Morgunblaðið - 25.01.1976, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976
„Tel að okkar
afstaða hafi
verið sanngjörn
frá upphafi”
— sagði Hattersley í umræðum
um fiskveiðideiluna í neðri
málstofunni sl. þriðjudag
% „MEÐ yðar leyfi, herra forseti, og deildarinnar,
langar mig til að gefa yfirlýsingu um fiskiveiðideil-
una við fsland. Herskip flota hennar hátignar sem
hafa verndað brezka togara á alþjóðlegu hafsvæði
umhverfis fsland hafa verið kvödd þaðan i dag. Flug
Nimrod-véla flughers hennar hátignar yfir svæðið
hefur einnig verið stöðvað. Þessi ákvörðun var tekin
af forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kaup-
mannahöfn í gærmorgun og var síðar staðfest eftir
viðræður milli utanríkisráðherra og framkvæmda-
stjóra NATO, dr. Luns, í Briissel í gærkvöldi. Varnar-
málaráðuneytið hefur gefið út nauðsynlegar fyrir-
skipanir í dag.“
% Á þennan hátt hóf Roy Hattersley aðstoðarutanrík-
isráðherra Bretlands, máls á þorskastríðinu í neðri
málstofu brezka þingsins s.I. þriðjudag, 20. janúar, en
á eftir yfirlýsingu hans fóru fram nokkrar umræður
um málið, sem greint verður frá hér á eftir. Roy
Hattersley hélt áfram:
„Ákvörðun þessi var tekin i
Ijósi greinargerðar dr. Luns
fyrir heimsókn hans til Islands
í síðustu vikú og í trausti þess
að togarar okkar verði ekki fyr-
ir áreitni íslenzkra varðskipa.
Hún var tekin þrátt fyrir hin
óheppilegu vandamál sem yfir-
lýsing islenzku ríkisstjórnar-
innar i gær um ætlun hennar að
slíta stjórnmálasambandi við
Bretlandioili.
Vegna hinnar algjöru vernd-
ar og snjöllu inngripsaðgerða
herskipa okkar hefur ekki ver-
ið skorið á neina togvíra frá
þriðja janúar og veiðar hafa
haldið áfram þrátt fyrir áreitni
Islendinga. En það hefur alltaf
verið von brezku ríkisstjórnar-
innar að deilunni lyki með
samningum.
Ef, andstætt vonum okkar,
áreitni heldur áfram þá mun
flotavernd hefjast á ný. I ljósi
frásagnar dr. Luns af viðræð-
um hans í Reykjavík trúum við
því hins vegar að brottför frei-
gátnanna og Nimrodanna muni
nú skapa andrúmsloft sem geri
viðræður Islendinga og Breta
mögulegar. Forsætisráðherra
mun því senda orðsendingu til
forsætisráðherra íslands hr.
Geirs Hallgrímssonar, þar sem
honum er boðið að koma til
London eins fljótt og unnt er.
Ríkisstjórn hennar hátignar
verður reiðubúin að ræða
samninga, sem munu viður-
kenna hið sérlega mikilvægi
fiskveiða fyrir Islendinga og
þörfina til að grípa til viðeig-
andi aðgerða til verndar þorsk-
stofnunum. Hins vegar mun
stjórnin að sjálfsögðu taka
einnig fullt tillit til mikilvægi
þessara fiskveiða fyrir lífsvið-
urværi okkar eigin togara-
manna og þau svæði í Bretlandi
sem á þeim byggja.“
1 svari við innskotsspurningu
Reginalds Maudlings, tals-
manns Ihaldsflokksins í utan-
ríkismálum, segir Hattersley
m.a. um afstöðu fiskiðnaðarins:
„Hvað varðar stöðu fiskiflot-
ans, þá talaði ég i morgun við
hr. Austen Laing, fram-
kvæmdastjóra Samtaka togara-
eigenda. Hann var mér sam-
mála um að það er í þágu flot-
ans, um leið og það er i þágu
brezku ríkisstjórnarinnar og
NATO, að náð verði samkomu-
lagi i deilunni. I Ijósi þessa
fagnaði hann nýrri tilraun okk-
ar til að ná slíku samkomulagi.
