Morgunblaðið - 24.03.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 24.03.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 Heilbrigðismál í borginni: Fjármagn og framkvæmdir Staða einstalira framkvæmda PÁLL (iíslason, læknir og horgarfulltrúi, geröi grein fyrir stööu heilbrigðis- mála í borginni, er fjár- hagsáætlanir borgarsjóös og borgarstofnana vóru til lokaafgreiðslu í borgar- stjórn. Kæöa Páls Gísla- sonar, sem hefur mikiö frétta- og fróöleiksgildi, fer í aðalatriðum hér á eftir: Fjármagn Til heilbrigöismála er áætlað að verja tii fjárfestingar 305.1 millj. króna ank 67 millj. til áhalda- kaupa eða 372.1 millj. kr. Þetta skiptist þannift: Arnarholt 2. áfangi 70.0 millj. Borgarspitali: þjónustuálma (slysadeild) 65.1 millj., dapheimili 7.0 miilj., B-álma 60.0 millj Hedsupæslustoo Arbæ 52:0 heilsugæslustöð Domus Mediea 2.0 millj., heilsugæslustöð Breið- holti 2.0 ntillj. Hat.iui !,u()u 4( 0 millj. Af þessu koma 102.8 millj., sem hlutur rt'k.ssjóðs,en 97.0 millj. frá sjóði Stofnana fyrir aldraða. Framkvæmdir ráögeröar Skipta má þeim í 3 flokka, sem allir hafa verið mjög til umræðu á síðustu árum, vegna þess hve mikil nauðsyn er á að leysa sem fyrst úr vandamálum, sem þar steðja að: 1. Heilsugæslustöðvar til að bæta aðstöðu heimilislækninga, sem nú eru í miklum vanda vegna þess hve heimilislæknar eru fáir. Áætlun um framkvæmdir lítur þannig út, a) Domus Medica 5 heimilislæknar, b) Arbæjarstöðin 2—3 heimilislæknar, c) Breiðholt III 4 heimilislæknar, d) Borgar- spítalastöð 6 heimilislæknar, e) Breiðholt I 8—10 heimilisiæknar eða alls 25—28 heimilislæknar. 2. Þjönustustarf á Borgar- spítala a) Stærri slysadeild, b) Göngudeildir auknar. 3. Vistunaraðstaða á sjúkrahúsi fyrir aldraða og aðra langlegu- sjúklinga. a) Hafnarbúðir 25—30 sjúklingar b) B-álma Borgar- spítala 210 sjúklingar, c) Arnar- holt 45 sjúklingar. Staöa einstakra framkvæmda 0 I Þjónustuálma Borgarspítal- ans. Reisa á 3ja hæða byggingu (15.000 rúmm., 4.100 fm), þar Páll Gíslason, læknir og borgar- fulltrúi. sem slysadeildin fær nýtt, stærra og hagkvæmara húsnæði, göngu- deildir annarra spítaladeilda fá aukið svigrúm fyrir ört vaxandi þjónustu og heilsugæslustöð fyrir Fossvogshverfi og nágrenni (um 12.000 manns), þar sem ráðgert er að starfi 6 heimilislæknar auk annars starfsfólks. Nú er lokið við að ganga frá og steypa undirstöð- ur og plötu undir 1. áfanga bygg- ingarinnar og hefur nú verið boðið út að steypa húsið upp og gera fokhelt á þessu ári. 1 beinu framhaldi af því er ráðgert að innrétta húsnæðí slysadeildar- innar, en húsnæði göngudeilda og heilsugæslu á árinu 1978. 0 II B-álma Borgarspítalans: 1 síðustu fjárlögum rikisins var samþykkt að veita fé til B-álmu Borgarspítalans og þar með heimilt að hefja framkvæmdir, þegar fjármögnunarsamningur hefur verið gerður milli ríkisins og Reykjavíkurborgar. B-álman er fyrst og fremst ætluð fyrir öldrunarlækningar og mun á 8 hæðum rúma 210 sjúkl- inga Með því að hefja fram- kvæmdir á þessu ári, væri stefnt að því að fullbúa 2 deildir fyrir 60 sjúklinga á árinu 1978. Skýringu á hinni geysilegu þörf, sem skapast hefur á lang- dvalarplássum fyrir aldraða, er að finna í hinni öru fjölgun þeirra í höfuðborginni. Árið 1968 voru 7.86% borgarbúa 67 ára og eldri, en 7.42% allra landsmanna voru á sama aldri. Árið 1974 hafði þetta breyst þannig að 9.27% borgar- búa voru orðnir 67 ára og eldri en landshlutfall var 7.94%. Reykja- vik hefur því tekið 70—80% af heildarfjölgun þessa aldursflokks og þeim fjölgað í Reykjavik úr 6.335 í 7.841 eða tæp 24%, en heildarfjölgun íbúa i Reykjavík var 4.9% á sama tíma. Búast má við að þessi þróun haldi að nokkru leyti áfram. 0 III Hafnarbúðir: Lengur dróst en ætlað var að koma þar af stað rekstri hjúkrunardeildar fyrir aldraða. Tók lengri tíma að hanna framkvæmdir og fá þær samþykktar af ríkisvaldinu. Auk þess kom í ljós að verulegar skemmdir höfðu orðið á húsinu vegna skemmda á þaki. Veruleg- an hiuta af kostnaði við endur- bætur hússins hefði því þurft að vinna hvaða starfsemi, sem þar hefði farið fram, en lausabúnaður mun kosta um 16 millj. króna. Er ætlað að viðgerðum hússins verði lokið í maimánuði. 