Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 ÞRÓUNARLÖNDINI Korn- hlöðurn- ar tómar — vopna- búrin að springa AF ÞEIM 400 milljónum manna um víða veröld sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætiar að lifi við sífellt hungur, er ætlað að um 200 milljónir séu í Afríku. Megin- ástæðan er ekki þurrkaskeiðið sem gekk yfir álfuna fyrir tveim- ur árum — þó að það bætti vissu- lega ekki úr skák — heldur ein- faldlega almenn og óttaleg fá- tækt, sem þó þyrfti ekki að koma eins hart niður á fólkinu þarna og raun ber vitni, ef valdhafarnir færu betur með peningana. Sárgrætilegast er að sjá hve miklu þeir verja til vopnakaupa. „Af þeim styrjöldum, sem hrjáð hafa veröldina síðan 1945 — og þær eru orðnar yfir hundrað tals- ins — hefur ekki ein einasta verið háð í efnuðu löndunum, sem framleiða vopnin, heldur hafa þær allar með tölu verið háðar í snauðu löndunum þar sem þessum vopnum er beitt.“ Þessi tilvitnun i bæklinginn „Örbirgð og vopnasala", sem líknarsamtökin „Herferð gegn hungri“ gáfu út, á alveg sérstak- Iega við um Afríku. Sumar styrjaidirnar á afríkanskri grund hafa sjálfsagt verið óumflýjanlegar — svo sem eins og frelsisstriðin framan af — en aðrar hafa vissulega ekki þjónað neinum tilgangi sem „rétt- lætti“ þær. Hermálafræðingur einn i London fullyrðir líka, að samanlögð útgjöld ríkjanna í Afríku til vopnakaupa á einu ári séu þrisvar sinnum hærri en öll sú fjárhagsaðstoð sem þau þiggja á þremur árum! Einstaka Afríkuríki tekur þó ekki þátt í þessum hrikalega dansi. Ráðamenn Filabeins- strandarinnar leggja meira upp úr því að fólk eigi í sig og á heldur en að það geti státað af stórum byssum. Kornhlöðurnar þykja meira virði en vopnabúrin. Aftur á móti virðast ýmis önnur ríki aldeiiis óseðjandi i víg- búnaðarkapphlaupi þessarar langhrjáðu álfu. Nigería ætlar að verja stórum meira til vopna- kaupa á yfirstandandi fjárhagsári en hún gerði á því síðasta. Ghana, Zaire og Kongó hafa sömuleiðis stóraukið vopnakaup sin, og á fjárlögum Uganda er nú gert ráð fyrir helmingi meiri útgjöldum i sambandi við herinn en var fyrir fjórum árum. Hvors þarfnast þjóðir Afríku nú fremur: matvæla eða vopna? Svarið er augljóst í þessari álfu þar sem tugmilljónir svelta. „Her- ferð gegn hungri“ vekur athygli á því í bæklingi sínum sem fyrr er nefndur að meðalstór dráttarvél kosti svo sem 700,000 krónur en miðlungs skriðdreki komist aftur á móti upp í 70 milljónir! Von að höfundur segi undir lokin: Hversu mikið af þeim verk- færum, sem þeir snauðu þarfnast svo sárt, mætti ekki fá fyrir þennan skriðdreka? Og hann bætir við: „Og það fyrirtæki sem er einungis ætlað til manndrápa." — AUGUSTINE OYOWE. FÓRNARLÖMBINB Var konan svívirt? Þá er nær- gietni mikil- vægust KANNANIR, sem gerðar hafa verið i Kaliforníu, hafa leitt í ljós, að flestir lögregluþjónar af karl- kyni eru skilningssljóir gagnvart fórnarlömbum nauðgara, og því hefur verið ákveðið að gera sér- stakar ráðstafanir til að bæta úr þeim skilningsskorti og gera mönnum ljóst, um hversu alvar- legt áfall hér er oft að ræða fyrir þolanda. Stefnt verður að því að kynna