Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 197E
25
Sjötugur:
Gísli Jónsson
Höfh Hornafiröi
Hann var fæddur 9. apríl 1901
að Hólmi á Mýrum, A-
Skaftafellssýslu, sonur hjónanna
Steinunnar Gisladóttur og Jóns
Steingrímssonar silfursmiðs á
Fossi, Hlfðarætt. Steingrimur silf-
ursmiður bjó á Fossi. Var sonur
Jóns í Heiðarseli, orðlagðs krafta-
manns, sem var sonur Jóns í Hlíð
í Skaftártungu, sem Hlíðarætt er
kennd við. Kona hans var Ragn-
hildur frá Arnardrangi. Kona
Steingríms silfursmiðs var Þór-
unn Eiríksdóttir frá Hlíð og Sig-
riðar Sveinsd. læknis i Vik. Móðir
Sigríðar Sveinsdóttur var Þórunn
Skúladóttir fógeta Eiríkur frá
Hlíð og Sigríður ólu upp dr. Jón
Þorkelsson.
Börn Steinunnar og Jóns eru
Sigurborg, Gisli, Steingrimur —
fórst við Sanda fulltíða efnismað-
ur — Sigurður og Ragnar. Stein-
unn var frá Hofi í Öræfum, dóttir
hjónanna Vilborgar og Gísla Jóns-
sonar póstafgreiðslumanns. Þau
bjuggu á Hólmi á Mýrum. Það var
þjóðbraut Öræfinga og Suður-
sveitunga á leið í Hornafjörð.
Heimilið var mannmargt og gest-
kvæmt.
Systkini Jóns Steingrímssonar,
föður Gísla, sem hér um ræðir
voru: Ólöf kona Páls Erlingsson-
ar, sundkennara. Þau voru for-
eldrar Steingríms bónda, Erl-
ings sundkappa og yfirlögreglu-
þjóns og sundkennaranna
Ólafs og Jóns, sem alkunnugt
er. Sigríður kona Sigurðar
pósts í Arnanesi og Ragnheiður á
Rauðabergi, Eiríkur á Fossi,
Sveinn á Langholti, Mcðallandi,
Jón í Gaulverjabæ og Prestbakka-
koti, Steingrímur í Hörgslands-
koti og Jón sterki á Eskifirði. Sú
saga er af Jóni Steingrímssyni á
Eskifirði að við uppskipum á 200
punda mélpokum bar hann þá á1
bakinu af bryggju í pakkhús uppi
stiga á loft allan daginn og þótti
afreksverk. Steingrímur faðir
Lárusar í Hörgslandskoti, föður,
Steingríms, sem þar býr nú, fyrr
háseti Bjarna Ingimarssonar á
Neptúnusi, duglegur, skýr og
skemmtilegur. Þau hjón gerðu
drengskaparbragð á móðurvana
dreng úr Reykjavík, til sumar-
dvalar, svo að faðirinn, sem var i
ábyrgðarskiprúmi, kæmist á sjó-
inn og skipið úr höfn.
Svo var það haustið 1927, að
vinur minn Erlingur Pálsson
sagði frænda sinn Gísla hafa
áhuga á að komast sem háseti á
togarann Imperialist. Ég sagðist
þá um sumarið hafa heyrt tvær
fréttir, þar sem við á Imperialist
vorum á lúðuveiðum fyrir vestan
Grænland, og hafði hvorug frétt-
ing verið hversdagsleg. Það var
flug Lindbergs yfir Atlantshaf og
Drangeyjarsund Erlings Pálsson-
ar. Enginn hafði synt Drangeyjar-
.sund í 9 aldir eða svo.
„Mörg er sagt að sigling glæst /
sjást frá Drangey mundi / þó ber
Grettis höfuð hæst / úr hafi á
Reykjasundi". Auðvitað yrkir
Stefán G. visuna fyrir 1927.
Gísli Jónsson réðst á togarann
Imperialist og var á því skipi og
svo á Júpiter nær 2 áratugi. Þessa
tímabils verður getið hér í fáum
línum, en á bak við það er mikil
saga og merkileg eins og sá maður
er, sem hér er um rætt.
