Morgunblaðið - 24.03.1976, Page 31

Morgunblaðið - 24.03.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 31 SLAMDSK VIKING íþróttir og fjölmiðlar — ráðstefna Samtaka íþróttafréttamanna á laugardag Agúst Svavarsson vekur mikla athygli í Svíþjóð ekki sízt fyrir skiot- hörku sfna, sem Svfar segja einstaka. Myndin er af blaðaummælum og fregnum f sænskum blöðum um Agúst. Samtök fþróttafréttamanna gangast fyrir ráðstefnu um íþrótt- ir og fjölmiðla n.k. laugardag, og verður hún f veitingahúsinu Út- garði í Glæsibæ og hefst kl. 13.30. Ráðstefna þessi átti upphaflega að vera í febrúar, er þá varð að fresta henni af óviðráðanlegum orsökum. Á ráðstefnunni verður fjallað um flest þau mál sem snúa að samskiptum fjölmiðla og íþrótta- hreyfingarinnar og hefur verið boðið til hennar fulltrúum frá I ISt, UMFÍ og sérsamböndum | innan ISI. Dagskrá ráðstefnunnar verður í ' stuttu máli þannig að eftir að Jón Ásgeirsson, formaður Samtaka i íþróttafréttamanna, hefur sett ráðstefnuna, flyturGísli Halldórs- i son, forseti ISI, ávarp. Að þvi loknu verður fyrsta umræðuefni , ráðstefnunnar tekið á dagskrá og er það Umfang íþróttafrétta i fjöl- miðlum — dagblöðum og ríkis- fjölmiðlum og hafa þeir Sigurdór Sigurdórsson og Ömar Ragnars- son framsögu um málið. Þá verður fjallað um viðhorf íþróttahreyfingarinnar gagnvart fjölmiðlum og hefur Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri ISI, framsögu um það mál. I annan stað verður svo fjallað um viðhorf fjölmiðla til íþróttahreyfingarinn- ar og hefur Steinar J. Lúðvíksson framsögu um það mál. Þessu næst verður svo tekið til umræðu: Fréttamat — fréttaöfl- un og er Axel Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Islands, frummælandi. Að lokum verður svo til umræðu hvort íþróttahreyfingin njóti for- réttinda hjá fjölmiðlum og hefur Páll Heiðar Jónsson, dagskrár- fulltrúi, framsögu um það mál. Frjálsar umræður verða eftir hvert framsöguerindi. Mikill áhugi virðist vera ríkj- andi á ráðstefnu þessari og hafa flestir þeir, sem boðin var þátt- taka, tilkynnt val fulltrúa sinna á ráðstefnuna, en þeir sem enn eiga eftir að tilkynna þátttöku sína eru hvattir til þess að gera það sem fyrst, ætli þeir á annað borð að sitja ráðstefnuna, og hafa þá sam- band við ráðstefnustjórann sem verður Jón Ásgeirsson, fréttamað- ur hjá rikisútvarpinu. Sovétmenn sigrnðn SOVÉTMENN sigruðu Austur- Þjóðverja í landskeppni i fimleik- um sem fram fór í Sessau i Aust- ur-Þýzkalandi fyrir skömmu. Hlutu þeir samtals 559,80 stig gegn 557,85 stigum Austur- Þjóðverja. Beztum einstaklings- árangri náði Austur-Þjóðverjinn Lutz Mack sem hlaut 113,30 stig, en í öðru sæti varð Sovétmaður- inn Anatoli Sedych með 112,50 stig og þriðji Vyacheslav Bioko frá Sovétríkjunum með 112,10 stig. V Se upp, skátukn vikingan för en ACIIST SA SkOTHAIIBtSTI — ÁGÚST Svavarsson er tvímælalaust einn skothárðasti handknattleiksmaður sem við höfum nokkru sinni séð til, segir formaður sænska handknattleiks- félagsins Malmberget í viðtali við sænska dagblaðið NSD, þar sem LIÐ Bayern Munchen er i glfurlegum ham um þessar mundir og á enn góða möguleika á þýzka meistaratitlinum. þótt önnur liS standi betur i keppninni eins og er. Mynd þessi er úr leik Bayern Munchen viS Benfica i Evrópukeppn- inni á dögunum og sýnir Durnbergen (dókkum búningi) berjast við Benfica- leikmanninn Martin. Fræp liðin víðast í forystu 1. DEILDAR keppni er nú vel á veg komin f flestum Evrópu- ríkjum. Reyndar er mjög mis- munandi hvenær keppnistfma- bilið hefst og hvenær því lýkur, en hjá allmörgum þjóðum mun keppninni Ijúka í næsta mánuði. Hérlendis beinist athyglin mest að keppninni i Englandi og Skot- landi, en sem kunnugt er þá er staðan í Englandi enn mjög óljós og eiga fjögur lið nokkurn veginn jafna möguleika á meistaratitlin- um, Queens