þessi sannindi eigi aðeins fyrir lögregluþjónum heldur og læknum á slysavarðstofum, lög- fræðingum, dómurum og öðrum aðilum, sem hlut eiga að máli. Það er ekki svo að skilja, að þessir menn vilji ekki verða að liði né kæri sig kollótta um vanda- mál fórnarlambanna heldur er það oftast svo, að þeir einfaldlega vita ekki, hvernig þeir eiga að bregðast við, hvað þeir eiga að segja helzt eða gera þeim til hjálpar. Við könnunina viður- kenndu þeir oft hreinskilnislega, að þeir ættu tíðum í miklum vanda. Lögregluyfirvöldin í Palo Alto, sem hafa haft forgöngu um kynn- ingu á máli þessu, skýra svo frá, HUGLEIÐSLAHBH Sælan sem söluvara SÚ SVOKALLAÐA hugleiðsla, sem nær milljón bandarískra tán- inga hefur nú látið heillast af, er ekki sú leið til alsælu sem þeir hafa látið telja sér trú um, heldur fyrst og fremst ósköp venjulegt fyrirbæri, sem menn geta að auki veitt sér alsendis ókeypis — nefnilega og einfaldlega bara svo- kallaður hænublundur! Þetta er í stuttu máli niðurstaða sálfræðinga í Seattle og Washing- að vitað sé, að fleiri nauðganir eigi sér stað en þær, sem kærðar eru, og þau vilji auðvelda fólki að leita til þeirra um aðstoð. Nefnd á þeirra vegum hefur lagt fram ýmsar tillögur, sem allar eru ódýrar og auðveldar í fram- kvæmd, að því að sagt er, og ættu að geta komið víða að haldi. Þegar hefur verið haldið nám- skeið fyrir lögreglukennara viðs vegar að i Kaliforníu, en þeir eiga síðan að leiðbeina lögregluþjón- um varðandi hegðun þeirra gagn- vart þeim, sem orðið hafa að þola nauðgun. Meðal annars þarf að skýra það fyrir hverjum lögreglu- þjóni, hvaða áhrif hann hafi á annað fólk yfirleitt og hvernig hann geti, ef þörf krefur, komið mildilegar fram við fórnarlömb kynferðisglæpa. Könnunin, sem áður er getið, er byggð á reynslu 68 fórnarlamba nauðgara, en aðeins helmingur þeirra kærði árásina. Hin fundust með auglýsingum og ábend- ingum. Miklu máli skiptir í þessu efni fjölskyldan, vinir og aðstæður, þegar nauðgun var framin, segir ton, sem hafa staðið fyrir ítar- legum rannsóknum á hugleiðslu- æðinu, sem ýmsir ófyrirleitnir ná- ungar hafa ýtt á stað og gert sér að féþúfu. Einkanlega beindust rannsóknir þeirra að „hugleiðslu- námskeiðum" indverska „spek- ingsins" Mahresh Yogi, sem með ýmsu öðru hefur stofnað til gríðarmikils „háskóla" um þessi fræði vestur í Iowa og sem hefur svo mikið að gei a við að leiðbeina ,Jærisveinum“ sínum að hann er á nær látlausu hringsóli um veröldina í rándýrri einkaþotu. Námskeið í hugleiðslu á vegum þessa heiðursmanns kosta sjaldan minna en 25.000 krónur, svo að veltan er ekkert smáræði. Rann- sóknir fyrrnefndra sálfræðinga þóttu hinsvegar fyrst og fremst fröken Kizziah, sem stjórnaði könnuninni. Konur veigra sér við að kæra af fjölskylduástæðum („mamma myndi fá áfall“) eða t.d. þegar „þetta var gamall vinur minn“. „Síðan báðum við 100 sálfræð- inga að segja álit sitt á þeim vandamálum, sem fórnarlömbin áttu við að stríða, og niðurstaðan var sú, að það þyrfti fyrst og fremst að hjálpa þeim að sigrast á þeirri vanmáttarkennd, sem oft yrði svo yfirþyrmandi eftir of- beldið.