Morgunblaðið - 25.01.1976, Side 35

Morgunblaðið - 25.01.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 35 Rakel Þórðardóttir Lorange — Minninu Fædd október 1931 Dáin 22. desember 1975 Blóm og kransar i öllum regn- bogans litum. Hækkandi sól glampandi á glugga. Hvít kista. Gat þaö verið að Rakel væri i henni? Margt fólk samankomið í kirkjunni í Fossvogi. Vinir og vandamenn tii að sýna aðstand- endum samhug og einnig til að rifja upp gömul kynni við hana sem hér var kvödd. Ég renni hug- anum um það bil 20 ár aftur í tímann. Ég sá hana fyrst heima hjá henni tengdamömmu minni. Svona leit hún þá út konan hans Kjartans systursonar bónda míns. Glæsileg, framkoman frjáls og óþvinguð, sólbrún með hvítan hatt, — ættuð vestan úr Ölafsvík. Siðan áttum við langa samleið. Atvikin höguðu því svo að þau uróu heimilisvinir okkar. Það voru margar glaðar stundir sem við áttum saman í Sigtúni 25. Við spiluðum stundum whist, — oft reyndum við að hafa rangt við og þá var það hinna að hafa at- hyglisgáfuna vakandi og að Iokum var mikið hlegið þegar sá seki var staðinn að verki. Oft buðu þau okkur i bíltúra i sveitina á björtum sumardögum, og einnigeintvöeðaþrjúsumur í nokkurra daga sumarleyfisferðir. Þá var það ævinlega í Borgar- fjörðinn sem farið var, þar var svo hátt til lofts og vítt til veggja. Við slógum upp tjaldi á ýmsum stöðum, bæði í glampandi sól og rigningu, en í tjaldinu var ætíð glatt hvernig sem viðraði úti. Þetta var nefnilega áður en almenningur gat veitt sér þann munað að taka sér sumarfrí og helst að eyða því á suðrænum sólarströndum. Ýmsa fegurstu staði Borgarfjarðar sá ég fyrst i fylgd með þeim, svo sem Húsafell og Hraunfossa. Seinna fór svo að hún settist að í Kaupmannahöfn. Þar eignaðist hún vini og kunningja og vann þar ýmis störf sem voru henni hugleikin. Fyrir um það bil þremur árum heimsótti hún mig í síðasta sinn. Þá kom hún heim til að fylgja uppeldisbróður sinum til grafar vestur i Öiafsvik, og dvaldi þá hjá mér eina viku. Þá var margt rifjað upp frá fyrri árum. Rakel kunni skil á svo mörgu. Hún var minnug á það sem hún las og átti mjög gott með að koma orðum að, hvort heldur það voru hennar eig- in hugsanir eða frásögn. Hún var viljasterk og áræðin. En mannlífið er nú einu sinni svona, — það er ekki nærri því öllum samfelldur dans á rósum eða eins og fagur draumur sem ekki má vakna frá. Og sá litli hluti af okkur, sem snýr að hinum stóra heimi gefur Iíka svo ófullkomna mynd af lífi einstaklingsins, en manneskjan sjálf er dæmd eftir því hvernig henni tekst að leika, hvort heldur er litla eða stóra hlutverkið til enda í ævintýrinu sem við köllum líf. Einmana erum við svo fjarska- lega smá, þótt heimili okkar séu glæst i „velferðarþjóðfélagi“. Nokkrum nóttum fyrir jól Jóhanna Magnúsdótt- ir — Minningarorð Á þriðja degi hins nýja árs að Breióabólstað á Síðu. Bjuggu þegar sól er aftur tekin að hækka á lofti og mjöllin þekur dal og hól er hún lögð til hinstu hvíldar við hlið eiginmanns síns i kirkju- garðinum að Kotströnd i Ölfusi hún Jóhanna á Núpum. Er þar með lokið langri ævi og miklu starfi. Það starf hefur verið unnið í kyrrþey og að ytra útliti hefur það ekki verið frábrugðið starfi fjölda kvenna um land allt. Hitt er þó víst og satt að sem persóna átti Jóhanna á Núpum fáa sína lika og það er til þess að votta henni þakklæti mitt að ég nú festi þessar fátæklegu línur á blað. Ég vil þakka henni fyrir það, sem hún var, fyrir þá fyrirmynd, sem hún í daglegri umgengni var öll- um þeim er nutu návistar hennar um lengri eða skemmri tima i önn dagsins. Jóhanna Margrét Magnúsdóttir var fædd 14. 