Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR
84. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Orsök sprengingar-
innar er enn ókunn
Öryggisvarnir sagðar hafa verið í ólestri
Helsinki, 14. spríl. AP.
FINNSKIR embættismenn voru
enn f dag að reyna að gera sér
grein fyrir fjölda þeirra sem létu
lffið f sprengingunni miklu f skot-
færaverksmiðju f bænum Lappo f
gær. Vitað er um 41 en talan
getur hækkað upp f 45, en meiri-
hluti hinna iátnu voru konur. Af
sumum fórnarlömbum sprenging-
arinnar er ekkert eftir nema gift-
ingarhringir og fatatjásur, og eitt
var andvana barnsfóstur sem
við sprenginguna hefir skilizt frá
móður sinni og fannst f rústun-
um.
Ríkisstjórnin hefur verið
600.000 finnskum mörkum til
stuðnings við íbúa Lappo og verð-
ur þeirri fjárhæð dreift milli
munaðarleysingja og fjölskyldna
hinna látnu. Finnski Rauði kross-
inn hefur einnig hafið söfnun um
allt landið vegna sprengingarinn-
ar. Að sögn Rauða krossins eru 36
ung börn munaðarlaus vegna
hennar. Varnarmálaráðuneytið í
Flugræningj-
arnir fá hæli
Manilla, Filipseyjum
14. apr. Reuter.
ÞRÍR vopnaðir flugræningjar,
Helsinki segir að svo kunni að
fara að aldrei komist upp hver
orsök sprengingarinnar var vegna
þess að ekkert væri eftir af verk-
smiðjubyggingunni. Hins vegar
mun rannsóknarnefnd kanna
málið og leita m.a. svara við
spurningum um hvernig slíkt
áfall getur komið fyrir og hafa
heyrzt ýmsar gagnrýnisraddir um
að öryggismál í verksmiðjunni
hafi verið í ólestri, m.a. hafi allt
of margir unnið í byggingunni og
engir varnargarðar verið um-
hverfis hana.
Samphan for-
sætisráðherra
Kambódíu
Bankok 14. apr. Reuter.
KHIEU Samphan, sem hefur ver-
ið aðalvaldamaður i Kambódíu
sfðan Rauðu-Khmerarinir tóku
völdin í landinu fyrir ári, var I
dag skipaður þjóðhöfðingi Kam-
bódíu í stað Sihanouks fursta. Út-
varpið I Phnom Penh skýrði frá
þessu í dag. Khieu Samphan er 44
ára og hefur verið aðstoðarforsæt-
isráðherra og forseti herráðsins.
Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
KEFLAVIKURBATúRINN Óli Tóftum KE I öslar þarna um Grinda
vfkurhöfn, en það eru reykháfarnir á fiskimjölsbræðslunni, en ekki
Óla sem gnæfa við himinn. Óli hefur verið á netum f vetur og aflinn
eins og gengur, heldur treg vertfð. Pétur Sæmundsson heitir skipstjór-
inn, kvæntur færeyskri konu og frá Færeyjum er nafn bátsins einnig
ættað.
sem hrakizt hafa vfða með farkost
sinn og gfsla sfðan þeir rændu
flugvél f innanlandsflugi á
Filippseyjum fyrir viku, munu
nú loks hafa fengið hæli sem póii-
tfskir flóttamenn f Lfbýu.
Talsmaður PAL-flugfélagsins,
sem á vélina, sem ræningjarnir
fengu til umráða, sagði að ræn-
ingjarnir væru nú komnir til
Líbýu, þar hefði tveimur gislum
sem eftir voru um borð, verið
sleppt og áhöfn vélarinnar sem er
DC-8 væri lögð af stað heimleiðis
heil á húfi með vélina. Ræningj-
arnir gáfu sig siðar á vald líbýsk-
um stjórnvöldum.
Upphaflega tóku ræningjarnir
72 gísla og fengu 300 þúsund doll-
ara í lausnargjald og stærri flug-
vél til umráða. Þeir hafa víða leit-
að eftir hæli en verið neitað.
Mennirnir þrír segjast vera i sam-
tökum aðskilnaðarsamtaka
múhameðstrúarmanna á Suður-
Filippseyjum.
Sakharov-hjónin hneppt í varðhald en sleppt aftur:
\ •• •
„Borou oryggisverot
— segir Tass-fréttastofan um friðarverðlaunahafann
Moskvu 14. apríl AP—Reuter
SOVÉZKI Nóbelsverðlaunahaf-
inn og andófsmaðurinn Andrei
Sakharov og eiginkona hans,
Yelena, voru handtekin f borg-
inni Omsk f Sfberfu f dag og yfir-
heyrð, sökuð um að hafa slegið
öryggisverði, að þvf er Tass-
fréttastofan skýrði frá. Sakharov-
hjónunum var sleppt eftir að hafa
gefið skýrslu á öryggisvarðstöð.
Fyrr f dag hafði einn af ættingj-
um Sakharovfjölskyldunnar sagt,
að Sakharov hefði verið settur f
varðhald án nokkurrar skýringar.