Hann meðtók einnig þá skyldu
okkar að vernda fiskiflotann að
nýju ef vernd reynist nauðsyn-
leg. Ég fullvissaði hann um að
það væri afstaða okkar.“
James Johnson: „Er hæst-
virtur ráðherra sér þess meðvit-
andi að margir skipstjórar og
áhafnir þeirra i Hull og öðrum
höfnum eru ekki ánægð með
þær aðgerðir sem gerðar hafa
verið, en taka þeim af æðru-
leysi vegna þess að þeir hafa
verið fullvissaðir um að ef þeir
lenda í vandræðum muni flot-
inn snúa aftur þeim til hjálpar
innan hinna meintu 200 milna
marka .. .? Mun hæstvirtur ráð-
herra staðfesta að islenzka rík-
isstjórnin hefur boðið leyfileg-
an heildarafla upp á um 85.000
til 90.000 tonn með því skilyrði
að við veiðum aðrar fisktegund-
ir en þorsk? Er það staðan nú?
Hefur hæstvirtur ráðherra
kannað möguleika á málamiðl-
un frá þriðja aðila? Eitthvert
Norðurlandanna kynni að vera
við hæfi. Það gæti ekki orðið
Noregur eða Svíþjóð en ég tel
mig hafa góðar heimildir fyrir
því að Finnland gæti verið að-
gengilegur kostur fyrir Islend-
inga?“
Roy Hattersley: „Háttvirt-
ur þingmaður hefur spurt mig
nokkurra nákvæmra spurninga
og ég mun svara fyrst um tilboð
íslendinga um aflamagn. Ekk-
ert hefur verið boðið nema
65.000 tonna heildarafli. Á sín-
um tíma var það túlkað sem
65.000 tonn af þorski. Þær tölur
sem háttvirtur þingmaður vitn-
ar til hafa aldrei verið lagðar á
borðið af hálfu Islendinga. Ef,
eins og við vonum, viðræður
hefjast á næstu dögum um
heildartonnafjölda verður það
Islendinga að leggja fram til-
lögur sinar og okkar að leggja
fram okkar tillögur og svo þjóð-
anna beggja að mætast á tölu
sem er aðgengileg fyrir þær
báðar. Ég er hræddur um að
íslenzka ríkisstjórnin hafi ekki
boðið neina tölu á borð við þær
Hattersley — áreitni leiðir til
nýrrar herskipaverndar
Johnson — könnum mála-
miðlun þriðja aðilans
Wall — langtfmaviðhorf mikil-
væg
sem háttvirtur þingmaður vitn-
aði til.
Hvað varðar spurningu hátt-
virts þingmanns um mála-
miðlun, get ég aðeins
ítrekað það sem ég hef
þegar sagt. Ríkisstjórnin
myndi fagna málamiðlun ef lik-
ur bentu til að hún myndi leiða
til aðgengilegs samkomulags,
en það er ekki okkar mat.
Reyndar hefur dr. Luns ekki
gegnt hlutverki málamiðlara.
Þrátt fyrir það sem haft hefur
verið á orði, tók dr. Luns sér-
staklega fram á blaðamanna-
fundi sínum í gær, að hann
væri ekki málamiðlari heldur
hefði aðeins reynt að gera sitt
bezta til að leiða deiluaðila sam-
an.“
Reginald Maudling:
„Hver er munurinn?"
Roy Hattersley: „Munur-
inn er sá að málamiðlari myndi
hafa áhrif á samninga um að-
gengilega tölu fyrir deiluaðila,
á meðan starf dr. Luns hefur
beinzt að því að leiða aðila sam-
an, — það er okkar von —, til
þess að þeir geti sín á milli
ákveðið aðgengilega tölu. Það
er grundvallarmunur milli
þessara tveggja hlutverka, sem
ég hefði haldið að háttvirtur
þingmaður myndi þekkja ...“
Patrick Wall: „ ... Þegar
samningaviðræður hefjast
verður þá tekið tillit til lang-
tímaviðhorfa og verða athugað
kvótaskipti milli Breta og Is-
lendinga þegar bæði löndin
kunna að þurfa að meta 200
mílna mörkin á grundvelli al-
þjóðalaga?"
