Morgunblaðið - 25.01.1976, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976
VlÐA var ævisögu Goldu Meir,
fyrrverandi forsætisráðherra
tsraeis, beðið með mikilli for-
vitni, enda hefði hún mátt
segja eins og sr. Arni í upphafi
sinnar ævisögu: „Þvf að hér er
mikið og margt að frétta.“ Aft-
ur á mðti verður Ijðsara en um
langa hríð eftir lestur bðkar
Goldu Meir að ævisagnaritun,
þar sem aðili segir sjálfur frá,
er erfiðari 1 ist en svo að hún sé
á allra færi, og hlutlægt mat
brestur Goldu Meir ekki sfður
en svo ðtal marga sem hafa
ráðizt f að skrifa endur-
minningar sfnar.
Bókin „My Life“ er mikil að
vöxtum, 480 blaðsíður, og f
henni eru allmargar ágætar
myndir sem eru til prýði og
fróðleiks.
Bókinni er skipt í fimmtán
kafla og fjallar sá fyrsti um
bernsku Goldu Meir í Pinsk í
Rússlandi. Hún lýsir ákaflega
læsilega og skemmtilega þess-
um árum og játar fúslega að
sumt af því sem hún telji sig
muna frá þessum árum kunni
að vera byggt á frásögnum
foreldra hennar og systra. Síð-
an segir frá því þegar faðir
hennar brýzt í að fara til fyrir-
heitna landsins, sem er
Amerika, staðráðinn í að brjóta
sér þar braut, auðgast snarlega
og snúa sfðan heim til Rúss-
lands aftur með morð fjár f
vasanum. En vegna þess meðal
annars, að eldri systir Goldu,
Sheyna, hefur hafið afskipti af
stjórnmálum, sem mælist illa
fyrir, verða lyktir þær að
ákveðið er að móðir Goldu haldi
loks með dætur sínar þrjár til
móts við mann sinn sem hefur
fengið starf i Milwaukee og þar
slítur Golda Meir siðan bersku-
skónum.
Hún gerir grein fyrir upp-
vexti sínum og kynnum sínum
af zionismanum, sem verður til
þess að hún fer að berjast fyrir
málstað Gyðinga og sú sann-
færing hennar verður æ bjarg-
fastari að markmið hennar í
lífinu sé að hverfa til Palestínu
og vinna að því að koma þar á
ríki Gyðinga. öllu þessu er skil-
merkifega lýst og læsilega sem
Golda Meir með systrum sfnum tveimur, Sheynu til vinstri og
Clöru til hægri.
hefur borið vitni um. Og þó að
greint sé í ítarlegu máli frá
hinum mikla ágreiningi og síð-
an átökum við Arabarikin
verða allar þær lýsingar undar-
lega yfirborðskenndar og eigin-
lega öll frásögn Goldu Meir á
þátttöku hennar í opinberu lífi.
Hún var til dæmis um langa
hríð atvinnumálaráðherra
landsins, en samt sem áður
verður lesandi heldur ekki
miklu nær en áður um hvernig
að var staðið. Aftur á móti er
áhrifamikill kaflinn þar sem
Golda Meir lýsir dögunum sem
fóru á undan Yom Kippur-
stríðinu og þeim afleiðingum
sem það hafði.
Allmarga bókadóma erlendis
frá hef ég séð um ævisögu
Goldu Meir og eru þeir flestir á
þá lund, að viðkomandi les-
endur hafa orðið fyrir ámóta
vonbrigðum við lestur hennar.
Gagnrýnandi New York Times,
Terence Smith, segir til dæmis:
„Sú mynd sem hún dregur upp
af sjálfri sér er einnig erfið til
skilnings. Þegar lesandi er
langt kominn með bókina fer
hann að furða sig á hvernig það
megi vera að þessi einfalda sál
og saklausa gat komið öllu þvf í
framkvæmd sem hún gerði.
Golda Meir vill að lesandi telji
það hafa gerzt þrátt fyrir það
Golda og maður hennar Morris Meyerson. Þau giftu sig
24.desember 1917.
hvernig hún var. Heiðarfegra
hefði verið ef hún hefði komið
til dyranna eins og hún hefur
birzt umheiminum: gáfaður og
ófyrirleitinn dugnaðarforkur,
rekinn áfram af eldheitum hug-
sjónum; ef hún birtist okkur
sem sá idealisti sem er knúinn
áfram, vissi hvert stefna bar og
var staðráðinn í að komast á
leiðarenda. Þessi Golda hin
sanna Golda — fyrirfinnst ekki
í bókinni."
Gagnrýnandi sama blaðs sér
einnig þann mikla galla á bók-
inni að Goldu Meir tekst engan
veginn — og geri kannski ekki
einu sinni alvarlega tilraun til
— að vera hlutlaus i mál-
flutningi sínum, þegar hún
fjallar um menn og málefni.
Hún drepi aðeins lauslega á
hvert mál, án þess að gera því
nein viðhlítandi skil. „Það eru
ekki ríkisleyndarmálin sem við
söknum,“ segir Smith, „heldur
djúpstæðari skilgreining á
ísrael og leiðtogum þess, at-
burðarás og afstöðu, sem Golda
Meir hlýtur manna bezt að geta
skýrt lesendum sínum frá.“
Þrátt fyrir þessa meginókosti
sem eru á ævisögu slíks stjórn-
málaskörungs og braut-
ryðjanda sem Golda Meir er,
skal þó fúslega viðurkennt að
fjölda margir Ijósir punktar
eru í bókinni sem gera hana
meira en þess virði að lesa
hana. Lýsing hennar á því
sálarstríði sem hún háði, þegar
i henni börðust skyldur hennar
við land hennar annars vegar
og fjölskyldu hennar hins veg-
ar er falleg lesning, trúverðug
og manneskjuleg. Og eins og
áður er minnzt á er frásögn
hennar af undanfarandi
klukkustundum skyndiárásar
Araba á Israel — Yom Kippur-
stríðið — mjög hreinskilin.
Hún játar þar að hún hafi
aldrei fyrirgefið sér fyrir að
hika við að gera herútboð, þar
sem hún hafði um það mjög
sterkan grun hvað i aðsigi væri.
Og enda þótt bók Goldu Meir
valdi lesanda vonbirgðum
vegna alls þess sem hann hlýtur
að hafa á tilfinningunni að í
hana vanti og undan sé dregið,
eru þó innan um fróðlegir
kaflar og skemmtilegir, þó svo
að við verðum ekki þess vísari
sem vonir standa til þegar byrj-
að er að lesa bókina.
h.k.
fyrr. Lesandi ætlar, að við lest-
ur ævisögu sliks brautryðjanda,
sem Golda Meir var, muni hann
fá skýra heildarmynd af þeirri
stórkostlegu uppbyggingu
Israelsríkis, sem hófst með
starfi frumbyggjanna, sem
flykktust í æ stærri hópum til
landsins og löngu áður en það
hlaut formlega viðurkenningu
sem ríki Gyðinga. Á þessu
verður annarlegur misbrestur.
Við sögulok er maður i raun
engu nær um það hvernig
Israelar voru þess megnugir að
lyfta þeim Grettistökum í efna-
hagslegu, félagslegu og
hernaðarlegu tilliti, sem raun
Golda Meir ávarpar Evrópuráðið nokkrum dögum áður en Yom Kippur striðið brauzt út.
MY
LIFE
eftir
GolduMeir,
fyrrv. forsætisráöherra ísraels
Erlendar bækur: