Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr. eintakið. Viðræður þær, sem stað ið hafa yfir um gerö nýrra kjarasamninga eru að komast í eindaga. Sjó- menn hafa boðað verkfall frá næstkomandi laugar- degi og almennu verkalýðs- félögin frá næstkomandi þriðjudegi. Það sem af er þessum viðræðum hefur ákaflega lítið gerzt, sem gefur vonir um, að samn- ingar geti tekizt fyrir þenn an tíma. Augljóst er, að viðræður þessar hafa frá upphafi farið fram í skugga land- helgismálsins. Öll athygli þjóðarinnar og starfs- kraftar ríkisstjórnar og embættismanna hafa beinzt að landhelgisdeil- unni við Breta og þeim miklu sviptingum, sem orð- ið hafa á þeim vettvangi á undanförnum vikum og mánuðum. Öll umræða i þjóðfélaginu hefur snúizt um landhelgisdeiluna og afstöðu okkar til hennar. Þess vegna hafa viðhorfin i kjaramálum lítt verið rædd á opinberum vettvangi og er það að sjálfsögðu skaði, því að slíkar umræður þjóna þeim tilgangi að skýra viðhorfin, gera al- menningi grein fyrir stöð- unni í enahags — og at vinnumálum og varpa nokkru ljósi á hvaða mögu leikar eru til kjarabóta. Fari svo, að verkföll skelli á til sjós og lands er einnig ljóst, að þau verða háð í skugga landhelgis- deilunnar. Það er ekki gott, ef við hefjum innbyrðis deilur okkar í milli, sem lama mundu allt atvinnulíf og alla þjónustustarfsemi í landinu á sama tíma og við eigum í höggi við harðsnú inn andstæðing á fiskimið- unum. Það yrði vissulega saga til næsta bæjar, ef mál skipuðust á þann veg, aö fiskiskipum okkar Islend- inga yrði lagt vegna verk- falla, en Bretar sætu einir að því að veiða á íslands- miðum. Þetta eru viðhorf, sem óhjákvæmilegt er að vekja athygli á nú þegar til úr- slita dregur í samningavið- ræðum um kjaramál. Um leið er nauðsynlegt, að við gerum okkur grein fyrir því, hver staða þjóðarbús- ins er um þessar mundir og hvaða möguleika atvinnu- vegirnir hafa til þess að taka á sig kostnaðarhækk- anir. Því er fljótsvarað, að enn hafa engar þær breyt- ingar orðið á ytri aðstæð- um í okkar þjóðarbúskap, sem leggja grundvöll að umtalsverðum kjarabót- um. Við höfum hvorki búið viö hækkandi verðlag á er- lendum mörkuðum né stór- aukinn afla hér heima fyr ir og þess vegna eru við- horfin að þessu leyti óbreytt frá því sem verið hefur batinn i efnahagsmál um hefur verið afar hægur og má segja, að hann hafi fyrst og fremst verið á þann veg, að þróunin hefur ekki verið jafn ör til hins verra og á sama tíma í fyrra. Sú ljósglæta er þó, að heldur hefur dregið úr hraða verðbólgunnar og vonir hafa aukizt um að ná megi enn betri tökum á verðbólguþróuninni á þessu ári. Sem dæmi um þetta má nefna, aö verð- bólguvöxturinn á síðustu þremur mánuðum hefur aðeins verið rúmlega 3%. Á það er að visu að líta, að mestan hluta þessa tíma- bils hefur verið i gildi tíma- bundin verðstöðvun og sjálfsagt hafa safnazt upp verðhækkunaróskir, en engu að síður er ljóst, að umtalsverður árangur hefur náðst í baráttunni við verðbólguna. Þegar ljóst er, að hin ytri skilyrði hafa ekki batnað að nokkru ráði og geta at- vinnuveganna til þess að standa undir verulega auknum kjarabótum er í raun og veru engin, er sýnt að samningar um veruleg- ar kauphækkanir mundu spilla þeim árangri, sem við höfum þó náð i barátt- unni við verðbólguna. Verðbólguvöxturinn mundi aukast á ný og at- vinnuleysi i kjölfarið. Valið stendur því milli verulegra kauphækkana, aukins verðbólguvaxtar í kjölfar slíkra kauphækk- ana og atvinnuleysis vegna verðbólguaukningar eða hófsamra kjarabóta, sem miðist við það að halda verðbólgunni í skefjum og auka vonir um að halda megi atvinnuleysi í skefj- um. Spurning er: vilja menn halda verðbólgunni niðri? 