Roy Hattersley: „Eg er
sammála háttvirtum þingmanni
um að þetta er í eðli sínu lang-
timavandamál, — ekki aðeins
með tilliti til Hafréttarráðstefn-
unnar heldur einnig til sameig-
inlegrar stefnu Efnahags-
bandalagslandanna í fiskveiði-
málum, sem utanrikisráðherra
er bókstaflega að ræða um á
þessu augnabliki í Briissel. Það
þarf að hafa langtímavandamál
i huga. Ef forsætisráðherra Is-
lands kemur til London, eins og
við vonum að hann geri á næstu
dögum, verðum við að reyna að
gera bráðabirgðasamkomulag
til að fleyta okkur yfir tímabil-
ið fram að því er nýtt fyrir-
komulag kemst til fram-
kvæmda sem gæta mun hags-
muna fiskveiðisvæðanna
beggja..
Clegg þingmaður: „.. Er
ráðherrann sér meðvitandi um
að íslenzki sendiherrann kom
alls ekki til móts við afstöðu
Breta til áreitni í sjónvarpinu í
dag?“
Roy Hattersley: „Eg heyrði
það sem íslenzki sendiherrann
sagði í-sjónvarpinu og ég hlusta
reyndar alltaf af áhuga á það
sem hann segir við þau fjöl-
mörgu tækifæri sem hann kem-
ur fram í fjölmiðlum. Hann
sagði fyrir nokkru að ef brezku
herskipin yrðu kvödd út úr því
hafsvæði sem íslenzka rikis-
stjórnin telur vera sin mið, gæti
náðst samkomulag innan fárra
daga. Því vona ég að þessi fyrri
yfirlýsingu íslenzka sendiherr-
ans reynist rétt og sú sem hann
gaf í dag reynist röng.“
Spriggs þingmaður:
„.. .Mun ráðherra gera
fulltrúum á Hafréttarráðstefn-
unni kleift að vekja máls á fisk-
vernd, sem er svo mikilvæg er
fjallað er um þessi knýjandi
mál? Er hann sammála um að
ef ekki er fjallað um fiskvernd
munu engar þjóðanna koma sér
saman um fiskveiðimörk?“
Roy Hattersley: „Allar
yfirlýsingar sem við höfum
gefið um fiskveiðar hafa viður-
kennt sérstaklega þörfina fyrir
verndun þorskstofnanna á
miðunum umhverfis Island
sem hluta af almennri stefnu
okkar um nauðsyn fiskverndar
í alþjóðlegri stefnumótun í fisk-
veiðimálum. Ég fullvissa deild-
ina um að þegar hæstvirtur
utanríkisráðherra verður
fulltrúi ríkisstjórnar hennar
hátignar á nýjum fundi
Hafréttarráðstefnunnar munu
þau viðhorf sem háttvirtur
þingmaður St. Helens
(Spriggs) lýsti verða ofarlega á
lista yfir þau markmið sem við
berjumst fyrir...“
Michael Brotherton:
„Þótt ég fagni þessu frumkvæði
ríkisstjórnarinnar leyfist mér
að inna ráðherrann frekar eftir
spurningunni um að hve miklu
leyti herskipin verða kvödd
burt? Leyfist mér að láta i ljós
þá von að herskipin verði að-
eins kölluð út fyrir 200 milna
mörkin svo að aðeins verði um
að ræða tíu klukkustunda sigl-
ingu frá hugsanlegum átökum
innan 50 milna markanna?
Roy Hattersley: „Fioti
hennar hátignar hefur verið
beðinn um að vera í 200 mílna
fjarlægð frá strönd Islands. Þar
mun hann verða unz ljóst er
hvort úr viðræðum getur orðið
og hvort þær viðræður bera
árangur. Við munum sannar-
lega gera okkar bezta til að
flytja okkar mál af sanngirni.
Ég tel að okkar afstaða hafi
verið sanngjörn frá upphafi...“
— Um
holdsveiki
Framhald af bls. 11
skefjum. Sumum tekst að vinna
algjöran bug á bakteríunum og
læknast og aðrir halda sjúkdómn-
um í skefjum að mestu og hafa
tiltölulega lítil einkenni hans.
Enn aðrir hafa að þvi er virðist
litla mótstöðu og fá útbreiddar
vefjaskemmdir og bakterían
finnst í miklum fjöWa viða i
likamanum. Þessi sjúkdómsmynd
er kölluð lepromatös og er ekki
aðeins langhættulegust heldur
lika mest smitandi.
