valsstúlkunum sem hún varði. Mörk Vals: Sigrún Guðmunds- dóttir 7, Elín Kristinsdóttir 1, Harpa Guðmundsdóttir 1, Björg Guðmundsdóttir 1, Ragnheiður JBIöndal 1. Mörk Fram: Helga Magnúsdótt- ir 4, Guðrún Sverrisdóttir 3, Guðríður Guðjónsdóttir 2, Kristin Orradóttir 1. __ stji. ElnKunnagjðfln LIO ARMANNS: Ragnar Gunnarsson 2 Friðrik Jóhannsson 2 Stefán Hafstein 2 Björn Jóhannesson 2 Hörður Ilarðarson 3 JensJensson 2 Jón Ástvaldsson 2 Hörður Kristinsson 2 Pétur Ingólfsson 3 LIÐGRÖTTU: Guðmundur Ingimundarsor. 2 Björn Magnússon 1 Björn Pétursson 1 Magnús Margeirsson 1 Árni Indriðason 4 Halldór Kristjánsson 2 Hörður M. Krist jánsson 2 Georg Magnússon 2 Axel Friðriksson 2 Magnús Sigurðsson 2 DÖMARAR: Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson 3 LIOFRAM: Guðjón Erlendsson 1 Andrés Bridde 1 Árni Sverrisson 2 Gústaf Björnsson 1 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Pétur Jóhannesson 2 Arnar Guðlaugsson 2 Guðmundur Þorbjörnsson 1 Pálmi Pálmason 4 llannes Leifsson 1 Jón Sigurðsson 1 LIÐ VALS: Ólafur Benediktsson 2 Gunnsteinn Skúlason 2 Jóhann Ingi Gunnarsson 2 Bjarni Guðmundsson 2 Guðjón Magnússon 3 Steindór Gunnarsson 2 Stefán Gunnarsson 3 Jón P. Jónsson 2 Þorbjörn Guðmundsson 2 Gunnar Björnsson 1 Jóhannes Stefánsson 2 DÓMARAR: Björn Krisljánsson og Óli Olsen 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.