Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Fariö l verzlanlr meo foreldrum fyrsta narns ðrsins Fyrst lá leiðin f Hagkaup þar sem Þórður Sigurðsson verzlunarstjóri afhenti gjafir Hagkaups sem voru tvær tylftir af bleijum og heill kassi af sápuspónum. Var nú haldið niður f Sól h.f. þar sem Haukur Gröndal framkvæmda- stjóri afhenti skjal til úttektar á tropicana fyrir barnið f eitt ár 1 Mjólkurbúi Flóamanna var svipaður háttur á hafður og sölustjóri, Oddur Helgason, afhenti skjal til úttektar á mjólkurvörum fyrir barnið f eitt ár Framleiðendur Heina-barnamatar gáfu barninu 120 krukkur af barna- mat. Sölustjóri O. Jónrnn & Kaaber, Olafur Karlsson, afhenti gjöfina. Næst lá leiðin niður f Suðurgötu að skrifstofu Reykjalundar. Áskotn- aðist barninu þar stór kassi af lego-kubbum, sem Jón Benediktsson afhenti. Kristján Oddsson bankastjórl hjá Verzlunarbanka Islands og Björgúlf- ur Bachman aðalgjaldkeri afhentu sparisjóðsbók með 10.000 kr. inostæðu. Á nýársnótt fæddist á Fæðingardeild Land- spítalans drengur, sem auk þess að verða for- eldrum sínum, þeim Halldóri Ólafssyni hús- gagnbólstrara og Hönnu Kolbrúnu Jóns- dóttur hjúkrunarkonu, mikill gleðigjafi, vann það ágæta afrek að vera fyrsta barn ársins. Hann var í heiminn bor- inn kl. fjórar mínútur yfir tólf, og óumdeilan- lega fyrsta barnið. Þetta reyndist myndar- strákur, 56 sm og 4920 grömm. Auðólfur Gunnarsson læknir tók á móti stráknum. í desember lýstu tólf fyrirtæki og stofnanir því yfir, að þau vildu heiðra fyrsta barn ársins og foreldra þess. Því var gerður út leið- angur, og gjöfunum veitt móttaka. Fékk Mbl. að vera með i forinm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.