Meðferð holdsveiki tók miklum
stakkaskiptum 1943 þegar lyfið
Dapsone kom á markaðinn.
Dapsone (DDS) tilheyrir efna-
flokkum Sulphones og er náskylt
hinum velþekktu sulfalyfjum.
Dapsone heftir fjölgun holds-
veikisbakteríanna en drepur þær
ekki og þarf því meðferð að vera
mjög langvinn til að varanleg
lækning náist. Meðferðarlengd er
mjög misjöfn eftir því hve sjúk-
dómurinn er útbreiddur, en
10—20 ár er ekki óalgengt og
margir telja að lyfið eigi að gefast
ævilangt. Ekki er Dapsone galla-
laust lyf frekar en önnur og oft
fylgja meðferðinni slæmar auka-
verkanir. Stundum svo slæmar,
að hætta verður meðferð. Nýrri
lyf svo sem Clofaximine,
Thiambutosine og berklalyfið
Rifampin hafa góða verkun gegn
holdsveiki en eru enn svo dýr, að
tiltölulega fáir sjúklingar verða
þeirra aðnjótandi
Arangur lyfjameðferðar er
góður, ef hún er hafin á byrjunar-
stigi sjúkdómsins og tekst þá að
lækna flesta. Að sjálfsögðu er
árangurinn lakari við útbreiddari
form sjúkdómsins, en am.k. má
búast við að þeir sem meðferð fá
hætti að smita á tiltölulega fáum
árum. Ekki síður mikilvægt en
lyfjameðferð er endurhæfing
þessa ógæfusama fólks. Sú endur-
hæfing þarf að beinast bæði að
líkamlegum og félagslegum
vandamálum þeirra. Má með
sanni segja, að það verkefni sé
óþrjótandi og því miður aðeins að
litlu sinnt.
Verða þá flestir holdsveikis-
sjúklingar meðferðar aðnjótandi?
Þvi miður er svarið neitandi, að-
eins u.þ.b. einn af hverjum fimm
holdsveikisjúklinga eru með-
höndlaðir í dag. Orsakir eru marg-
víslegar en fyrst og fremst er um
að kenna fjárskorti og vöntun á
skipulögðum aðgerðum þar sem
tíðni sjúkdómsins er hæst.
I flestum löndum er hætt að
einangra holdsveika eins og áður
var gert. Munu sérfræðingar sam-
dóma um að slíkt sé ekki vænlegt
til varanlegs árangurs í barátt-
unni við holdsveiki. Slík
einangrun er ómannúðleg og
hvetur til þess, að sjúklingar leiti
sér ekki lækninga meðan batavon
er mest. Lyfjagjafir undir eftirliti
hjúkrunarfólks eða lækna til allra
holdsveikra svo og til þeirra, sem
mest hafa verið útsettir fyrir
veikinni hafa sannað gildi sitt i
mörgum svæðum í Afríku, Asíu
og Suður-Ameriku. Hefur tekist
að hefta útbreiðslu sjúkdómsins
að mestu þar sem best hefur tek-
ist til. Ýmsar ónæmisaðgerðir eru
einnig í athugun og ber rannsókn-
um ekki saman um ágæti þeirra
en vitanlega væri allra best ef
einhverskonar bólusetning fynd-
ist sem gæfi góða vörn gegn holds-
veiki.
Hjálparstofnun kirkjunnar hér
á landi hefur um árabil tekið þátt
í því alþjóðlega samstarfi, sem
rekið er á vegum Holdsveikra-
hjálparinnar (Leprosy mission).
Lyf og hvers kyns hjálpartæki
eru send víða um heim í sjúkra-
hús og sjúkraskýli, þar sem enn
er barist við holdsvéiki. Islend-
ingum gefst í dag og næstu daga
tækifæri til þess að leggja sitt af
mörkum, og skal hér minnt á gíró-
reikning Hjálparstofnunarinnar
nr. 20000, en jafnframt er tekið
við framlögum á Biskupsstofu svo
og hjá sóknarprestum um land
allt.
Látum ekki hlut tslands eftir
liggja, og minnumst holdsveikra
með framlögum okkar.
Sigurður B. Þorsteinsson
læknir tók saman.