Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 14

Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 Fréttabréf úr Gaulverjabæjarhreppi Margt í búskaparvafstr- inu er ekki upplífgandi Seljatungu, 28. marz Raunverulega gætu öll frétta- bréf héöan af Suðurlandi byrj- að með lýsingu á dæmalaust umhleypingasamri og þreyt- andi veðráttu. Ég get að minnsta kosti tekið undir með Magnúsi í Mykjunesi, þegar hann segir í fréttabréfi í Mbl. fyrir skömmu, að „þetta sé veðraleiðinlegasti vetur, sem komið hafi um áratugi“. Glögg- ir menn hér um slóðir telja raunar að ekki hafi verið svo stormasöm og óstöðug veðrátta í hálfa öld, a.m.k. ekki jafn samfellt og nú. Annars segja sumir að þeir sem lítið hafi að segja grípi jafnan til þess að tala um veðr- ið. Vera kann að þetta geti stundum staðizt en hreint frá núna. Veðráttan hefir veruleg áhrif á sálarheill fólks. Sáman- ber ljóðlfnurnar í dægurlaginu: Bjartar vonir vakna, í vorsins Ijúfa blæ . . .“. Efum við Sunn- lendingar þá svartsýnir núna venju fremur? Ég treysti mér ekki að svara því. Eða réttara sagt, ég legg ekki í það vafa- sama fyrirtæki að svara því fyrir almenning. Annað mál er það að margt er það í búskapar- vafstrinu sem ekki er mjög upplífgandi, og dregur raunar sumt af þvi skugga frá slæmri veðráttu. Allir þekkja söguna um vondu heyin frá s.l. sumri hér um mesta landbúnaðarhérað landsins og skal ég ekki endur- segja hana. Þakka má þó fyrir ef að af henni verður ekki sum- staðar framhaldssaga í ýmissi mynd, alvarlegri en þegar er koniið í ljós. En þegar höfum við uppskorið minni afurðir, meiri kjarnfóðurkaup og minnkandi tekjur. Ofaná það hefir svo bætzt ört versnandi verzlunarkjör landbúnaðarins, staðreynd sem form. Stéttar- sambands bænda, Gunnar á Hjarðarfelli, lýsir með eftirfar- andi orðum í skilmerkilegri grein í Mbl. 31. des., s.l.: „Ýms- ar rekstrarvörur landbúnaöar- ins hafa hækkað mjög mikið á þessu ári og langt umfram með- altalshækkun búvöruverðs. Þar má nefna áburð, olíur, bensín, rafmagn, kjarnfóður og ýmsa aðra aðkeypta þjónustu ...“ Síðan ræðir Gunnar um rekstr- arlánshungur landbúnaðarins og það, að sifellt aukist kröfur um staðgreiðslu á öllum rekstr- arvörum landbúnaðarins og kemst síðan réttilega að þessari niðurstöðu: „Verði af fyrirætl- unum um að taka um stað- greiðslukerfi á helztu rekstrar- vörum bænda má slá því föstu að annar hver bóndi hið minnsta verður tilneyddur að hætta búrekstri á þessu ári.“ Hér er tekið til orða á skýrari og skilmerkilegri hátt en bænd- ur eiga yfirleitt að venjast, af forustumönnum sínum um vandamál stéttarinnar, lýst hvernig viðhorfin gagnvart áföllnum ifg yfirvofandi vanda- málum eru í raun og veru. Gunnar á Hjarðarfelli getur og af reynslunni talað vegna ára- tuga óeigingjarns starfs í for- ustu fyrir hagsmunasamtökum bændanna. Hann er og sá mað- urinn sem vaxið hefur af hverju verkefni enda mun hann áreiðanlega studdur heils- hugar í forustu gegn þeirri árás, sem nú virðist eiga að hefja á bændastéttinni fyrir það að hún á nú loksins að fá hækkanir á framleiðsluvörum sínum sem búið er að halda föstum síðan 1. des. með hertri verðstöðvun viðskiptaráðherr- ans. Það hefði raunar átt að kalla slíka ráðstöfun herta vit- leysu. Engu er lýkara en for- usta launþega gengi blindandi í kröfugerð sinni, sem þó vissu- lega á samúð réttsýnna manna meðan kröfugerðin er innan þeirra marka, sem sýna að forv usta launþega er af einlægni og nauðsynlegri yfirsýn yfir hagi framleiðslu og þjónustu, að berjast fyrir bættum hag þeirra sem lægst eru launaðir og fæst hafa tækifærin til þess ?