I undirstöðuriti Asgeirs Jakobs-
sonar hins snjalla rithöfundar og
fræðimanns, „Kastað í Flóanum",
segir hæfileikaskipstjórinn Indr-
iði Gottsveinsson, sem uppalinn
var á árabátum og í fremstu röð
skútuskipstjóra, „að slysagjarnt
muni verða á togurunum eins og
öðrum skipum, hafi þeir ekki
vana menn af seglskipunum“. As-
geir bætir við: Þetta hefur gengið
eftir. Indriði Gottsveinsson var
eins og segir i bók Asgeirs fyrsti
togaraskipstjóri Islendinga og
skipstjóri á fyrsta togara, sem Is-
lendingar eignuðust, Coot frá
Hafnarfirði, 1905. Coot var af
eldri togarasjómönnum talinn
Jrveikjan að togaraútgerð íslend-
inga. Sérstaklega vornóttin
fræga, þegar Coot fékk 4 þúsund
af stórþorski i Faxaflóa. Þá var
Einar Þorgilsson um borð. Hann
sagði mér þá sögu í Hull 1924.
Enda alkunn. 1918 heyrði ég Gest
Kristin Guðmundsson, stýrimann
og síðar skipstjóra, segja sömu
sögu — um borð í bv. Snorra
Goða. Þetta var svipaður afli og
áraskip með 7 mönnum fékk á
meðal vetrarvertíð. Þá er undan-
skilin vertarvertiðin 1907, sem
kölluð var góða vertíðin (Faxa-
flói).
Þótt Gísli Jónsson væri ekki
vanur togaramaður, þá var hans
verkmenning í samræmi við
kenningu Indriða skipstjóra Gott-
sveinssonar. Að slíkum vönum
mönnum er góður fengur í skip-
rúm. Aftur á móti voru jólasvein-
ar af öðru sauðahúsi, ef einn og
einn slíkur siæddist um borð.
Bjössi frá Gröf afgreiddi það
svo:
„Þið kunnið ekkert,
en heimtið hitt,
að hafa í kaupinu metið,
I’arðu í ýsuna, fíflið þitt,
jeg fæ hann Gísla í netið.“
Gísli Jónsson var eins og hann
átti kyn til vandaður maður.
Skemmtilegur og ágætur. I sjóliði
var hann i einu orði sagt úrvals-
maður. Hann var mikill þrekmað-
ur og hafði mikið vinnuþrek og
úthald flestum meira. Hann var
harður við sjálfan sig og brá sér
ekki við sár. Því til sönnunar er
þetta: Við vorum á sildveiðum
sumarið 1937 á b/v Júpiter. Það
slys vildi til í snurpingu, að sigur-
nagli slitnaði við daviðu, en
snurpað var með mótorspili. Gisli
var auðvitað framámaður og varð
fyrir siglurnaglanum, sem skall á
honum af miklu kasti og lenti á
framhandlegg Gisla, þar sem
vöðvinn er þykkastur og
gekk nokkur á kaf. Þetta var
auðvitað svöðusár. Farið var
með Gísla um borð og
aftur i káetu, gefin deyfandi
lyf, sárið hreinsað upp og saumað
saman. Þegar við Bjarni Ingi-
marsson, sem var 1. stýrimaður,
höfðum lokið þessari „læknisað-
gerð“ aftók Gísli með öllu, að siglt
væri til læknis fyrr en túrnum
væri lokið og búið að fylla skipið.
Og auðvitað hlaut hann að ráða.
Sárið hafðist vel við og fullan
mátt fékk Gísli í sinn mikilsverða
handlegg, því hann notaði sitt
þrek í þágu sinnar þjóðar og dró
ekki af. Dæmið hér að framan
talar sínu skýra máii.
I ágúst 1940 hafði Bjarni Ingi-
marsson verið 5 ár 1. stýrimaður
og tekinn við skipstjórn hjá mér á
b.v. Júpíter og þeirri úrvalsskips-
höfn, sem skipinu fylgdi. Eins af
þeim fremstu var Gisli. Það er
sama hvað hver segir, fræknasti
íþróttaflokkur islenskur, sem
stigið hefur á erlenda grund, voru
gömlu togarakarlarnir.
Owen S. Heilyer sagði: „Ég get
tekið ofan fyrir íslendingunum,
sjá hvernig þeir koma með skip
sín sjóhlaðin i öllum veðrum í
stríðinu. Sá frækni hópur var is-
lensku þjóðinni mikils virði. Sagt
— Aðalfundur
'■ Framhald af bls. 25
vegna flugvélakaupa Air Viking
gæti orðið milli 5 og 10 millj. kr.
STJORNARKJÖK
Endurkjörflir voru I bankaráð
þeir Erlendur Einarsson, for-
stjóri, Hjörtur Hjartar, frkvstj.,
og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj.