0 IV Arnarholt. Hluti geðdeild- ar Borgarspítalans er rekinn að Arnarholti á Kjalarnesi: Nú er verið að reisa þar 6200 rúmm. byggingu, sem rúma á 45 vistmenn ásamt nýju eldhúsi, búri, borðstofu og húsnæði fyrir aukna læknis- þjónustu. Samkvæmt verksamn- ingi átti að ljúka framkvæmdum i ágúst á þessu ári. Vegna ýmissa tafa, mun það þó ekki verða fyrr en á næsta ári. Ríkið hefur ekki staðið við greiðsluáætlun, sem samið var um áður en verkið hófst og mun það valda borgarsjóði erfiðleikum. 0 V Barnaheimili Borgarspítal- ans. Framkvæmdum er að mestu lokið. Barnaheimilið mun geta tekið við 70 börnum. Heildar- kostnaður er nú gert ráð fyrir, að verði 55 millj. króna. Heilsugæslu- stöðvar 0 A — Domus Medica: Breytingu á húsnæði er lokið og verið er að semja um rekstrar- form og greiðslur, þar sem stöðin er nokkuð frábrugðin því sem gert er ráð fyrir í heilbrigðislög- gjöf. Ætti fljótlega að vera hægt að ganga frá þeim málum. 0 B — Arbær: Undirritaður hefur verið verksamningur um innréttingu húsnæðisins, sem keypt var að Hraunbæ 102. Skal verktaki skila húsnæðinu full- búnu um miðjan júlí n.k. Heil- brigðismálaráð hefur óskað eftir því við ráðuneytið að afmarkað verði sérstakt heilsugæslusvæði í Arbæ. Ráðgert er að starfsemin hefjist í haust og munu þar ráðnir 2 læknar auk hjúkrunarfólks. Ná- kvæm hagkvæmis-úttekt á Framhald á bls. 19 Vemdaðir vinnu- staðir öryrkj a Rannsókn Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Samfélagsleg þjónusta- og framkvæmdir var eitt meginumræðuefnið á fundi borgarstjórnar Keykjavíkur þá er ljár- hagsáætlun borgarsjóðs og borgarstofnana var til lokaafgreiðslu. Borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins gerðu hver um sig grein fyrir ákveðnum þáttum í þjónustu borgarinnar og fjallaói Markús Örn Antonsson um nám og at- vinnumöguleika öryrkja. Hér fara á eítir efnisatriði úr ræóu hans. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Markús Örn gerði fyrst grein fyrir svohljóðandi breytingartillögu Sjálf- stæðisflokksins: „Borgarstjórn samþykkir að tekin skuli upp skipulögð sérhæfð vinnumiðlun á vegum Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar í sam- starfi við endurhæfingarráð ríkis- ins vegna þjálfunar og hæfnis- prófa fyrir öryrkja, sem fram fara á þess vegum. Verði starfsaðstaða og starfsmannahald Ráðningar- stofunnar eflt í samræmi við auk- in verkefni á þessu sviði. Þá verði ennfremur kannaðir möguleikar á að fjölga vernduð- um vinnustöðum í Reykjavík fyrir þá, sem vegna andlegrar eða líkamlegrar örorku eiga enga von um að geta farið út á hinn al- menna vinnumarkað. Við gerð áætlana um þessa upp- byggingu skal haft mið af þeirri könnun, sem fram fór á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar árið 1974. Borgarstjórn vill einnig vekja athygli á því ákvæði laga frá 1970- um endurhæfingu, að þeir, sem notið hafa endurhæfingar skuli að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum, og er borgarstjóra falið að kynna ákvæði þetta fyrír forstöðumönn- um borgarstofnana." Könnun á atvinnumögu- leikum aldraðra og öryrkja Sumarið 1974 fór fram á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar könnun á atvinnu- möguleikum aldraðra ogöryrkja. Jón Björnsson, sálfræðingur, framkvæmdi kannanirnar og liggja niðurstöður nú fyrir, ásamt tíllögum um úrbætur og er verið að leggja síðustu hönd á frágang og prentun. Bráðabirgðaniður- stöður og tillögur voru kynntar á ráðstefnu endurhæfingarráðs um þörf fyrir verndaða vinnustaði, sem haldin var 3. maí s.l. og á næsta fundi endurhæfingarráðs ríkisins mun Jón Björnsson kynna málið nánar. Könnunin beindist einkum að eftirtöldum atriðum: 0 1. Hvernig er þátttöku öryrkja almennt farið á vinnumarkaðin- um í Reykjavík og hvernig er reynsla þeirra af vinnumarkaðin- um? 0 2. Hver er reynsla þeirra öryrkja, sem vinnu stunda, af starfi sínu, einkum með tilliti til örorkunnar? Hverjir eru kostir þess og gallar? Hverjar eru óskir þeirra og áform um vinnu fram- vegis? 