Morgunblaðið - 24.03.1976, Page 13

Morgunblaðið - 24.03.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 13 Jón Magnússon, formaður Félags ísl. stórkaupmanna: A verzlunarmálaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem nýlega var haldin, voru flutt fjölmörg fróðleg erindi um ýmsa þætti I málefnum íslenzkrar verzlunar. Morgunblaðið mun næstu daga birta stutta kafla úr erindum þessum. Hér fer á eftir hluti erindis Jóns Magnússonar, formanns Félags isl. stórkaupmanna: Aðilar verzlunar ekki með 1 ráðum um nýja verðlagslöggjöf Tertubotnar og kexvörur Manna á meðal er mikið rætt um óþarfa innflutning og þá gjarnan talað um sóun á gjald- eyri og óþarfa eins og tertu- botna og kex, því var það fyrir skömmu að vörur þessar voru fyrirvaralaust settar á bann- lista. Þegar nánar var gætt að, þá kom í ljós að þeir tertu- botnar, sem fást hér í búðum, eru íslensk framleiðsla, en hins vegar hafði verið flutt inn nokkuð af kexi og brauðvörum vegna þess að innlenda fram- leiðslan annaði ekki eftirspurn, og er hlutur þessi i innflutn- ingnum 0,4%. Þar sem bannið kom svq fyrirvaralaust liggur nú í vörugeymslum skipafélag- anna þó nokkuð af þessari vöru og þar sem geymsluþol hennar er lítið, liggja þessi verðmæti nú undir skemmdum. En samt verður að greiða vöruna að lok- um og þá að sjálfsögðu í erlend- um gjaldeyri, og þegar hún loks kemur í hendur kaupanda er hún stórskemmd. Slíkar fyrir- varalausar ráðstafanir eru mjög óviturlegar og koma engum að gagni vegna þess að við erum þegar búin að skuld- binda vörukaupin og komumst ekki hjá þvi að greiða vörurnar. Réttara væri að heimila þennan innflutning en þær vörur, sem á að setja á bannlista, verði tímasettar t.d. 2—3 mánuði fram í tímann, þá gefst innflytjendum kostur á að afturkalla pantanir sínar, en hins vegar heimila þeim að leysa inn þær vörur, sem þegar eru komnar til landsins. Þetta gildir og um fleiri vöru- tegundir, er voru komnar til landsins áður en þessar nýju reglur tóku gildi, t.d. er þó nokkuð magn af listsjónvörpum ógreitt og verða innflytjendur fyrir gífurlegu tjóni þar sem vaxta- og geymslukostnaður bætist við. Varan verður fyrir hnjaski, og það er vitað að innflytjandinn getur ekki rift kaupunum. Að setja slikar reglur algjörlega fyrirvaralaust er sama og að setja lög og láta þau gilda aftur fyrir sig og refsa mönnum fyrir að hafa farið að lögum, í stað þess að gefa þeim nægan fyrirvara til að fella niður þegar gerðar pantanir, en jafnframt standa við skuldbindingar sinar. Enginn stefna hefur enn verió mörkuð í þessum málum og geta því fyrirtækin ekkert sagt umbjóðendum sinum. Fyrir verslunarfyrirtæki, sem hefur í gegnum mörg ár skapað sér gott traust erlendis, geta slíkar aðgerðir valdið miklu tjóni, þá er margra ára starf til einskis unnið. Nú er svo komið að málum að erlend fyrirtæki eru farin að reikna sér áhættuþóknun vegna viðskipta við Island. Það þýðir hærra vöruverð til neyt- andans. Innflutnings- erfiðleikar Nú blasa við miklir erfið- leikar i efnahagslífi okkar og þá vaknar sú spurning, hvernig er hægt að koma í veg fyrir að spilla þeim viðskiptakjörum, sem þjóðin hefur af því að fá sjálf að velja erlendar vörur. Eigum við að stórlama þessa verslun með innflutningshöft- um og verðlagsákvæðum. Við vitum að innflutningur er fyrir almenning, það vaeri löngu búið að afnema frjálsan innflutning ef það væri einung- is gert fyrir verslunina, þvi að frjáls innflutningur er stór hluti af kaupmætti launa, ef innflutningur verður