Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Kjarvalsstaðir: r Asgrímssýning sett upp í báðum sölum 70 þús. gestir sóttu húsið í fyrra — 19 umsóknir bíða afgreiðslu UM 70 þús. gcstir heimsóttu Kjarvalsstaði á s.l. ári, en sýningar stóðu þar yfir stanzlaust allt árið. Það sem næst liggur fyrir á Kjarvalsstöð- um samkvæmt upplýsingum Alfreðs Guðmundssonar forstöðumanns Kjarvalsstaða er Ásgrfmssýning f öllu húsinu, sem verður opnuð væntanlega f febrúarlok, en Kjarvalssýningunni, sem nú er f Kjarvals- sal, lýkur 1. febrúar n.k. sfðan í haust hafa 19 umsóknir um sýningar legið fyrir hjá sýn- ingarráði og verða þær væntan- lega afgreiddar á næstunni. Þær sýningar sem voru á Kjar- valsstöðum s.l. ár voru auk Kjarvalssýnarinnar: Jakob Hafstein, Jón M. Baldvinsson, Guðmundur Einarsson frá Mið- dal, Steinunn Marteinsdóttir, Kínverska alþýðulýðveldið með grafíksýningu, Sveinn Björnsson, Gunnar 1. Guðjónsson, Guðmund- ur Karl, Eyjólfur Eyfells, Tarnús, Steingrímur Sigurðsson, Steinþór M. Gunnarsson, Ljósmyndaklúbb- urinn Ljós, Pétur Friðrik, Ragnar Páll, Halla Haraldsdóttir, Guten- bergsýning og bókasýning Aust- ur-Evrópuþjóða. Nokkuð var um það á sýningum á s.I. ári, að listamenn fengju aðra til liðs við sig til skemmtunar'á sýningum bæði með ljóðaflutn- ingi, sýningu félaga úr Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur, leik rokk- hljómsveitar; söng söngflokks og fleiru. Þá má geta þess að Kjar- valsstaðir fengu viðurkenningu fegrunarnefndar fyrir snyrtilegt umhverfi. Aðeins eru ákveðnar tvær aðrar sýningar á Kjarvalsstöðum á þessu ári enn sem komið er, báðar á vegum erlendra listamanna, en Alfreð Guðmundsson forstöðu- maður Kjarvalsstaða, við eitt af verkunum f göngum hússins. Ljósmynd Mbl. RAX. Norræna húsið: Dansklir TÍt- höfundur ræðir um bókmenntir og tónlist DANSKI rithöfundurinn DAN TURELL veróur um næstu mánaðamót staddur á Islandi í boði Norræna hússins og heldur þar fyrirlestra bæði um bók- menntir og tónlist. Dan Turell er meðal eftirtektar- verðustu fulltrúa ungu dönsku skáldakynslóðarinnar, sem nú er að skipa sér sess í dönsku menn- ingarlífi. Hin óróagjarna æska frá 1968 hefur komið upp á yfir- borðið eins og gulur kafbátur með skáldskap sinn, opinn og öllum aðgengilegan. 1 núverandi dönsku menningarlifi hefur jazz, beat- og rokktónlistin verið mun þyngri á metunum en rómönsurnar, sem Axel Schiötz hefur sungið, og áhrifin frá Kristjaníu eru öllu lík- legri til að yngja upp danskt Framhald á bls. 43 CZD Eldur á Akureyri Akureyri, 24. janúar —* SK(JR, sem notaður var til þess að reykja í fisk, brann og ónýttist að mestu i morgun. Hann stóð skammt frá fiskmóttöku KEA á Oddeyrartanga og hafði verið innréttaður fyrir skömmu í þessu skyni. Slökkviliðið varð að rífa mikið af skúrnum til að ráða niðurlögum elds- ins. Þá var slökkvilið Akur- eyrar kvatt að logandi Land-Rover-jeppa á Lauga- götu klukkan 11,25 i morg- un. Þar urðu miklar skemmdir á vél og mæla- borði bílsins og rafkerfi hans er ónýtt. Sérfræðingar í þjálfun