Morgunblaðið - 11.02.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976
27
Sovézku hjónin báru af í ísdansi á skautum
Semtanina vann
sekúndubrota-
stríðið við Takalo
SOVÉZKA stúlkan Raisa Smetania
vann I gær gifurlegt sekúndubrota
striS við finnsku stúlkuna Helenu
Takalo i 10 kilómetra göngu kvenna.
Hlaut sovézka stúlkan 87/100 úr
sekúndu betri tíma en finnska
stúlkan, en slikt verður aS teljast
með ólikindum litill munur á svo
langri vegalengd. Finnska stúlkan
hafði forystu i göngunni til að byrja
með og var með 1,05 betri tima en
sovézka stúlkan eftir að gengnir
höfður verið 5 kilómetrar. Timi
Takalo var þá 16:40.36 min., en
Smetaninu 16:41,41 minúta. Tvær
aðrar stúlkur gengu 5 kilómetrana á
betri tima en 17 minútum, þær
Balditsjeva frá Sovétrikjunum, sem
hafði millitlmann 16:48,05 min., og
austurþýzka stúlkan Veronika
Schmidt. sem gekk á 1 6:57,62 min.
Á seinni hluta leiðarinnar tóku
stúlkurnar á öllu sinu og timinn var
með ólikindum góður Reyndar var
seinni hluti brautarinnar heldur auð-
veldari viðfangs en fyrri hlutinn og
færið batnaði er brautin tróðst. En að
ganga 5 kilómetra á röskum 14 minút-
um er afrek sem senmlega verður erfitt
að leika eftir.
Þess má geta að á Ólympíuleikunum
i Sapporo vannst þessi ganga á
röskum 34 minútum, eða 34:17,82
min en sá árangur hefði nuð aðeins
nægt i 33. sætiðl! Auðvitað ber að
taka það fram, að göngubraut og færi
Finnska stúlkan Helena Takalo,
hlaut silfur I gær, en gull i 5 km
göngunni.
Leikið í kvöld
f kvöld fara fram I fþróttahúsinu i
Hafnarfirði tveir leikir I 1. deild
karla i handknattleik. Kl. 20.00
leika Grótta og Valur og kl.
21.15 leika Haukar og FH. Þá
fara fram i Laugardalshöllinni þrir
leikir I 1. deild kvenna. Ármann
leikur við Fram kl. 20.00, KR-
UBK leika kl. 21.00 og Vikingur
og fBK kl. 22.00.
Sá leikur sem vafalaust dregur
til sín mesta athygli er viðureign
Hauka og FH, en leikir þessara
félaga hafa jafnan verið harðir og
tvisýnir og má ætla að svo verði
einnig i kvöld.
Knattspyrnu-
þjálfarar
KNATTSPYRNUÞJÁLFARA-
FÉLAG fslands heldur framhalds-
aðalfund sinn á Hótel Esju i kvöld
og hefst hann klukkan 20.30.
Eru nýir meðlimir sérstaklega
hvattir til að mæta. Fundarefni er
venjuleg aðalfundarstörf.
er aldrel eins og því ekki hægt að bera
árangur nákvæmlega saman, en það
var álit þeirra keppenda sem tóku þátt
bæði I göngunni I Innsbruck og I
Sapporo, að brautin i Innsbruck hefði
alls ekki verið auðveldari en í Sapporo.
Galina Kulakova, sovézka stúlkan,
sem I fyrradag varð að skila verðlaun-
um þeim, sem hún hafði hlotið I 5
kilómetra göngunni, sá til þess i gær
að hún færi ekki frá Innsbruck án
góðmálma Hún gekk á 30:38,16
minútum og hreppti þriðja sætið. —
Ég vona sannarlega að ég fái að halda
þessum verðlaunum, sagði Kulakova
eftir keppnina i gær. — Ég tók að
minnsta kosti hvorki hóstasaft né nef-
dropa fyrir þessa göngu
Finnska stúlkan Helena Takalo sem
vann gullverðlaunin i 5 kílómetra
göngunni á dögunum hefur komið
mjög á óvart með getu sinni á þessum
leikum. Fyrirfram var tæpast búizt við
þvi að hún næði að blanda sér í
baráttuna um efstu sætin, en hún
hefur þegar sýnt að hún verður göngu-
drottning þessara leika ásamt með
Smetaninu, en báðar hafa þær hlotið
gull og silfur i keppninni. Eftir er ein
göngukeppni kvenna — 4x5
kilómetra boðganga, og ef marka má
úrslit i þeim göngugreinum sem fram
hafa farið ættu sovézku stúlkurnar að
vera nokkuð öruggar um gullið, en
baráttan um silfrið að standa milli
Austur-Þýzkalands og Finnlands. Er þvi
ekki ósennilegt að þær Smetanina og
Takalo eigi eftir að hljóta fleiri verðlaun
í keppntnni.
