Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976
5
Tillaga fjögurra þingmanna:
Áfengissala gegn
framvísun áfengis-
kaupaskírteinis
Fjórir þingmenn, HELGI F.
SELJAN (K), ODDUR ÓLAFS-
SON (S), JÓN HELGASON (F)
og BRAGI SIGURJÓNSSON
(A) flvtja frumvarp til laga um
breytingu á áfengislögum.
Meginefni frumvarpsins eru
þessi:
0 1) Vinveitingaleyfi skuli
ekki veitt lengur til fjögurra
ára, heldur eins árs í senn, og
gjald fyrir slikt leyfi skal
hækkað úr kr. 4.000.— í kr.
40.000.— í hvert sinn.
2) Dómsmálaráðuneytið skal
gefa út sérstök áfengiskaupa-
skirteini með nafnnúmeri og
mynd skírteinishafa. Öll sala og
afhending áfengis á útsölustöð-
um og póstafgreiðslustöðum
skal óheimil, nema gegn fram-
visun þessara sérstöku
skírteina. ÁTVR skal skylt að
skrá á nafnnúmer hvers
kaupanda öll áfengiskaup hans.
3) Gæzluvistarsjóði ber að
fjármagna „Leiðbeiningarstöð í
ofdrykkjuvörnum." Stöðin
beiti sér fyrir slíkum vörnum í
atvinnulífinu og skipuleggi
starf í öllum landshlutum. Önn-
ur ákvæði hljóða um hækkun á
sektarupphæðum.
Frumvarp þetta er flutt að
tilhlutan nefndar, er siðasta
þing kaus til að kanna stöðu
áfengismála í landinu. Væntan-
leg er þingsályktunartillaga um
aðra þætti, einkum fræðslumál,
er snert geta vandamálið og
mótaðgerðir.
Orkubú Vestfjarða:
S am eign arfyr ir tæki
sveitarfélaga og ríkis
um nýtingu jarð-
varma og vatnsorku
Eignarhluti sveitarfélaga 60%, ríkissjóðs 40%
FRAM hefur verið lagt á Alþingi
stjórnarfrumvarp um Orkubú
Vestfjarða. Frumvarpið gerir ráð
fyrir þvl, að rfkissjóður tslands
og sveitarfélög á Vestfjörðum
setji á stofn orkufyrirtæki, er
nefnist Orkubú Vestfjarða. Til-
gangur fyrirtækisins skal vera að
virkja vatnsafl og jarðhita á Vest-
fjörðum, eiga og reka slfk orku-
ver, ásamt nauðsynlegum mann-
virkjum til orkuflutnings og
dreifingar. Þá skal fyrirtækið
annast virkjunarrannsóknir og
aðrar undirbúningskannanir, eft-
ir þvf sem ákveðið verður hverju
sinni.
Eignarhluti ríkissjóðs skal vera
40% en sveitarfélag á Vestfjörð-
um samtals 60% — í fyrirtækinu.
Eignarhlutdeild sveitarfélaga
skiptist innbyrðis í hlutfalli við
íbúatölu þeirra. Fyrirtækið skal
vera sjálfstæður réttaraðili og
hafa sjálfstæðan fjárhag og reikn-
ingshald. Sameigendur beri ein-
falda óskipta ábyrgð á skuldbind-
ingum Orkubús Vestfjarða, og
skipting ábyrgðar fara eftir
eignahlutföllum.
Rafmagnsveitur rikisins, rikis-
sjóður og sveitarfélög á Vestfjörð-
um skulu afhenda Orkubúi Vest-
fjarða orkuveitur á svæðinu til
eignar sem stofnframlag sem og
tilheyrandi mannvirki og eignir,
enda yfirtaki fyrirtækið skuldir,
sem svarar til stofnkostnaðar af
mannvirkjum þeim, er það tekur
við.
