Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1976
Nemendamót
Verzlunar-
skólans
NEMENDAMÓT Verzlunarskóla
tslands verður haldið ( kvöld (
Austurbæjarbfói og Sigtúni.
Verður þar margt til skemmtun-
ar, m.a. verða sýndir tveir ein-
þáttungar eftir Odd Björnsson.
Skemmtiatriði mótsins verða
sýnd almenningi á laugardaginn
klukkan 14 i Austurbæjarbfói.
Miðasala er við innganginn.
Leikstjóri einþáttunganna er
Sigrún Björnsdóttir leikkona.
Verzlunarskólakórinn kemur
fram og syngur lög eftir Simon og
Garfunkel undir stjórn Rúnars
Vilbergssonar og er þetta frum-
raun hans sem stjórnanda. Sýndir
verða dansar frá árunum í kring-
um 1940 og Sigrún Magnúsdóttir
syngur frumsamin lög og leikur
undir á gitar. Margt fleira verður
á dagskránni. Verzlunarskóla-
nemendur koma fram í öllum
atriðunum og þeir hafa unnið alla
undirbúningsvinnu sem er geysi-
mikil.
Myndin er úr einu atriði i ein-
þáttungum Odds Björnssonar.
Stjórn Bandalags kvenna f Reykjavfk. Fremri röð, talið frá vinstri:
Halldóra Eggertsdóttir, Unnur Agústsdóttir og Margrét Þórðardóttir.
Aftari röð: Guðrún S. Jónsdóttir, Sigþrúður Guðjónsdóttir og Sigrfður
Ingimarsdóttir.
Bandalag kvenna
í Reykjavlk þakkar
varðskipsmönnum
Nokkrir urðu ríkari:
Dregið í happdrætti
w
Háskóla Islands
INNLENT
AÐALFUNDUR Bandalags
kvenna f Reykjavfk var haldinn
að Hótel Sögu 8. og 9. febrúar.
Stjórnina skipa: Unnur Agústs-
dóttir formaður, Halldóra
Eggertsdóttir varaformaður og
ritari og Margrét Þórðardóttir
féhirðir. Varastjórn skipa: Sigrfð-
ur Ingimarsdóttir, Sigþrúður
Guðjónsdóttir og Guðrún S. Jóns-
dóttir. Endurskoðendur: Þórunn
Þriðjudaginn 10. febrúar
var dregið í 2. flokki
Happdrættis Háskóla
tslands. Dregnir voru 8.640
vinningar að fjárhæð
110,070,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, nfu
milljón króna vinningar,
komu á númer 57811.
Trompmiðinn og þrír
heilmiðar af þessu númeri
voru seldir í umboði Arn-
dísar Þorvaldsdóttur að
Vesturgötu 10. H-miðinn
var svo seldur í umboði
Reynis Eyjólfssonar f
Hafnarfirði. Þann miða
átti maður, sem spilar á
röð af miðum og fær því
einnig báða aukavinning-
ana.
500,000 krónur komu á númer
26235. Voru allir miðarnir af
þessu númeri seldir i AÐALUM-
BOÐINU i Tjarnargötu 4. Einn
viðskiptavinur happdrættisins
átti bæði trompmiðann og fernur
Sýning um
franska
kvikmyndalist
UM sfðustu helgi var opnuð f
franska bókasafninu á Laufásvegi
12 sýningin „Byrjun franskrar
kvikmyndalistar" og verður hún
opin f hálfan mánuð kl. 17.00 til
kl.'19.30.
I sýningarsalnum er Ijósmyndir
úr kvikmyndum frá þvi á fyrstu
árunum í franskri kvikmyndalist
og eru skýringartextar á frönsku
og íslenzku. Má.þar rekja þróun
kvikmyndanna. I öðrum sýningar-
sal eru stöðugt sýndar fjórar kvik-
myndir, sem eru sögulega merki-
legar, þ.e. „Fyrirrennarar kvik-
myndlistarinnar'1, „Uppfinningar
Lumiere-bræðranna", sem sýnir
fyrstu upptökuvélina og byrjun á
fréttakvikmyndun, „George
Melies“og „Judex" eftir Franju.
Al'GLÝSINGASÍMIXN ER:
22480
JS«r0unbIabib
af þessu númeri og fær því
vinninginn nífaldan eða fjórar og
hálfa milljón króna.
200,000 krónur komu á númer
8848. Trompmiðinn ásamt H-
miðanum voru seldir í AÐALUM-
BOÐINU í Tjarnargötu 4. Hinir
þrír miðarnir voru seldir í um-
boðunum á AKUREYRI,
DALVIK og BÍLDUDAL.
50.000 krónur:
2754 — 5415 — 5792 — 8277 —
9524 — 10325 — 12645 — 13153
— 14453 — 15077 — 17065 —
17446 — 22451 — 31892 — 33095
— 35936 — 38125 — 39002 —
39181 — 42254 — 51600 — 56243
— 57810 — 57812.
Frfi fundi Bandalags kvenna.
Valdimarsdóttir og Lóa Kristjáns-
dóttir.
I Bandalagi kvenna í Reykjavík
eru 29 aðildarfélög með á 12.
þúsund félagsmönnum.
Þingið starfaði í tvo daga.
Guðjón Petersen forstjóri Al-
mannavarna ríkisins flutti erindi
á þinginu um almannavarnir
Reykjavikurborgar. Margar
nefndir innan bandalagsins
skiluðu ályktunum, sem siðar
verða sendar til birtingar.
I lok fundarins var eftirfarandi
yfirlýsing samþykkt samróma:
„Aðalfundur Bandalags kvenna
í Reykjavik vitir harðlega það of-
beldi, sem brezki flotinn hefur
frammi í íslenzkri landhelgi þar
sem hann ekki vilar fyrir sér að
ráðast gegn varðskipum okkar við
skyldustörf sín, sem fyrst og
fremst eru þau að vernda lífs-
hagsmuni þjóðarinnar, það er
fiskimiðin og friðuðu svæðin, auk
þjónustu og björgunarstarfa.
Fundurinn vottar skipherrum og
öðrum varðskipsmönnum þakk-
læti sitt og aðdáun fyrir hugrekki
og árvekni í starfi."
Hvenær hentar þér
að fara í bankann þinn?
Er hann opinn þá?
Allan daginn er einhver
afgreiósla Verzlunarbankans opin,
frá klukkan 9 ■ 30 aó morgni
til klukkan 7 00aÓ kvöldi.
KL. 9 10 -11 12 13 14 15 16 17 18 19
AÐALBANKINN
BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200
UTIBUIÐ
LAUGAVEG1172
SÍMI 2 01 20
AFGREIÐSLAN
UMFEROARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 25 85
BREIÐHOLTSUTIBÚ
ARNARBAKKA 2 SÍMI 74600
Veldu þér banka sem er opinn þegar þér hentar.
VéRZLUNflRBfiNKINN