Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
33
félk í
fréttum
Muhammad Ali er meinilla við að fljúga. En hér lætur hann nú
engu að slður fara vel um sig I flugvélinni á leið heim frá Puerto
Rico. Við hlið hans situr boxarinn Jimmy Ellis.
+ BAY CITY ROLLERS,
brezku poppmilljónerarnir,
gáfu nýlega blindrafélaginu I
Bretlandi tvo litla ferðabfla og
sex leiðsöguhunda, að verð-
mæti rúmlega 3 milljónir Isl.
króna.
Endar Ali
á karate?
+ MUHAMMAD ALI, heims-
meistari I boxi ætlar að hætta
keppni I hnefaleikum í árslok.
Á blaðamannafundi nýlega
lýsti hann áætlunum sfnum
varðandi þær keppnir sem I
vændum eru áður en hann
dregur sig I hlé, „ósigraður",
bætti hann við.
Hinn 4. aprfl mætir hann
Jimmv Poung frá Fíladelffu I
U.S.A. Þeir munu eigast við á
Costa Rica. Og 4. júlf er það
Ken Norton og loks George
Foreman, en óákveðið er hve-
nær þeir leiða saman hesta
slna.
Allt er á huldu um það, hver
fjórði keppinauturinn er.
Meistarinn gefur aðeins þessar
uppiýsingar:
„Minn sfðasti mótherji er
ekki boxari. Við munum
berjast hvor upp á sinn máta.“
Um það hefur verið rætt, að
e.t.v. muni þessi dularfulli
keppinautur Alis vera karate-
snillingur eða glfmukappi. Ali
hefur áður látið eftir sér hafa,
að hann gæti vel hugsað sér að
reyna krafta sfna við þann
fremsta f karate-íþróttinni.
Ali stendur fastar á þvf en
fótunum, að hann ætli að hætta
keppni i iok ársins.
„Ég veit að ég tapa, ef ég verð
of lengi I hringnum," bætir
hann við. Og AIi hatar ekkert
eins míkið og að tapa. Hann er
og vill alltaf verða „sá rnest i“.
Sfðasti leikur Alis, við
belgfska boxarann Jean Pierre
Coopman, var svo sem engin
gullnáma fyrir hann. Uppruna-
legar tekjur hans af leiknum
voru 1,2 millj. dollara, en það
er rækilega klipið af kökunni
áður en sagan er öll.
„Þegar ég er búinn að borga
æfingakostnað, skatta, trygg-
ingar o.fl., eru aðeins eftir
200.000 dollarar,*1 upplýsti Ali
á blaðamannafundinum, „og til
að vinna mér inn 1 milljón
dollara þarf ég þvf fimm leiki á
borð við þennan.“
BO BB & BO
vo'/-//-
STGmQaJD
+ Moskvu, 5. mars — AP.
Sovéska hokkístjarnan Vladis-
lav Tretyak sýnir kúbanska
leiðtoganum Fidel Castro
hvernig beita skuli kylfunni.
Mvndin er tekin eftir leik
sovéskra liða I Moskvu I sfðustu
viku.
+ Hér hampar sigurvegarinn í
snjóralli, Lárus Eirfksson,
verðlaunagrip sínum. Við
dyrnar á björgunarsveitarbiln-
um stendur einn I.ionsmanna,
Hans Indriðason, en það voru
Lionsklúbbarnir Njörður og
Freyr, sem stóðu fyrir Mosfells-
heiðarrallinu. Ágóði af mótinu
rann til tækjakaupa fyrir
björgunarsveitir.
Rýmingarsala
kvengötuskóm
Verd frá kr. 1800.—
Komið strax og gerið
góð skókaup fyrir vorið.
Karlmannamokkasiur
Verd kr. 2500.—
Svartar — Brúnar
SKÓVERZLUNIN
FRAMNESVEGI 2,
sími 17345.
★ 850 w mótor
— «fY99il' nægan sogkraft.
ic Snúruvinda
— dregur snúruna inn I
hjóliS á augabragSi.
★ Sjálflokandi
pokar — hreinlegt aS
skipta um þá.
ic Rykstillir
— Isatur vita þagar
pokinn er fullur.
ic Sjálfvirkur
rykhaus
rykhaus — lagar sig að
fletinum sem ryksuga á.
Léttbyggö - Upur - Stöðug
Verð kr. 47.300.-
Sértilboð — Kynningarkjör
V.
Eignist slíka vél með aðeins
15.000 kr. útborgun og kr. 5.900
á mánuði í sex skipti.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112
Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113
7