Park Rangers, Man- chester United, Liverpool og Derby County. Eitt lið til viðbót- ar, Leeds United, á einnig mögu- leika, þótt hann sé raunar litill. I Skotlandi munu Celtic og Glasgow Rangers berjast um meistaratitilinn og er sú barátta mjög tvísýn. Bæði liðin unnu leiki sina á laugardaginn og hefur Celtic 40 stig að loknum 27 leikjum, en Rangers er með einu stigi minna, 39 stig, eftir 27 leiki. I þriðja sæti er svo Hibernian með 34 stig, Motherwell er i fimmta sæti með 33 stig, en siðan koma Aberdeen með 27 stig, Dundee með 25 stig, Hearts með 24 stig, Dundee Utd. með 22 stig, Ayr United með 22 stig, og St. Johnstone er langneðst i deild- inni með 6 stig og er liðið þegar fallið í 1. deild. V-Þýzkaland Flest liðin i Vestur-Þýzkalandi hafa nú leikið 25 leiki. Borussia Mönchengladbach heldur enn for- ystunni, þrátt fyrir hinn mikla skell er liðið hlaut í leik sinum við Bayern Múnchen á laugardaginn. Er Borussia með 34 stig. I öðru sæti er Hamburger SV með 32 stig, en siðan koma Eintracht Braunswick með 30 stig, Bayern Múnchen með 29 stig, Kaisers- lautern með 29 stig og Frankfurt með 28 stig. Þrjú neðstu liðin i deildinni eru Honnover 96 með 18 stig, Kickers Offenbach með 18 stig og Bayern Uerdingen með 17 stig. Eitt þessara liða, Kickers Offenbach var í fyrrahaust á hött- um eftir Marteini Geirssyni en samningar tókust ekki, svo sem kunnugt er. Austurríki Austurrfkismenn hafa aðeins 10 lið i sinni 1. deild og hefur það þótt gefa góða raun — aðsókn að leikjum hefur aukizt töluvert að undanförnu. Að 22 umferðum loknum hefur Austria forystu með 32 stig. Innsbruck er I öðru sæti með 32 stig, en markahlutfall liðsins er aðeins lakara en Austria-liðsins. I þriðja sæti er svo Rapid með 27 stig, en röó annarra liða er þessi: Salzburg 22 stig, Admira 21 stig, Vöest Linz 21 stig, Sturm Graz 19 stig, Grazer AK 17 stig, Klagenfurt 15 stig og á botninum er Linzer ASK með 14 stig. Italía Lokið er 22 umferðum i ítölsku 1. deildar keppninni. Juventus hefur tekið forystuna og hefur hlotið 35 stig fyrir leiki sina. Torino er í öðru sæti með 32 stig, en siðan koma Milan með 30 stig Inter með 28 stig og Cesena með 26 stig. Á botninum eru Como með 12 stig og Cagliari með 10 stig. Holland Eins og oft áður eru það PSV Eindhoven, Ajax og Feyenoord sem berjast um hollenzka meistaratitilinn í ár, og er keppni þessara liða mjög tvísýn og jöfn. Leiknar hafa verið 24 umferðir og er staðan sú að PSV Eindhoven er í forystu með 37 stig og marka- skorunina 67—22, en Feyenoord er í öðru sæti, einnig með 37 stig, en markaskorunina 54—28, Ajax er í þriðja sæti með 36 stig, Twente í fjórða sæti með 35 stig, en siðan koma Nijmegen með 31 stig og Den Haag meó 27 stig. Belgía Club Brúgge virðist nú svo gott sem búið að tryggja sér belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu í ár, en liðið er komið með 40 stig eftir 28 leiki. Lokeren er i öðru sæti með 35 stig, en síðan koma Racing White með 34 stig, Ander- lecht með 34 stig, Beveren með 34 stig, Lierse með 32 stig, Waregem með 32 stig, Standard Liege með 31 stig, Beerschot með 30 stig, Antwerpen með 30 stig, Liege FC með 27 stig, Cercle Brúgge með 26 stig, Oostend með 25 stig, Mechelen með 24 stig, La Louvriere með 20 stig, Beringen með 20 stig, Charleroi með 19 stig, Berchem með 16 stig og Rac. Mechelen með 13 stig. Af þessari upptalningu má sjá að Standard Liege, lið Asgeirs Sigurvinssonar, er nánast úr leik í baráttunni um meistaratitilinn, en Charleroi, lið Guðgeirs Leifssonar, er ekki enn úr allri fallhættu i deildinni. Spánn Real Madrid er nú í forystunni í spænsku 1. deildar keppninni i knattspyrnu og hefur liðið hlotið 39 stig eftir 27 leiki. Atletico Madrid er í öðru sæti með 36 stig eftir 27 leiki en síðan koma Barcelona með 35 stig, Atletico Bilbao