Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
19
ATþýðusamband íslands 60 ára
starfskraftar forustunnar hafa
farið í stritið um aurana og ekki
gefizt tóm til að sinna öðru. En
nú eftir samningana vonum
við, að við höfum 14 mánuði,
sem er meira en hægt hefur
verið að tala um undanfarin ár.
Jú, satt er það, að samningum
er ekki alveg lokið alls staðar,
en maður vonast til að það leys-
ist sem allra fyrst. Okkur veitir
ekki af þvi, Islendingum, að
allir vinni hér.
— Það er rétt að við stöndum
betur hvað atvinnu snertir en
þjóðir í kringum okkur. Hins
vegar er maður ekki óttalaus.
Það getur verið stutt í að hætta
sé á ferðum. Greina má ýmsa
fyrirboða. Ungu fólki gengur
ekki vel að fá vinnu og ef ein-
hver losar sig úr vinnu, er ekki
jafn gott og hefur verið að
komast i vinnu aftur. Sem bet-
ur fer er atvinnuleysi samt að-
eins timabundið og staðbundið.
Ymislegt vekur þó ótta, eins og
ég sagði áðan, bæði af efna-
hagslegum toga og ekki siður
vegna svörtu skýrslunnar um
fiskstofnana, sem getur valdið
erfiðleikum. Að minnsta kosti
verður maður að halda hyggi-
lega á spilunum, svo ekki valdi
verulegri hættu.
Spurningunni um það hverjir
hafi verið stærstu áfangarnir á
undanförnum árum hjá ASl,
svaraði Björn: — Fyrir utan
launabaráttuna, vil ég nefna
lífeyrissjóðina, sem við sömd-
um um 1969 og áttu að skapa
nýjan grundvöll fyrir lifeyris-
þega. Og kerfisbreytingin nú,
sem á að hafa það í för með sér
að okkar fólk og helzt lands-
menn allir njóti verðtryggðs líf-
eyris í samræmi við kaupgjald,
og að peningar þess eyðileggist
ekki í verðbólgunni.
Þá færðum við i tal gagnrýni,
sem heyrzt hefur, að fólk, sem
árum saman hafi greitt sín
gjöld, hafi ekki full félagsrétt-
indi nema hafa sérstaklega lagt
leið sina á skrifstofu verkalýðs-
félaganna til að ganga formlega
í félagið. Björn sagði, að þarna
mundi mest vera um skólafólk
að ræða. Það gæti valið um að
gerast félagar eða greiða vinnu-
réttindagjald, gæti þá fengið
bráðabirgðaskírteini. En hann
kvað það rétt að menn verða
ekki löglegir félagsmenn nema
þeir gangi sérstaklega í verka-
lýðsfélagið.
— Talið er að í stórum drátt-
um höfum við næstum 100%
skipulagningu á því fólki, sem
er í þeim stéttum sem um ræð-
ir, sagði hann. Hér fylgja því
ýmis réttindi að vera í verka-
iýðsfélagi. Og i flestum tilfell-
um er það nægileg hvatning
fyrir fólk til að ganga í félögin,
enda hefur þetta gerbreytzt á
siðustu árum, eftir að ég fór að
hafa kynni af þvi. Fólk hefur
t.d. ekki án verkalýðsfélagsins
forgangsrétt að vinnu, ekki rétt
til atvinnuleysisbóta og ekki
rétt til greiðslna úr sjúkrasjóð-
um félaganna. Nær 100%
þeirra, sem lögum samkvæmt
eiga heima i sambandinu, eru í
félögum. Bæði löggjöfin og
vinnusamningar taka mikið af
þvi ómaki, sem annars þyrfti að
hafa. Þetta er eitt af þvi, sem
gerir faglega skipulagningu
færa. E.t.v. er þó neikvætt að
þurfa ekki að halda uppi áróðri
fyrir því að menn gangi í félög-
in.
— Léleg fundarsókn? Þjóðlif-
ið hefur breytzt. Menn hafa svo
mörgu öðru að sinna en að fara
á misjafnlega leiðinlega fundi.
Þó held ég að fáir geti leikið
það eftir okkur, að fá 12—15
þúsund manns á fundi á einum
sólarhring, eins og um daginr.
þegar fjallað var um aðalsamn-
ingana okkar. Það þætti alls
staðar annars staðar gott. Þeir
fundir voru ótrúlega vel sóttir.
Við þurfum ekki að kvarta.
