Morgunblaðið - 24.03.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.03.1976, Qupperneq 1
32 SIÐUR 65. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 PrentsmiAja Morgunblaðsins. Listaverka- þjófnaður aldar- innar upplýstur Como23. marz—Reuter. Líbanon: Sveitir múhameðs- trúarmanna enn í sókn Lfbanon, 23. marz. AP. HERSVEITIR Múhamcds- trúarmanna sóttu inn I gisti- húsahverfið við ströndina í Beirut í dag, — að hinu ófull- gerða Hilton hóteli, sem verið hefur helzta vígstöð kristinna falangista undanfarna 11 mánuði ( borgarastyrjöldinni í Líbanon. Atök héldu áfram á svipaðan hátt og verið hefur i dag þrátt fyrir stöðugar pólitfskar sáttatilraunir. Sveit- ir múhameðstrúarmanna virð- Framhald á bls. 18 „Tillögur Callaghans engu öfgaminni en kröfur ANC” — sagði Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, er hann hafnaði málamiðlunartill. Breta ÞRJLI meistaraverk frá endur- reisnarskeiðinu eftir Piero della Francesca og Raphael, sem stolið var fyrir 13 mánuðum og sérfræð- ingar kölluðu margir hverjir „listaverkaþ jófnað aldarinnar", komu í leitirnar í dag ( Locarno í Sviss, að því er lögreglan í Como sagði. Fundust málverkin, sem sumir sérfræðingar hafa metið á meir en 5 milljónir sterlings- punda, er svissneska lögreglan og ítalskar lögreglusveitir gerðu Framhald á bls. 18 London, Salisbury og vlðar, 23. marz. Reuter. • IAN Smith, forsætisráðherra Rhódesiu, vísaði í kvöld á bug tillögum James Callaghans, utan- ríkisráðherra Bretlands, um lög- mætt sjálfstæði Rhódesíu bvggðu á meirihlutastjóm blökkumanna. Smith sagði í yfirlýsingu sem gef- in var út eftir ríkisstjórnarfund þar sem fjallað var um tillögur Callaghans, að brezki utanríkis- Argentína: Þrálátur orðrómur um byltingu hersins Buenos Aires, 23. marz. Reuter. ARGENTlNSKIR þingmenn tóku saman föggur slnar ( þinghúsinu f dag er sögusagnir voru enn á kreiki um að yfirvofandi væri sjötta herforingjabyltingin f Argentfnu frá árinu 1930. En spádómar um að herforingjarnir myndu hefja aðgerðir sfnar ( dög- un I morgun til að steypa Isabel Peron forseta, stóðust ekki, og er Mbl. fór ( prentun f kvöld höfðu engar fréttir borizt af byltingu. Fregnir af herflutningum ( sveit- um Argentfnu ýttu hins vegar undir sögusagnirnar og fjölgað var f varðliðinu umhverfis for- setahöllina (Buenos Aires. Einn þingmanna reyndi að fá kaup sitt fyrir marzmánuð greitt fyrirfram og sagði: „Eg verð að fá það núna, því enginn veit hvenær maður fær kaupið sitt eftir byltinguna." Sögusagnirnar um valdarán hersins hafa verið æ háværari að undanförnu vegna óstjórnar og getuleysis stjórnar frú Peron, efnahagsöngþveitis og Framhald á bls. 18 Deilur í uppsiglingu á hafréttarráðstefnu New York23. marz. NTB ALVARLEG vandamál hafa risið á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I New York, þar eð 50 þátttökurfkjanna telja að strand- ríki muni svo til eingöngu bera eitthvað úr býtum í nýjum haf- réttarsáttmála á kostnað þeirra landa sem ekki eiga land að sjó. Meirihluti þessara 50 rfkja eru fandlukt, en einnig lönd sem eiga land að sjó hafa undirritað bréf rfkjanna sem sent hefur verið forsætisnefnd ráðstefnunnar, þ. á m. Svfþjóð og Finnland. I bréfinu er þess krafizt að f samkomulags- textanum verði ákvæði um að strandríkin veiti þeim löndum sem eru landlukt eða hafa stutta Framhald á bls. 18 ráðherrann hefði „kosið að virða raunveruleikann að vettugi og lagt fram tillögur sem í engu væri öfgaminni en tillögur Afrfska þjóðarráðsins (ANC). „Hann kvað tillögur Callaghans ekki veita neina von um jákvæða þró- un. Þriggja mánaða viðræð- ur Smiths og Joshua Nkomo, leiðtoga „innanlandsarms l*N SMITK ANC, sigldu í strand s.l. föstudag vegna deilnaum lengd aðlögunartimans fyrir valdatöku blökkumanna, sem eru sex milljónir i landinu. Smith vildi ekki ljá máls á blökkumannastjórn fyrr en eftir 10—15 ár, en þjóðernissinnarnir vildu að hún kæmist á innan eins árs. I tillögum Callaghans er gert ráð fyrir 2 árum f lengsta lagi. % Stuttu áður en yfirlýsing Smiths var birt var skýrt frá því í Zambfu að fjórir afrfskir þjóðar- leiðtogar sem allir eiga land að Rhódesfu muni koma saman f Ættum að vara okkur — segir Idi Amin í skeyti til Snowdon Lundúnum 23. marz NTB. IDI Amin forseti Cganda hefur sent Snowdon lávarði samúðarskeyti vegna skilnað- ar hins sfðarnefnda og Margrétar prinsessu. „Þetta ætti að vera góð lexía fyrir alla karlmenn. Við ætt- Framhald á bls. 18 Henry Kissinger í hinni harðorðu ræðu í Dallas: „Munum ekki líða frekari hernaðaríhlutun Kúbu” Dallas, Washington, 23. marz. Reuter —- NTB. HIN harðorða viðvörun Henry Kissingers, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, til Kúbumanna f gærkvöldi hefur vakið mikla athvgli og er talin ótvfrætt merki þéss að Bandaríkjast jórn og Ford forseti séu staðráðnir í að koma f veg fyrir nýja hernaðarfhlutun Kúbumanna f Afríku eða annars staðar. I meiriháttar stefnuræðu sinni f gærkvöldi sagði Kissinger: „Við höfum gefið út þessar við- varanir áður. Eg endurtek þær í dag. Bandarfkin munu ekki líða frekari hernaðarfhlutun Kúbu erlendis." Hann nefndi ekki Ródesfu með nafni en gaf greini- lega til kynna að hann átti við ástandið þar, þegar hann fór lof- samlegum orðum um tillögur James Cailaghans, utanrfkisráð- herra Bretlands, til lausnar Ródesfudeilunni. Hins vegar hefur ekki fengizt staðfest með hvaða hætti Bandarfkin myndu beita sér gegn slfkri fhlutun, en blaðið Washington Star heldur því fram í forsfðufrétt að að- gerðunum yrði beint gegn Kúbu sjálfri, t.d. með nýrri einangrun eyjunnar af hálfu Bandarfkjanna eða jafnvel loftárásum á hana. Talsmaður stjórnarinnar kallaði frétt þessa vangaveltur einar. Heimildir innan bandariska utanríkisráðuneytisins herma hins vegar að þó að ekki sé rétt að slíkar gagnaðgerðir gegn Kúbu hafi verið ákveðnar þá liggi engu að síður fyrir undirbúnings- áætlanir fyrir mótaðgerðir, en undirstrika jafnframt að slíkar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.