Morgunblaðið - 11.02.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976
Núgildandi
Frumvaxpifl rcglur
1. Aflairygginííasjóður: % m.kr. % m.kr.
a'i Almenn deild 22 500 7.7 401
b) Ahafnadeild 20 500 9.3 554
2. Trvggingasjóður fiskiskipa 27 013 19.8 1 182
.1. Kiskveiðasjóður Fiskimólasjóður a'í Til lánastarfsemi 21 477 8.4 497
4. b'' Til stvrkveilinga lil rannsókna. tilrauna og markafiseflingar Til sjávarrannsókna og framleiðslueftirlits 0.0 20
sjávarafurffa 2.3 53 1.0 02
r>. Til samtaka sjómanna og útvegsmanna . . o.s 18 0.2 13
r>. Til Oliusjóðs 53.6 3 190
Snmtals ton.n 2 271 100.0 5 905
— Olíusjóður
lagður niður
Framhald af bls. 28
urða, er ko*ni f stað núgildandi
ákvæða.
Frumvarp.s:'!'''*-''’ sem ná til
framangreindra atriða, þýða, ef
að lögum verða tæplega fjögra
milljarða tilfærslu frá fjárráðstöf-
um sjóðakerfis til fiskverðshækk-
unar.
Þessí umfang.srnikia breyting á
sjóðakerfi sjávarútvegs er háð
þvf, af hálfu st. órnvalda, að samn-
ingar náist miili hagsmunaaðila í
sjávarútvegi, sjómanna og útgerð-
ar, um kjarasamninga og breyt-
ingar á gildandi hlutaskiptaregl-
um. Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra las upp i þingræðu i
gær bréf frá hagsmunaaðilum,
þess efnis, að þeir stefni að samn-
ingum stn á milli á grundvelli
framangreindra atriða.
Sem fyrr segir er meginefni
frumvarpanna að olíusjóðurinn
verði lagður niður og hlutur
tryggingarsjöðs fiskiskipa í út-
flutningsgjaldi lækki um nálægt
helming. Aflatryggingarsjóður
starfar áfram með svipuðum tekj-
um. Frétt þossari fvleir sgýring-
tafla er sýnir ljóst þær breyt-
ingai, sem vefða á sjóðakei finu,
ef framangreind Ivö frumvörp
verða að lögum og skiptingu 6%
útflutningsgjaldsins. Er hún mið-
uð við gengi og verðlag i október
1975.
Ráðherra gat þess í framsögu að
á Aflatryggingarsjóði hvíldi
skuldabyrði, sem svaraði um
helmingi ársveltu hans, og væri
að hluta óleyst, með hvaða hætti
snúizt yrði við þeim vanda.
— Ingólfur
Jónsson
Framhald af bls. 10
ursslaðla. sem það hefur undír-
búið að hiifðu saniráði við
Náttúruverndarráð og Heil-
brigðismálaráð Hafnarfjarðar, og
eru þeir staðlar nú til umræðu við
Heilbrigðiseftirlitið. Hin fyrir-
huguðu þurrhreinsitæki eru fu 11 -
komnasti búnaður, sem vö! er á
yfirleitt til hreínsunar á útblæstri
áliðjuvera. Er því engin ástæða til
þess að ætla annað en að fyllsta
samkomulag geti orðið við heil-
brigðisyfirviild um uppsetningu
og rekstur tækjanna.
I samningum ríkisstjórnarinnar
og Alusuisse um annan viðauka
við aðalsamning þeirra frá 28.
marz 1966, sem nú liggur fyrir
Alþingi tíl staðfestingar, er
kveðið á um heimíld handa ISAL
til að stækka áliðjuverið i
Straumsvik með lengingu á
kerskála II, eða sem svarar að
aukningu um 1/7 hluta 20 MW,
10.000 árstonn á núverandi
afkastagetu. Er notkun þessarar
heimildar háð þvi skilyrði af
hálfu ISAL, að stækkunin geti
talizt fjárhagslega verjandi á
þeim tíma, það er til ársloka 1979.
Fari svo að þessi heimild verði
notuð er fyrirhugað að hafa
umrædda viðliót kerskálans búna
fullkomnum hreinsitækjum frá
öndverðu, og staðfestir ISAL það
hér með i samræmi við skilning
aðilanna meðan á samningavið-
ræðum stóð.
Virðingarfyllst,
Isienzka álfélagið h/f
Halldór H. Jónsson.
