Morgunblaðið - 09.04.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.04.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 13 mannvirkin í Bjarnarflagi, en byggóinni í Reykjahlíö og Vogum væri minni hætta búin, nema mikió hraunmagn kæmi upp. Lauslega má áætla, að á s.l. 10000 árum hafi toomið upp 2—2,5 rúmferkm. af hrauni á Kröflusvæðinu. Meira en helmingur þessa magns hef- ur komið í 3 stórum gos^ um, fyrir á að giska 9000 og 2000 árum og síðast Mý- vatnseldum. Vegna þess hve stutt er lióið frá Mývatnseldum og vegna þess hve hraunmagn þá var mikið, verður að telja frekar óiík- legt að jafnstórt hraun komi upp þar nú. Af því leiðir að hætta fyrir byggðina í Reykjahlíð vegna hraunrennslis frá Kröflusvæðinu verður að teljast lítil. Varnar- garðar, sem beindu hugsanlegu hraunrennsli frá Leirhnjúks- svæði niður í Hlíðardal um Hvít- hólaklif gætu hér veitt aukið öryggi. Á MANNVIRKI OG FRAMKVÆMDIR VIÐKRÖFLU Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir áhrifum jarðskjálfta á mannvirki bæði á Kröflusvæðinu og við Námafjall, einkum hugsan- legum skemmdum, sem gætu orð- ið á þeim, svo og hættu, sem starfsfólk kynni að vera í, þegar skjálftar verða. Sama máli gegnir um framkvæmdir á svæðinu, þ.e. áhrif skjálfta á ófullgerð mann- virki og vinnu starfsmanna við þau. Nokkrir skjálftar af styrkleika um 4 á Richterkvarða áttu upptök sín á Kröflusvæðinu meðan borun stóð þar yfir sumarið 1975. Bor- menn urðu þeirra lítt varir og höfðu skjálftarnir engin merkjan- leg áhrif á borunina, þótt upptök- in væru nærri bornum. Veikasti hluti borsins gagnvart skjálftum er mastrið. Beðið er eftir sér- fræðilegu áliti um styrkleika og jafnvægi bormastursins gagnvart skjálftum. Auka má öryggi bors- ins og áhafnar hans á ýmsa vegu t.d. með því að gæta þess, að ekki röflusvæði dsumbrota sé geymdur of mikill þungi í því, þegar borstangir eru teknar upp úr eða settar niður í holur. Erfitt er að meta áhrif jarð- skjálfta á borholur. Hugsanlegt er, að breytingar á holum 2, 3 og 4 við Kröflu megi rekja til jarð- skjálfta, en liklegra er þó talið að gosið í Leirhnjúk hafi ráðið þar mestu um. Allar holur við Kröflu og Námafjall eru austan við þann hluta brotabeltisins, sem nú er virkur, en eins og áður er getið, er ekki útilokað, að sprunguhreyf- ingar færist austur á virkjunar- svæðið og skapi þar hættuástand. Ólíklegt er, að lögn gufuleiðsla frá borholum að stöðvarhúsi þurfi að tefjast þótt einhver skjálfta- virkni verði á svæðinu. Alíta verður, að leiðslunum sjálfum sé lítil hætta búin i jarðskjálftum vegna þess sveigjanleika, sem er i slíku mannavirki. Kröflunefnd hefur fengið sér- fræðilegt álit um áhrif skjálfta á stöðvarhúsið. Kemur þar fram, aö húsinu er lítil hætta búin i skjálftum, sem ná allt að styrk- leika 7 á Richterkvarða, þegar húsið hefur verið styrkt að fullu. Má telja mjög ólíklegt, að svo sterkir skjálftar verði á þessum staó i gosbeltinu og ætti því hætta fyrir starfsfólk þar að vera hverf- andi, þegar styrkingu hússins er lokið. Nauðsynlegt er að einnig verói gerð athugun á aðstæðum í Kísiliðjunni og er þess vænst, að stjórn hennar eða almanna- varnarnefnd Mývatnssveitar láti slíka úttekt fara fram. Einnig er nauðsynlegt að Kröflunefnd láti meta áhrif skjálfta og smávægi- legra hallabreytinga á nákvæmis- vinnu eins og t.d. niðursetningu véla í stöðvarhúsi. ÁSTAND OG HORFUR MEÐ GUFUVINNSLU í LJÓSI NÝLEGRA UMBROTA Á KRÖFLUSVÆÐI Forsendur fyrir öflun jarðgufu til Kröfluvirkjunar eru nokkuð breyttar nú, frá því sem var, þegar skýrsla Orkustofnunar „Krafla — niðurstaða vinnslubor- ana 1975, horfur um gufuöflun“ kom út í desember