Morgunblaðið - 10.03.1976, Side 19

Morgunblaðið - 10.03.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 19 Kristján Pétursson: Meðferð Klúbbmálsins — Ræða Gísla V. Einarssonar Framhald af bls. 15 leyfa markaðsverðmyndun á láns- fé. Þessi breyting skapar jafn- vægi á lánamörkuðum, arðsemi stýrir fjárfestingu, hagur spari- fjáreigenda og lífeyrisþega er tryggður og það dregur úr verð- bólgunni. Þá hverfur eins og dögg fyrir sólu mismunun í iánafyrir- greiðslu, óarðbærar framkvæmd- ir einkaaðila, verðbólgugróði lán- takenda og sú hugsanlega spill- ing, sem núverandi fyrirkomulagi fylgir iðulega. Markaðsverðmyndun þarf einnig að ráða verði erlendra gjaldmiðla, þvl að þá skapast aldrei verulegt jafnvægisleysi I utanríkisviðskiptum, fjármagns- flutningar og erlendar lántökur geta verið frjálsar, engin höft þarf á gjaldeyrissölu vegna vöru- kaupa og ferðalaga og gjaldeyris- staðan yrði traustari. I tengslum við þessa breytingu þarf að koma breytt tollastefna, styrkur verð- jöfnunarsjóður fyrir útfluttar sjávarafurðir og peningaleg stjórnun á nýtingu fiskimiðanna. Einnig þarf að mynda grundvöll fyrir starfsemi framvirks gjald- eyrismarkaðar, þar sem hægt er að kaupa og selja gjaldeyri fram í tímann. 3. Nýskipan skattlagningar atvinnurekstrar. Um þessar mundir vinnur Verzlunarráðið að heildartillögu- gerð um skattlagningu atvinnu- rekstrar. Meginþráðurinn I þess- um tillögum er, að hækkandi verðlag valdi ekki ofsköttun, að atvinnuvegunum og mismunandi rekstrarformum fyrirtækja sé ekki mismunað i skattlagningu og að skattlagningin sé hlutlaus en skekki ekki efnahagsstarfsemina. 4. Stefnan I tollamálum. Tollar skekkja gengisskráning- una og eru þvó öæskilegir, eink- um ef þeir eru misháir. Tollar hérlendis eru þó sérstaklega gallaðir, þar sem þeir eru bæði mjög mismunandi milli skyldra vörutegunda og milli markaðs- svæða. Þessi skekkingaráhrif milli markaðssvæða verða stöðugt meiri og alvarlegri. Skyn- samlegast væri að afnema tolla algjörlega samhliða breyttri stefnu I verðmyndun erlendra gjaldmiðla. 5. Samkeppnislöggjöf. Til þess að efla markaðsverð- myndun á vörum og þjónustu atvinnuveganna og til þess að úti- loka samkeppnishamlandi við- skiptahætti, er orðin brýn nauð- syn á löggjöf um þetta efni. Nefnd á vegum Verzlunarráðsins vinnur nú að mótun tillagna í þessum efnum. 6. Vinnulöggjöf og kjarasamningar. Núverandi vinnulöggjöf þarf ýmissa breytinga við. Gera þarf aðild að verkalýðsfélögum lýð- ræðislegri en nú er og gera ákveðnar kröfur til þeirra, sem boða verkföll. Sem lágmarks- kröfu til þess að boða mætti verk- fall virðist t.a.m. eðlilegt að krefj- ast þess, að viðkomandi laun- þegar hafi sétt fram skriflegar kröfur og haft I frammi einhverja lágmarks viðleitni til þess að ná samkomulagi við vinnuveitendur. Einnig er orðið aðkallandi að hverfa frá þeim sið að veita alls konar stéttum hvers konar laga- lega og stéttarléga vernd, fríðindi og einokun. 7. Verðjöfnunarsjóður Til þess að jafna sveiflur á verði útfluttra sjávarafurða milli ára þarf að beita verðjöfnunar- sjóðum í mun ríkari mæli en til þessa. Einnig verður að gæta þess að sjóðirnir séu varðveittir í erlendri mynt, þar til þeim er beitt til þess að greiða verðbætur. 