Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 10

Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 Glæsileg 3300 m íþróttahöll þýtur upp I. STEFÁN Runólfsson austan megin við íþróttahöllina I Brimhólalaut. Byggingin til vinstri er sundhöllin með 25 metra langri laug grunnri og allt að 6 metra dýpri þar sem stökkbrettin eru, en utan við gafl hússins verða heitu kerin. Lága byggingin I miðjunni er stór veitingastofa, en stóra byggingin lengst til hægri er íþróttasalurinn. 2. íþróttahöllin séð frá vestri. Til hægri er sundlaugarbyggingin með búningsklefum, böðum og tveimur saunabaðstofum fyrir konur og karla, til vinstri er íþróttasalurinn með búningsherbergjum og böðum, og í millibyggingunni eru fundaherbergi, æfingaherbergi og veitingasala auk inngangs fyrir gesti. Það þarf að gæta að mörgu. Þarna er Vignir Guðnason eftirlitsmaður bæjarins t.v. og yfirverkstjóri alls verksins, Daninn Mejer sem vinnur hjá Klemmensen og Nielsen A/S. ágústmánuði s.l., en nú þegar er byrjað að flísaleggja sundlaugina, búningsklefa og böð Byggingar- hraðinn er ævintýri líkastur miðað við það sem þekkist hér á landi í byggingu iþróttahúsa, en i flestum tilvikum hefur bygging slíkra mann- virkja tekið a m k mörg ár og margir aðilar sem hafa í áratugi jafnvel verið að berjast við að,koma upp iþróttamannvirkjum halda ennþá aðeins á teikningunum í hendinni íþróttamannvirkin i Eyjum eru bæði glæsileg og rúmgóð og hvað það snertir valda þau algjörri bylt- ingu hér á landi, en um árabil hafa forsvarsmenn ríkisins í gerð iþrótta- mannvirkja barizt á móti öllum vilja hinna ýmsu bæjarfélaga til að gera eitthvað til frambúðar i þessum málum Nýju íþróttamannvirkin í Eyjum munu hafa fullkomna keppnislaug og íþróttavöll, stór veit- ingastofa er i byggingunni, 2 sauna- böð, mörg rúmgóð búningsher- bergi, æfingaherbergi og fundar- salir. í engu iþróttahúsi á landinu er eins fullkomin aðstaða og verður í iþróttahúsinu i Brimhólalaut I Eyj- um, en margir eru nú farnir að kalla bygginguna Brimhóla Við röbbuðum við Stefán Runólfs- son framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar og formann húsbygg- ingarnefndar íþróttahallarinnar en hann hefur m a verið formaður íþróttabandalags Vestmannaeyja á annan áratug Stefán sagði að aðdragandinn að þessari byggingu hefði hafizt með hugmyndum manna í þessa átt fyrir gos, en eftir gos er sundlaugm var horfin á 40 metra dýpi í hraun, kaus bæjarstjórn Vestmannaeyja nefnd manna til að kynna sér á hvern hátt mætti á sem skemmstum tíma byggja upp aðstöðu fyrir sund og inniiþróttir í framhaldi af því fór nefndin til Norðurlanda til þess að kynna sér iþróttamannvirki Niður- staðan varð sú bygging sem nú er risin i Eyjum og var þá miðað við skemmstan byggingartima og verð, en miðað við samsvarandi islenzkar byggingar verður þessi bygging ódýrari og kemst um leið í gagnið, því lokið verður við sundhöllina til fulls á 9 mánuðum og íþróttasalinn og önnur mannvirki á einu ári, eða n.k. haust Þegar hafist var handa um fram- kvæmd þessa máls var til síðan fyrir gos teikning eftir Jes Einar Þorsteinsson arkitekt að sundhöll við Löngulág I Eyjum, en Eyjamenn voru sammála um að hraða þyrfti framkvæmdum I þessum efnum og því væri hyggilegast að kanna möguleika á innfluttum íþrótta- mannvirkjum. Höfðu nefndarmenn samband við Jes Einar og Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa og neitaði arkitektmn að verða ráðgjafi nefndarinnar i hinum nýju athug- unum og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi tók mjög neikvæða afstöðu gegn hinum nýju hugmynd- um. Eyjamenn settust þá á rökstóla og mótuðu sina stefnu Fóru þeir tvi- vegis til funda i menntamálaráðu- neytið og fengu þar að sögn Stefáns bæði velvilja og mótvilja, „en,” hélt Stefán áfram,” það er fyrir velvilja Vilhjálms Hjálmarssonar mennta- málaráðherra að þetta hús er komið hingað Þessi mannvirki væru ekki hér nú ef hann hefði ekki tekið svo jákvæða afstöðu til hugmynda okkar sem raun ber vitni.” í aprfl s.l ár fóru nefndarmenn siðan til Norðurlanda þar sem gengið var frá samningum, en þá hafði verið ákveðið að taka tilboði frá Klemmensen og Nielsen í Dan- mörku. Bæði leizt nefndarmönnum bezt á vinnuna frá því fyrirtæki og einnig voru þeir með hagstæðast Við smelltum þessari mynd af nokkrum peyjum sem voru að leika sér I vinnuvirkinu utan á sundhöllinni, en þeir bíða I óþreyju eftir að geta sprangað að list innan dyra. Stefán Runólfsson. Guðmundur og Þórir gáfu sér að- eins tíma til að Ifta upp þótt þeir væru mikið uppteknir við fllsalögn f kvennabaðinu. 3. Um þessar mundir er verið að hefjast handa um flfsalagningu sundlaugarinnar, sem sést á meðfylgjandi mynd, en sundhöllin er mjög björt og rúmgóð. Segja má að íþrótta- og sund- höllin i Vestmannaeyjum þjóti upp, þvi byrjað var á mannvirkjunum i tilboð, en alls er húsið 3300 fermetrar. Það var hannað af dönsku arkitektafyrirtæki, Poul Kjærgaard, samkvæmt óskum Eyjaskeggja Kostnaðaráætlun er um 260 milljónir króna, en sundlaugin er 1 1 V2 metri sinnum 2 5 metrar og salurinn er 27 metrar sinnum 44 eða um 1 600 fm alls en síðan eru liðlega 1600 fermetrar fyrir aðra aðstöðu í húsinu Reiknað er með að 10—12 manna fast starfslið verði við allt húsið og að sögn Stefáns er reiknað með að á ársgrundvelli verði ekki meira en 1—2 milljóna króna tap á rekstri hússins. Framhald á bls. 31. Gamalreynda knattspyrnukempan TÝSSI, við útismfðar á sundhöll- inni, en hann hefur gilda ástæðu til að brosa breitt þvf hann getur næstum velt sér úr rúminu beint f laugina, svo stutt er þangað frá heimili hans. Sundlaug og íþróttasalur fullbúin á einu ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.