11. 1889 að Hörgs- iandi á Síðu, dóttir Magnúsar Þor- lákssonar hreppsstjóra, alkunns gáfu- og mannkostamanns, og Ingigerðar Jóhsdóttur bústýru hans sem rómuð var fyrir góð- semi. Að þeim báðum stóðu traustar skaftfellskar ættir. Jóhanna giftist 1919 Jóhanni Sigurðssyni bónda og búfræðingi t Útför móður okkar RÓSU KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, frð Vestmannaeyjum, Keilufelli 9. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. janúar kl 10 30 Stefðn Brynjólfsson, Guðlaugur Valur Brynjólfsson og aðrir vandamenn. þau þar til ársins 1923 að þau fluttu að Kirkjubæjarklaustri, en þaðan fluttust þau 1927 að Núp- um i Ölfusi og þar átti Jóhanna heima til æviloka. Jóhann Sigurðsson var hinn mesti dugnaðar- og framkvæmda- maður og ekki síóur mannkosta- maður. Hann andaðist 12. 2. 1935. Þau hjónin eignuðust átta börn. Hið yngsta þeirra, Lárus, dó i bernsku. Auk þess átti Jóhann eina dóttur af fyrra hjónabandi, Ragnheiði, nú húsfreyju að Bakka í Ölfusi. Það var á árunum 1932 og 1933 aó sá er þetta ritar dvaldi á heimili þeirra hjóna og átti því láni að fagna að kynnast þeim og þeirra stóru fjölskyldu nánar. Þungt áfall var það fyrir Jóhönnu og hennar stóra barna- hóp er maður hennar féll frá á besta aldri. Aðeins tveim árum síðar missti hún yngsta drenginn sinn. Fleiri sorgum mætti Jóhanna á sinni ævi, en ekki skal það rakið hér enda var þaó ekki hennar háttur að rekja raunir sín- ar. Öllu tók hún með stillingu og bjargfastri ró. Studd af sínum frábærlegu dug- legu börnum hélt hún búskapn- um ótrauð áfram þar til synir hennar tóku við. Og nú er þessu öllu lokið. Horf- in er af sjónarsviðinu gáfuð kona með óvenjulega heilsteypta skap- gerð og mikið sálarþrek, góð kona, sem aiit vildi færa á betri veg og öllu góðu leggja lið, mikii- hæf kona, sem allir, er hana þekktu, hljóta að minnast með virðingu og þakklæti. Börnum hennar, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Jóhönnu á Núpum. Jón frá Kársstöðum. dreymdi mig hana, og næstu daga var hún svo ofarlega í huga mér að það var nærri því eins og ég skynjaði nálægð hennar. Og einn morguninn þegar dagurinn var hvað stystur og myrkrið grúfði yfir og var nærri áþreifanlegt, svo fast lagðist það að. var ég stödd niðri í bæ að kaupa jólagjafir handa börnum, barnabörnum og maka, þá var eins og hvíslað væri að mér: skyldi hún Rakel ekki koma til gamla Fróns fyrir jólin? — ég myndi bjóða hana velkomna í mitt hús. Og þó eitthvað amaði að i bili myndi aftur birta upp. Hún var svo ung. En hún kom ekki sem slík. Hún kom í hvítu kistunni sem stóð þarna innan um öll blómin, gul, rauð, bleik, hvít og blá. Hún kom að vísu aftur heim, en ekki á þann hátt sem ég hafði vonað. Hún kom í hvítu