Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 22
lusambandið var stofnað.
Um pólitísku hliðina segir í
fréttinni: 1 stefnUskrá þessari
er meiri áherzla lögð á hina
pólitísku hlið sambandsins en
hina stéttarlegu í þrengri merk-
ingu. Þetta er eðlilegt, þegar
þess er gætt að verkamenn hafa
áður hvergi átt pólitískt athvarf
eða öryggi, heldur reikað milli
gömlu flokkanna, sem í raun-
inni hafa aðeins haft eitt mál á
stefnuskrá: Sjálfstæðismál-
ið. Barátta gömlu flokkanna
hefur snúizt um mismunandi
leiðir i sókninni á hendur
Dönum. En allt bendir í þá átt,
að nú muni brátt skapast
grundvöllur fyrir pólitískan
flokk verkalýðssamtakanna."
Allt frá stofnun Alþýðusam-
bandsins og fram til ársins 1940
hélzt skipulag þess svo til
óbreytt. Það var hvorttveggja í
senn verkalýðssamtök og
stjórnmálaflokkúr. Jafnframt
því sem kjörnu fulltrúarnir
unnu að stofnun verkalýðssam-
taka, hófu þeir undirbúning að
þátttöku verkamanna í bæjar-
stjórnarkosningurh, sem fram
áttu að fara í janúar 1916. I
þessum kosningum fengu
verkamenn þrjá fulltrúa í
bæjarstjórn, en þá voru fuil-
trúar í Reykjavík sjö. En það
var eftir kosningasigurinn að
látið var til skarar skríða um
stofnun Alþýðusambandsins
12. marz 1916.
ÁFANGAR I LÖGGJÖF
BÆTTU HAG
ALMENNINGS
Um stjórnmálaþáttinn segir
Hannibal Valdimarsson, fyrrv.
forseti Alþýðusambandsins,
m.a. i viðtali við Mbl. á 50 ára
afmæli sambandsins: Jafn-
framt þessu (stofnun ASÍ) var
Alþýðuflokkurinn stofnaður.
Jónas Jónsson frá Hriflu bar
fram frumvarp að stefnuskrá
A.S.l. og frumvarp að stefnu-
skrá Alþýðuflokksins og var
gengið frá þeim á síðasta fram-
haldsstofnfundinum 27. maí
1916. Alþýðusambandið var
hvort tveggja í senn landssam-
band verkalýðsfélaga og póli-
tískur flokkur. Segja má að AI-
þýðuflokkurinn hafi verið sú
hlið á A.S.l. sem sneri að þjóð-
málum, en litið var á flokkinn
og sambandið sem eina heild.
Alþýðusambandsþing var jafn-
framt þing Alþýðuflokksins og
stjórn A.S.l. einnig stjórn
Alþýðuflokksins fram til ársins
1940, er skipulaginu var breytt.
Algert skilyrði fyrir kosninga-
rétti og kjörgengi til Alþýðu-
sambandsþings var að vera
félagi í Alþýðuflokknum. Þeir
urðu að skrifa undir það að þeir
styddu Alþýðuflokkinn einan.
Jafnaðarmannafélögin eða Al-
þýðuflokksfélögin voru bein
aðildarfélög að A.S.l. eins og
verkalýðsfélögin og kusu full-
trúa á þing A.S.l. Við skipulags-
breytinguna hurfu flokksfélög-
in úr A.S.I. og allir félagar i
verkalýðsfélögunum öðluðust
kosningarétt og kjörgengi til
Alþýðusambandsþíngs, án til-
lits til stjórnmálaskoðana.“
Á þessu timabili náðust ýmsir
áfangar í löggjöf til að bæta hag
almennings, t.d. lög um slysa-
tryggingar, er samþykkt voru á
alþingi 1925, lög um hvildar-
tíma togaraháseta, þar sem
hvíldartimi háseta var lengdur
úr 6 í 8 tíma á sólarhring, lög
um verkamannabústaði 1929 og
kosningaréttur var rýmkaður,
þannig að þeir sem skulduðu
höfðu líka kosningarétt. Og
1933 gat Alþýðuflokkurinn í
samvinnu við sjálfstæðismenn
komið því til leiðar að kjör-
dæmaskipuninni var breytt
með stjórnarskrárbreytingunni
1933. Breyting var gerð á fá-
tækralöggjöfinni, en á fjórða
áratugnum voru efnahagsmálin
efst á baugi, enda við mikla
örðugleika að etja.
DÝRTÍÐOG AT-
VINNULEYSI A
FYRSTU ÁRUNUM
Um kjarabaráttuna á þessum
árum segir Skúli Þórðarson
m.a: ,,A fyrstu árum Alþýðu-
sambandsins 1916—1918 stóðu
verkamenn mjög höllum fæti i
baráttunni fyrir bættum launa-
kjörum. Dýrtíð óx þá hröðum
skrefum, svo og atvinnuleysi,
einkum eftir að 10 togarar voru
seldir úr landi árið 1917. Auk
þess var árferði afar slæmt,
einkum árið 1918. Helztu átök
milli atvinnurekenda og verka-
manna var verkfall togarasjó-
manna árið 1916, þar sem sjó-
menn unnu raunverulegan
sigur. Annars versnuðu kjör
verkamanna svo mjög, að kaup-
máttur tímakaups miðað við
Dagsbrúnartaxta var árið 1918
aðeins 51% af kaupmætti tíma-
kaups 1914. Árið 1919—1920
hækkaöi verðlagið stórlega, en
þá varð líka mikil kauphækkun
og atvinnuleysi fór minnkandi.
En á siðari hluta árs 1920 kom
mikil kreppa og skyndilegt
verðfall á flestum vörum.
