Morgunblaðið - 12.03.1976, Síða 21
Stofhfélögin 7 með
650 félaga, nít 165
með 42 þús. félaga
Fyrir réttum 60 árum voru stofnuð hér á landi
heildarsamtök, er hlutu nafnið Alþýðusamband
Islands. Þá voru stofnfélögin 7 með 650 félaga.
En nú, á 60 ára afmælinu, hefur ASl vaxið fiskur
um hrygg og félögin orðin 165 með 42 þúsund
félaga. Alþýðusambandið hefur að undanförnu
verið mikið í fréttunum vegna nýafstaðinna verk-
falia og í kjölfarið heildarkjarasamninga og þá
mikið fjallað í fjölmiðlum um hlutverk þess og
uppbyggingu. En á þessum tímamótum er ástæða
til að líta um öxl til stofndags Alþýðusambands
Íslands 12. marz 1916 og yfir farinn veg.
Nokkur aódragandi var að
stofnun samtakanna. Verka-
lýðsfélögin komu smám saman
til sögunnar og tvívegis hafði
verið gerð tilraun til að stofna
til sambands verkalýðsfélag-
anna í landinu, sú fyrri meðal
Bárufélaganna um aldamótin
og hin síðari árið 1907. Fyrsta
stéttarfélagið, sem vitað er um
að stofnað hafi verið hér á landi
er Prentarafélagið eldra, stofn-
að 1887 en starfaði aðeins
i ii ár. Verkamannaíélag
var stofnað á Akureyri 1894
og varð skammlíft, en sama
ár stofnuðu skútusjómenn
i Reykjavík fyrstu verka-
mannasamtökin, er nokkuð
kvað að, Bárufélagið, og
fram til aldamóta kom hvort
Bárufélagið af óðru. Hið is-
lenzka prentarafélag var stofn-
að 1897 svo og Verkamanna-
félag Seyðisfjarðar, Verka-
mannafélagið Dagsbrún kom
1906, en IJagsbrún og Prentara-
félagió höfðu forustuna við til-
raunina til að mynda allsherjar
samtök verkamanna 1907. Segir
Skúli Þórðarson sagnfræðingur
um það í grein: ,,Voru sam-
bandinu þar sett lög, er að lang-
mestu voru sniðin eftir lögum
verkalýðssambandanna á
Norðurlöndum. Kosin var sam-
bandsstjórn, er nefndist Sam-
bandsráð Verkamannasam-
bands Islands. Það er greini-
legt, að forgöngumenn samtak-
anna voru undir áhrifum
jafnaðarstefnunnar, enda var
þegar á fyrsta fundi sambands-
ráðsins sem haldinn var 15.
nóv., rætt um stofnun pólitísks
jafnaðarmannafélags. Ýmsir
forystumannanna tóku siðar
þátt í stofnun Alþýðusam-
bandsins og starfsemi þess, t.d.
Pétur G. Guðmundsson og
Agúst Jósefsson, auk Ottós N.
Þorlákssonar, er var í forystu-
líði allra þessara samtaka"
Enda þótt nokkrir forystumenn
berðust ötullega fyrir eflingu
Verkamannasambands Islands,
reyndist ekki kleift að halda í
þvi lífinu til lengdar. Félög
verkamanna risu víðsvegar um
landið, en heppnuðust misjafn-
lega, en mikil deyfð hvíldi yfir
verkalýðshreyfingunni allt
fram til ársins 1915. Voru þó
lífskjör verkamanna mjög bág-
borin.
„Þegar heimsstyrjöldin fyrri
skall á árið 1914, kom brátt til
mikillar verðhækkunar og
haustið 1915 voru afleiðingar
verðhækkunarinnar orðnar
mjög tilfinnanlegar fyrir verka-
menn í sjávarplássum á Is-
landi," segir í grein Skúla
Þórðarsonar um upphaf Al-
þýðusambandsins. „Tímakaup
Dagsbrúnarmanna var þá
aðeins40 aurar, en 35 árið áður.
Var því viðbúið að verkamenn
yrðu að herða enn meir sultar-
ólina ef við svo búið ætti að
standa og augljóst var að mikl-
ar hörmungar voru framundan
ef ekki væri hafist handa um
úrbætur þegar i stað. Þá um
haustið fóru nokkrir áhuga-
menn um verkalýðssamtök að
vinna að stofnun félags meðal
háseta á togurum í Reykjavik.
Voru þar fremstir i fylkingu
Jón Guðnason o.fl. forystu-
menn háseta og með þeim
Ölafur Friðriksson og Jónas
Jónsson fráHriflu.“
AÐKOMAÁ SAM-
STARFI ÍSLEN/KRA
ALÞÝÐUMANNA
Frétt um stofnun Alþýðusam-
bands Islands, sem 7 verkalýðs-
félög stóðu að, er að finna í
bókinni „Ar og"dagar“, sem
Gunnar M. Magnúss tók saman.