s.l. Þegar eldgosið varð 20. des. s.l. kom fljótt í ljós minnkun á rennsli úr holu 3 og einnig féll þrýstingur í holu 2, en hún hafði staðió lokuð undir þrýstingi. Þessi rennslisminnkun í holu 3, sem um áramótin var orðin um 40%, var talin stafa af leir- og gufugosinu, sem varð í Leirhnjúk í lok hraungossins. Rennsli úr holu 3 er enn um 40% minna en upphaflegt rennsli, sem hafði verið öbreytt í 3 mánuði áður en gosið hófst. Gufugosinu i Leir- hnjúk er hins vegar nú að mestu lokið. Hola 4 braut af sér holuloka í byrjun janúar og blés eftir það óbeisluð. Magnið úr holunni var mun meira en áður hefur komið úr borholu hér á landi. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir, hve mikið magnið var, má giska á, að það hafi verið 200 kg/sek, en það svarar til u.þ.b. 15 MW raforku- framleiðslu. Þetta er í rauninni fyrsta vísbending um þaó, hve holur á þessu jarðhitasvæði geta verið aflmiklar og er það mjög þýðingarmikil vitneskja. Hins vegar varð fljótlega ljóst eftir að holan braut af sér holulokana, að hún yrði ekki notuð sem vinnslu- hola. Þann 27. jan. s.l. minnkaði gos í holunni skyndilega og hefur hún líklega hrunið saman neðan við 600 m fóðringuna. Hefur nú myndast kringum holuna víður hver, sem er fullur af vatni. Gos- kraftur og hávaði er að mestu horfinn, en mikla gufu leggur frá hvernum. A þessu stigi málsins er ekki hægt aó sjá fyrir hver verða endalok holunnar, en allt bendir til að hún muni ekki valda þeim slæmu umhverfisáhrifum, sem óttast var. I ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur af borunum á jarð- hitasvæðinu við Kröflu, og við- bragða holanna við þeim umbrot- um, sem verið hafa á svæðinu, er nú ljóst, að tæknilegir erfiðleikar við að bora þarna eru meiri en ætlað var. Þess vegna er nú gert ráð fyrir, að fyrstu holurnar, sem boraðar verða á þessu ári, verði grynnri en áður var ætlað. Hins vegar verður haldið opnum þeim möguleika að dýpka þær síðar, ef nauðsyn krefur. Með þessu móti verður fengin betri mynd af vinnslueiginleikum svæðisins, áður en dýpri boranir eru fram- kvæmdar, ef þær reynast nauð- synlegar. Þessi ráðstöfun leiðir af sér, að boranir geta tekið eitthvað lengri tíma en ella, en gerir vænt- anlega gufuöflunina tryggari. HVERNIGÁ AÐ STANDA AÐ ÁFRAMHALDANDI FRAMKVÆMDUM VIÐ KRÖFLUVIRKJUN? Það er ljóst af því, sem að framan er sagt, að hætta á eldgosi á Kröflu- og Námafjallssvæð- unum verður að teljast meiri um þessar mundir en hún var talin fyrir nokkrum mánuðum. Astæð- an fyrir þessu á Kröflusvæðinu er fyrst og fremst skjálftavirknin síðustu vikur, hraungosið 20. des. s.l. og sú staðreynd, að hér er um megineldstöð að ræða. Erfitt er hins vegar að meta hversu líklegt megi telja, að eldgos brjótist út á næstunni, og ef það skeður, hvar það komi, og hverju tjóni það muni valda. Leirhnjúkssprungan verður þó að teljast einna líkleg- astur gosstaður. Fylgst er vand- lega með skjálftavirkni á Kröflu- og Námafjallssvæðunum, en af jarðskjálftunum er helst að vænta vísbendingar um gos í aðsigi. Þó verður að varast að draga mjög ákveðnar ályktanir af jarðskjálft- unum einum, því að jarðskjálftar hér á landi eru algengir án þess að þeim fylgi gos. Framkvæmdum við Kröflu- virkjun má skipta i tvo aðalþætti, ef frá er skilin lögn raflínu. Þeir eru annars vegar gufuöflun (bor- anir) og bygging gufuveitu, hins vegar stöðvarhús og vélar. Er rétt að ræða þessa þætti hvorn fyrir sig. Gufuöflunin er forsenda þess, að vélar geti byrjað að framleiða raforku. Frá upphafi hefur fram- kvæmdúm við Kröflu verið hagað þannig, að þessir tveir aðalverk- þættir, gufuöflunin og bygging stöðvarhúss