8. Auólindanýting. Verndun fiskistofna krefst þess, að ákveðinn sé hámarksafli fisk- tegunda. Skynsamlegasta og hag- kvæmasta leiðin til þess að nýta það aflamagn, sem veiða skal, er að selja útgerðaraðilum veiðileyf- in á opinberu uppboði. Samfara þessari breytingu kæmi breytt gengisskráning, sem gerir greiðslu slikra veiðileyfa mögu- lega. 9. Nýskipan fjárlagagerðar. Fyrsta ákvörðunin við gerð fjárlaga þarf að vera ákvörðun um, hvort greiðsluhalli eða greiðsluafgangur skuli vera í fjár- lögum og hversu mikill, eða hvort tekjur og útgjöld skulu vera í jafnvægi. Utgjöld þarf síðan að samræma tekjum nema nýir skattar komi til. Afnema þarf sjálfvirkni í útgjöldum hins opin- bera þannig, að þau hafi jafnvæg- isverkandi áhrif á efnahagsstarf- semina. 10. Peningamagn. Gæta þarf þess, að peningamagn- ið I umferð vaxi árlega I samræmi við vözt þjóðarframleiðslu. Jafn árlegur vöxtur peningamagns og stöðugt hlutfall opinberra út- gjalda og tekna af þjóðarfram- leiðslu er sennilega vænlegasta hagstjórnaraðferðin. 11. Atvinnurekstur hins opinbera. Á liðnum árum hefur hið opin- bera hafið eða leiðst út í fjöl- margan atvinnurekstur, þar sem þátttaka hins opinbera er ekki nauðsynleg vegna tæknilegrar einokunar eða samneyzluein- kenna á framleiðslunni. Auk þess hefur hið opinbera skapað þess- um fyrirtækjum sinum sérstöðu svo sem skattfrelsi, greiðan að- gang að lánsfé og einokun á mark- aði. Þessu verður að breyta. Allur atvinnurekstur þarf að búa við sömu starfsskilyrði. 12 Afnám einka- söluréttinda. I stað þess að efla samkeppni hefur hið opinbera hvatt til sam- stöðu og einokunar, jafnvel lög- fest einokun. Öll einokunarrétt- indi verður að afnema. 13. Afnám opinberra lánasjóða. I stað þess að vinna gegn verð- bólgunni og leyfa markaðsverð- myndun fjármagns hefur hið op- inbera notað sér verðbólguna og neikvæða raunvexti með opinber- um lánasjóðum til þess að mis- muna byggðarlögum, atvinnuveg- um og tegundum fjárfestingar. Hvorki hefur þurft að sanna arð- semi fjárfestingar né sýna að end- urgreiðsla lánsfjársins sé trygg, enda er lánsfyrirgreiðslan I mörg- um tilvikum næsta sjálfvirk. Gall- ar þessa fyrirkomulags eig.' °ftir að koma betur í ljós síðar, pegar við þurfum að b/ggjs afk> u okkar á arðse-r ■ V-:-.,ara fjá'. ^o. inga. 14. Arðsemi. Fjárfesting hérlendis einkenn- ist af tilraunum til þess að verjast verðbólgunni, en byggist ekki á arðsemismati, enda er fjárfesting í byggingum miklu hærra hlutfall af heildarfjárfestingu hér en er- lendis. Þegar fjárfesting miðast ekki við arðsemi, bitnar það á afkomumöguleikum framtíðar- innar. Lífsnauðsynlegt er orðið að leyfa markaðsverðmyndun fjár- magns, þannig að arðsemi geti ráðið fjárfestingu í þjóðfélaginu. 