þroska- heftra staddir á Islandi Á vegum ýmissa stofnana fyrir vanheil börn og félagasamtaka eru staddir á landinu tveir sænsk- ir sérfræðingar f uppeldi og kennslu vangefinna barna, þau Karin Axenheim og dr. Ingrid Liljeroth. Mun verða haldið nám- skeið fyrir starfsmenn stofnana fyrir þroskaheft börn þar sem Svíarnir munu kenna. Munu þeir einnig halda fyrirlestra og erindi um kennslu og uppeldi þroska- heftra barna. Karen Axeheim og Ingrid Liljeroth hafa unnið á vegum fræðsluyfirvalda i Svíþjóð og hafa hugmyndir þeirra um þjálf- unaráætlanir fyrir þroskahefta vakið mikla athygli. Opið hús hjá Dagsbrún I TILEFNI 70 ára afmælis Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar verður opið hús á morgun, mánu- dag, í Lindarbæ klukkan 4—6. Eru allir félagsmenn og velunnar- ar félagsins velkomnir þangað. Engin sérstök hátíðahöld verða vegna afmælisins. Námskeið fyrir reykingafólk haldið á Akur- eyri 25.-29. jan. DAGANA 25.—29. janúar mun ís- lenzka bindindisfélagið gangast fyrir námskeiði á Akureyri fyrir fólk, sem hefur hug á því að hætta að reykja, og nefnist það „5 — daga áætlunin“. Forstöðumaður „5 — daga áætl- unarinnar" verður Jón Hj. Jóns- son en honum til aðstoðar verður Úlfur Ragnarsson læknir. Þátt- taka í námskeiðinu verður ókeyp- is, nema hvað nemendur þurfa að afla sér handbókar sem verður þar til sölu og kostar 500 kr. Eins og fyrr segir hefst nám- skeiðið þann 25. janúar, sem er sunnudagur kl. 20.30. r ÁSPRESTAKALL Messa að Norðurbrún 1 í dag kl. 2 e.h. Sr. Arelíus Nielsson messar. „Hann er fyr- irtaksnáungí” — syngja þeir á afmæli Friðriks Frá Barry Withuis, skákfréttamanni í Hollandi: A MORGUN, mánudaginn 26. janúar, mun söngurinn „He is a jolly good fellow, he is a jolly good fellow" hljóma hér á Hoogoven-skákmótinu. Og ástæðan er sú, að þann dag mun Friðrik Olafsson stórmeistari frá fslandi halda upp á 41 árs afmæli sitt. Friðrik er nefni- lega mjög vinsæll meðal skák- áhugamanna hér I Hollandi og meðal skákmanna, sem hann teflir við hér á mótinu. Friðrik tefldi fyrst í þessu „skák-landi“ árið 1957 þegar hann varð í 2. sæti á svæðamóti í skák. Síðan hefur hann teflt hér nokkrum sinnum og hann varð sigurvegari í Hoogoven- skákmótinu 1960. Fjöltefli eru vinsæl i Hollandi og Friðrik hefur tekið þátt í nokkrum slík- um taflmótum og hann mun tefla fjöltefli þegar því móti líkur, sem nú stendur yfir. 1 ár munu eins og áður margir eldri og yngri meistarar tefla, þar á meðal Max Euwe, fyrrverandi heimsmeistari. Hann er 74 ára gamall og forseti Alþjóðaskák- sambandsins. I júli tekur Friðrik Ölafsson þátt i IBM-skákmótinu hér i Hollandi. Það er stærsta mót, sem haldið hefur verið, með 1000 þátttakendum. Efsti flokkurinn verður geysisterk- ur, 16 stórmeistarar og Friðrik er í þeim hópi. Þetta mót verður að styrkleika 12 og afar sjaldgæft að mót nái slíkum styrkleika. Skákmennirnir á Hoogoven- skákmótinu áttu frí á föstudag en í dag, laugardag, taka þeir til við taflið aó nýju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.