með vélum, færu fram samtímis. Með þessu er tek- in talsverð áhætta, þvi að gufuöfl- unin er óviss þar til boranir hafa farið fram. A þetta hefur Orku- stofnun oft bent, nú síðast í skýrslu um niðurstöður vinnslu- borana 1975, sem kom út i desem- ber s.l., nokkru áður en gosið varð. Nú sem stendur verður að telja gufuöflunina í enn meiri óvissu. Sjálfsagt virðist að reyna, eftir því sem aðstæður leyfa, að halda fyrri áætlunum um boranir. Það veróur þó að gera með fullri að- gát. Kanna þarf hvaða frekari varúðarráðstöfunum verði við komið til að tryggja áhöfn og tækjabúnað borsins gegn hugsan- legum jarðskjálftum. Þetta mál er nú í athugun hjá Orkustofnun og verður nánari greinargerð um það samin síðar. Ekki var fyrir- hugað að boranir hæfust á ný fyrr en í mars þannig að hér er enn nokkur tími til stefnu. Framkvæmdir við stöðvarhús og vélar eru á vegum Kröflu- nefndar. Telja má sjálfsagóan hlut að halda áfram með stöðvar- hús að þvi marki að gera það eins hæft og verða má til að þola þá jarðskjálfta, sem kunna að koma. Meira álitamál er, hversu hratt sé skynsamlegt að vinna að smíði á vélaundirstöðum og þar á eftir niðursetningu véla. Koma þar mörg atriði til álita. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna, hvort unnt sé að tryggja öryggi þeirra, er aó framkvæmdum vinna. Þar næst þarf að hyggja aó því, hvort hætta geti verið á að jarðskjálftar geti eyðilagt mannvirki eins og véla- undirstöður meðan þær eru í. smíðum og hafa ekki náð endan- legum styrkleika (sem vafalaust er nægur til að standast jarð- skjálfta). Ef slík hætta er umtals- verð gætu orðið meiri tafir við að fjarlægja skemmda mannvirkja- hluta en af því að bíða eftir að úr skjálftunum dragi, og kostiiaður að sjálfsögðu verulega meiri. Samskonar mat þarf að fara fram varðandi vélasamstæðurnar sjálfar meðan á nióursetningu stendur og eftir að þær eru frá- gengnar, svo og varðandi kæli- turna, útivirki og annan stöðvar- búnað. Mat á þessu liggur á verk- sviði Kröflunefndar. Aður er að þvi vikið, að Orkustofnun telur gufuieiðslunum litla hættu búna af jarðskjálftum. Við ákvörðun á því hvort rétt sé að breyta upprunalegri fram- kvæmdaáætlun við byggingu stöðvarhúss vegna náttúruum- brotanna eða ekki þarf einnig að taka afstöðu til þess hvaða áhrif aukin óvissa um gufuöflun skuli hafa á þá ákvörðun, ef nokkur. Líkurnar á því að stöðin kunni að standa gufulaus eða gufulítil, ef upprunalegri áætlun er haldið, verða nú að teljast meiri en áður, svo sem fyrr segir. Jafnframt er ljóst af framansögðu, að mann- virki öll eru lögð i vissa hættu meóan jarðskjálftar standa yfir og goshætta þeim samfara. Það er ekki alveg hið sama að leggja stöðvarmannvirki í hættu til að geta sem fyrst farið að framleiða raforku og svo hitt að leggja þau í þessa hættu meðan beðið er eftir gufu. A móti kemur, að verði Framhald á bls. 20 SUNNUD4GUR 11. apríl 18.00 Stundin okkar 1 þessum þætti hefst nýr, íslenskur myndaflokkur um litla stúiku, sem eignast for- vitnilega kommóðu, og Valdls Guðmundsdóttir sýn- ir fimleika. Baldvin Halldórsson segir fyrri hluta sögunnar um papana þrjá. Teikningar við söguna gerði Ilalldór Pétursson. Sfðan verður sýnd mynd af börnum að leik, og mvnd úr mvndaflokknum „Enginn heima“, og loks sýnir Valdfs Ósk Jónasdóttir, hvernig búa má til páskaskraut. Umsjónarmenn Sigrfður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristfn Páls- dóttir. 18.55 Skákeinvfgi f sjón- varpssal Fimmta einvfgisskák Frið- riks Olafssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar. Skýringar Guðmundur Arn- laugsson. 