Til vara voru kjörnir Hallgr. Sig-
urðsson frkvstj., Hjalti Pálsson,
frkvstj. og Ingólfur Ölafsson
kfstj. Endurskoðendur voru
kjörnir þeir Oskar Jónatansson,
aðalbókari og Magnús Kristjáns-
son, fyrrv. kfstj., en Ásgeir G.
Jóhannesson, er skipaður af ráð-
herra.
(Fréttatilkynning frá Samvinnu-
bankanum)
var, að isl. skip hafi veitt og flutt
á breskan markað 75% af öllum
fiski i ófriðnum. Það var mikið
afrek, unnið af afreksmönnum.
Einn í þeim hópi var Gisli Jóns-
son frá Höfn í Hornafirði og það i
fremstu röð.
Bróðir Gísla Jónssonar, Sigurð-
ur, var víkingur að dugnaði. Hann
hafði svo einbeittan svip og var
svo garpslegur i framkomu, að
umrenningar hrukku frá af
dokkuveggnum erlendis, þegar
Sigurður var vaktmaður.
Skarpari maður til að moka ís upp
úr lestarstíu var vandfundinn,
enda var verkið ekki árennilegt
og því síður eftorsóknarvert. Að
bullsvitna við moksturinn og fara
svo til dekks í alls konar veðrum,
stundum í hávaðastormi og frost-
byl, en verkið varð að gerast. Svo
voru öll verk Sigurðar.
Annar bróðir Gísla er Ragnar.
Hann vann hjá okkur í 2—3 ár við
landvinnu, meðal annars við
jarðabætur í Kópavogi við sumar-
bústað.
Þar hagaði svo til 1932, að aðrir
höfðu fest sér auðveldari bletti og
gengið á snið við þann sem ég átti
kost á. Vatnsrunninn gilskorning-
ur var í landinu og var landið
graslaust og grýtt, sumt var stór-
grýti. Ragnar Jónsson færði til
að giska 100 bílhlöss af grjóti og
lét í gilið.. Enn sjást þess merki
eftir 40 ár, að þar fór Ragnar
höndum um að mestu leyti. Þvi
landið lækkaði um skóflustungu í
brekkunni, þar sem grjótið var
tekið, þvert yfir brekkuna, en
hún er um 80—90 metrar á
breidd. Enga bíl hafði Ragnar
heldur járnbrautarvagn og varð
því að koma grjótinu á vagninn.
Við þetta náðist nokkur jarðveg-
ur, sem varð að grasflöt. Ragnar
var stillingarmaður og prúð-
menni.
Að afloknu nær tveggja áratuga
harðæri kom Gísli heim til Horna-
fjarðar. Ekki til þess að slóra.
Hann tók upp budduna og byggði
sér og sínum vandað íbúðarhús og
settist að í sínum heimastað.
„Hann horfir djarft á hvern sem
er — hjá honum á enginn neitt“.
Einn er sá þáttur í skapgerð
Gísla, sem ekki fyrnist. Það er
hver höfðingi hann var í fram-
komu og hreinn og beinn. Eitt
sinn sagði ég: „Eg vona að kaupið
verði gott.“ Þá svaraði Gisli: „Ég
spyr ekki um kjör.“ Það var höfð-
inglegt svar og lýsti Gísla vel.
Um kjark Gísla Jónssonar er
það að segja að hann tók aða sér
að vera ferjumaður á Hornafirði.
Ferjumannsstarf var aldrei feng-
ið nema úrvalsmönnum. En eins
og allir vita, er Hornafjörður ekki
lamb að leika við. Meira straum-
kast eða þyngri straumur inn-
fjarða er ekki til við Island, enda
var Gisli orðinn ýmsu vanur og
traustur og ábyggilegur og vand-
aður í alla staði. Mörg ár var Gísli
ferjumaður við góðan orðstír, en
auðvitað orðinn lúinn af marg-
háttuðu áratuga vosi og þar kom
að hann lét undan siga og fékk
sér hægara „skiprúm“ og þurrara.
Hann gerðist vaktmaður við
Stokksnes og var það í nokkur ár.
Síðan hann hleypti heímdragan-
um 26 ára gamall, hefur hann
aðallega verið i þremur störfum
„á þremur stöðum" slíkt talar
sínu máli.
Fyrir hönd h.f. Júpiters og h.f.
Marz þakka ég Gísla Jónssyni
mikið starf og lofsvert. Með kærri
afmæliskveðju og bestu óskum.
Tryggvi Ófeigsson.