heftur hækkar vöruverð, vörur fara á svartamarkað og kaupmáttur launa rýrnar að sama skapi. En hvað er hægt að gera án þess að gripið sé til innflutningshafta? Ég held að svarið við þessu sé að þjóðin eyði ekki meir en hún aflar, eða að hún afli jafn mikið og hún eyðir. Innflutningur er ákvarðaður um leið og kaup- getan í landinu er ákvörðuð með samningum við iaunþega- samtökin, með lánastarfsemi við bankana og útgjöldum ríkis- sjóðs, vegna þess að eina leiðin, sem hægt er að verja peningum hér á landi, er í innflutning. En hvað er til varnaðar? Heilbrigð- ir kjarasamningar, samdráttur f útgjöldum rikisins, heilbrigð útlánastarfsemi bankanna og aukinn almennur sparnaður, og siðast en ekki sist aukinn út- flutningur. Verðlagsmál Allir forystumenn stjórn- málafiokkanna eru sammála um að verðlagsákvæðin séu fyr- ir löngu gengin sér til húðar og hafa allir haft fögur orð um að leggja fram frumvarp til laga um nýja verðlagslöggjöf. I tíð Viðreisnarstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi hið svokall- aða Sonnefrumvarp, en var fellt af sjálfum meðráðherra stjórnarinnar, Alþýðuflokks- manninum Eggerti Þorsteins- syni. Við síðustu kosningar lof- uðu Sjálfstæðismenn sem oftar að láta endurskoða verðlagslög- gjöfina, og i sjálfum stjómar- sáttmálanum varð þetta að sam- komulagi. Ölafur Jóhannesson, viðskiptamálaráðherra, fékk Magna Guðmundsson, hagfræð- ing til að semja drög um sam- keppnislöggjöf er lögð var fyrir i janúar—april 1975. Enn á ný er nefnd skipuð til að vinna að frumvarpsdrögum um nýja verðlagslöggjöf og er nefndin skipuð af viðskipta- málaráðherra, Ólafi Jóhannes- syni, formaður nefndarinnar er Georg Ölafsson, verðlagsstjóri, og tveir aðrir nefndarmenn eru þeir Björgvin Guðmundsson og Gylfi Knudsen, báðir úr ráðu- neytinu. Engir aðilar frá versl- uninni hafa verið með I ráðum. 3. júli 1975 er bréf sent Verð- lagsnefnd vegna hækkana 'á Hvað e rekstrarkostnaði, þessu bréfi er ósvarað enn. 21. landsfundur sjálfstæðismanna 1975, sem var haldinn í mai, gerði meóal annars eftirfarandi stjórnmála- ályktun: „Afnema verður úreltar verð- lagsreglur og verðlagshöft, bæði vegna starfsemi atvinnu- lífsins og hags neytenda, en efla jafnframt virkt verðlags- eftirlit. I engu má hverfa frá viðurkenndum reglum i inn- flutnings- og gjaldeyrismálum þar eð frávik í þeim efnum skerðir bæði hag neytenda og álit þjóðarinnar og traust er- lendis.“ Svo mörg voru þau orð. Nú er spurningin, hve mörg ár líða áður en við fáum nýja verðlags- löggjöf, við höfum búið við úr- elt verðlagsákvæði undanfarin 40 ár, verðstöðvun í 8 ár, sem endaði með því að formaður Verðlagsnefndar lagði fram til- lögu i Verðlagsnefnd um tíma- bundna verðstöðvun á vöru og þjónustu 20. nóvember og skyldi hún gilda í 4 mánuði, og ,fylgt mjög strangt eftir, þessari Jón Magnússon. verðstöðvun á þvi að ljúka núna 20. mars. Við gerðum fast- lega ráð fyrir, að þessir 4 mán- uðir yróu notaðir til að endur- skoða verðlagslöggjöfina með afnám verðlagsákvæða að markmiði og af þeim 4 mán- uðum liðnum yrði verðstöðvun hætt. Við höfum engar fréttir fengið hvað þessum málum liði og vitum því ekkert hvað við tekur eftir næstkomandi laugardag. Það er alkunna að atvinnu- vegum okkar hefur verið mjög r fram- undaní verzlun lands- manna? mismunað og á þetta sérstak- lega við um verzlun og þá eink- um innflutningsverslunina Samt sem áður verðum við að viðurkenna að þau lifskjör, sem við Islendingar búum við i dag er eingöngu að þakka