19.25 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kynning á hátíðadag- skrá Sjónvarpsins Umsjónarmaður Björn Baldursson. Kynnir Elín- borg Stefánsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 20.55 Kalifornfuflói Bresk heimildamvnd um dýralff og veiðar við flóann. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.45 Gamalt vfn á nýjum belgjum ltalskur myndaflokkur um sögu skemmtanaiðnaðarins. Lokaþáttur. 1960—1975 t þessum þætti koma fram m.a. Mina, Raffaella Carra, Sammy Barbot og Alex Rebar. 22.30 Skuggahverfi Sænskt framhaldsleikrit. Lokaþáttur. Efni 4. þáttar: Brita Ribing bfður þess, að Sven nái vfninu úr höllinni, og hreiðrar um sig f „kvennahúsinu“ í Skugga- hverfi. Hún leitar að at- vinnu og fær áhuga á kven- réttindabaráttunni. Blombergson fær hana til að fallast á að afhenda rfkinu það sem eftir er af áfenginu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision-Sænska sjón- varpið) 23.25 Að kvöldi dags 23.35 Dagskrárlok A1N4UD4GUR 12. aprfl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 lþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson 21.10 Sprengjan Norskt sjónvarpsleikrit eftir Vigdis Stokkelien. Leikstjóri Morten Kolstad. Aðalhlutverk Sverre Anker Ousdal og Rolf Söder. Tryggvi er stýrimaður á flutningaskipi í millilanda- siglingum. Þegar hann kemst að þvf, að farmur skipsins er vopn og vfgvélar, fer hann af skipinu ásamt nokkrum félaga sinna. Þegar til Noregs kemur, fá þeir hvergi atvinnu. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 22.25 Heimsstyrjöldin sfðari 13. þáttur. Stvrjöldin á ltalfu. t þessum þætti er lýst innrás bandamanna á Sikilev og sókn þeirra norður eftir ttalfu. Þýðandi og þulur Jón O. Edward. 23.15 Dáskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 13. aprfl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Fjaðrafok (Horse Feathers) Bandarfsk gamanmynd frá árinu 1932. Aðalhlutverk Marx-bræður. Bræðurnir eru viðriðnir knattleikslið háskóla eins, og sýnt er m.a., hvernig þeir búa sig undir kappleik. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.25 Skákeinvfgi f sjón- varpssal Sjötta og síðasta einvfgis- skák stórmeistaranna Guð- mundar Sigurjónssonar og Friðriks Ólafssonar. Skýringar Guðmundur Arn- laugsson. 22.55 Dagskrárlok A1IDMIKUDKGUR 14. apríl 18.00 Björninn Jógi Bandarfsk teiknimvnda- syrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Robinson-fjölskvldan Breskur myndaflokkur bvggður á sögu eftir Johann Wyss. 10. þáttur. Hveitibrauðs- dagar Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 Ante Norskur myndaflokkur í sex þáttum um samadrenginn Ante. 5. þáttur. „Samadrusla“ Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglésingar og dagskrá 20.40 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. Umsjónarmaður Magda- lena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Bflaleigan Þýskur mvndaflokkur Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.45 Söngvar frá lrlandi Mary Conollv syngur. Undirleik annast Guð- mundur Steingrímsson, Árni Scheving, Hlynur Þor- steinsson og Gréttir Björns- son. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 22.50 Erfingjar bvltingar- innar Frönsk fræðslumvnd um vngstu kvnslóðina í Kína, leiki hennar og störf. Þýðandi og þulur Ragna Ragnars. 22.50 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 16. apríl föstudagurinn langi 20.00 Fréttir og veður 20.15 Einleikur á sembal Helga Ingólfsdóttir leikur þrjár sónötur f D-dúr eftir Domenico Scarlatti. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 20.35 Sagan mikla (The Greatest Storv Ever Told) Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.