Morgunblaðið - 25.01.1976, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976
Núverandi stjóm Dagsbrúnar: Sitjandi frá vinstri: Halldór Bjömsson,
ritari. EðvarS SigurSsson. formaSur. GuSmundur J. GuSmundsson. vara-
formaSur. Standandi frá vinstri: Pátur Lárusson. gjaldkeri. Gunnar
Hákonarson, meSstjórnandi, ÞórSur Jóhannsson. varamaSur I stjórn.
Ragnar Geirdal Ingólfsson, varamaSur I stjórn, András GuSbrandsson.
fjármálaritari. Högni SigurSsson, varamaSur I stjóm, Baldur Bjarnason,
meSstjórnandi.
Dagsbrún hefur verið ( fararbroddi f 1. mai hátíðahöldum reykvlsks
verkafólks allt frá því þau voru fyrst haldin 1923. Hér er einmitt mynd frá
hátlðahöldunum 1923. Hallgrlmur Jónsson er t ræðustól, en hann flutti
aðalræðu dagsins.
Dagsbrún keypti húseignina Lindargötu 9
(gamla Sanitashúsið) árið 1964 ásamt Sjó-
mannafélagi Reykjavlkur. Þar er öll starfsemi
félagsins til húsa. ÁSur hafði félagiS 2 lítil
herbergi i AlþýSuhúsinu.
Verkamenn við höfnina hafa lengst
Takmarkið að 1 okkar 1
aldrei nein sérstök lág
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún í Reykjavfk er
70 ára á morgun, mánudaginn 26. janúar. Dagsbrún
hefur alla tíð verið í hópi stærstu verkalýðsfélaga
landsins. Stofnfélagar voru tæplega 400 og f dag eru
virkir félagar um 3400 talsins. t tilefni afmælisins
hefur Morgunblaðið átt samtal við Eðvarð Sigurðs-
son formann Dagsbrúnar. t samtalinu rekur Eðvarð
helztu þættina f sögu félagsins og ræðir um stöðu
þess og markmið f dag.
— Það mun hafa verið síðustu
mánuði ársins 1905 að verkamenn
f Reykjavík fóru að huga að stofn-
un félags til að gæta hagsmuna
sinna sagði Eðvarð. Fyrsti for-
sprakki og framkvæmdamaður
þess mun hafa verið Arni Jónsson
verkamaður, Holtsgötu 2. Hann
fékk fleiri menn f lið með sér og
einnig var leitað út fyrir verka-
mannahópinn að manni, sem
kynni skil á skipulagi slfks félags-
skapar, og varð Sigurður Sigurðs-
son búnaðarráðunautur fyrir val-
inu. Undirbúningsfundir voru
haldnir og þar var félaginu valið
hið táknræna og fagra nafn
„Dagsbrún“. Ekki skal ég fullyrða
að hve miklu leyti þessum frum-
herjum Dagsbrúnar var ljóst hið
sögulega hlutverk sitt, en vafa-
laust endurspeglar nafngiftin
vonirnar, sem bundnar voru við
hið nýja félag og hlutverk þess,
vonina um að nýr dagur væri að
rísa fyrir Iftilmagnann í þjóð-
félaginu.
A einum af fundunum var
gengið frá stofnskrá félagsins og
var hún svohljóðandi:
„Vér, sem ritum nöfn vor hér
undir, ákveðum hér með að stofna
félag með oss, er vér nefnum
„Verkamannafélagið Dagsbrún".
Mark og mið þessa félags vors á
að vera:
1. Að styrkja og efla hag og at-
vinnu félagsmanna.
2. Að koma á betra skipulagi að
þvf er alla daglaunavinnu snertir.
3. Að takmarka vinnu á öllum
sunnu- og helgidögum.
4. Að auka menningu og bróður-
legan samhug innan félagsins.
5. Að styrkja þá félagsmenn eftir
megni, sem verða fyrir slysum
eða öðrum óhöppum."
Þessi stofnskrá með eigin-
handar undirskrift þeirra 384
manna, er höfðu undirritað hana
áður en næsti fundur var haldinn,
og teljast stofnendur félagsins,
hefur varðveitzt algerlega
ósködduð.
Stofnfundurinn
— 26. janúar 1906 var hinn
eiginlegi stofnfundur haldinn f
Bárubúð við Vonarstræti. Ekki er
vitað hve margir sóttu þennan
fund, en við eina atkvæðagreiðslu
á fundinum þar sem tölur eru
tilfærðar koma fram 240 atkvæði.