Ragnar S. Halldórsson."
Með því sem hér hefur sagt
verið, aútu háttvirtir alþingis-
menn að vera sammála um, að
mengunarmálum i Álverksmiðj-
unni muni verða gerð góð skil, og
að fullnægjandi skýringar eru
gefnar á þeim drætti, sem orðið
hefur á upjisetningu hreinsitækjé
í verksmiðjunni.
— Prescott
Framhald af hls. 1
gangur fararinnar yrði sá að
komast að raun um hvers vegna
íslendingar hefðu neitað að ganga
að tilboði Breta um að minnka
árlega veiði sina við Island niður í
65.000 lestir eins og James Callag-
han utanrikisráðherra gaf í skyn í
siðustu viku.
Hann kveðst ekki síður vilja
kanna hugmyndir um að það sé
fámennur hópur „harðlínu-
manna“ sem standi í vegi fyrir
samkomulagi. Hann kveðst ekki
koma til Reykjavíkur til að semja
við Islendinga þótt ferð hans sé
kölluð „Öopinber friðarferð" en
meðal þeirra áhrifamanna sem
fengnir hafa verið til að ræða við
hann eru nokkrir alþingismenn.
Hingað til hefur Prescott ekki
staðið framarlega i fiskveiði-
deilunni þar sem hafnir brezkra
togara eru ekki i kjördæmi hans,
Hull East, þótt togaramenn séu i
hópi kjósenda hans og hann segist
hafa áhyggjur fyrir þeirra hönd.
Prescott á sæti á Evrópuþing-
inu í Strassborg og hefur oft talað
um sjávarútvegsmál á þeim vett-
vangi. Hann hefur oft verið á önd-
verðum meiði við James Johnson,
þingmann þess kjördæmis i Hull
þar sem hafnir togaranna eru.
Johnson er miklu vinstrisinnaðri
og Prescott finnst hann alltof lin-
ur formælandi i sjávarútvegs-
málum, þótt Johnson sé fylgjandi
hörðustu afstöðunni sem Bretar
geta tekið í fiskveiðideilunni við
Islendinga.
Johnson hefur verið mjög
mikill harðlínumaður i deilunni
við íslendinga, en Prescott hefur
verið miklu fúsari til að setja sig i
spor Islendinga, segir fréttaritari
Mbl. í Hull, Mike Smartt.
Prescott sagði þegar hann
skýrði frá Reykjavikurferð sini að
dr. Joseph Luns, aðalfram-
kvæmdastjóri NATO, kæmi til
Reykjavíkur sama dag og hann til
að miðla málum í deilunni.
— Hugmyndir
sáttanefndar
Framhald af bls. 28
aðilum frá hvorum samnings-
aðila. Mun nefndin taka fyrir þá
valkosti, sem lífeyrissjóðanefnd
ríkisstjórnarinnar lagði fram. Er
fundur á morgun í þessari nefnd,
svo og veikinda- og trygginga-
daganefnd, allsherjarnefnd og
fleiri nefndum.
Björn Jónsson, forseti ASl,
sagði að forysta ASl viðurkenndi
þessar hugmyndir sáttanefndar-
innar og sáttasemjara sem breytt-
an grundvöll til þess að tala út
frá, „en við höfum ýmislegt við
þetta að athuga og teljum að þetta
út af fyrir sig leysi ekki málið. En
við vonum það að þessi tillaga
þýði það að málin séu farin að
hreyfast og snúi þá til réttari
áttar,“sagði Björn Jónsson.
Ölafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri VSl, vildi ekki segja skoðun
sína á hugmyndum sáttanefndar i
gærkveldi. Hann sagði að vinnu-
veitendur hefðu enn ekki þingað
neitt um málið og umræður um
hugmyndir sáttanefndar hefðu
enn ekki hafizt.
— Fer Júlíana?
Framhald af bls. 1
beðinn að bera vitni í yfirheyrsl-
um f Tokyo vegna Lockheeds-
málsins þar, fréttir herma að
samkvæmt skýrslum Lockheed
hafi embættismönnum f Mexfkó
verið mútað, framkvæmdastjóri
flugfélags f Hong Kong sagði af
sér í dag og forsegi Kólombfu
sagði að ásakanir um að yfirmenn
í flugher landsins hefðu þegið
mútur af fyrirtækinu vrðu ftar-
lega rannsakaðar.