15. Takmörkun aðgangs að atvinnustarfsemi. Undir því yfirskini að vernda almenning hefur aðgangur að at- vinnustarfsemi í auknum mæli verið takmarkaður undir yfir- skini gæðaeftirlits. Reyndin hef- ur oft orðið sú, að viðkomandi starfsgreinar hafa getað takmark- að fjölda þeirra, sem komast inn í starfsgreinina og þannig skapað sér einokunaraðstöðu og sjálf- dæmi um kjör sin. Þetta verður að afnema. Um þessar mundir sem oftar, stöndum við frammi fyrir miklum efnahagsvanda. Meginástæða þess, hversu mikill og ævarandi efnahagsvandinn er orðinn, er að opiober stjórnvöld hefta efna- hagsstarfsemina svo mikið, að efnahagslífið getur ekki sjálft leitað jafnvægis. Hér að framan hef ég bent á helztu leiðir til úrbóta, þannig að við Islendingar getum í efna- hagslegu tilliti, eins og við gerum I stjórnmálalegu tilliti, lifað sem frjálsir menn i frjálsu landi. EINS ög kunnugt er hef ég harð- lega gagnrýnt rannsókn og máls- meðferð svonefnds Klúbbmáls frá upphafi. Eftirtalin atriði málsins tel ég að ekki hafi verið rannsökuð nægjanlega eða þá alls ekkert: 1. Að sú rannsókn, sem laut að söluskattsbroti veitingahússins skyldi aðeins ná til tímabilsins jan. 1970 — okt. 1972. Rannsókn- in átti skilyrðislaust að ná aftur til ársins 1966, þar sem rökstudd- ur grunur var að sömu aðilar höfðu einnig til þess tima dregið háar peningaupphæðir undan söluskatti, en þá fór veitinga- reksturinn fram i Glaumbæ. 2. Rannsóknin átti einnig að ná aftur til sama tíma varðandi launaframtöl allra starfsmanna veitingahúsanna (þar með taldar greiðslur til hljómsveitamanna). Sannað er, að á þeim tæpum tveimur árum, sem skatta- rannsóknin nær til, nam sú pen- ingaupphæð um 30 millj. kr. Ennfremur sannaðist að fyrir- tækið gaf ekki út launamiða á því tímabili. Rannsókn varðandi tekjuskatt og útsvar þessa starfs- fólks átti þvi einnig að ná aftur til ársins 1966. 3. Ef bókhaldsgögn hafa ekki verið lengur til staðar en fram til ársins 1970 til að grundvalla skattaálagningu á, þá átti að sjálf- sögðu að yfirheyra allt starfsfólk veitingahúsanna og hljómsveita- menn og athuga jafnframt um skattaframtöl þessara aðila aftur til ársins 1966. 4. Þá bar að rannsaka allar ,,óeðlilegar“ greiðslur og önnur viðskipti til og frá veitinga- húsunum til ýmissa aðila, sem ekki höfðu sannanleg fjármála- tengsl við fyrirtækin hvorki í formi þjónustu né vegna annarrar starfsemi í þeirra þágu. Þessar rannsóknir hefðu bæði Sakadómur Reykjavíkur og Skatt- rannsóknadeild átt að fram- kvæma, ella átti saksóknari ríkis ins að fyrirskipa að svo yrði gert. Fædd 25. júlí 1923. Dáin 12. febrúar 1976. Þegar mér barst sú fregn að tengdamóðir min, Guðlaug eða Lulla eins og hún var kölluð, væri látin, setti mig hljóða. Það kom reyndar ekki mjög á óvart þar sem hún hafði legið veik í 10 mánuði á sjúkrahúsi. Lulla var mjög trúuð kona og var það hennar styrkur í hinum miklu og erfiðu veikindum. Hún var sérstæður persónuleiki, hafði fastmótaða skapgerð og sterka réttlætiskennd. Hún var mjög trygglynd og sannur vinur vina sinna. Mér var hún ekki aðeins góð tengdamóðir heldur einnig vinur og leiðbeinandi. Hún var óþreytandi að leiðbeina mér og ráðleggja. Og alltaf bar hún fyrst og fremst velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti. Lulla var fædd 25. júlí 1923 á Fögrueyri við F'áskrúðsfjörð og var hún dóttir þeirra hjónanna Björns Þorsteinssonar bónda og frú Sigríðar Jónsdóttur. Þeim varð 5 barna auðið og var