kistunni sem stóð þarna innan um öll blómin, gul, rauð, bleik, hvít og blá. En einmitt svona hefði hún sjálf viljað hafa þetta. Því feg- urðin var hálft hennar Iíf. Og innan stundar myndi fósturjörðin falla þétt að hvitu kistunni, á sama hátt og. hvítur snjórinn minntist svo fast við fölnaðan svörðinn. Ef til vill eiga leiðir okkar eftir að liggja saman að nýju. Þá verður hún gestgjafinn og visar veginn — og sýnir mér e.t.v. nýjan Borgarfjörð. Eg kveð kæra vinkonu og sendi mömmu hennar, syni, tengdadótt- ur og litla ömmubarninu bestu árnaóaróskir. Anna Þóra Steinþórsdóttir Minning: Fríða Proppé Fædd 25. september 1906. Dáin 23. desember 1975. Þann 3. janúar var gerð útför okkar kæru systur, Friðu Proppé, lyfsala á Akranesi. Hún andaðist á Þorláksmessu, eftir erfiðan sjúkdóm. Hér verður hvorki sögð ævisaga né lýst hinum glæsilega starfs- ferli Fríðu, en oft er gildi hins lifaða lífs hugleitt, þegar aflvak- inn, sem knúði huga og hönd, er hættur að starfa í þessum heimi, sem við 'skynjum. Þá er það lífs- lánið, — lífslánið eina og sanna — að hafa til góðs lifað. Fríða heitin átti lífsláni að fagna í orðsins fyllstu merkingu. Hennar hjálpandi hönd, góðvild, gáfur og gleði voru eins og geisli, sem lýsti yljaði mörgum og hjálp- aði. Hve mikið og hve mörgum var aldrei borið á torg. Hún vissi gildi þess að miðla og gefa, án þess að tala um það, enda var hún rík af innri gleði — innri friði. Sálmaskáldið Valdimar Briem segir: Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tfð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trégatárin strfð.“ Friða var óvenju vel látinn em- bættismaður og virtur, og var það því mikill heiður fyrir Soroptim- istaklúbb Reykjavíkur, er hún gerðist meðlimur i klúbbnum i september 1962. Klúbbstarfið var henni hugfólg- ið, samstarfið og samveran með systrunum veitti henni gleði og því þótti henni vænt um klúbbinn sinn. Hún sýndi það lika á margan hátt, m.a. með því hve vel hún starfaði að áhugamálum hans. Dugnaður hennar var i öllu eins, nægir þar að nefna fundarsókn hennar, sem var einstök, þó langt væri á fundarstað. Enda var hug- ur systranna þannig, að hún átti Framhald á bls. 27 þaðer sasa á bak við SAAB 96L SAAB árg 1950 fyrir framan SAAB 21 orustuvél. 1945 sendi Svenska Aeroplan AB (SAAB) frá sér SAAB 96 (hét þá 92). Bíl sem teiknaður var af frábærum hönnuði, Sixten Sason, og byggður á nákvæmni og tækniþekkingu flugvélaiönaðarins. Allt síðan hefur verið unnið að frekari endur- bótum, akstursöryggis og þæginda öku- manns og farþega. f dag er SAAB 96 þægilegur, sterkur og öruggur bíll, sem eyðir aðeins 0,7 I. á 10 km. og liggur ótrúlega vel á vegi. Bíll fyrir erfið- ustu aðstæður. SAAB UMBOOIO er með eigið viðgerðarverk- stæði og stóran varahlutalager fyrir viðskiptavini sína. SAAB 96 i. er með höggvarnarstuðara aftan og framan. Meira farþegarými í aftursæti Nýja hönnun á stýri og mælaborði 50% aukið Ijósmagn á lága geislanum. Breiðari felgur. Nýja og sterkari dempara og endurbætta fjöðrun. Upphitaða afturrúðu. Tveirnýir tízkulitir: Tópasgulur og fölgrænn B1ÖRNSSON SKEIFAN 11 REYKJAVfK SÍMI81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.