Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
Feiti blandað 1 gras-
köggla næsta sumar
NÆSTA sumar verður feitil
bandað í grasköggla í öllum fimm'
graskögglaverksmiðjunum, sem
starfandi eru í landinu. Er þetta
gert til að auka fóðurgildi gras-
kögglanna en ætlunin er að
hlanda um 4% af tólg og Ivsi í þá
auk hæfilegs magns af steinefn-
um og auka þannig fóðurgildi
þeirra. Landbúnaðarráðuneytið
hefur haft forgöngu um að verk-
smiðjurnar kæmu upp búnaði til
að blanda feitinni í kögglana og
lagði Sveinbjörn Dagfinnsson,
ráðunevtisstjóri í landbúnaðar-
ráðunevtinu, áherzlu á, að með
þessu væri verið að nýta feiti,
sem framleidd væri í landinu og
greiða þvrfti útflutningsuppbæt-
ur af, þegar hún væri flutt úr
landi.
Fituíblöndun af þessu tagi
hófst i graskögglaverksmiðjunni í
Gunnarsholti á síðast liðnu sumri
og er nú unnið að smíði búnaðar
fyrir allar verksmiðjurnar,
þannig að kleift verði að vinna að
þessari blöndun í hinum verk-
smiðjunum. Talið er að kostnaður
við þessar framkvæmdir nemi alls
um 15 milljónum króna og hefur
landbúnaðarráðuneytið haft um
það forgöngu að útvega fé til
þessa verks. Sveinbjörn sagði, að
auk íblöndunar feitinnar væri
fyrirhugað að gera tílraunir með
blöndun kjötmjöls í graskögglana
en þvi er eins háttað með kjöt-
mjölið og tólgina að sú fram-
leiðsla hefur síðustu ár verið flutt
úr landi fyrir lágt verð og hefur
orðið að greiða útflutningsbætur
úr rlkíssjóði með þeim útflutningi
til að ná hinu skráða verði.
Gunnar Bjarnason hjá Fóður-
eftirliti ríkisins sagði að fóður-
gildi þessara fitubiönduðu köggla
yrði líkt og fóðurgildi hveitiklíðs
og haframjöls en þeir yrðu ekki
eins orkuríkir og maís. Gras-
kögglarnir yrðu hins vegar efna-
ríkari og hollari og með því að
auka fitumagnið væri hægt að
auka orkuinnihald þeirra. Enn
skorti þó fóðurrannsóknir á því í
hversu miklum mæli mætti nýta
feitinaí fóðrið.Varðandi kjötmjöl-
ið tók Gunnar fram að nú væri
aðeins framleitt kjötmjöl úr úr-
gangi frá tveimur sláturhúsum,
þ.e. á Borgarnesi og á Akureyri,
og væri því mögutegt að auka
þessa framleiðslu verulega.
Gunnar tók fram að auk kjöt-
Flensa
herjar á
SigLBrðinga
Siglufirði, 11. marz.
Mikil innflúensa herjar nú á
Siglfirðinga og er svo komið að
stór hluti nemenda Gagn-
fræðaskólans liggur í rúminu.
Þá voru vandkvæði við að
koma verksmiðju SR í gang í
gær, er átti að hefja loðnu-
vinnslu, þar sem margir starfs
mannanna eru veikir —mj
— Wilson
Framhald af bls. 1
fögnuð stuðningsmanna sinna að
Wilson hefði ekki tekizt að halda
trausti síns eigin flokks sem hún
kallaði „samsteypu sósíalista og
næstum því marxista". Hún sagði
að rikisstjórnin hefði verið felld á
meiriháttar efnahagsráðstöfun og
það væri full ástæða til afsagnar.
Hún kvað atkvæðagreiðsluna til
stuðnings stjórninni vera bragð
til að halda Wilson í sessi.
— Ekki sést
Framhald af bls. 41.
Þegar hann sást siðast var hann
klæddur i brúnteinótt föt, dökka
hettu-kuldaúlpu og í svörtum
uppreimuðum gúmmístígvélum.
Þeir sem kynnu hafa orðið varir
við ferðir Árna siðan kl. 20.20 s.l.
miðvikudagskvöld eru vinsam-
lega beðnir að láta lögregluna i
Kópavogi vita.
mjölsins væri einnig mögulegt að
nota fiskmjöl í fóðurblöndur sem
framleiddar yrðu hér úr gras-
kögglum.