“ Eðlileg viðbrögð Iögregiuþjóna eru að spyrja þegar að sem mestu, afla sönnunargagna hið bráðasta og koma konunni á sjúkrahús. En nú eru þeir hvattir til að fara öðruvísi að. Þeir eiga að spyrja konuna sem allra minnst. Hvern- ig leit hann út? Var hann vopnað- ur og hvert hélt hann? Siðan á hann að gefa konunni kost á því að einhver annar sé tilkvaddur, t.d. kvenlögregluþjónn. Miklu máli skiptir, hvernig spurt er og að skýring sé gefin á því, i hvaða tilgangi sé spurt. Læknar á spítölum reyndust vera tilfinningalausastir allra gagnvart fórnarlömbum nauðgara og þörfum þeirra. Þvi er mælt með því, að sjúkrahúsin hafi sér- þjálfað fólk til þess að taka að sér tilfelli af þessu tagi. Eitt af því athyglisverðasta, sem könnunin leiddi í Ijós, var að konunum er þráfaldlega gert að endurtaka sögu sína æ ofan í æ fyrir ýmsum embættismönnum. „Það út af fyrir sig getur verið eins hörmulegt og skaðlegt eins og nauðgunin sjálf," sagði fröken Kizziah. _ SANDRA BLAKESLEE. leiða i ljós, að þegar hinir auðtrúa eru komnir í hugleiðslustellingar og búnir að dúsa þannig í nokkrar mínútur, þá gerist það sem er ekkert nýtt — þeir sofna einfald- lega. Þetta kalla sálfræðingarnir „dýrasta hænublund veraldar" og eiga þá við þessar tuttugu og fimm þúsund krónur sem „alsæl- an“ kostar að meðaltali. Hinsvegar er talið ókiklegt að þessi uppljóstrun hafi minnstu áhrif á þá menn sem viija á annað borð láta gabba sig. Vitleysan verður að fá að renna sitt skeið rétt eins og önnur múghlaup. Og múgsefjunarapparat hins dáða indverska „spekings" kvað enda hafa af þessu yfir 200 milljónir á ári! _ THE GUARDIAN. VANGASVIPUR Hermaðurinn, blaðamaðurinn, rithöfundurinn. stjórnmálamaður- inn og stjórnskörungurinn Mo- hammed Anwar el-Sadat, forseti Egyptalands, er nú áhrifamaður á sviði heimsmála. Hann er maðurinn, sem efldi á ný sjálfsvirðingu með þjóð sinni og stríðsmönnum hennar og hefur áunnið sér sess I sögu Egypta- lands. Um þessar mundir beitir hann hæfni sinni sem samninga- maður I þeirri viðleitni að koma á varanlegum friði milli Araba og fsraelsmanna. Þegar Sadat tók við völdum eftir lét hins mikla Gamels Nassers 1970. var hann þvi aðeins tækur að áliti hins volduga „innri hrings" liðsforingja Nass- ers. að hann var talinn meðfæri- legur. Þar skeikaði þeim hrapal- lega Þó að hann hefði ekki þá per- sónutöfra gagnvart lýðnum. sem Nasser bjó yfir. hófst hann handa af festu. vann traust hersins. sem skorti mjög siðferðisþrek eftir ósigurinn 1967 gegn ísrael, og tryggði sér stuðning þjóðarinnar. þegar sá sami her réðst yfir Suez- skurðinn 1973 og neyddi fsraels- menn til undanhalds. Fram að október-striðinu 1973 varð hann að horfast I augu við vaxandi andstöðu uppivöðslu- samra stúdenta við siversnandi Sadat hafði nær misst af bylting- unni - Hann var í bíó ástand efnahagsmála. svo að Egyptaland rambaði á barmi gjald- þrots. Og hann varð að heyra si- aukin háðsyrði vegna þráteflisins við fsrael og þá sérstaklega þegar „ár ákvarðananna", sem hann kallaði svo, 1971, ieið án þess að neitt gerðist. En striðið breytti þessu. Síðan þá hefur hann styrkt stöðu