Lulla næst yngst. Elst er Jóhanna, nú búsett i Alaska, þá Axel, búsettur í Reykjavík, Ágústa, sem lést fyr- ir 4 árum, þá Lulla og yngstur er Jón, búsettur í Reykjavík. Þegar Lulla var 10 ára gömul fluttust foreldrar hennar til Reykjavíkur og bjuggu þar siðan. Lulla fór ung að vinna fyrir sér og vann lengst af við bókband í Rikisprentsmiðj- unni Gutenberg. Árið 1943 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Benjamín Hreiðari Jóns- syni rafvirkjameistara, sem reyndist henni góður eiginmaður og kom það gleggst í ljós í hennar miklu og erfiðu veikindum. Þau eignuðust þrjú börn, sem 5. Þá átti rannsóknin einnig að ná aftur til sama tíma, varðandi óleyfilega flutninga og afgreiðslu á áfengi frá Á.T.V.R. til Glaum- bæjar og Klúbbsins o.fl. þar að lútandi. 6. Rannsaka hefði þurft sérstak- lega starfsemi vineftirlitsmanna veitingahúsanna varðandi eftir- talin atriði: Hvernig þeirra framkvæmd sé háttað við eftirlit í veitingahúsinu m.a. á flöskumerkingum (VH) og flöskuinnsiglum. Hvort þeir hafi orðið einhvers vísari um óleyfiiega meðferð áfengis i umræddum veitingahús- um og hvort einhverjar skýrslur séu til frá þessum opinberu starfsmönnum þar að lútandi. Hvaða afgreiðslu hafa kærur þessara aðila, ef einhverjar eru, fengið hjá dómstólum. Þetta tel ég mikilvægt varðandi könnum á virkni vineftirlits almennt i veit- ingahúsum. Vms veigamikil atriði þessara mála eru hér ekki upptalin, þar sem ekki er tímabært að skýra frá þeim málum vegna þeirrar rannsóknar, sem nú fer fram hjá Sakadómi Reykjavíkur á manns- hvörfum. Það sem vekur alveg sérstaka athygli í þessu máli, umfram þann sýndarleik, sem viðhafður var á sviði rannsóknarinnar, það er hvernig slík starfsræksla gat gengið árum saman, án þess að til kæmi svipting veitingaleyfa. Það er óhjákvæmilegt annað en fram fari nú þegar heildarrann- sókn á breiðum grundvelli þessara mála og skipaður verði sérstakur umboðsdómari með nægum staii„^_ . til að fram- kvæma hana. Þá verði ennfremur undn"*"\.0oa- oe tafarlaust rannsakað af .. setudómara hvaða örsaKir liggja til grund- vallar ba'm ',‘,;”,'orðskenndu viu..iiurögðum, sem einkennt hafa f’p-ta u ’> málsmeðferðar i.ja vioKomardi lögreglu-, dóms- og skattayfi.-öldurn. Rann- eru: St. ..íar, boseuur í Vest- mannaeyjum, kvænto- T ;i;o p Hjörleifsdótt ír, Sigu.ður Viðar búsettur í Reykjavík, kvæ-,.ur Steinunni Marínósdóttur, og Elsa, búsett i Reykjavik, gift Olafi Gunnarssyni. Árið 1953 reistu þau sér fram- tíðarheimili að Heiðargerði 43 þar sem Lulla bjó manni sinum og börnum yndislegt heimili. Þangað var alltaf gott að koma og nú sakna eiginmaður og börn góðrar eiginkonu og móður. Litlu barnabörnin, sem nú eru orðið 6, eiga liklega erfitt með að skilja að Lulla amma sé dáin og þau eigi aldrei framar eftir að sjá hana eða fá frá henni fallegu föt- in, sem hún var svo iðin við að sauma handa þeim. Benni minn, ég bið góðan Guð að styrkja þig í þinni miklu sorg. Við eigum öll okkar góðu endur- minningar. Lulla mín, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Guð blessi þig. Lilja. Síðastliðið haust bárust mér þær skelfilegu fréttir að Lulla frænka