— Loðnan
Framhald af bls. 40
sem eru á veiðum undan önd-
verðarnesi, að loðnan þar sé
nýgengin á miðin. Segja þeir
að hún sé óvenju falleg og góð
til vinnslu. Bendir þvi allt til
að loðnan hafi gengið á miðin
suður með Vestfjörðum, en
togarar höfðu orðið varir við
loðnulóðningar undan Vest-
fjörðum fyrir nokkrum dög-
um.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur, sem nú er staddur
um borð í Arna Friðrikssyni,
sagði i gærkvöldi, að sér skild-
ist að ioðnan, sem fengist aust-
an við Dyrhólaey væri léleg að
gæðum og sennilega búin að
hrygna. Hann sagði, að það
hefði verið Ásgeir RE sem
fundið hefði loðnuna vestur af
Öndverðarnesi og ef þetta væri
hrygningarloðna gæti það
breytt miklu um gang vertið-
arinnar og sennilega gengi
hún suður með Vestfjörðum.
Þá sagðist hann ekki hafa gef-
ið upp alla von um að meiri
loðna ætti eftir að ganga á
miðin undan SA-landi.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla til loðnunefndar f gær:
Sæbjörg 300, Náttfari 260, Is-
leifur 260, Sæberg 70, Jón
Finnsson 380, Reykjaborg 50,
Hrafn Sveinbjarnarson 240,
Rauðsey 410, Asberg 180, Gull-
berg 360 og Hrafn 300.
— BSRB
Framhald af bis. 2
kvæmt ákvæðum samnings BSRB
um að það fái þær hækkanir, sem
umsamdar eru á hinum almenna
vinnumarkaði. Hefur því samn-
ingi BSRB verið framlengt til 1.
júlí. Ef samningar takast ekki um
kjarasamning fyrir næsta samn-
ingstímabil á að kveða upp kjara-
dóm fyrir 15. marz. BSRB hefur
hins vegar dregið sinn fulltrúa úr
kjaradómi til baka og viðurkennir
ekki dóminn sem bæran til þess
að fjalla um launamál umbjóð-
enda sinna Að sögn Kristjáns
Thorlasius, formanns BSRB, mun
bandalagið ekki senda fulltrúa
sinn til dómsins.
Kristján sagði að viðræður
stæðu yfir við ríkið um samnings-
réttarmál opinberra starfsmanna
og nýjan kjarasamning. Að vísu
hafa þessar viðræður nú legið
niðri um tíma, en Kristján sagðist
vona að þær bæru þann árangur
að samningar tækjust áður en
samningstímabilið rynni út.
— Möstrin
Framhald af bls. 40
beggja vegna við Þjórsá, en það
hefði ekki dugað til. Lína nr. 1 var
reist af frönskum verktökum, en
lfna nr. 2 af brezkum. Voru gerð-
ar mun meiri kröfur til þeirra
línu vegna þeirrar reynslu sem
hafði fengizt í upphafi af línu 1.
Morgunblaðið spurði Halldór
hvort lína nr. 1 væri misheppnuð
og stæðist ekki íslenzkt veðurfar.
Hann sagði að ljóst væri að þær
kröfur sem voru gerðar til
hennar, hefðu ekki verið nógu
miklar. Þá var hann spurður um
hvaða ástæða væri fyrir þvi að
nýja mastrið verður aðeins 36
metrar í stað 63 metra eins og
gamla mastrið var. Halldór kvað
reynsluna hafa sýnt að það væri
ekki þörf á að hafa möstrin svona
há og talið til bóta að hafa þau
Iægri.
Það var um kl. 19.45 í fyrra-
kvöld sem rafmagn fór af öllu
orkuveitusvæði Landsvirkjunar
en þá leysti Búrfellslínu 1 út við
Búrfell, Irafoss og Geitháls, en
orkuflutningur helzt á línu
nr. 2 og Sogslínu 2. Klukkan
19.54 leysti Búrfellslínu 2 út
við Búrfell og Geitháls og þá
fór rafmagn af öllu orkuveitu
svæði Landsvirkjunar á und-
anskildum þeim hluta Suður-
lands sem fær rafmagn með línu
frá Búrfelli að Hvolsvelli. Um kl.
20.00 var Búrfellslína 2 sett inn á
ný og nokkrum mínútum síðar
Sogslina 2, en hún hafði verið
tekin út áður í öryggisskyni af
ótta við of mikið álag. Upp úr því
var farið að hleypa rafmagni á og
var það komið víðast hvar um kl.
20.30.