sina með margháttuðum. vinsælum að- gerðurn svo sem að auka frjáls- ræði i efnahagsmálum, afnema höft, efla einstaklingsframtak og laða erlent fjármagn til landsins. draga úr ritskoðun, sleppa póli- tiskum föngum úr haldi og stöðva simhleranir og gjörræðislegar handtökur leyniþjónustunnar. f dag er Egyptaland miklu siður lög- regluriki en það var á dögum Nassers. Sadat er maður andstæðnanna. Honum er það jafn eðlilegt að spjalla i innislopp heima hjá sér við innlendan embættismann eins og að skiptast á gamanyrðum við sinn „kæra vin Henry" (Kissinger) ÍWashington. Hann er einlægur múhameðs- trúarmaður, mikill málamaður — auk arabisku talar hann persnesku. ensku og þýzku reip- rennandi — og er vel menntaður og viðlesinn. Sadat fæddist 24. desember 1918. Faðir hans var illa launaður skrifstofumaður, en móðir hans var frá Súdan. Þau öngluðu þó nægilegu fé saman til að geta sent soninn á skóla i Kairó. og það var mikill viðburður fyrir pilt úr litlu þorpi, þar sem 9 af hverjum tiu voru ólæsir. Hann var svo heppinn að vera meðal hinna fyrstu her- skólanema úr alþýðustétt. sem fengu inngöngu i hinn fræga Abbassia-herskóla. og Nasser var einnig einn af þeim. Þeir voru svo báðir meðal þeirra. sem mynduðu kjarnann i Samtökum frjálsra liðs- foringja. Sadat var hatrammur fjand- maður Breta á sfnum yngri árum. Á árum siðari heimsstyrjaldarinn- ar aðstoðaði hann tvo njósnara nasista við að koma upp sendistöð i báti á NII. Þeim tókst að senda mikilvægar hernaðariegar upp- lýsingar til hers Rommels I nokkr- ar vikur, en þá voru þeir hand- teknir. Tveimur mánuðum siðar komst upp um hlutdeild Sadats. Var hann þá rekinn úr hernum og settur i gæzluvarðhald. 1944 fór Sadat i hungurverk- fall, var sendur á sjúkrahús og tókst að flýja þaðan. Nasser fól Sadat að skipuleggja borgara- legan arm Samtaka frjálsra liðs- foringja. Þessi hópur kom sér upp birgðum af Mólotov-kokkteilum og öðrum ikveikjusprengjum og vopnum, og sérgrein hans var banatilræði við brezksinnaða egypzka stjórnmálamenn. Það munaði litlu, að Sadat missti af byltingunni, sem velti Farúk, konungi. úr valdastóli i júlf 1952, þar sem hann var i bió með konu sinni og fjölskyldu, svo að boðin frá Nasser höfðu nær mis- farizt. Hann minnist þess i bók sinni um byltinguna, að hann hafi þurft að tala mikið við tortryggna verði. til þess að þeir hleyptu honum inn i aðalstöðvar egypzka hersins. sem Nasser var búinn að taka. Það vildi svo til, að Sadat var varaforseti. þegar lát Nassers bar óvænt að höndum. Það kom flestum á óvænt, að hann var viljafastur og hafði sjálfstæðar skoðanir i innan- og utanrikismál- um. Tilraun Sabris, forsætisráð- herra, og fleiri til að koma honum frá völdum 1971 mistókst. og þeir lentu bak við lás og slá. Álit hans jókst svo aftur stórum, þegar hann visaði 18000 rússneskum ráðu- nautum úr landi, en þeir voru orðnir afar óvinsælir. Sadat hefur nú losað Egypta- land undan áhrifavaldi Rússa og hallar sér hiklaust að Vesturveld- unum þrátt fyrir hina yfirlýstu hlutleysisstefnu. — CHRISTOPHER PARKER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.