Iðnaðarráðherra veitir Orkubúi
Vestfjarða einkaleyfi til þeirrar
starfsemi, sem felst í tilgangi fé-
lagsins. Heimildarákvæði er þó
um að undanskilja megi einstök
orkumannvirki, s.s. til raforku-
dreifingar, jarðvarmaveitna og
fjarveitna með kyndistöðvum,
innan þeirra sveitarfélaga, sem
þess óska.
Stjórn Orkubúsins Vestfjarða,
skipuð 3 fulltrúum sveitarfélag-
anna, einum frá iðnaðarráðuneyti
og einum frá fjármálaráðuneyti,
hefur á hendi yfirstjórn fram-
kvæmda og rekstrar. Hún ræður
og framkvæmdastjóra. Þá eru og i
frumvarpinu ákvæði um aðal-
fundi, ákvörðun gjaldskrár, lán-
tökur og ábyrgð, sjálfskuldar-
ábyrgð ríkissjóðs, undanþágu fyr-
irtækisins frá sköttum til ríkis og
sveitarfélaga, heimildarákvæði
um eignarnám á jarðhita- og
vatnsréttindum o.fl.
Hvatinn að þessu frumvarpi
mun hafa verið þingsályktun, sem
Framhald á bls. 20
Albert Guðmundsson:
Eðlilegt að taka hag-
stæðasta tilboði þótt
það sé frá
Á fimmtudagskvöldiö urðu
nokkrar umræður í borgarstjórn
um tengikaup („fittings") fyrir
Vatnsveitu Reykjavfkur. Inn-
kaupastofnun Reykjavfkurborgar
hafði leitað tilboða meðal sölu-
aðila. Hagstæðasta tilboðið kom
frá Bretlandi.
Fyrstur tók til máls Sigurjón
Pétursson (K). Hann taldi ekki
rétt að kaupa vöru þessa frá Bret-
landi meðan við ættum í deilum
við Breta. Munurinn á lægsta til-
Bretlandi
boðinu og því næsta, sem ekki var
frá Bretlandi, var 70.000 kr.
Borgarfulltrúinn taldi muninn
ekki meiri en það, að honum væri
fórnandi til að verzla ekki við
Breta. Albert Guðmundsson (S)
tók næstur til máls og lýsti því
yfir, að hann teldi eðlilegast að
taka hagstæðasta tilboðinu, þótt
það væri frá Bretlandi. Valgarð
Briem (S) sagði ekki rétt að
hafna hagstæðasta tilboðinu og að
Framhald á bls. 20
Miinchener Akademie Kammerorchester
Halda nokkra tónleika á íslandi
MUNCHENER Akademi
Kammerorchester er væntanleg
til Reykjavfkur fyrir helgi og á
sunnudag leikur hún f Háteigs-
kirkju kl. 17. A efnisskránni
verða Concert fyrir 4 fiðlur eftir
C. Ricotti, H-moII svíta eftir J.S.
Bach og Die Jahreszeiten eftir A.
Vivaldi. Fyrir utan tónleikana f
Háteigskirkju mun hljómsveitin
leika á Dalvfk 12. aprfl og á
Akureyri 13. aprfl. Einnig mun
hljómsveitin leika f Hveragerði
og á Seltjarnarnesi.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
er A. Ginthör og stofnaði hann
hana fyrir einu og hálfu ári.
Meginþorri hljómlistarmannanna
er enn við nám í Staatliche-
Konservatorium Múnchen. Þá eru
nokkrir hljóðfæraleikaranna frá
Sinfóniuhljómsveit bayerska út-
varpsins og Fílharmoniuhljóm-
sveit Múnchenar, en alls eru 18
manns í hljómsveitinni.
Hljómleikaförin til Islands er
fyrsta utanför kammersveitarinn-
ar, sem getið hefur sér gott orð
fyrir tónleika í heimalandi sínu.
LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66
LAUGAVEG20a
Sími frá skiptiborði 281 55
I < . i ffl
[