Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 15 Stoðunum yrði kippt und- an rekstrarafkomunni BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi undirritað af skipst jórum og eigendum 17 báta, seni gerðir eru út frá höfnum við Evjaf jörð: Vegna fréttar sem lesin var í hádegisútvarpinu 18. febrúar sið- astliðinn um veiðar með dragnót og þorskanetum i Eyjafirði, og áður birtra mjög villandi frétta i fjölmiðlum, þykir okkur eig- endum og skipstjórum þeirra báta sem um er að ræða, ástæða til að taka fram eftirfarandi: Þeir sem fyrir þessum áróðri hafa staðið, eru að langmestu leyti svokallaðir sportveiðimenn, það er að segja, menn sem skreppa á sjó sér til gamans i fristundum sínum, (má þar nefna apótekara, bakara, póstmeistara, kaupmenn, hafnarstjóra og fleiri stéttir manr.a, sem taka öll sín laun af vinnu í landi). Þykir okkur hart ef loka ætti Eyjafirði fyrir veiðum með dragnót og þorskanetum vegna áróðurs þess- ara manna, þar sem veiðar þessar hafa um áratuga skeið verið stundaðar seinni part sumars og á haustin, og afkoma þessara báta byggist að verulegu leyti á þeim. Þá má geta þess að skip Hafrann- sóknastofnunarinnar koma af og til öll vor og haust og fylgjast með fiski í Eyjafirði. Þá hafa þessir menn sakað okkur um, að um smáfiskaveiðar sé að ræða Hið sanna er, að hér eru ekki notaðir smærri netariðar en 6‘‘ það er 152 mm, en lágmarksmöskvastærð er 5V4“ samkvæmt lögum, og sá fiskur sem veiðist, er að mestum hluta yfir 57 sm. Aftur á móti má geta þess og gott þykir, ef helm- ingur afla trillubátaeigenda fer yfir 50 sm, og oft er mikill hluti aflans mjög smár, það er um 40 sm fiskur og smærri. Þá eru flot- línur oft látnar liggja svo vikum og mánuðum skiptir án þess að Gunnar Gíslason: Enn um gróður- mál og fóðuröflun Fyrir nokkru ritaði ég greinarkorn sem birtist í Morgunblaðinu 31. jan. sl. Tilgangurinn með smáskrifi þessu var að minna á, að ekki mætti líða á löngu þar til upp yrði byggð og tekin í rekstur fyrirhuguð heykögglaverk- smiðja i Vallhólmi í Skagafirði, og benti ég á, að skagfirðingar, já, og austur-húnvetningar ættu að bindast samtökum um að hrinda þessu nytjamáli fram hið fyrsta. Yrði það og gagnleg sárabót fyrir áformaða eyði- leggingu á afréttarlöndum, sem notuð eru af búendum í þessum héruðum. Eg hef orði þess áskynja, að þessi ábending mín hefur vakið nokkra athygli. Nú beini ég því til búnaðarsam- banda Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu, að þau taki til sín forustu í þessu máli og láti ekki deigan síga fyrr en það er til lykta leitt. Mér sýnist hér vera um að ræða verðugt verkefni fyrir búnaðarsam- böndin og sjálfgefið að þau séu sá aðilinn, sem forystu hafi um framkvæmdina. — Ég minni á eitt enn, sem þessari fóður- öflunar framkvæmd má verða til framdráttar. Árið 1968 sýndi hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps þá fyrirhyggju undir forystu oddvita síns, Björns Egilssonar á Sveinsstöðum, að kaupa jörðina Borgarey í Vall- hólmi, og er ekki langt á milli þeirrar jarðar og jarðanna þriggja, sem ríkið á í úthólmin- um. Borgarey er samfellt gras- lendi og sannnefnt gósenland. Heyskapurinn þar árið 1969 og 1970 varð mikið bjargráð fyrir lýtinga og væri ekki ónýtt ef heykögglaverksmiðjan fengi með einhverjum hætti afnot af Borgarey til hráefnisöflunar. Það er eitt atriðið af mörgum, sem huga þarf að, þegar þrifa- málið, heykögglaverksmiðjan i Vallhólmi er ráðið og er