Morgunblaðið - 09.04.1976, Page 15

Morgunblaðið - 09.04.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 15 Hreppurinn vill kaupa Rey khóla af ríkinu Jarðarkaup Meirihluti hreppsnefndar Reyk- hólahrepps hefur nýlega sam- þykkt að athuga um kaup á Reykhólum. — Ríkið á Reykhóla og er hún kirkjujörð svo að Reyk- hólakirkja er ekki á flæðiskeri stödd hvað eignir snertir. Lengi hefur verið togstreita um Reykhóla og hafði Landnám ríkis- ins yfirráðarétt yfir þeim og átti að skipta Reykhólum niður í smá- býli, en þegar sú stefna gekk sér til húðar tók Jarðeignadeild ríkis- ins yfirráðaréttinn aftur og vildi breyta stefnu i ýmsum greinum. Reykhólar voru ein mesta hlunnindajörð landsins, en með sífelldum mannaskiptum hafa þau gengið mjög úr sér og eru þau ekki svipur hjá sjón, sem áður var. Til þess að þessi umsögn geti ekki valdið misskilningi skal á það bent, að bændur vita hve mannaskipti við hirðingu búfjár hafa oft neikvæðar afleiðingar og er ekki verið að halla á þann er við tekur. Æðarvarp og selveiðar eru mjög viðkvæmar búgreinar og tekur oft nokkurn tíma fyrir þá búgrein að aðlaga sig nýjum mönnum og siðum. Annars er það hálfgerð ráðgáta hvers vegna hreppsnefndin vill kaupa Reykhóla, þvi að til skamms tima hefur það verið álitið einna best að ríkið ætti allar jarðir. A Reykhólum hefur nýlega verið reist verksmiðja, sem ríkið á meirihlutann í og á það þvi beinna hagsmuna þar að gæta. Reykhólar munu verða dýr jörð, ef seldar verða og mun sú orka er streymir úr borholum og hverum mikils virði, einkum ef sú orka yrði verðlögð með svipuðum pris og jarðhitinn á Svartsengi svo ekki sé minnst á oliu. Ekki skal um það spáð hér hvort sé á uppleið nýtt Votmúla- mál, því að ætla má að Reykhóla- hreppur hafi næg verkefni fram- undan þó ekki sé ráðist í jarðar- kaup, nema að vel athuguðu máli. Við lestur á þessari frásögn í Kirkjuritinu er bréfritari ekki alveg sannfærður um að heilagur andi hafi þar verið á ferðinni og leita ýmis atriði í þessari frásögn á hugann. Hvers vegna þurfti heilagur andi að hafa túlk. Ekki þurftu postularnir þess er þeir töluðu tungum á hvítasunnunni forðum. Ég veit að islenskan er erfitt mál, en hefði það ekki verið huggulegt ef heilagur andi hefði talað íslensku gegnum hinn norska mann. Erlendir menn skildu tungúr postulanna forðum en enginn í Laugardalshöll nema túlkarnir. Svo virðist sem hinn norski maður hafi heilagan anda í kistu handraðanum, þvi að hann gat komið upp á pallinn og talað tung- um og hætt þegar hann vildi, eða með öðrum orðum sagt, að það virðist hafa verið hægt að setja þetta tungutal i dagskrá með ná- kvæmri tímalengd. Hins vegar ber að hafa það i huga að hinn norski maður hefur að minnsta kosti þrisvar rekið út iltan anda og í sínu heimalandi er hann mikils virtur maður, sem ekki er vændur um að hafa hrekkjar- brögð i frammi. Ég hef ekki tækifæri hér að leggja dóm á það hvað gerðist í raun og veru í Laugardalshöll. Eg deili hins vegar á fjölmiðla fyrir heimóttabrag þeirra að ræða þetta mál ekki hispurslaust og opinskátt og mikið væri það nú ánægjulegt að fá í kastljósi Sjón- varpsins þennan atburð ræddan. Við eigum rétt til þess i kristnu samfélagi að slíkir merkisat- burðir séu ekki látnir ganga fram- hjá garði. Miðhúsum, 29. mars. 1976. Sveinn Guðmundsson. Heilagur andi I ágúst 1975 var haldið kristi- legt stúdentamót i Laugardals- höll og voru þar mættir kristnir menntamenn frá öllum Norður- löndunum. Svo að hér var i sjálfu sér um mjög merkilegan atburð að ræða. Aðeins eitt fyrirbrygði sem þar gerðist verður rætt um hér og það er: Að talað var tung- um i höllinni eins og segir í 4. hefti Kirkjuritsins 1975. Nú hefði mátt ætla að allir fjöl- miðlar hefðu þotið upp til handa og fóta og siður blaðanna fylltar með stórum fyrirsögnum um þennan atburð og einkum þegar þess er gætt, að hartnær 100% íslendinga, sem komnir eru til víts og ára hafa játað þvi að þeir trúi á heilagan anda. Hvað gerist. Jú, allir fjölmiðlar þegja þunnu hljóði, að ég best veit. Ekki mun það þó algengt að talað sé tungum á fjöldasamkomum hér á landi og það á samkomu sem vel menntað fólk er á, sem á að geta séð i gegnum einfaldan blekkingavef. 22480 AIT.LYSINGA- SÍMINN ER:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.