Fundarstjóri var kosinn Sigurð-
ur Sigurðsson búfræðingur, en
fundarritari Sigurður Jónsson og
aðstoðarritari Pétur G. Guð-
mundsson. Fundurinn samþykkti
lög fyrir félagið og kaus því
stjórn. Og þar með var lokið stofn-
un Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, sem ætfð sfðan hefur
verið aðalforustufélagið f fs-
lenzkum verkalýðssamtökum.
Fyrstu stjórn hins nýstofnaða
félags skipuðu þessir menn:
Sigurður Sigurðsson, búfræð-
ingur, formaður, Ólafur Jóns-
son, búfræðingur, ritari. Þor-
leifur Þorleifsson, verkamaður,
féhirðir. Runólfur Þórðarson,
verkam. fjármálaritari. Arni
Jónsson, verkamaður, dróttseti.
Ekki þarf neitt að efast um að
það voru hin bágbornu kjör og
nauðsyn á samtökum sem fylkti
verkamönnum f Reykjavík svo
fjölmennum um Dagsbrún þegar í
upphafi. Tfmakaup var óákveðið
og hið sama hvenær sólarhrings-
ins sem unnið var og vinnutfminn
ótakmarkaður. Það var þetta sem
átt var við í tveimur fyrstu tölu-
liðum stofnskrárinnar að bæta
þyrfti. Enda hafa þessi mál alla
tíð skipað öndvegið í starfi félags-
ins.
Þegar Dagsbrún var stofnuð
mun algengast tfmakaup verka-
manna hafa verið 18—25 aurar
yfir vetrarmánuðina en 25—30
aurar sumarmánuðina. A stofn-
fundinum voru gerðar sam-
þykktir um kaupgjald og vinnu-
tfma og voru þær mjög hóflegar,
enda munu atvinnurekendur hafa
virt þær strax. Enda segir í Al-
þýðublaðinu (gamla) frá 11.
febrúar 1906, sem Pétur G. Guð-
mundsson þá gaf út: „Hver sem
athugar vel lög þessi, hlýtur að
sjá, að hér er ekki farið með neina
ósanngirni, né heldur er hér um
byltingu að ræða. Kröfurnar eru
svo vægar f garð atvinnuveitenda,
að félagið væri einskisvirði væru
þær vitund vægari."
Fyrsta verkfallið — fyrstu
samningarnir
— Um þessar mundir voru að
hefjast framkvæmdir við hafnar-
gerðina í Reykjavík og neitaði nú
hinn danski atvinnurekandi að
fara að lögum Dagsbrúnar, vildi
m.a. lengja dagvinnuna um tvær
stundir. Kom nú til verkfalls við
hafnargerðina og mun það vera
fyrsta verkfallið í Reykjavík.
Þessu stríði lauk með sigri Dags-
brúnar og var gerður skriflegur
samningur við hina dönsku at-
vinnurekendur um kaup, vinnu-
tfma og önnur vinnuskilyrði og
var þar farið eftir lögum Dags-
brúnar. Þetta var fyrsti skriflegi
samningurinn sem Dagsbrún
gerði og má segja að með þessum
átökum hafi félagið hlotið eld-
skfrn sfna í kaupgjaldsbarátt-
unni. Með samningum við hafnar-
gerðina skuldbatt Dagsbrún sig
til að breyta ekki kaupinu til
hækkunar til ársloka 1916, en
þegar heimsstyrjöldin fyrri
brauzt út fór allt verðlag úr skorð-
um og gerði verkamönnum
ókleyft að standa við samninginn.
Kaup verkamanna var langt á
eftir hinni ört hækkandi dýrtíð
öll strfðsárin frá 1914 — 1918 og
árin þar á eftir. Arðránið á verka-
lýðnum var gengdarlaust. At-
vinnurekendur stórgræddu en
dýrtíðin hvfldi með ofurþunga á
örsnauðum verkalýðnum.
Eftirfarandi tafla sýnir betur
en mörg orð hvernig ástandið var,
hve bilið milli vöruverðsins og
kaupsins var mikið. Tekin er vísi-
tala nokkurra vöruflokka og sýnd
hækkun hennar og hækkun sú er
varð á kaupgjaldinu á sama tfma.
Gengið er út frá vísitölunni 100 í
Rætt við Eðvarð Sigurðsson
formann Dagsbrúnar í tilefni af 70
ára afmæli félagsins á morgun