Er hún dagsett 12. marz 1916 og
hljóðar hún svo: I dag voru
stofnuð heildarsamtök verka-
lýðsins hér á landi, er hlotið
hafa nafnið: Alþýðusamband
Islands. Nokkur aðdragandi er
að stofnun samtaka þessara. A
sl. ári hreyfði Ottó N. Þorláks-
son því á fundi í Dagsbrún, að
nú væri rétti tíminn kominn til
þess að stofna slíkt samband
1907, en þau samtök urðu ekki
til frambúðar. Nú samþykkti
Dagsbrún að kjósa tvo menn til
þess að leita samvinnu við
félögin i Reykjavík og Hafnar-
firði. Skrifuðu þeir bréf til
Hins íslenzka prentarafélags,
til Hásetafélagsins, Verka-
kvennafélagsins Framsóknar,
Bókbindarafélagsins, Hlifar í
Hafnarfirði og Hásetafélagsins
þar. Þessi 7 félög skipuðu svo
hvert tvo menn í undirbúnings-
nefnd. Síðan voru kjörnir full-
trúar á stofnfund, sem hófst í
dag. Jónas Jónsson frá Hriflu,
sem var ritari á stofnfundinum,
lagði fram frumvarp að lögum
fyrir sambandið. I stjórn Al-
þýðusambandsins voru kjörin:
Ottó N. Þorláksson úr Dags-
brún, forSeti, Ölafur Friðriks-
son úr Hásetafélaginu, vará-
formaður, Helgi Björnsson úr
Dagsbrún, gjaldkeri, Jón Bald-
vinsson úr Prentarafélaginu,
ritari, aðrir stjórnarmenn:
Jónina Jónatansdóttir úr
Verkakvennafélaginu Fram-
sókn, Sveinn Auðunsson úr
Hlíf og Guðmundur Davíðsson
úr Dagsbrún.
I nóvember sama ár heldur
fréttin áfram: Fyrsta reglulega
sambandsþing hefur nú verið
haldið. Jón Baldvinsson var
kosinn forseti sambandsins. Á
þinginu voru gerðar smábreyt-
ingar á lögum og stefnuskrám.
Eftir það eru stefnumið Al-
Kröfuganga 1. maf 1935.
Fiskpökkun í Revkjavík.
Togari afgreiddur við hafnarbakkann um það levti sem Alþýi
þýðusambandsins mörkuð
þannig:
1) Tilgangur sambandsins er
að koma á samstarfi meðal is-
lenzkra alþýðumanna, er sé
reist á grundvelli jafnaðar-
stefnunnar og miði að því að
efla og bæta hag alþýðu and-
lega og líkamlega
2) Rétt til að ganga í Alþýðu-
sambandið hafa öll íslenzk
verkalýðsfélög, er vilja hlita
reglugerð sambandsins. En þau
félög, sem hafa atvinnurek-
endur innan sinna vébanda, ná
ekki inngöngu í sambandið
nema á sambandsþingi og
minnst 2/3 af fulltrúum félag-
anna séu því hlynntir. En sam-
bandsstjórn getur að öðru leyti
tekið inn í sambandið hvert það
félag, sem á skilyrðislausan rétt
á inngöngu samkvæmt lögum
þessum, en þó skal það siðar
borið undir sambandsþing.
Stefnumarki sinu ætlar sam-
bandið að ná með þessum
ráðum:
1) Að öll félög, sem í sam-
bandið ganga, skuldbindi
félagsmenn sína til þess að
halda kauptaxta hinna félag-
anna á þeim stað og á því svæði,
sem kauptaxtinn nær til.
2) Að semja á sambandsþingi
og ákveða stefnuskrá, sem sé
bindandi fyrir öll félög í sam-
bandinu og ekki verði breytt
aftur nema á sambandsþingi.
3) Að kjósa til opinberra
starfa fyrir bæjarfélög, sveita-
félög og landið allt eingöngu
menn úr sambandinu, sem fylgi
hiklaust og í hvivetna stefnu-
skrá sambandsins, nema svo
standi á, að sambandið bjóði
engan mann fram til kosninga.
4) Að efla samvinnufélags-
skap og gefa út blöð og bækl-
inga.
5) Að greiða fyrir stofnun
verkalýðsfélaga, sem gangi í
sambandið.
SAMBAND
VERKALÝÐS-
FÉLAGA OG PÓLI-
TÍSKUR FLOKKUR
Hvert einstakt félag á að hafa
fullt frelsi um sín innri mál,
innan laga sambandsins, en í
opinberum afskiptum verður
hvert félag að fylgja eindregið
stefnuskrá sambandsins. Þá er
gert ráð fyrir þvi, að hin ein-
stöku félög sambandsins innan
kjördæmanna myndi innbyrðis
samband, og skulu fulltrúar
þeirra koma sér saman um
frambjóðendur í því kjördæmi í
allar opinberar stöður, er kjósa
skal í. En hver frambjóðandi
skal skrifa undir stefnuskrá
sambandsins og skuldbinda sig
að starfa í öllu samkvæmt
henni. Ennfremur skal sam-
bandsstjórn samþykkja fram-
bjóðendur af hálfu sambands-
ins.
I bókbandsstofu Isafoldarverksmiðju, þegar vélamenningin var gengin f garð.