Sfmamynd AP
Sovézka stúlkan Smetanina vann sigur I 5 km göngu kvenna á
Olympfuleikunum I gær, eftir mjög harða baráttu við finnsku stúlk-
una Takalo. Smetanina varð önnur f 5 km göngunni á dögunum.
Sigurður stóð fyrir sínu
Hann varð 39., Tómas varð 47. en
Haukur og Árni féllu báðir úr
Frá Þórleifi Ólafssyni í
Innsbruck
islenzku keppendunum i stór-
svigakeppninni vegnaði mjög mis-
jafnlega i gær, eins og reyndar i
fyrri umferðinni i fyrradag. Tveir
féllu úr i seinni ferðinni, Akureyr-
ingarnir Árni Óðinsson og Haukur
Jóhannsson, en þeir Tómas Leifs-
son og Sigurður Jónsson luku
keppni Náðu þeir báðir góðum
árangri, einkum þó Sigurður sem
náði 39. sæti á timanum 3:56,22
mín. Þessi árangur Sigurðar vakti
mjög mikla athygli, þar sem hann
hafði upphaflega rásnúmer 78 og
enginn af keppendunum sem
höfðu svo há númer komust ná-
lægt þvi eins framarlega og Sig-
urður. Þeir sem hafa mjög há rás-
númer i keppni sem þessari eiga
oftast mjög litla möguleika, þar
sem brautin er nánast orðin ónýt
er þeir fara i hana.
Tómas Leifsson kom svo i mark
sem 47. maður á timanum
4:05.37 min.
— Ég hef aldrei komizt i slika
þrekraun áður, sagði Tómas i við-
tali við Morgunblaðið að keppni
lokinni i gær. — Ég var algjörlega
búinn l miðri brautinni en klöngr-
aðist þetta áfram einhvern veginn.
Ég fór t.d. með krosslögð skiðin i
gegnum tvö hlið — fæturnir neit-
uðu að hlýða
Sigurður Jónsson sagði i við-
tali við Morgunblaðið, að hann
væri tiltölulega ánægður með sina
útkomu i leikunum. — Brautin i
dag var miklu erfiðari en i gær, og
ég fór vissulega að finna fyrir
þreytu þegar markið tók að nálg-
ast. Ég verð að viðurkenna að
þetta er erfiðasta ferð sem ég hef
nokkru sinni farið á skiðum, sagði
Sigurður.
Sem fyrr greinir féllu þeir Árni
og Haukur úr. — Ég keyrði á
stöng i brautinni og náði ekki
beygjunni. sagði Haukur, og bætti
þvi við að þetta hefði verið helber
klaufaskapur hjá sér. Árni sagði
hins vegar að hann hefði farið á
það mikla ferð til þess að freista
þess að bæta stöðu sina, að hann
hefði einfaldlega ekki náð einni
beygjunni ofarlega i brautinni.
— Tvöfaldur
Framhald af bls. 26
erfiðleikum. Leið ekki á löngu unz
Storholt missti jafnvægið, datt og
hætti keppni, en Chapin kom I markið
á 40,09 sekúndum og nægði
það aðeins i 10. sætið
Eftir öll vonbrigðin í skíðagöngunni
að undanförnu varð 500 metra skauta-
hlaupið enn mikið áfall fyrir Norð-
menn, sem höfðu huggað sig við það,
að þótt ekki fengist gull I göngunni þá
hlyti það að koma í skautakeppninni,
og þá mjög sennilega i 500 metra
hlaupinu. En i fyrradag veiktist bezti
skautahlaupari Norðmanna á þessari
vegalengd, Per Björang, illa af
inflúensu og var úr leik Inn I liðið
kom i hans stað Arnulf Sunde frá
Lilleström. Stóð Sunde sig bezt allra
Norðmannanna í hlaupinu og varð í
sjötta sæti. Kay Stenshjemmet sem til
þessa hefur verið annar bezti hlaupari
Norðmanna á þessari vegalengd varð
að gera sér 21. sætið I keppninni að
góðu, hljóp á 40,94 sek. og sem fyrr
greinir varð Egil Storholt fyrir þvl
óhappi að detta og verða úr leik.
