Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 7

Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 7 r Jarðstöð og sjónvarps- þjónusta Tveir þingmenn, Ellert B. Schram og Þórarinn Þórarinsson, flytja tillögu til þingsályktunar, er felur rlkisstjórninni, ef sam- þykkt verður, að láta reisa jarðstöð með það fyrir augum að bæta fjarskipta- sambönd við útlönd og gera sjónvarpinu kleyft a8 komast I beint samband vi8 sjónarvarpsstöSvar I Evrópu um gervihnetti. j greinargerS er a8 þvl vikiS, a8 Landsslmi ís- lands standi nú frammi fyrir þvl vandamáli, hvern veg mæta skuli vaxandi eftirspurn á slmrásum milli íslands og annarra landa. Þar komi tvær Iei8- ir til greina: annars vegar sæstrengur milli íslands og Færeyja, hins vegar jarðstoð. sem kæmi okkur I samband vi8 gervihnetti I og flest lönd heims. StofnkostnaSur sé hliS- stæSur, hvor leiðin sem verSi farin, en jarSstöSin sé rekstrarlega arSbærari og gæti stuðlað að um- talsverðri lækkun á af- notagjöldum slma og tel- exsambands við útlönd. Nú eru afnotagjöld af sæ- slma til Evrópu vegna tal- sambands við útlönd nær fimmfalt hærri en alþjóða- gjöld, miðað við sömu vegalengd og telexgjöld nlföld. Jarðstöð sé þvl augljóst hagsmunamál viðskiptavina Landsslm- ans, auk þess sem sú leið sé frambúðarlausn en sæ- strengur skammtlma- lausn. Hitt sé svo ekki slður mikilvægt, að jarðstöð mæti þörfum sjónvarps um samband við sjón- varpsstöðvar I Evrópu (Evrovision-kerfið), sem væri verðugur áfangi á 10 ára starfsafmæli sjón- varpsins og undanfari lita- sjónvarps I landinu. Gagn- kvæm efnismiðlun, sem sllkt samband gerði mögulega, skapaði sjón- varpsnotendum nýtt úrval sjónvarpsefnis og stór- bætta þjónustu um frétta, fræðslu og skemmtiefni. Sjónvarp nái til landsins alls j dag munu vera um 472 sveitabæir, sem búa við ófullnægjandi eða engin sjónvarpsskilyrði. Þar af eru 3 á Reykjanesi. 39 á Vesturlandi, 109 á Vestfjörðum, 113 á Norð- urlandi vestra, 66 á Norð- urlandi eystra, 115 á Austfjörðum og 25 á Suð- urlandi. Talið er að til þurfi að koma 150 nýjar endurvarpsstöðvar til að koma bæjum þessum I sjónvarpssamband. Kostnaður við gerð þeirra mun naumast vera undir 200 m.kr. Sýnt er að Rlk- isútvarpið mun ekki geta risið undir kostnaði við sllkar framkvæmdir af eigin tekjum, en tolltekjur af sjónvarpstækjum munu eiga að mæta stofnkostn- aði við dreifikerfi þess. Naumast heldur risið und- ir nauðsynlegum lánum, sem til þessara fram- kvæmda þyrfti. Varla er þvl um aðra leið að ræða, en þá, að stofnuninni verði útvegað óafturkræft fjármagn til þessara sjálf- sögðu framkvæmda til að- stöðujöfnunar. Af þessu tilefni hafa átta þingmenn Sjálfstæð- isflokksins flutt tillögu til þingsályktunar. þess efn- is, að rlkisstjórnin hlutist til um, að Rlkisútvarpið komi upp endurvarps- stöðvum fyrir þá sveita- bæi, sem nú njóta slæmr- ar eða engra sjónvarps- skilyrða, og skuli I þvl skyni leitað óafturkræfs framlags úr Byggðasjóði. Fjárhagsstaða hafnarsjóða ) Ör uppbygging fiski- ' skipastóls landsmanna | hefur kallað á um- ■ talsverðar framkvæmdir ' í fiskihöfnum umhverf- is land allt. Verulegur ■ hluti tekjustofna fjöl- ' margra sveitarfélaga I (sjávarplássa) hefur runn- ■ ið til J>essara fram- I kvæmda. Engu að síður I eru flestar fiskihafnir reknar með mjög veruleg- um halla, sem komið hef- . ur fram I skuldasöfnun I sveitarfélaga þessara og I niður á framkvæmdagetu . þeirra og þjónustu á öðr- I um sviðum. Fiskihafnir I þessar gegna verulegu . hlutverki fyrir útgerð, fiskvinnslu og verðmæta- I sköpun f þjóðarbúinu og þjóna sem vöruhafnir mun I fleiri sveitarfélögum en I þeim, sem þurfa að standa undir stofn- og I rekstrarkostnaði þeirra. Það er þvf tfmabær til- laga sem þingmenn úr öll- | um stjórnmálaflokkum I hafa nú flutt á Alþingi, að gerð verði tafarlaus og ft- | arleg athugun á fjárhags- i stöðu hafnarsjóða I land- ' inu, m.a. með hliðsjón af I hlutdeild rfkisins f stofn- kostnaði hafnarmann- I virkja, einkum f fiskihöfn- um. Hér er um vaxandi | vandamál að ræða, sem er að sliga fjölmörg sveitar- | félög í landinu. . _______________________J f Camembert í ábæti með t.d. peru eða vínberjum gerir vel heppnaða máltíð fullkomna. Athugið að flestir vilja ostinn fullþroskaðan, en sumum þykir það hins vegar of mikið af því góða. Þroska Camemberts má stjórna með réttri geymslu. Lesið leiðbeiningarnar á umbúðunum. ostor er veizlukostur TÍZKUVERZLUN unga fólksins fe) KARNABÆR Útsölumarkciöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.