Að sögn Halldórs Jónatans-
sonar var farið að prófa línu 1
eftir að rafmagn var komið á og
kom fljótt í ljós að um alvarlega
bilun var að ræða. Hófst þá skipu-
lögð leit að biluninni og laust fyr-
ir miðnætti fann leitarflokkur frá
Búrfelli bilunarstaðinn. Mastrið
hafði kurlazt saman og lá línan
niðri á 70 metra kafla. Aðeins 1
vir af þremur var óslitinn.
Halldór sagði að efni hefði
verið til í nýtt mastur og væri
stefnt að þvi að það yrði tilbúið
eftir 14 daga Þá sagði hann að
enn hefði ekki komið í ljós, hvað
olli útleysingunni á linu 2 en
gengið yrði með henni allri til að
kanna hvort eitthvað væri að.
— Herlög
Framhald af bls. 1
• Heimildir innan fsraelska
hersins hermdu í kvöld að her-
stjórnin f Israel fylgdist gaum-
gæfilega með þróun mála handan
líbönsku landamæranna Emb-
ættismenn í Tel Aviv sögðu að
gætur væru hafðar á „þróuninni f
átt til sundrunar Lfbanons sem
sjálfstæðs rikis, — hingað til eina
lýðræðislega Arabarfkisins**. I
dag bað formaður bæjarstjórnar f
Metullah, sem er nyrsti bær í
tsrael, Yitzhak Rabin forsætisráð-
herra um að ræða við bæjar-
stjórnina um aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar vegna loforðs um „viðeig-
andi aðgerðir ef ástandið í Líban-
on versnar**. Sumar herbúðanna
sem líbönsku uppreisnarmenn-
irnir tóku á sitt vald eru aðeins
um fimm km fráMetullah.
Sakaruppgjöfin til handa upp-
reisnarmönnunum var i gær-
kvöldi tilkynnt af Hanna Saeed
hershöfðingja. Liðhlauparnir
höfnuðu hins vegar boðinu í dag,
og kváðust vilja bíða átekta og sjá
hvort gerðar yrðu umbætur utan
og innan hersins. Talið er að þeir
séu milli 1500—3000 talsins, og
ráði yfir flestum herstöðvum í
Norður-Líbanon, Bekaadal í
austri og svæðinu við suðaustur-
Iandamærin. I dag bættust þrjár
herbúðir til viðbótar við yfirráða-
svæði uppreisnarmanna.
Upplausnin í hinum 15000
manna her Líbanon varð því æ
ískyggilegri í dag, og fyrr um dag-
inn hafði Rashid Karami forsætis-
ráðherra gefið í skyn að hann
hygðist segja af sér vegna hins
hörmulega ástands og hinna „nei
kvæðu viðhorfa" deiluaðila. Kar-
ami hafði sagt af sér einu sinni
fyrr á þessu ári, en féllst á að taka
við embætti á ný. Ekki varð það
til að draga úr sþennunni er yfir-
maður hersins i Norður-Líbanon
var skotinn til bana er hann ók
um eitt ófriðarsvæðanna Harðir
bardagar voru milli uppreisnar-
hermanna og hersveita hliðhollra
ríkisstjórninni umhverfis Trípólí
norður af Beirut. Þá voru einnig
götubardagar á víð og dreif í Beir-
ut.
Yfirlýsingin sem Ahdab hers-
höfðingi las upp í kvöld hófst
þannig: „Eitt: Ég skora á
líbönsku rikisstjórnina að af-
henda lausnarbeiðni sína innan
24 klst. annars verður litið svo á
að hún hafi sagt af sér. Tvö: Ég
skora á forseta lýðveldisins að
fylgja fordæmi fyrirrennara síns
Bishara al-Khoury, og afhenda
lausnarbeiðni sína, til þess að
vernda einingu Líbanons, — ella
verður litið svo á að hann hafi
sagt af sér. Þrjú: Ég skora á her-
sveitir að styðja núvernadi stjórn
og fara að öllu með gát.“ Síðar i
yfirlýsingunni sagði: „Tíu: Ég
lýsi stuðningi við frumkvæði Sýr-
lands til að finna lausn á vanda
landsins. Ellefu: Ég lýsi mig
skuldbundinn af fyrri samning-
um milli stjórnvalda og
palestínskra bræða okkar (um
síarfsemi Palestinumanna í
Libanon). Tólf: Ég lýsi því yfir að
herinn er skuldbundinn þvi að
vernda Suleiman Franjieh for-
seta. Þrettán: Ég sækist ekki eftir
því að stjórna, né heldur styð ég
herstjórn. Ég vil halda stöðu
minni innan hersins og mun
afsala mér völdum i hendur
þeirra sem yfir henni munu
ráða.“ Hann kvaddi með því að
kalla sig „bráðabirgðalandstjóra
hersins". Tilkynningu hans var
tekið með fögnuði af byssumönn-
um um alla Beirutborg, og skutu
þeir úr byssum sínum upp i loft
til að tjá ánægju sína.