Stœrsta verkefni ASI:
Þó 60 ára afmæli Alþýðusambands lslands beri upp á 12. marz,
ætla samtökin ekki að halda upp á það I dag, heldur I sambandi við
alþýðusambandsþingið I haust, að því er Björn Jónsson, forseti
Alþýðusambandsins, sagði fréttamanni Mbl. t samtali við hann á
þessum tímamótum bar eðlilega fljótt á góma skipulagsmál ASl,
sem lengi hafa verið til umræðu og margir telja að brevta þurfi.
Björn var spurður hvort hann væri ánægður með uppbyggingu
samtakanna eins og hún er eða hvað hann telji að gera þurfi til
bóta.
— Liðin eru 12 ár síðan
Alþýðusambandið samþykkti
stefnuskrá í skipulagsmálum,
sagði hann. Sú stefna var
miðuð við breytingu frá þvi
sem var í upphafi, á þann veg
að allir sem starfa á sama
vinnustað yrðu nú í sama
félagi og félögin svo aft-
ur i landssamböndum.
Þannig yrðu byggð upp
8—9 landssambönd. Sú stefna
Björn Jónsson, forseti ASl
einnig hafa verið haldin nám-
skeið þar fyrir utan. Þetta
hefur gengið vel, aðsókn verið
meiri en við höfum getað
annað, en fyrst og fremst hefur
okkur skort fé til þessa verk-
efnis. Þá höfum við hafið út-
gáfu Vinnunnar aftur og ætlum
að gera átak til að koma henni í
nýtt og betra horf. Hún kemur
nú út á tveggja mánaða fresti,
en hugmynd — sem ekki hefur
raunar verið tekin ákvörðun
um — er að gefa hana út hálfs-
mánaðalega og i dagblaðsformi.
Við höfum rekið Okkur á að
mánaðaritsformið er þungt og
efnið ekki lengur á oddinum,
þegar það kemur út. Hitt er
hagkvæmara.
— Sannleikurinn er sá, að
Fólk á sama
vinnustað verði
er enn hin opinbera stefna
ASI, en erfiðlega gengur
að framfylgja henni, sagði
Björn. I okkar augum, sem höf-
um að þessum málum starfað,
yrði þetta fyrirkomulag ekki
síðra. Þar sem verkalýðsfélög
hafa tekið sig saman á vinnu-
stöðum og samið eins og þau
væru í einu félagi, þar hefur
losnað um þessa innbyrðis
streitu. Togstreitan beinist þá
fremur gagnvart öðrum. Ekki
er vafi á því — enda höfum við
fyrir því reynslu — að betra er
að ná samkomulagi um launa-
hlutföll á slikum stöðum. Slíkt
skipulag mundi treysta sam-
heldnina i sambandinu og
breyta verulega til bóta í samn-
ingum. Hægt er að nefna dæmi
um vinnustaði sem styðja þetta.
A slíkum grundvelli voru
gerðir samningarnir við ál-
félagið og við ríkisverksmiðj-
urnar, og þeir hafa gefið góða
raun. Reynslan af þeim samn-
ingum bendir örugglega tilþess
að þessi stefnumótun sé rétt frá
hagsmunalegu sjónarmiði.
— Ég tel að þetta mál sé enn
raunhæft og það sé eitt af
stærstu innri málum Alþýðu-
sambandsins, sem vinna þurfi
að. Erlendis eru verkalýðsfélög
líka að færast í það horf. Að
sumu leyti má segja að lands-
samböndin hafi.gengið nokkuð
þvert á þetta, en þau þyrftu að
breytast um leið og félögin.
Erfiðast í þessu sambandi eru
gamlar hefðir þ.e. félög með
gamla sögu eins og t.d. Dags-
brún og Framsókn. En við
vinnum að þessu, reynum
a.m.k. að láta ekkert, sem gert
er í skipulagi, vera í andstöðu
við þessa stefnu, létta fremur
undir en hitt. En þetta tekur
langan tíma, og ég tel að það
verði mörg ár .þar til þessi
stefna verður komin á að fullu.
— Þetta er semsagt eitt
stærsta verkefnið í framtiðinni.
En af öðrum innri málum vildi
ég nefna stórkostlega aukna
fræðslustarfsemi, hélt Björn
áfram. Sérstök menningar- og
fræðslustofnun var sett á stofn
með sérstök fjárráð og sérstaka
stjórn við hlið miðstjórnar,
kosna á þinginu, þó samband sé
að sjálfsögðu á milli stjórn-
anna. Og víð höfum verið að
byrja á ýmsum fræðsluþáttum,
þó að frumbýlingsháttur sé á
því enn. Við höfum stofnað
félagsmálaskóla, sem hefur
unnið mikið í námskeiðum, og
i einu félagi
— segir Bjöm Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands