Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 14

Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 Jóhannes Tómasson: Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar — þroskaheft börn UNDANFAKIN ár hefur kirkjan tekið að sér eitthvert málefni og vakið á því sérstaka at- hygli með ýmiss konar umfjöllun. í ár hafa verið tekin til umræóu málefni þroskaheftra barna á ís- landi, og eru það Æsku- lýðsstarf Þjóðkirkjunnar og Hjálparstofnun kirkj- unnar sem að þvi standa á æskulýðs- og fórnar- viku sinni. Ástæða þess að þessar stofnanir taka þetta mál upp á sína arma er sú að henni ber vissulega að sinna þeim sem lítils mega sín á meðal okkar. Fn á hvern hátt getur kirkjan gert það? Kirkj- an er fölkið innan hennar, fólkið, sem myndar þetta samfélag og það fólk og allir aðrir geta tekið þátt í þessu verkefni, að styðja þroskaheft börn á ís- landi. Kirkjan sem slík hefur ekki haft mikil tengsl við samtök fólks, sem vinna að þessum málum. nema einstakl- inga innan hennar. Æskulýðsstarf Þjóðkirkj- unnar hefur þó sent skiptinema í nokkra mán- uði á ári til starfa á heim- ilunum Sólborg á Akur- eyri og Sólheimum í Urímsnesi. Með þessari æskulýðs- og fórnarviku er verið að vekja athygli á hinni hrópandi þögn þessara næstum óstarfhæfu bræðra okkar og systra. Við getum ekki gleymt þeim alveg mitt í okkar eigin vellystingum. Það væri æskilegt að sem ílestir kæmust í kynni Æskulýðs- og fórnarvika 1976 Fjölmargt er hægt aö gera fyrir þroskaheft born. Leggjum þeim lið og munum eftir landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar til þeirra. við málefni þroskaheftra barna og reyndu að kynn- ast persónulega sliku barni. Verður það dýr- mæt reynsla. Það er sam- dóma álit allra er reynt hafa. Sumum er illa við að tala of mikió um og sjá of mikið af þessu fólki. Sumir vilja útiloka þaó algerlega frá samfé- laginu og láta lítið fara fyrir því. Sumir álíta nefnilega að margt þroskaheft barnió geti ekki lært nokkurn skap- aðan nytsamlegan hlut. Þetta er mikill misskiln- ingur og sennilega er al- menningsálitið eitthvaó að lagast gagnvart þessu atriði. Enda hafa fjöl- margir skólar og heimili s.s. Lyngás, Bjarkarás og Öskjuhlíðarskóli sýnt fram á og sannað að mjög mikið er hægt fyrir þessi börn að gera. íhugum aðeins vandamál þessara barna. Kynnum okkur hvaða aðbúnað við, sem heilbrigð erum, höfum veitt þeim. Útrýmumfor- dómum og hleypidóma- fullum skoðunum manna á þroskaheftum börnum. Þroskaheft börn eru ekki hávær. Þau gera ekki miklar kröfur. Sjálf- sagt miklu minni en við sem eigum fullheilbrigt líf. En þau verða að fá að lifa sem eðlilegustu lífi — það eru þeirra sjálf- sögöu mannréttindi. Fjöldamargt gott hefur að sjálfsögðu verió gert, en samt er margt óunnið. Sem kristnir einstakl- ingar ætlum við aó sjá þaó hlutverk okkar aö leggja þessum skjólstæö- ingum okkar lið. Boó kristninnar er ótvírætt: Vió eigum að elska ná- unga okkar eins og sjálf okkur. Við hljótum að telja það sjálfsagt mál, ekki síst þar sem eiga í hlut lítils megandi börn sem þurfa á allri okkar umhyggju að halda. Guð þarfnast þinna handa. Viðvörun fiskifræðinga ekki sinnt 1972: Dreifa þarf veiðisókn á fleiri teg- undir og efla fiskirannsóknir FRAMHALDSUMRÆDUR urðu í sameinuðu þingi 1 gær um þings- ályktunartillögu Tómasar \rnasonar (F) um fiskileit og fiskveiðitil- raunir, sem miðar að því, að hægt verði að dreifa fiskveiðiflota okkar á veiðar fleiri fiskstofna en nú er: og þá einkum þá, scm vannýttir eru og þola meiri veiðisókn. Er f tillögu Tómasar einkum rætt um spærling, kolmunna, loðnu og úthafsrækju. 0 — Rannsóknir og nýjar leiðir óhjákvæm ilegar. Matthfas Bjarnason sjávarút- vegsráðherra áréttaði nauðsyn okkar — sem fiskveiðiþjóðar — á fiskirannsóknum, tilraunaveið- um, vinnsluathugunum með tilliti til markaðsöflunar og fiskirækt- ar. Allnokkuð hefði þegar verið gert i þessu efni, þó betur mætti gera ef duga ætti. Hann vakti athygli á þvi að samdráttur hefði orðið í spærlingsveiðum Islendinga, fyrst og fremst fyrir þá sök, að veiðar spærlings þættu óarðbærar. Þetta væri smávaxinn fiskur, sem fyrst og fremst væri unninn í mjöl, en hráefnisverð hans væri það lágt, að ekki svaraði útgerðarkostnaði, eins hann væri orðinn hér. Þar af stafaði takmarkaður áhugi út- gerðar- og sjómanna á veiðum á spærlingi. Kolmunni þætti góður átfiskur, en athuganir, bæði á veiði- og vinnslumöguleikum, þ.e. með tilliti til afsetningar, væru enn skammt á veg komnar. Arð- semi veiðanna væri að sjálfsögðu forsenda þeirra. Rétt væri að loðna væri vannýttur stofn og því miður hefðu ísalög fyrir Norður- landi torveldað rannsóknir á loðnuveiðum út af Norð- og Norð- vesturlandi á sl. ári, en æskilegt væri að geta beint veiðiflota okk- ar þangað síðla sumars og á haust- in, ef rannsóknir yrðu jákvæðar, sem og að nýta tiltæka vinnsluað- stöðu á Vestur- og Norðurlandi. Þessum rannsóknum þyrfti. að halda áfram. ÍJthafsrækja kæmi og mjög til greina, en huga þyrfti þar að markaðsmálum, þar sem innflutningstollar á Evrópu- markaði torvelduðu sölu, eins og mál stæðu nú. 0 Svarta skýrslan frá 1972. Lúðvík Jósepsson (K) flutti langa ræðu um viðvaranir fiski- fræðinga, þegar á árinu 1972, er þá hefðu verið sendar sjávarút- vegsráðuneytinu í sinni ráðherra- tíð. Rangt væri að þeim viðvörun- um hefði verið stungið undir stól. Þær hefðu verið gaumgæfðar og ræddar opinskátt. Útfærsla fisk- veiðilandhelgi í sinni ráðherratíð, sem og ný reglugerðarákvæði um fiskverndarsvæði, hefðu m.a. bor- ið því glöggt vitni, að tillit hefði verið tekið til þessara viövarana. Niðurstöður fiskifræðinga hefðu og verið nýttar í viðræðum við útlendinga, er hér leituðu veiði- heimilda, m.a. gagnvart Bretum, sem samið hefði verið við í nóvember 1973. Þeir samningar hefðu að visu verið til of langs tíma og um of mikið magn, enda hefði hann og hans flokkur haft á fyrirvara og athugasemdir, þótt að þeim samningum hefóu staðið. Lúðvík vakti athygli á því að útlendingar hefðu veitt hér 384.000 tonn af fiski (botnlæg- um) árið 1971 en aðeins 230.000 tonn áríð 1974. Aflaminnkun þeirra væri því veruleg. Afli okk- ar sjálfra hefði nær staðið í stað á þessum tíma (þrátt fyrir stækkun veiðiflotans), verði 417.000 tonn 1971, en 419.000 tonn á liðnu ári. Heildarsóknin eða grisjun stofn- anna hefði því verulega minnkað, þótt hitt væri efalaust rétt, að betur hefði mátt að vera í fisk- verndarmálum. • — Þorskstofninn ofveiddur um árabil. Sverrir Hermannsson (S) vitnaði til fiskifræðilegra niður- staðna, bæði erlendra og inn- lendra fiskifræðinga, sem kunnar hefðu verið fyrir nokkrum árum, og hefðu þá þegar bent til ofveiði íslenzka þorskstofnsins. Það hefði verið álit Norðausturatlantshafs- ráðsins þegar á árinu 1972, að veiðisókn í þorskstofninn á þessu hafsvæði væri helmingi of mikil; íslenzki þorskstofninn ekki undanskilinn. Sambærileg skoð- un hafi komið fram í greinargerð íslenzkra fiskifræðinga til þáv. sjávarútvegsráðherra, Lúðviks Jósepssonar, 1972, hinni fyrri „svörtu skýrslu" fiskifræðinga okkar. Þá hefði þessum viðvörun- um verið lítt eða ekki sinnt, utan þær ráðstafanir, sem þá þegar hefði verið búið að taka um út- færslu fiskveiðilandhelgi og frið- un hrygningarsvæða. Hins vegar hefði íslenzk: togaraflotinn verið stækkaður um marga tugi skipa, sem jákvætt og réttlætanlegt hefði verið að vissu marki, en þó ekki beinlínis verið í samræmi við álit fiskifræðinga um helmings of mikla sókn í þorskstofninn. Ræðumaður minnti á tillögur sinar um fiskileit og fiskirækt frá árinu 1973, sem ekki hefðu hlotið sérstakan hljómgrunn, hvorki hjá þáverandi sjávarútvegsráðherra né Alþingi. Suðvestur af landinu væru veruleg karfamið, sem lítt væru rannsökuð, og hugsanlega gætu orðið vettvangur veiðiflota okkar, sem ýmsir teldu ranglega að nú þyrfti að leggja að veruleg- um hluta. Sverrir lagði ríka áherzlu á, að efla þyrfti fiskirann- sóknir hvers konar og fara í meginatriðum eftir leiðbeining- um og tillögum fiskifræðinga okkar. 0 —Loðnuveiði út af Norðurlandi. Tómas Arnason (F) þakkaði Framhald á bls. 25 Viðhaldsþjónusta flugvéla á Keflavíkurvelli: Fjögurra ára áætl- un í flugvalla- og flugöryggismálum I GÆR var samþykkt í sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar frá Jóni Skaptasyni (F) um við- gerðar- og viðhaldsþjónustu flug- véla á Keflavíkurflugvelli. Þar er rikisstjórninni falið, i samráði við Flugleiðir hf. og fleiri hagsmuna- aðila, að kanna hvern veg vélum á Keflavíkurflugvelli. Megintil- gangur þessarar athugunar er að færa inn í landið viðhalds- þjónustu, sem að verulegu leyti er sótt utan í dag, og dregur í senn úr atvinnumöguleikum íslenzkra flugvirkja og kostar verulegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. 1 greinargerð kemur m.a. fram að slík viðhaldsþjónusta, sem keypt var erlendís á árinu 1974, kostaði 608 m. kr. Þá kom fram, i umræðum á Alþingi I gær, að samgönguráðu- neytið hefði skipað sérstaka nefnd, sem gera á fjögurra ára áætlun um framkvæmda- og fjár- magnsútvegun i flugvalla- og flugöryggismálum, en undanfarið hefur verið mjög deilt á aðgerðar- leysi stjórnvalda í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.