— Bóluefni
Framhald af bls. 1
hennar varð fyrst vart í Victoria í
Ástralíu og hefur síðan herjað um
Suðaustur-Asíu og Evrópu svo og
um Bandaríkin, án þess nokkrum
vörnum væri við komið. Nú hafa
rannsóknastofnanir í Astralíu
orðið fyrstar til að framleiða bólu-
efni gegn þessum vírus og verður
það komið á markaðinn í Astralíu
f næsta mánuði og síðan vonandi
fljótlega i öðrum löndum.
Dr Nevill Mccarthy, forstjóri
CSL, sem eru samtök rannsókna-
stofnana í Ástralíu, sagði að litið
viðnám væri í sjúklingum gegn
Victoríuflensunni. Hann sagði að
Astralíumönnum hefði tekizt að
verða fyrstir með þetta bóluefni,
sakir þess að inflúensan hefði
stungið sér niður hjá þeim áður
en hún kom upp annars staðar.
I Bretlandi hafa 2700 manns
dáið úr inflúensunni og tugþús-
undir .hafa tekið veikina og verið
illa haldnir, Mccarthy sagði að
fjöldaframleiðsla á bóluefninu
myndi tryggja ónæmi fyrir nokkr-
um öðrum inflúensuafbrigðum
ei nnig.
— Þjóðlagahátíð
Framhald af bls. 3
an gitarleik, tríóið Þremill, Sext-
ett úr Hamrahlíðarskóla, Hálf-
bræður úr Hamrahlíðarskóla,
Laddi og Gisli Rúnar, Arni Jóhn-
sen, Tríóið Við þrjú og Þokkabót.
Það er trióið Við þrjú sem á
hugmyndina að skemmtuninni og
hefur hrint henni í framkvæmd
og kváðust þau vilja hvetja ungt
fólk til að sækja þessa skemmtun
bæði til að styrkja málefnið og
skemmta sér með hressu fólki.
Töldu þau að mikil vöntun væri á
skemmtunum fyrir ungt fólk i
Reykjavík og t.d. væri allt of lítið
af skemmtunum þar sem boðið
væri upp á vísna- og þjóðlagasöng
á skemmtun fyrir alsgáð fólk.
— Ókindin
Framhald af bls. 3
valinkunnir teiknarar svo sem
Sigmund, Halldór Pétursson og
Sigurður Örn Brynjólfsson.
Ökindin er fyrsta afsprengi
Sjón og sögu sf. en í tilkynning-
unni segir að ýmislegt fleira sé
á prjónunum.
— Niðurstaða
athugana
Framhald af bls. 2
úrfelli 5 stiga hiti. Allt regnbeltið
nær svo augsýnilega yfir upplönd
Jökulsár á Fjöllum og allar þær
viðáttir þar efra, því að 6,5 mm
úrkoma er á Grímsstöðum á Fjöll-
um og hitinn er þar á bilinu frá 3
til 6 stigum. Þegar kemur hins
vegar vestur að Skjálfandafljóti
og vestur i Bárðardal, nær regn-
svæðið ekki þangað en þar er
hitinn hinn 20. febrúar 8,3 stig —
eða eins og hnúkaþeyr. Er sú
mæling frá Mýri í Bárðardal
Sýnir þetta hve furðulega mikil
hláka þetta er sem um er að ræða
á þessu svæði.
Þessi miklu hlýindi hafa leyst
óhemju mikinn snjó á svæðinu. A
Sandbúðum er hitinn á þessum
tíma 3 stig þannig að Ijóst er að
mestöll leysingin á sér stað fyrir
neðan jökulinn. Vatnasvæði
Jökulsár á Fjöllum er 7 þúsund
ferkílómetrar. Snjóalög á
svæðinu hafa verið mátulega
mikil til þess að slíkt flóð gæti átt
sér stað, þ.e.a.s. allan snjóinn á
svæðinu hefur leyst, þannig að
enginn snjór hefur verið eftir til
að binda vatnið. Allur snjórinn
nefur sem sagt horfið og orðið að
vatni og þvi hleypur fram þetta
miklaflóð.