0 3. Hver er afstaða og geta hinna, er ekki stunda vinnu til upptöku starfs eða náms? Hvaða óskir hafa þeir í þeim efnum? Tilhögun könnunar var sú, að gert var tilviljunarúrtak úr spjaldskrá lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar rikisins og valdir 410 örorkulífeyrisþegar í Reykja- vík. Auk þess var sérstaklega tekið tillit til öryrkja á aldrinum 16—30 ára og bætt við í úrtakið 50 öryrkjum á þeim aldri. Má því tvískipta könnuninni, annars- vegar upphaflegt úrtak og hins- vegar sérstaka úrvinnslu vegna öryrkja 16—30 ára. Þættir rannsóknar Könnunin leiðir í ljós, að það er nánast ekki hægt að slíta úr sam- hengi neina eina leið til vinnuút- vegunar öryrkja, heldur verður að hafa í huga heildarmynd af eftirgreindum möguleikum: 1. Vinnumiðlun út á almennan vinnumarkað (sérhæfð vinnu- miðlun). 2. Námskeið, umskólun og starfs- skipti. 3. Alger endurhæfing, líkamleg og starfsendurhæfing. 4. Útvegun aðstöðu til heima- vinnu. 5. Verndaðir vinnustaðir. 6. Föndur. Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi. Þegar meta á aðgerðir i málum einstaklinga er það álit þeirra, er gerst þekkja til að leggja beri áherzlu á framantalda liði í tölu- röð. Fyrst að beita vinnumiðlun út á almennan vinnumarkað, síðan kanna möguleika til að um- skóla og endurhæfa viðkomandi út á vinnumarkað eða útvega heimavinnu. Þegar ekki er unnt að koma viðkomandi einstakling út á vinnumarkað kemur að vernduðum vinnustað. Verndaður vinnustaður sem langtímaúrræði er því aðeins beitt, að ekki sé unnt að koma viðkomandi til vinnu á almennum vinnumarkaði eða i skýldu starfi, þar sem sér- staklega er tekið tillit til viðkom- andi einstaklings. Aftur á móti gæti skammtíma dvöl á vernduð- um vinnustað verið liður í vinnu- endurhæfingu. Til nánari skýr- ingar skal vikið nánar að þessum hugtökum og hvað sérfræóingar eiga við með þeim. Skýring hugtaka: Sérhæfð vinnumiðlun: Deild innan hinnar almennu vinnumiðl- unar, sem sér um að útvega þeim vinnu, sem standa höllum fæti í samkeppni á almennum vinnu- markaði (svo sem: öryrkjum, öldruðum, atvinnulausum til langframa o.s.frv.). Deild þessi hefur sérhæfðu starfsliði á að skipa og vinnur í nánum tengsl- um við endurhæfingarstöðvar. Hún hefur m.a. að hlutverki að finna og taka frá þau störf á al- mennum vinnumarkaði, sem sízt krefjast fullrar vinnuorku, leið- beina skjólstæðingum um starfs- val í samræmi við getu og óskir, miðla þeim síðan störfum sem svara til þeirrar getu. Skýlt starf: Starf úti á hinum almenna vinnumarkaði, sem krefst minna en fullrar vinnugetu og haldið er til haga fyrir þá, sem ekki hafa yfir fullri vinnugetu að ráða (dæmi: símþjónustu, dyra- /næturvarsla, stöðumælagæsla o.s.frv.) Verndaður vinnustaður: Vinnu- stofa, þar sem eingöngu eða nær eingöngu vinnur fólk með skerta starfsgetu. Verkefni eru þar snið- in við hæfi starfsliðsins. Vinnu- stofa þessi verður að bjóða upp á fjölbreytni í verkum, til þess að mæta mismunandi vinnugetu og hæfa fólki með ólíka skerðingu starfsorkunnar. Vinna á slíkri vinnustofu getur verið tímabund- in, og þá er vinnustofan nýtt i endurhæfingarskyni, þ.e. sem skref á leiðinni út á hinn almenna vinnumarkað. Vinna á slíkri vinnustofu getur einnig verið stöðug og nálgast þá dagvistun. Samkvæmt framangreindu er verndaður vinnustaður talinn ómissandi hlekkur í sambandi við atvinnumál öryrkja. Aftur á móti má ekki einblína á það, sem eina úrræðið, þar sem eðlilegasta úr- ræðið er vinna á almennum markaði, allt miðað við getu hvers einstaklings. Félagsmálastjóri Reykjavíkur fékk aðstöðu til þess að kynna sér haustið 1974 verndaða vinnustaði í Þýzkalandi og heimsótti og skoð- aði 3 slikar stofnanir í Núrnberg, Manheim og Trier. Allar þessar stofnanir voru nokkuð stórar, ætlaðar 60—100 manns. Upphaflega ætlaðar sem framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.