1 kjarasamningunum hafa töluverðar umræður orðið um breytingar á líf- eyrissjóðakerfinu, sem miða að því að tryggja öll- um launþegum verðtryggð- an lífeyri, sem einungis opinberir starfsmenn hafa nú. Óhætt er að fullyrða, að hér er um eitt mesta réttlætismál að ræða í okk- ar þjóðfélagi í dag. Það er kjarabót, sem í raun og veru verður ekki metin til fjár, ef takast má í þessum kjarasamningum að leggja grundvöll að verðtryggð- um lífeyri fyrir alla lands- menn. Viðhorfin í kjaramálum Guatemala - lítið land mikilla sviptinga • GUATEMALA, smáríkið í Mið-Amerfku, sem komst I fréttir f sfðustu viku vegna hrikalegra jarðskjálfta sem orðið hafa tugþúsundum fbúanna að fjörtjóni, er aðeins nokkur þúsund ferkílómetrum stærra en tsland. Guatemala er 108,889 ferkflómetrar en tsland 102,846 ferkflómetrar. Hins vegar er Ibúatalan rúmlega 5,5 milljónir, og í höfuðborginni, Guatemalaborg, búa tæplega 800 þúsund manns. Guatemala er eitt sjö landa á Mið-Ameríkueiðinu. Loftslag þar er hitabeltisloftslag, en á hálendinu þó viða temprað. Op- inbert tungumál íbúanna er spænska, en índíánamállýzkur eru einnig útbreiddar. Þjóðin er að langstærstum hluta róm- versk kaþólsk. Efnahagur landsmanna veltur að mestu á landbúnaði, og um þriðjungur landsins er ræktanlegur. Helztu framleiðsluvörur eru ull, kaffi, bananar og sykur og voru árið 1974 um 54% alls útflutnings. Það ár olli fellibyl urinn Fifi 20 milljón dollara tjóni á uppskeru, sem kom mjög niður á útflutningi næsta árs, þannig að náttúruhamfarir hafa leikið þetta litla land illa. Víðáttumiklir frumskógar sjá þó landsmönnum einnig fyrir miklu timburmagni, en meðal annarra auðlinda eru blý og zínk. Helztu iðngreinar eru áfengisframleiðsla og sykur- vinnsla. Þá hafa verið reist í Guatemala tvær olíuhreinsun- arstöðvar og árið 1974 var áætl- að að um 20% olíuþarfar yrði fuilnægt innanlands. Nikkel- vinnsla er ennfremur vaxandi atvinnugrein. Utanríkisvið- skipti eru að mestu leyti við Bandaríkin, en árið 1960 stofn- aði Guatemala Efnahagsbanda- lag Mið-Ameríku ásamt E1 Salvador, Honduras, Nicaragua og Costa Rica. Menntun landsmanna er á undirbúningsstigi ókeypis og í borgum skylda fyrir börn á aldrinum 7—14 ára, en engu að síður eru um 50% íbúa ólæsir. Fjórir háskólar eru í Guate- mala, — tveir ríkisreknir og tveir i einkaeign. Almanna- tryggingar eru í nokkuð góðu horfi. Guatemalamenn hafa lagt nokkra áherzlu á móttöku erlendra ferðamanna en fjall- lendið hefur mikið aðdráttarafl vegna eldfjalla, stöðuvatna og fornra fjallaþorpa sem eru að mestu óbreytt frá dögum Maya- veldisins. I hinni fornu höfuð- borg, Antigua, standa enn uppi rústir bygginga sem jarðskjálft- inn mikli árið 1773 eyðilagði. Stjórnmálaþróun síðustu ára- tuga er á þá leið, að i júní 1954 var hinum vinstri sinnaða for- seta Jacobo Arbenz Guzmán of- ursta steypt af stóli í valdaráni undir forystu Carlos Castillo Armas Ofursta sem gérði inn- rás i landið með stuðningi frá Bandaríkjunum. Castillo tók við forsetaembættinu, en var myrtur í júlímánuði 1957. Næsti kjörni forseti var Miguel Ydigoras Fuentes hershöfðingi, sem tók við í marz 1958, en var svo steypt í herforingabyitingu árið 1963. Árið 1966 var svo kjörinn forseti á ný og var það dr. Juan César Méndes Montenegro. A meðan hann var við völd jókst mjög skæru- liðastarfsemi í Guatemala og alvarlegustu atvikin í því sam- bandi voru morðin á sendiherra Bandarikjanna árið 1968 og á sendiherra Vestur-Þýzkalands árið 1970. Carlos Arana Osorio ofursti varð forseti árið 1970 eftir róstusama kosningabar- áttu og það ár voru gífurleg skæruliðaátök í landinu. í nóv- ember það ár var lýst yfir neyð- arástandi í Guatemala og dró það ekki úr árásum skæruliða á hægri sinna og blóðhefndum þeirra síðarnefndu. 1 nóvember árið eftir var neyðarástandinu aflétt og á árunum 1972—73 fækkaði heldur pólitískum morðum i landinu. Þjóðlega frelsishreyfingin (Movimiento de Liberación Nacional) er sá flokkur sem verið hefur í stjórnaraðstöðu frá árinu 1970 og í kosningunum 1974 varð Kjell Laugerud García hers- höfðingi úr MLN forseti eftir að frambjóðandi helzta stjórn- arandstöðuflokksins hafði feng- ið 53% atkvæða að því er sagt var og ásakanir komu fram um kosningasvindl. Laugerud Gar- cía er enn forseti nú er þessar miklu náttúruhamfarir riða yf- ir Guatemala. Indfánahús f þorpinu San Francisco el Alto í hálendinu. t baksýn er eldfjallið Santa María. Stjðrnaraðsetrið í Guatemalaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.