Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
12
Villiönd Ibsens í Iðnó:
um leikritum og svo til þess að
anda að sér rótgrónu leikhús-
lofti f húsi með sterka og svip-
mikla sál.
Ibsen skrifaði Villiöndina
1884 og er hún hvarvetna talin
með tilþrifamestu leikritum
hans. Leikurinn gerist meðal
fjölskyldu Hjalmars Ekdal,
Ginu konu hans og Heiðveigu
litlu og svo gamla Ekdal. Villi-
öndin er nú sett á svið á íslandi
í þriðja sinn, fyrst 1928 hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó,
siðan 1954 í Þjóðleikhúsinu í
þýðingu Halldórs Laxness og
nú er það einnig flutt í þýðingu
Halldórs lítillega endurskoðað.
Leikstjóri á þessari sýningu í
Iðnó nú er Þorsteinn Gunnars-
son, leiktjöld gerði Jón Þóris-
son og lýsingu sér Daníel Vil-
hjálmsson um.
Villiöndin fjallar um lífs-
blekkinguna annars vegar og
sannleikann hins vegar, en
þegar líða tekur á verkið fer að
skýrast að sannleikurinn er oft
nokkuð afstæður. Það er spurt
um lífsafstöðu fólks í verkinu
og Ibsen teflir þarna fram lit-
rikum persónum, sem hver um
sig á sitt eigið lff, sina eigin
veröld. Það speglast hvernig
menn lifa með því að klóra í
bakkann og blekkja sjálfa sig
og fulltrúi þess lífsstils er
Hjalmar Ekdal, en andstæðan,
sá sem gengur með hugsjóna-
kröfuna upp á vasann er hinn
gamli skólabróðir hans,
Gregars Werle. I verkinu eru
þeir pólarnir en Hjalmar er
leikinn af Steindóri Hjörleifs-
syni og Gregars af Pétri Einars-
syni. Ef gluggað er í önnur verk
Ibsen, eiga báðar þessar per-
sónur sér skyldmenni í öðrum
eldri verkum hans. Hjálmar er
skyldur Pétri Gaut og Gregars
er skyldur Brandi, en báðir eru
kunnir úr Ijóðaleikjum Ibsens
fyrr á öldinni leið. Eiginleikar
beggja þessara persóna voru
sterkir i höfundinum sjálfum,
Framhald á bls. 25
Karl Guðmundsson
Sigurður Karlsson
Helgi Skúlason.
Margrét Ólafsdóttir
VILLIÖNDIN var á sviðinu,
einvalalið leikara og stemmn-
ingin eins og vera ber á sfðustu
æfingum, hlaðin viðkvæmum
augnablikum og hlustun eftir
réttum tónum á réttum stað,
skoðuð hver lýsing og leitað
eftir eðlilegustum leikhraða, en
allt í einu opnast dyrnar fram í
ganginn við miðasöluna. Eldri
kona í kápu og með gráan hatt
gaukar sér inn og það lekur
Valgerður Dan
Að lifa lífinu
í friði fyrir
liugsj ónakröfurukkurum”
svolítið út af stemmningunni
um leið og hurðin er opnuð út
í heiminn. Leikstjórinn sussar
með dálitlu trukki, konan stíg-
ur skref til baka yfir þröskuld-
inn, en gefur svo i aftur, kemur
inn og lokar á eftir sér. Allt
fellur í Ijúfa löð, stemmningin
þéttist á ný og gesturinn tekur
á móti. Slík heimsókn í hvers-
dagslifinu hjá gamla Iðnó er
ekkert óeðlileg, því það er
margt fólk sem er beinlínis
hluti af því starfi sem á sér stað
þar og það kíkir gjarnan inn til
að fylgjast með æfingum á nýj-
Valdimar Helgason
Pétur Einarsson
Sigrfður Hagalfn
Steindór Iljörleifsson