Hollenzkir embættismenn
sögðu f dag að ef rannsóknar-
nefndin sem nú hefur verið skip-
uð kæmist að þeirri niðurstöðu að
Bernharð prins hefði þegið mútur
mundi Júlíana drottning senni-
lega leggja niður völd og Beatrix
krónprinsessa taka við. Þeir kváð-
ust efast um að nefndin kæmist
til botns i málinu og sögðu að
hver sem niðurstaðan yrði mundi
konungsfjölskyldan aldrei þvo af
sér þann blett sem hefði fallið á
hana.
Nefndin er skipuð einum dóm-
ara, dr. Andreas Donner, og
tveimur fjármálasérfræðingum,
dr. Marius Holtrop og Henri Pesc-
har. Ekki er vitað hvort nefndin
mun beinlínis yfirheyra Bern-
harð prins en búizt er við að hún
reyni að yfirheyra yfirmenn
Lockheeds í Bandaríkjunum og
Fred Meuser, fyrrverandi sölu-
stjóra Lockheeds í Evrópu.
Meuser er sagður hafa verið
náinn vinur prinsins og var um
tíma búsettur í Bandaríkjunum
en býr nú í Sviss. Margir Hollend-
ingar vona að hafi prinsinn þegið
mútur hafi hann látið fé renna til
margskonar góðgerðarstarfsemi
sem hann hefur hjálpað.
Samkvæmt hollenzkum lögum
verður þjóðhöfðingi landsins að
leggja niður völd ef það er sam-
þykkt i báðum þingdeildum. Ef
mútur verða sannaðar er talið víst
að vinstrisinnar krefjist þess að
Júliana drottning leggi niður
völd. Verði prinsinn sýknaður
mun rannsóknin einnig valda al-
varlegum deilum.
— Ráðstöfun
Framhald af bls. 13
Fiskveiðasjóðs í samvinnu við
Samábyrgð Islands á fiskiskipum
og sjávarútvegsráðuneytið. Af-
staða til umræddra tillagna hefur
verið tekin og auglýst eftir um-
sóknum.
Þess skal getið að allar reglur
og ákvarðanir um ráðstöfun
gengishagnaðar voru lagðar fyrir
rikisstjórnina i hverju tilfelli og
ennfremur höfð samvinna við for-
menn sjávarútvegsnefnda beggja
deiida alþingis.
— EBE
Framhald af bls. 1
Þá er ráðgert að utanríkisráð-
herrarnir eigi viðræðufund svo
fljótt sem auðið er, og eru horfur
á að hann verði haldinn 1. eða 2.
marz. Talið er vist, að niðurstaða
ráðherranna verði sú að 200
mílna reglan sé óhjákvæmileg og
enda þótt sum bandalagsríkin
telji hana í andstöðu við hags-
muni sína verði aðildarrikin að
standa saman um þá stefnu.
Á ráðherrafundinum á mánu-
daginn var virtist helzta vanda-
málið vera sameiginleg fiskveiði-
stefna aðildarríkjanna níu en slík
stefna mundi hafa í för með sér
að þau yrðu að skipta með sér
aflanum innan 200 mílna og á
friðunarsvæðum þar sem nauð-
synlegt er að takmarka veiðar.
Tillögur um samskipti við riki
utan bandalagsins hvað fisk-
veiðar snertir komu ekki fram á
fundinum en eru vætanlegar
síðar.
Likur benda ekki til þess að
aðildarríki Efnahagsbandalagsins
samræmi stefnu sína i fiskveiði-
málum að öllu leyti á næstunni.
Trúlegra þykir að I ýmsum
atriðum muni ríkin gefa sér
ráðrúm til að láta þessi mál þróast
enn um sinn. I atkvæðagreiðslum
á hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna greiða aðildarríkin at-
kvæði hvert fyrir sig, en talið er
að reynt verði að skapa með þeim
samstöðu við lokaatkvæða-
greiðslu á ráðstefnunni.
— 44brezkir
Framhald af bls. 28
ina um friðun svæðisins útaf
Langanesi. Þeim var því full-
kunnugt um þessa friðun enda
þótt hún hafi ekki verið til-
kynnt þeim formlega af utan-
ríkisráðuneytinu, þar sem þeir
eiga engan rétt á veiðum innan
200 milnanna. Sjávarútvegs-
ráðuneytið lét hins vegar utan-
ríkisráðuneytið hafa gögn um
friðunina og það sendi þau
áfram til Belga og Vestur-
Þjóðverja sem veiða hér sam-
kvæmt samningum innan 200
milna markanna,“ sagði ráð-
herrann að lokum.