ekki að efa, að auðvelt verður um sam- starf um nýtingu Borgareyjar. En þær eru margar borgar- eyjarnar á eylendi Skaga- fjarðar, sem hyggja þyrfti að, hvernig verða mættu til drýgstra nytja. Gróska þeirra minnir á að innflutningur fóðurvara fyrir búpening getur horfið að mestu, og er það ekkert smámál til styrktar sjálfsbjargarviðleitni okkar. og er á við útflutning margra tonna af hálfvöxnum fiski úr sjó. Öánægja vegna takmörkun- ar á hrognkelsaveiðum NOKKUR óánægja virðist nú rikjandi á nokkrum helztu hrogn- kelsaútgerðarstöðum landsins vegna ákvörðunar sjávarútvegs- ráðuneytisins um að takmarka rúmlestatölu þeirra báta, sem á þessar veiðar mega fara við 8 lest- ir. Friðrik Friðriksson á Siglufirði sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að þeim sem þessar veiðar stunduðu þaðan fyndist það koma nokkuð spánskt fyrir sjónir að gripa til þessarsa aðgerða núna í upphafi vertíðar þegar menn væru búnir að búa bátana til þessara veiða fyrir hundruð þúsunda króna og sumir hefu eytt milljónum i út- búnaðinn. Ef þessi ákvörðun hefði verið tekin í haust, horfði málið allt öðru vísi við. — En það þarf enginn að halda að við séum á móti friðun, sagði Friðrik. Hann sagði, að þótt þessi ákvörðun hefði verið tekin, myndi hann og fleiri sækja um leyfi til ráðuneytisins til þessara veiða og menn vonuðust til að fá einhverja fyrirgreiðslu. — Við færum ekki á þessar veiða, nema af þeirri einföldu ástæðu að það er engan fisk að fá á grunnslóðum. Þv' finnst okkur að það hafi verið byrjað á öfugum enda. Fyrst átti að ýtatogurunum utar á miðin, i stað þess að hefta veiðar smábáta. Þá er mjög erfitt að nota smærri triilur til þessara veiða. Ef einhverjar umhleyping- ar verða, þá er hætt við að þær geti ekki vitjað netanna svo dög- um skiptir. — En ég vil aftur taka það fram, að það er mjög skyn- samlegt að takmarka þessar veíðar, það er bara ekki sama hvernig farið er að því. .mi<ftfð ini'xj t sDti.'-'irte(b; t»cm ttv 11:0.1 a > 1 (x i u 11 um þær sé‘ vitjað. Fullvist er að ekki er hér um fiskverndunar- sjónarmið að ræða, heldur aðrar hvatir sem erfitt er að skilja. Þá má og taka fram, að á fiski sem veiddur er i dragnót eru teknar stærðarprufur, og fiskurinn flokkaður og liggja skýrslur þar um frammi hjá Fiskifélagi ts- lands. Verði orðið við óskum þess- ara manna, er þar með kippt stoðum undan rekstrarafkomu þessara báta, að miklu leyti. Geta má þess að aflaverðmæti þessara báta mun vera um 200 milljónir króna, að minnsta kosti á árinu H. B E N EDIKTSSON. H F. 1975. (Undir ofanritað skrifa eig-<#» endur og skipst jórar 17 báta). Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300. v fsÆ Vörumarkaðurinn Leyft verð Okkar verð Addo bókhaldsvélar aðstoða stofnanir og fyrirtæki um allt land við að fylgjast með rekstrinum. Addo er löngu þekkt fyrir gangöryggi, léttan áslátt og hljóðláta vinnslu. Vélarnar má programera fyrir ólíkustu verkefni, svo sem launabókhald, birgðabókhald, viðskiptamannabók- hald, svo eitthvað sé nefnt. Með sjálfvirkum spjaldíleggjara má auka færsluafköst um 40%. Fullkomin þjónusta, kennsla og aðstoð við uppsetningu á bókhaldi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga um verð og gerðir. MÆSmtSÚm KJARAINlHF skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140 ít VI H.l lll ilot , 1 ,,1) < ótxítJv 1 IV l:)S/ ífuHtÍ oio/ 40 -o- i vl íij jii mooio lorooi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.