milli- ríkjaversluninni, þvi eins og ég gat um i upphafi þá var hér fyrir 100 árum þjóð, sem bjó við mjög frumstæð lífskjör, engin af þeim lifsþægindum er við í dag þekkjum fyrirfundust þá, og ef við hugsum okkur hvað tengsl okkar við viðskiptaþjóðir okkar hafa fært okkur mikla velmegun og þægindi, þá geta allir orðið sammála um það, að undirstaða efnahagslifs og þeirrar velmegunar, sem við búum við, hlýtur að vera frjáls utanrikisviðskipti. I ályktun Félags ísienskra stórkaup- manna var skorað á rikisstjórn- ina að halda fast við það stefnu- markmið, sem ákveðið var í málefnasamningi hennar, að frelsi ríkti í utanrikisverslun landsmanna, jafnvægi og stefnufesta i innflutnings- og gjaldeyrismálum, og stuðlað yrði að bættum viðskiptakjör- um útávið. Hamlað yrði gegn jafnvægisleysi og sífelldum bráðabirgðaráðstöfunum, svo sem vörugjaldi og fyrirvara- lausum niðurskurði frílista- vara, er skapar aðeins vantrú á islenskum innflytjendum útá- við og veldur þeim þar með lakari kjörum vegna þeirrar áhættuþóknunar, e- útflytj- endur reikna inn i verð sitt. Ennfremur undirstrikum við mikilvægi þess að nægilegur gjaldeyrisvarasjóður væri til staðar á hverjum tíma til að mæta greiðslusveiflum, til þess að viðskiptafrelsi yrði tryggt. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn leitast við á hverjum tima með almennum aðgerðum að tryggja hagstæðan greiðslu- og vöru- skiptajöfnuð svo að stöðu og áliti islenskra viðskiptafyrir- tækja útávið verði'ekki stefnt í algjört óefni. Með þessum orð- um vil ég ljúka máli mínu og þakka fyrir gott hljóð. „Fyrir þá sem vilja skilja annað eftir en_bankainnstæður” Rabbað við Pál Steingrímsson kvikmynda- tökumann I STARFSFRÆÐSLU hjá Morgunblaðinu fékk ég það verkefni að rabba við einhvern um starf hans og skrifa stutta grein sem gæfi svipmvnd þar af. Mér datt í hug að rabba við Pál Steingrímsson kvikmynda- tökumann og listmálara og þá var að hafa upp á honum. Eg hringdi I KVIK, fyrirtæki Páls og félaga hans á Skúlagötunni í Reykjavlk, en fékk þau svör að Páll væri við kvikmyndatöku á Ilúsavik ásamt Asgeiri Long kvikmyndatökumanni og það lá þvf beinast við að fletta upp I sfmaskránni, Hótel Húsavik, sfmi 96-41220. Páll var úti við I Skóla- fólk hjá Morgun- blaðinu að mynda, en þeir félagar ásamt Ernst Kettler eru að gera heimildarkvikmynd um Húsa- vfk. Um síðir náðum við þó sam- bandi við kempuna og bvrjuð- um á þvf að spyrja hvaða kostir þvrftu að prýða kvikmvnda- tökumann. Eftir Jón Gíslason í starfsfræðslu hjá Morgun- blaðinu frá Gagn- fræðaskólanum í Vestmannaeyjum „Það sem þarf,“ svaraði Páll um hæl,“ er að vera upp- finningarsamur og frjór f koll- inum og að sjálfsögðu væri nauðsyn að hafa næmt auga.“ Aðspurður svaraði Páll því að kostir við starfið væru þeir að þetta hentaði vel fvrir þá menn sem væru ólatir, en langaði að skilja eitthvað annað eftir sig en bankainnstæður. Hann kvað starfið ekki hafa neina ókosti. Páll lærði kvikmy ndatöku í 4 ár hér heima á lslandi, hélt sfðan til náms í Bandaríkjun- um og síðan út f starfið hér heima. Hann taldi laun kvik- mvndatökumanna Ifklega vera að jafnaði um 100 þús. kr. á mánuði. Aðspurður um viðfangsefnið á Húsavik sagði Páll: „Þetta er sérstaklega skemmtilegt við- fangsefni og er eitt af nokkrum verkefnum sem við sömdum um við nokkur bæjarfélög á landinu." Að lokum sagðist Páll vilja benda kvikmyndatökumönnum á að hjá Kvik stæði þeim til boða öll þjónusta til kvik- mvndagerðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.