Eitt brezkt aðstoðarskip
bættist i hópinn í gær, Royster-
er, dráttarbátur brezka hers-
ins. Fyrir voru 3 freigátur, 2
dráttarbátar, 2 eftirlitsskip og
eitt birgðaskip.
— Niðurskurður
Framhald af bls. 28
ur væri aðeins 21,1% af
kyndingarkostnaði þeirra, sem
kyntu með olíu. Þessi kostnaður
var 25,3% fyrir siðustu olíuhækk-
un. Jóhannes Zoéga sagði að synj-
un yfirvalda í hækkunarbeiðnum
Hitaveitunnar þýddu fyrir fyr-
tækið lækkun tekna að upphæð
415 milljónir króna auk lækkunar
i tekjum af heimæðargjöldum, en
óskað var sömu prósentutöku-
hækkunar á þá taxta. Hitaveita
Reykjavikur hefur verið rekin
með halla undanfarin tvö ár.
Gengistöp Hitaveitunnar hafa
verið talsverð, en séu þau reiknuð
með er nettóhalli fyrirtækisins
undanfarin tvö ár um 350 milljón-
ir króna. Til þessa hefur þessi
halli verið bókfærður sem auknar
skuldir Hitaveitunnar eða minni
eignir. Það getur ekki til eilífðar
og þarf því meiri hækkun á gjald-
skrám en annars væri þörf.
Hækkunarþörfin nú er þess
vegna miklum mun meiri en ef
gengið hefði verið að óskum hita-
veitunnar og fylgt hefði verið
skynsamlegri verðlagningu
undanfarin ár — sagði Jóhannes
Zoega.
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri
sagði að jafnframt gæti svo farið
— ef gjaldskrá fengist ekki hækk-
uð — að Borgarsjóður Reykjavík-
ur og þar með hinn almenni skatt-
greiðandi í Reykjavík yrði að
borga hallann með sfnum útsvör-
um á svipaðan hátt og gert er hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur.
Getur þá dæmið verið komið
þannig að Reykvíkingar væru
beinlfnis að greiða fyrir
kyndingarkostnað íbúa í
nágrannasveitaríélögunum.
„Auðvitað er engin vitglóra f því
að halda þessu áfram á þennan
hátt. Vonast ég til, að einhver
vitglóra renni upp fyrir forráða-
mönnum þjóðarinnar og þess
vegna komist þetta í lag á venju-
legan hátt, en þó með þvf að á
næstu árum — og á þvf er enginn
efi — verður gjaldskráin að vera
hærri heldur en hún hefði þurft
að vera annars.
Borgarstjóri sendi iðnaðarráðu-
neyti hækkunarbeiðni í ágúst-
byrjun, tillögu hitaveitustjóra,
um 33% hækkun á gjaldskrám.
Formleg beiðni um 15+15% fór
ekki fyrr en í september. Ef nú er
gert ráð fyrir hækkun um næstu
mánaðamót og aðeins miðað við
þetta ár þyrfti hækkunin að vera
42% í staðinn fyrir 32. Er þá
aðeins miðað við þetta ár og yrði
það of mikil hækkun miðað við
lengri tíma.
„Utlitið er mjög ljótt,“ sagði
Jóhannes. „Það er nú þegar orðið
ljóst að það verður ekki haldið
áfram framkvæmdum f nágranna-
sveitarfélögunum fram yfir það
sem þegar er umsamið við verk-
taka. Aðeins verður lokið við af-
ganga af verksamningum og ef
svona heldur áfram nær ástandið
ekki aðeins til nágrannasveitar-
félaganna heldur til Reykjavfkur-
borgar einnig."
Þær framkvæmdir sem ekki
verður unnt að ráðast í eru af-
gangar í nágrannasveitarfélögun-
um, þriðjungur af Hafnarfirði og
þriðjungur af Garðabæ. Kópavog-
ur er að mestu búinn og sfðan eru
það dreifikerfi í ný hverfi í
Reykjavík, sem áætluð eru á
árinu, m.a. hluti af nýrri æð í
Vesturbæ vegna nýrra hverfa á
Eiðsgranda og eins til styrkingar
kerfinu f Vesturbæ, sem þörf
hefur verið á. Hitt er að mestu í
Breiðholti, eitthvað er áætlað í
nýjum Miðbæ, eitthvað í iðnaðar-
hverfinu fyrir ofan Artúnshöfða
og minni háttar annars staðar. Til
þess að þetta sé hægt þarf að
halda áfram virkjunum á Reykj-
um og tekur sú framkvæmd um
helming þess fjár, sem áætluð er í
framkvæmdir á þessu ári, um 400
milljónir. Ef engin hækkun fæst
fram, verður ekki einu sinni hægt
að ráðast f það, en það verður þó
látið ganga fyrir, þvf að annars
verður vatnsskortur næsta vetur.