Eins og áður sagði er vatna-
svæði Jökulsár á Fjöllum 7 þús-
und ferkílómetrar og er það gífur-
lega mikið og til samanburðar má
geta þess að vatnasvæði Jökulsár
á Dal erekki nema2.800 ferkiló
metrar Sömuleiðis er vatnasvæði
Lagarfljóts ekki nema 2.800 fer-
kílómetrar, en samt verður þar
svo gífurlegt flóð. Sýnir það að
úrkoman hefur verið langmest
austast á svæðinu eins og raunar
úrkomumælingar sem hér eru
nefndar á undan, bera með sér og
má því ætla að úrkoman á mest-
öllu svæði Jökulsár á Fjöllum
hafi verið uni það bil 10 mm.
— Æskilegt
Framhald af bls. 2
arnir sjálfir yrðu að ígrunda það,
en taldi óhjákvæmilegt að eitt-
hvað yrði slakað þar á, þótt hitt
væri jafnvíst að setja yrði ákveðin
takmörk vegna stöðunnar út á
við. Þá minnti Ölafur á að í nýaf-
stöðnum kjarasamningum hefði
verið vikið að vaxtamálum og því
hefði þá verið lýst yfir af ríkis-
stjórn að vaxtamálin yrðu tekin
til endurskoðunar. Væri það mál
nú algjörlega í höndum Seðla-
bankans..
Einnig vék viðskiptaráðherra
að verðlagsmálum og verðlagseft-
irliti, og kvað þau nú i endurskoð-
un. Kom fram i svari hans síðar
við fyrirspurn, að þrír embættis-
menn væru setztir niður við
samningu frumvarps um þetta
atriði, og sagði ráðherra að fullt
samráð yrði haft við aðila tengda
þessu máli. Þá ræddi hann um
endurskoðun löggjafar fyrir
banka og sparisjóði. Kvað hann
vera unnið að endurskoðun laga
bankanna i þá veru að setja ein
lög um starfsemi allra ríkisbank-
anna í stað þess að nú hefði hver
banki sín lög, og einnig væri rætt
um að setja almenn lög fyrir alla
einkabankana Þá kvað hann end-
urskoðun á lögum sparisjóða
langt komna og vænta þess að
hægt yrði að leggja frumvarp þar
að lútandi fyrir þing það sem nú
sæti.
Síðan svaraði ráðherra fyrir-
spurnum og var hann þá m.a.
spurður hvað tæki við þegar hinni
hertu verðstöðvun lyki hinn 20.
marz nk. Ölafur sagði, að ekki
hefði verið tekin afstaða til þess
innan ríkisstjórnarinnar og þar af
leiðandi tæki þá við hið sama
ástand og gilti samkvæmt verð-
stöðvunarlögunum áður en hinu
herta verðlagseftirliti var komið
á. Hins vegar taldi hann óæskilegt
að láta verðstöðvunarástand af
þessu tagi gilda mjög lengi, þar eð
áhrif þess slævðust þegar fram í
sækti. Kvað hann t.d. æskilegt að
hægt yrði að láta nýja löggjöf um
verðlagsmál taka við er verðstöðv
un væri aflétt.
I skýrlu sinni ræddi Gunnar
Snorrason um áhrif nýgerðra
kjarasamninga á verzlunarrekst-
urinn og kvað ekki hjá því komist
að verzlunin fengi einhverja lag-
færingu sér til handa i kjölfar
þeirra, ef smásalan ætti að geta
staðið við þær skuldbindingar
sem af þessum kauphækkunum
hlytist. Gat hann þess að á sama
tíma og álagningu smásölunnar
hefði ekki verjð breytt hefði hún
orðið að taka á sig nokkrar kaup-
hækkanir. Einnig ræddi hann um
verðlagsmál og kvað flest óljóst í
þeim málum enn sem komið væri
auk þess sem hann rakti ýmis
hagsmunamál smásöluverzlunar-
innar.
Magnús Finnsson, fram
kvæmdastjóri Kt, gerði grein fyr-
ir starfsemi samtakanna á sl. ári.
Hann vék m.a sérstaklega að
lánamálum og þeim tillögum er
uppi væru um stofnun sérstaks
langlánasjóðs. Sem dæmi um
lánsfjárþörf verzlunarinnar og
hlutfall langlána verzlunarinnar í
samanburði við aðrar atvinnu-
greinar, nefndi hann að á árinu
1974 hefði landbúnaður fengið
20.2% stofnlána, sjavarútvegur
57.4%, iðnaður 20.6% en
verzlunin 1.8%. Magnús kvað 4
stofnlánasjóði nú starfandi innan
vébanda Kt, og hefðu heildarút-
lán þeirra á sl. ári numið um 60
milljónum króna.