Ludmila Pakhomova og Alexander Gorshkov sigurvegarar f fsdansi.
SOVÉZKU hjónin Ludmila Pak-
homova og Alexander Gorshkov
sigruðu I hinum svonefnda isdansi
á Ólympluleikunum I Innsbruck, en
þarna er um að ræða nýja keppnis-
grein, töluvert frábrugðna paralist-
hlaupi á skautum. fþrótt þessi á nú
mjög auknum vinsældum að fagna
vlða um heim, og er álitið að áður en
langt um llður muni hún verða mun
vinsælli en paralisthlaupið sem er
iðkað af tiltölulega fáum.
Eftir keppnina sögðu þau hjónin
að það hefði verið draumur lifs þeirra
að hljóta Ólymplugull, og verðlaunin
að þessu sinni hefðu verið þeim
miklu dýrmætari en heimsmeistara-
gullið er þau hlutu T fyrsta sinn er
efnt var til heimsmeistarmóts I Is-
dansi 1970. Pakhomova sagði, að
hún hefði búizt við að vera tauga-
óstyrk fyrir siðasta keppnisdaginn,
en þegar þau hefðu verið komin út á
Isinn hefði hún gleymt öllu öðru en
dansinum. og þess vegna hefði hún
getaS dansað alla nóttina.
Isdans
Ludmila Pakhomova og
Alexander Groskhov
Sovétr 209.92
Irina Moiseeva og
Andrei Minekov
Sovétr. 204,88
Colleen O'Connor og
Jim Millns.
Bandar. 202.64
Natalia Linichuk og
Gennadi Karponosov
Sovétr. 199,10
Krisztina Regoczy og
Andras Sallay
Ungverjl. 195,92
Matilde Ciccia og
Lamberto Cesarani
ítallu 191.46
Hilary Grren og
Glen Watts
Bretl. 191,40
10 km
ganga
kvenna
FYRSTAR I 10 kllómetra göngu
kvenna á Ólympluleikunum I
Innsbruck I gær urðu eftirtaldar
konur:
Raisa Smetanina.
Sovétr. 30:13.41
Helena Takalo.
Fínnl. 30:14,28
Galina Kulakova.
Sovétr. 30:38,16
Naca Balditsjeva.
Sovétr. 30:52,58
Eva Olsson,
Svlþjóð 31:08.72
Sinaida Amosova,
Sovétr. 31:11.23
Barbara Petzold.
A-Þýzkal. 31:12,08
500 metra
skautahlaup
Fyrstu menn I 500 metra
skautahlaupi á Ólyrr pfuleikunum
1 Innsbruck I gær urðu eftirtaldir:
Evegenij Kulikov,
Sovétr. 39,17
Valerij Muratov,
Sovétr. 39.25
Daniel Immerfall,
Bandar. 39.54
Mats Wallberg,
Svíþjóð 39.56
Peter Muller,
Bandar. 39,57
Arnulf Sunde,
Noregi 39,78
Jan Oazen,
Hollandi 39,78
Andrej Malikov.
Sovétr. 39,85
Oloph Granath,
Svlþjóð 39,93
James Chapin,
Bandar. 40.09
Stórsvig
karla
Helztu úrslit 1 stórsvigi karla
urðu þessi:
Heini Hemmi
Sviss 3:26,97
Ernst Good
Sviss 3:27,17
ingemar Stenmark
Svlþj. 3:27,41
Gustavo Thoeni
ftallu 3:27,67
Phillip Mahre
Bandar. 3:28,20
Egelhard Pargaetzi
Sviss 3:28,76
Radici Fausto
ftallu 3:30,09
Franco Bieler
ftaijfu 3 30.24
Greg Jones
Bandar. 3:31,77
Albert Buger
V-Þýzkal. 3:22.68