Kaupmáttur launanna óx þá
stórlega. Á næstu árum hófu
atvinnurekendur mikla sókn á
hendur verkamönnum og
kröfðust þess, að laun væru
færð niður, en verkamenn
stóðu fast saman i varnarbar-
áttunni undir ágætri forustu
A.S.I. Stóðu sjómenn þar
fremst i flokki og háðu harða
deilu við útgerðarmenn árið
1923 og unnu þar mikinn
Ottó N. Þorláksson var fyrsti
forseti Alþýðusambandsins.
Jón Baldvinsson var lengur en
nokkur annar forseti ASI eða f
22 ár.
varnarsigur, þar eð sjómenn
héldu hærri launum en þeir
höfðu haft, áður en verð tók að
falla. Árið 1925 batnaði aðstaða
verkamanna enn meir en áður.
Unnu þá sjómenn sigur í launa-
deilu og um sömu mundir
hækkaði íslenzka krónan, og
vöruverð lækkaði að sama
skapi. Kalla má að aðstaða
verkamanna hafi verið góð
fram til ársins 1930, einkum á
árunum 1924—1929 að báðum
meðtöldum. Var þá yfirleitt
mikil blómaöld fyrir íslenzka
atvinnuvegi; voru at-
vinnurekendur þá oft fúsir
að semja við verkamenn og
ganga að kröfum þeirra held-
ur en heyja langvinn-
ar vinnudeilur sjálfum sér
til ' mikils tjóns. 1928—29
hækkaði kaup verkamanna all-
mikið og fékkst sú kaup-
hækkun víða án vinnustöðvana,
en þó áttu togarasjómenn í
hörðu verkfalli á öndverðu ári
1929 og unnu glæsilegan sigur.
Á þeim árum var fremur lítið
framboð á vinnuafli í saman-
burði við eftirspurn. Atvinnu-
leysi var því litið nema á
vissum árstíma. Félögum i Al-
þýðusambandinu fjölgaði mjög
á þessu tímabili. Samkvæmt
skýrslu sambandsstjórnar árið
1930 voru i sambandinu 28 al-
menn verkalýðsfélög og var
félagstala 5425 — 2 iðnfélög
með 135 félagsmenn og 6
jafnaðarmannafélög með 322
félagsmenn. Samtals voru þvi
það ár 36 félög í sambandinu
með samtals5942 félagsmenn.1'
„Arið 1930 lögðust þung
óveðursský heimskreppunnar
yfir 'Island og mörkuðu tíma-
mót i hagsögu þjóðarinnar.
Breyttist þá skyndilega öll að-
staða verkamanna i kjarabar-
áttu þeirra. I stað þess að sækja
á eins og á undanförnum árum,
urðu þeir nú að fara i vörn. Á
árunum 1930—32 varð geysi-
legt verðfall á flestum vörum
og kaupmáttur launa steig að
sama skapi. Varð verðlags-
breyting þessi því mjög hag-
stæð fyrir verkamenn. Öðru
máli gegndi um sjómenn á
fiskiskipum, þar eð hlutaráðn-
ing var algengasta fyrirkomu-
lagið um launagreiðslur til
þeirra Atvinnurekendur gerðu
þá yfirleitt kröfur um að laun
væru færð niður til samræmis
við hið lækkaða verðlag. Það
bætti mjög aðstöðu þeirra, að
atvinnuleysi var yfirleitt afar
mikið og hélzt allt fram á árið
1940. Á timabilinu 1930—40
var yfirleitt mikil kreppa og
átök oft hörð milli verkamanna
og atvinnurekenda. I launabar-
áttunni sjálfri tókst verka-
mönnum oft furðu vel að halda
velli og unnu jafnvel á i sumum
tilfellum, en vegna mikils at-
vinnuleysis voru kjör margra
þeirra mjög bágborin, enda
heyrði það þá til friðinda að
hafa fasta og örugga atvinnu,
en aðeins lítill hluti verka-
manna naut slikra forréttinda."
Jón Baldvinsson var forseti
Alþýðusambandsins í 22 ár eða
til 1938 er hann lézt. Þá var
Stefán Jóhann Stefánsson for-
seti 1938 —40, Sigurjón Ölafs-
son 1940—42, Guðgeir Jónsson
1942—44, Hermann Guðmunds-
son 1944—50, Helgi Hannesson
1950—54, Hannibal Valdimars-
son 1954—1971 og Björn Jóns-
son síðan, en Snorri Jónsson
varaforseti, gegndi störfum
meðan hann var ráðherra eftir
14. júlí 1973.
Á árunum eftir 1930 fór að
skerast alvarlega i odda milli
kommúnista og Alþýðuflokks-
manna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Fór svo að sundur
var sagt friði og griðum og ekki
skirrzt við að sundra
verkalýðsfélögunum, segir
Þórir Daníelsson i greinarstúfi
sem tekinn er upp í Ár og
dagar.
NÝSKIPAN —
FRJALST SAMBAND
VERKALÝÐSFÉLAGA
Haustið 1940, á 16. þingi ASI
náðist sá áfangi að lögum sam-
bandsins var breytt á þann veg
að skipulagslegur skilningur
varð með flokki og verkalýðsfé-
lögum, að ASl varð að lögum
frjálst samband verkalýðsfé-
laga þar sem skoðanafrelsi og
lýðræði ásamt jafnrétti verka-
lýðsins yar viðurkennt. Árið
1942, á 17. þinginu, var hið nýja
skipulag framkvæmt til hlítar.
Verkalýðurinn, sem áður var
Framhald á bls. 22
Tunnurnar smíðaðar undir lýsisframleiðslu f blikksmiðju Bjarna
Péturssonar.
Þetta er framtfðargatnagerð, stóð undir þessari mynd af steypingu á götuspotta við Tjörnina, þegar hún
birtist.