Að lokum sagði Jóhannes
Zoéga: „Ætli þetta mál sé ekki
eins og það, er bensfnsalinn sagði
um árið, þegar maðurinn spurði,
hvernig það væri, það hefði engin
hækkun orðið á bensínverðinu í
nokkra mánuði. Þetta var á
vinstri stjórnar árunum og bensfn
hafði hækkað á tveggja mánaða
fresti. Þá var landhelgismálið i
hámarki eins og nú. Bensinsalinn
svaraði viðskiptavininum, er
hann spurði: „Nei, landhelgis-
málið hefur algjöran forgang.““
— Angóla
Framhald af bls. 1
hreyfingarinnar SWAPO til
landamæra Suðvestur-Afríku
samkvæmt heimildum i Jó-
hannesarborg.
Til þess að ná undir sig Bengu-
ela-járnbrautinni, sem kopar er
fluttur um til sjávar frá Zambíu
og Zaire, verður MPLA að taka
bæina Silva Porto og Luso. Silva
Porto er hernaðarmiðstöð Unita
en stjórnarsetur hreyfingarinnar,
Huambo féll f gær.
Tanjug segir að fall Silva Porto
og Luso sé aðeins „spurning um
klukkustundir", þar sem talið sé
að suður-afrískir hermenn hafi
hörfað frá bæjunum. Fréttastofan
hefur eftir áreiðanlegum heimild-
um í Luanda að Suður-
Afríkumenn hafi dregið saman
4—5,000 manna lið sitt á linu frá
Mocamamdes um Sa Da Bandeira
til Serpa Pinto.
Jafnframt tilkynnti Idi Amin
forseti í dag að Ugandastjórn
hefði viðurkennt MPLA sem rik-
isstjórn Angola. Þar með hafa 26
af 46 aðildarlöndum Einingar-
samtaka Afríku (OAU) viður-
kennt stjórnina í Luanda.
Tuttugu aðildarlönd vilja
myndun þjóðeiningarstjórnar en
talið er að afstaða Amins geti haft
þau áhrif að nokkur þeirra ákveði
að styðja MPLA.
Um 50 óanægðir brezkir mála-
liðar komu til London frá Angola
í dag og Harold Wilson forsætis-
ráðherra lýsti yfir því á þingi að
Iítill vafi virtist leika á þvf að
nokkrir félagar þeirra hefðu ver-
ið myrtir fyrir að neita að berjast.
Wilson tilkynnti að hann mundi
fyrirskipa opinbera rannsókn á
ráðningu málaliða f Bretlandi.
Hann kallaði ráðningarstjórana
smáglæpamenn og sagði að þeir
væru á sakaskrá.
— Enn ósáttir
Framhald af bls. 28
„Fulltrúar Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands telja
fyrri kostinn heppilegri. Full-
trúi Alþýðusambands Vest-
fjarða telur báðar leiðir geta
komið til greina, en bendir á að
olíufrádráttarleiðin sé liklega
einfaldari i framkvæmd. Aðrír
fulltrúar sjómanna hallast
fremur að sfðari leiðinni, þótt
hún kunni að reynast nokkuð
flókin í framkvæmd, m.a. vegna
sérstakra ákvæða fyrir svart-
oliuskip. Fulltrúar útvegs-
manna taka ekki beina afstöðu
til kostanna tveggja, en telja
báða geta komið til greina við
gerð kjarasamninga í fram-
haldi af lagabreytingum um
sjóðina."
Leiðrétting:
Schmidt vill ekki
miðla málum
1 forsiðufrétt Mbl. í gær féll niður
orðið ekki, þar sem sagt var frá
viðræðum Schmidt og Wilsons og
stóð f fréttinni og Schmidt vildi
verða miliigöngumaður í land-
helgisdeilunni en eins og fram
kom í frétt um þetta mál tók hann
það fram, að hann vildi það ekki.