með 31 stig og Hercules með 30 stig. Þykja þessi lið hafa borið nokkuð af i keppninni það sem af er og unnið marga leiki sína með umtalsverðum yfirburð- um. Sérstaklega mun lið Real Madrid vera framúrskarandi um þessar mundir, svo sem árangur þess í Evrópubikarkeppninni er reyndar talandi dæmi um. hann og blaðið Ijúka miklu lofs- orði á hæfni Ágústs. Lið Agústs sem kom upp úr 2. deild í Svíþjóð f fyrra vegnaði ekki vel f vetur og hafði ekkert stig hlotið f deild- inni er Agúst kom til liðs við það. Eftir það tók að ganga heldur betur hjá liðinu, en samt sem áður hafnaði það á botninum í deildinni og verður að leika til úrslita við það lið sem varð I öðru sæti í 2. deild um rétt til þess að leika áfram I sænsku 1. deildar keppninni, en Sviar ætla að fjölga liðum þar á næsta keppnistíma- bili. — Við erum mjög ánægðir með frammistöðu Agústs hingað til, en erum vissir um að hann verður maðurinn sem verður okkur mikilvægastur í þeim leikjum sem framundan eru, segir Olofs- son ( fyrrnefndu viðtali. Þá er cinnig rætt við Ágúst og segist hann ekki vera búinn að ná sér fyllilega á strik með hinu nýja félagi sínu, en hins vegar kunni hann vel við að leika með því. Blöðin fjalla einnig um hversu gffurlega kostnaðarsamt þetta fyrsta ár Malmberget í sænsku 1. deildinni hafi verið. Segja að það hafi verið mikil gleði er félagið komst upp í deildina, árangurinn í vetur hafi verið 4 stig í keppn- inni og reikningurinn fyrir þau hljóði upp á 213.700 sænskar krónur. Af kostnaðinum er ferða- kostnaður lang stærsti liðurinn eða 87.000 krónur, en þar á eftir uppihald leikmanna vegna æfinga og leikja sem nemur alls um 50.000 krónum. JórunnogGuð- ión meistarar REYKJAVf KURMÓT i stórsvigi fór fram í Bláfjöllum s.l. laugardag og var þá keppt bæSi i karla- og kvenna- flokki. Var um allskemmtilega keppni að ræða I karlaflokknum, en i kvennaflokki hafSi hins vegar Ólympíufarinn Jórunn Viggósdóttir umtalsverða yfirburði. NáSi hún beztum brautartima i báðum ferSum, 47,27 sek. í fyrri ferS og 51,94 sek. i seinni ferS. Samanlagður timi hennar var þvi 99,21 sek. Önnur varð Anna Dia Erlingsdóttir úr KR. sem fékk samanlagaðan tima 108.17 sekúndur. Þriðja varð Ás- laug Sigurðardóttir úr Ármanni á 113, 76 sek. og fjórða varð Áslaug Sigurðardóttir úr Ármanni á 113,76 sek. og fjórða varð Guðbjörg Árna- dóttir, Ármanni, á 118.71 sek. Alls luku sjö konur keppni. I karlaflokki sigraði Guðjón Ingi Sverrisson, Ármanni, á samanlögð- um tlma 92,32 sek. Fór hann fyrri ferðina á 43,72 sek. og seinni ferð- ina á 48,60 sek. f óðru sæti varð Kristján Kristjánsson, Ármanni, á 95,17 sek. — fékk hann timann 45,88 sek. i fyrri ferð og 49,29 sek. i seinni ferðinni. f þriðja sæti varð Arnór Guðbjartsson. Ármanni, á 95,21 sek., fjórði varð Árni Sigurðs- son, Ármanni, á 96,20 sek., fimmti varð Steindór Skúlason, ÍR, á 97,61 sek. og sjötti varð Þorsteinn Geir- harðsson, Ármanni, á 98,29 sek. Keppt var i tveimur brautum. Fall- hæð var 230 m og brautarlengd 700 metrar. Hlið i fyrri brautinni voru 30 og 25 í seinni brautinni. Grótta vann Víði í FYRRAKVOLD fór fram einn leikur I Bikarkeppni Handknattleikssam- bands íslands. Léku þá lið Gróttu og Víðis í Garði, en sem kunnugt er þá er Viðisliðið í 3. deild en Grótta í 1. deild. Urslit leiksins urðu öruggur sigur Gróttu 27—13, eftir að staðan hafði verið 10—7 í hálfleik og kom það verulega á óvart hversu Viðis- menn veittu Gróttu mikla keppni til að byrja með. Framkvæmd bikarkeppni HSÍ þessu sinni virðist vera í mikli molum og áhugi bæði leikmanna áhorfenda í lágmarki. Félögin sj eiga að hafa umsjón með leikjunu og m.a. láta vita um þá, en á | hefur verið mikill misbrestur og r segja að það sem af er hafi bik keppnin að mestu farið fram i ky þey

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.