ð efla sinn hag. En svo er ékki að þessu sinni, og hefir sjaldnast verið. Annars ætlaði ég nú ekki að dvelja svona lengi við þessi mál, sem raunar sýnast alveg óleysanleg svo að nokkurt vit sé i. Ég ætlaði að minnast á fund í Gaulverjabæjardeild Mjólkur- Framhald á bls. 23 Hnetuostur Þeir kunna að gera ost frakkarnir. Við stóðumst ekki freistinguna að stæla einn ostinn þeirra og köllum hann Hnetuost. Hnetuostur er ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma. Að ofan er hann þakinn valhnetukjörnum, að utan söxuðum hnetum^.^ ostur er veizlukostur ® 50 þús. gestir í Iðnó í vetur ÓVENJULEG gróska hefur verið í leikhúslífi borgarinnar nú á út- mánuðum. Hjá Leikfélagi Reykjavikur hefur verið fulit hús í Iðnó semsagt á hverja sýningu. Óvenjumargar sýningar eru á fjölunum í Iðnó, eða fimm tals- ins, þar sem ekki hefur verið hægt að taka út neina þeirra sýn- inga sem frumsýndar hafa verið i vetur vegna aðsóknar. — Nálægt 50 þúsund manns hafa nú séð sýningar LR I vetur. Mvndin er úr Villiöndinni eftir Ibsen, sem frumsýnd var um miðjan marz í leikstjórn Þor- steins Gunnarssonar (Sigríður Hagalfn, Margrét Ólafsdóttir og Pétur Einarsson í hlutverkum sfnum). Ætla að framleiða loft- tæmiumbúðir fyrir fisk Fyrirtækið W.R. Grace hefur ákveðið að framleiða hentugar lofttæmdar umbúðir fyrir fisk og af þeirri ástæðu sendi það tvo menn til Islands, til að vinna að framgangi málsins. Hefur fyrir- tækið m.a. óskað eftir samvinnu við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins í þessu sambandi. Mennirnir tveir sem hingað komu eru Kim Vakgaard, fulltrúi frá aðalskrifstofu W-R- Grace á Norðurlöndum, sem er í Kaup- mannahöfn, einnig Marío Gilio- Tos, sem er leiðtogi rannsóknar- hóps, sem hefur aðsetur innan rannsóknarstofnunar W.R. Grace í Mílanó. Hópurinn hefur fengið það verkefni að reyna nýjar lofttæmd- ar Cryovac-umbúðir, sem hentug- ar eru til að pakka fiski í, bæði ferskum og frosnum. Ekki er vit- að hvenær þessar nýju umbúðir geta komið á markaðinn, en það verður ekki fyrr en búið er að sannprófa gæði nýju umbúðanna. Ljósmynd ÓI.K.M. Þorsteinn Baldursson fyrir miðju ásamt Kim Vakgaard og Marío Gilio-Tos. W.R. Grace fyrirtækið selur mikið af umbúðum til íslands, sem notaðar eru til að pakka osti og kjöti. Fulltrúar Evrópu- ráðsríkjaræða um náttúruvernd Ráðherrar, er fara með náttúruverndar- og umhverfis- mál f aðildarrfkjum Evrópu- ráðsins, eða fulltrúar þeirra komu saman til fundar f Brússel dagana 23. og 24. marz. Einnig tóku fulltrúar Finn- lands, Kanada, Júgóslavfu, Lichtenstein, Portúgals og Spánar þátt f fundinum. Er þetta f annað sinn sem Evrópu- ráðið efnir til ráðherrafundar um þessi efni, en fyrri fundur- inn var f Vfnarborg 1973. Sam- einuðu þjóðirnar héldu alþjóð- lega ráðstefnu um þessi efni f Stokkhólmi 1972. Umhverfis- málum er nú æ meiri gaumur gefinn, einkum f þéttbýlum iðnaðarlöndum þar sem margs konar mengun hefur valdið þungum búsif jum. A fundinum í Briissel var lögð áherzla á að í atvinnumál- um yrði tekið tillit til náttúru- verndar og almenningi tryggð- ur aðgangur að þjóðgörðum og öðrum friðuðum svæðum og einnig var mikil áherzla lögð á verndun jurta- og dýralífs þar sem einstaka tegundir kynnu að vera í útrýmingarhættu. Var í þessu sambandi rætt um nauð- syn á friðun og verndun far- fugla, ekki einungis í sumar- löndum þeirra heldur hvar- vetna þar sem leið þeirra lægi um, en friðunarreglur f þessu efni eru mjög mismunandi frá landi til lands og strangastar i Norður-Evrópu, bæði að þvf er varðar löggjöf og viðhorf al- mennings. Samstarf stjórn- valda og áhugamannasamtaka um náttúruverndarmál var talið mjög æskilegt. Stefnt er að því að samræma löggjöf um umhverfismál og náttúruvernd og framkvæmd Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.