væri með ólæknandi sjúk- dóm. Slíkar fregnir eru ætið geig- vænlegar og hversu mikið sem ég hugsaði um þær, reyndi ég að flýja raunveruleikann og trúa á kraftaverkið svokallaða. En kraftaverkið lét ekki á sér bæra í þetta skiptið, því að i kvöld kom helfregnin: Lulla frænka er dáin. Guðlaug Birna Björnsdóttir var fædd á Fáskrúðsfirði 25. júli 1923. Á Fögrueyri við Fáskrúðs- fjörð sleit hún barnsskónum, eða þar til hús fluttist til Reykjavikur sóknarnefnd þessi þarf sér- staklega að taka til meðferðar og reyna að upplýsa hvort einhver stjórnmálaleg eða persónuleg sambönd kvnnu að hafa verið eða séu til staðar milli grunaðra aðila í málinu og þeirra dómsvfirvalda er hafa ákvörðunartöku með höndum. Löggæzlumenn geta vart lengur framkvæmt skyldustörf sín á mannsæmandi hátt, ef lögreglu- og dómsyfirvöld í landinu mis- muna þegnum sínum gagnvart lögunum. Sjálfstæðir dómstólar ásamt aðskildu framkvæmdar- og löggjafarvaldi eru bornsteinar lýðræðisins og algjör forsenda fyrir réttaröryggi þegnanna. Þegar hinn almenni borgari sér hversu yfirborðskennda meðferð ýms stórmál fá hjá dómstólunum og beinlínis að þeim er mismunað gagnvart lögunum, hlýtur virðing þeirra fyrir dómstólunum að þverra. Þegar svo er komið er þess skammt að biða að hrikta taki i stoðum okkar unga lýð- veldis. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa, hvers konar afbrot aukast hröðum skrefum og nú er svo komið, að nokkur mannshvörf eru til rannsóknar vegna meintra manndrápa. ‘Að lokum vil ég beina þeirri áskorun til dómsmálaráðherra, að hann beiti sér fyrir þvi, að rannsóknarnefnd verði strax sett á stofn til að rannsaka allar hliðar þessara mála og hún starfi við hlið þeirra manna, sem nú starfa hjá Sakadómi Reykjavíkur að rannsókn téðra sakamála. Það hlýtur að vera krafa almennings i landinu, að ekki þurfi að koma til þriðju rannsóknarinnar vegna þessara mála og yfirvöld sýni fulla ábyrgð og festu til að ljúka rannsókninni í eitt skipti fyrir öll. Verum þess minnug, að erfiðast eiga aðstandendur og vinir þeirra aðila, sem hlut eiga að þessum málum Kristján Pétursson. ásamt systkinum sinum og for- eldrum, þeim Sigríði Jónsdóttur og Birni Þorsteinssyni. Systkini Lullu voru Jóhanna, Axel, Agústa og Jón og nú var hún þeirra næst- yngst. Voru þær systur, Lulla og mamma min alla tíð miklir mátar. Það var alltaf glatt á hjalla þeg- ar Lulla frænka kom í heimsökn. Atti hún það til að koma, er liðið var á kvöld, hringja dyrabjöllunni á sinn sérstaka hátt, opna hurðina og kalla: „Er nokkur heima?“ Þá voru hin ýmsu störf er fram fóru á heimilinu lögð niður, við hópuð- umst í kringum Lullu við eldhús- borðið, ræddum mikið og drukk- um te fram á rauða nótt. Lulla var gift góðum manni, Benjamín Jónssyni, og höfðu þau komið upp þremur börnum, þeim Steinari, Sigga og Elsu. Einmitt nú, er börnin voru öll flogin úr hreiðrinu og Lulla og Benni höfðu mesta þörf fyrir hvort ann- að, er Lulla kölluð burt, langt fyrir aldur fram. Þau Lulla og Benni höfðu mjög gaman af að ferðast og höfðu far- Framhald á bls. 21 Guðlaug Bima Bjöms- dóll'u — Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.