Tass segir hins vegar að
Sakharov-hjónin hefðu ruðzt inn f
réttarsalinn þar sem verið var að
fjalla um mál andófsmannsins
Mustafa Djemilev úr þjóðernis-
hreyfingu Tatara, og hefðu þau
heimtað sæti með hávaða. „Sem
svar við ofanfgjöf varðamanna á
staðnum sló Sakharov örvggis-
vörð f andlitið og barði sfðan
öryggismajór.“
Síðan segir Tass: „Bættist eigin-
kona Sakharovs I átökin og barði
varðstjórann f réttarsalnum, en
Sakharov æpti: „Skepnurnar
Andrei Sakharov
ykkar, hérna hafið þið smávegis
frá Sakharov."
Framhald á bls. 24
Ford undirritar frumvarpið
um útfærsluna í 200 mílur
FORD forseti undirritaði á
þriðjudag frumvarpið um ein-
hliða útfærslu bandarfsku fisk-
veiðilögsögunnar f 200 mflur 1.
marz 1977 og sagði f yfirlýsingu
af þvf tilefni að meiri þörf væri
á þvf en nokkru sinni að haf-
réttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna lyki störfum sfnum f
tfma.
Forsetinn kvaðst hafa falið
samningamönnum sfnum á ráð-
stefnunni að gera allt sem f
þeirra valdi stæði til að ljúka
samningaviðræðum f megin-
atriðum á þessu ári og sagði að
frumvarpið væri yfirleitt f sam-
ræmi við þá samstöðu sem væri
að skapast á ráðstefnunni.
Ford harmaði hvað hægt
hefði miðað áfram á hafréttar-
ráðstefnunni og kvað það
ástæðuna fyrir tilkomu frum-
varpsins. Hann sagði að áfram-
haldandi ofveiði útlendinga
mætti ekki láta viðgangast án
þess að eitthvað væri að gert.
Jafnframt sagði Ford forseti
að æ betur væri að koma í ljós
að ef ekki næðist samkomulag
að verulegu leyti á þessu ári
mundi keppnin um nýtingu
hafsins óhjákvæmilega færast i
átt til glundroða. Ef samningur
yrði ekki gerður í tíma gæti
engin þjóð verið viss um að
knýjandi hagsmunir hennar á
höfunum yrðu verndaðir.
Forsetinn nefndi enn fremur
fjögur atriði sem hann kvað
valda sér áhyggjum I sambandi
við frumvarpið. I fyrsta lagi
hættu sem gæti verið á þvi að
Framhald á bls. 24
Hattersley
hækkar
London, 14. apríl. Reuter.
JAMES Callaghan, forsætis-
ráðherra Bretlands, tilkynnti í
kvöld um frekari uppstokkun
á neðri stigum stjórnar sinnar.
Taka 10 nýir ráðherrar við
embættum en 4 láta af störf-
um. Allt eru þetta minni hátt-
ar embætti. Það sem mesta at-
hygli vekur er að Roy Hatters-
ley, sem var aðstoðarráðherra I
utanrfkisráðuneytinu og for-
maður brezku viðræðunefnd-
arinnar i fiskveiðideilunni við
tslendinga, verður nú vara-
utanríkisráðherra, — næst
æðsti maður f utanrikisráðu-
neytinu, og hægri hönd hins
nýja utanrfkisráðherra
Anthony Crosland, sem einnig
hefur verið harður I afstöðu
sinni f fiskveiðideilunni.
Bahamar telja
viðræður við
Kúbu þýðingar-
lausar
Freeport, Bahamaeyjum 14. apr.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
FóRSÆTISRAÐHERRA Ba-
hamaeyja, Lvnden Pindling,
hefur I útvarpsviðtali lýst þvi
yfir að fyrir það sé girt að
kúbanskir fiskimenn fái
minnsta aðgang að veiðum á
miðum Bahamaeyja. Hann
sagði i nefndu viðtali að Kúbu-
menn hefðu óskað eftir við-
ræðum við Bahama um ein-
hvers konar samning um veiði-
réttindi. Hann sagði að dag-
setning slfkra viðræðna hefði
ekki verið ákveðin, en ekki
væri nema rétt og skylt að taka
fram að möguleikar væru tak-
markaðir á þvf að viðræður um
málið bæru árangur.
Pindling sagði að sú
verndarstefna stjórnarinnar á
Framhald á bls. 24
Afturganga
um þver
Bandarlkin
Los Angeles 14. apr. Reuter
ATTRÆÐUR maður sem mun
heimsmethafi f þvf að ganga
aftur á bak, hefur nú á
prjónunum áform um að taka
sér ferð á hendur og ganga
aftur á bak vfir þver Bandarfk-
in. Maðurinn sem heitir
Pennie M. Wingo, er skráður f
Guinnesbókinni fyrir aftur-
göngur sfna frá Santa Monica f
Californfu til Istanbul árið
1931—32. Hann mun nú hafa f
hvggju að leggja upp f ferðina
sfðari hluta þessa mánaðar eða
f byrjun þess næsta og ætlar að
ferðin taki hann fimm
mánuði. Hann kveðst munu
ganga að meðaltali 5 km á
klukkustund og mun sérstakur
speglaútbúnaður sem hann
hefur látið sérhanna gera hon-
um gönguna auðveldari.
Sfðan fyrst var bryddað á
þessari hugmynd við göngu-
garpinn f nóvember sl. hefur
han æft sig sérstaklega og
segist nú vera kominn f frá-
bæra þjálfun og sé ekkert að
vanbúnaði að leggja af stað.
Wingo er höfundur bókar sem
heitir að sjálfsögðu „Um-
hverfis jörðina — afturábak".
«