Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 * Háskóli Islands:. FyrirL estur um líl [nardráp PHILIPPA Foot, þekktur sið- fræðiprófessor, er starfar jöfnum höndum við Oxfordháskóla og Kalifornfuháskóla, heimsækir Háskóla tslands um páskana. Mun hún flytja opinberan fyrir- lestur og fjalla um lfknardráp, spurninguna um hvort réttlætan- legt sé frá siðferðilegu sjónar- miði að svipta mann Ilfi til þess að létta af honum sjúkdómskvöl- um, sem engin von er um að binda megi enda á með öðrum hætti. Fyrirlesturinn verður fluttur I Hátfðasal Háskólans laugardag fyrir páska, 17. aprfl, kl. 5 sfðdegis. Fjórir aðrir siðfræðingar munu ásamt Philippu Foot taka þátt í málþingi um siðfræði á vegum heimspekideildar, er haldið verður mánudag og þriðjudag, 19. og -20. aprfl. Þessir prófessorar eru auk próf. Foot þau Páll Árdal við Queensháskóla í Kingston, Ontario, Lars Hertzberg próf. f Helsinki, Rosalind Hursthouse, lektor við The Open University, og Richard Lee við Trinity College f Hartford. Meginvið- fangsefnið er tvíþætt: nýjar kenn- ingar Philippu Foot um eðli sið- ferðis, en þær hafa vakið athygli fræðimanna á sfðustu árum og valdið miklum deilum, og refs- ingar og siðferðileg réttlæting þeirra. Um það efni verður próf. Páll S. Árdal málshefjandi. Missa Brevis frumflutt í Isafjarðarkirkju Isafirði, 14. aprfl — AÐ KVÖLDI föstudagsins langa mun sóknarnefnd eins og undan- farin ár standa fyrir kirkjukvöldi f ísafjarðarkirkju. Efnisskrá er fjölbreytt og mun hljómsveit Tónlistarskólans koma þar fram undir stjórn Jónasar Tómassonar. Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, mun leika lög eftir J. S. Bach og M. Reger á pfpuorgel kirkjunnar, en auk hans munu nokkrir aðrir af tón- listarmönnum bæjarins koma fram. Sunnukórinn hefur jafnan verið einn af máttarstólpum þessara kirkjukvölda og mun svo verða einnig f þetta sinn. Auk þess að flytja lög eftir J. S. Bach og F. Schubert mun kórinn frum- flytja nýtt verk eftir Jónas Tómasson yngri. Verk þetta, sem samið er fyrir Sunnukórinn og heitir Missa Brevis, er f fjórum þáttum og þrfr þeirra verða fluttir að þessu sinni. Stjórnandi Sunnukórsins er Hjálmar H. Ragnarsson. Jónas Tómasson fæddist á ísa- firði 1946. Lagði hann stund á tónsmíðar við Tónlistarskólann f Reykjavík og við Tónlistarskól- ann í Amsterdam. Undanfarin ár hefur hann verið búsettur á Isa- firði og kennt þar við Tónlistar- skóla ísafjarðar. — Fréttaritari. Þessi mynd af grænlenzkum stúlkum var tekin f útstaðnum Ikerasak, sem er smáþorp fyrir norðan Diskósund á Vestur-Grænlandi. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Fjölþætt Grænlandsvika í Norræna húsinu Mjög unfangsmikil dagskrá verður á Grænlandsviku Norræna hússins, en hún mun standa yfir dagana 24. aprfl — 2. maf. Meginhluti dagskrár vikunnar Iiggur fyrir og á blaðamannafundi hjá Maj-Britl Imnander f Norræna húsinu kom fram að öll starfsemi húss- ins beinist þessa vikuna á sama hátt og verið hefur um fyrri menningarvikúrnar þrjár, helgaðar Færeyjum, Sömum og Álandseyjum, að þvf að kynna ýmsar hliðar hinnar græn- lenzku menningar. Og sem fyrr er það ætlunin, að boðið verði svo mörgum grænlenzkum þátt- takendum sem tök eru á og tengdir eru þeirri menningu, sem á að kynna. Norræna húsið vill fyrir sitt leyti stuðla að þvf persónuleg tengsl megi skapast milli grænlenzkra og íslenzkra menningarfrömuða. Þótt lengi hafi verið ætlunin að halda Grænlandsviku, var ýmissa ástæðna vegna tiltölu- lega seint farið að hefja raun- verulegan undirbúning. En vit- að er á þessu stigi málsins, að 8 þátttakendur koma frá Græn- landi, meðal annarra lista- maðurinn og rithöfundurinn Hans Lynge, fjárbóndinn Kaj Egede og lýðháskólastjóri Karl Elias Olsen. Karl Kruse ráðu- nautur í Grönlands Oplysnings- forbund skipuleggur vikuna af Grænlandinga hálfu og kemur einnig til Reykjavfkur. Lands- ráð Grænlands og Grænlands- málaráðuneytið hafa veitt fjár- hagsaðstoð vegna vikunnar. Samtímis þvf, sem Græn- landsvikan stendur yfir í Norræna húsinu verða hér á ferð tveir efstu bekkir kennara- skólans f Godtháb á Grænlandi ásamt tveimur kennurum sfn- um, og er annar þeirra skóla- stjórinn, Ingmar Egede. Kennaraháskóli Islands sér um þennan gestahóp, en þeir taka einnig þátt í „vikunni" í Norræna húsinu. A Islandi eru margir sér- fróðir um Grænland, og þeir hafa verið til ómetanlegrar að- stoðar við undirbúning allan, og svo er og um ýmsa opinbera aðila, fyrirtæki og stofnanir. Nokkrir íslendingar munu taka þátt í dagskránni með fyrir- lestrum eða á annan hátt. Tveir fyrirlestranna verða á dönsku, svo að hinir grænlenzku gestir geti einnig notið þeirra. Sýningar verða mjög mikil- vægur þáttur Grænlandsvik- unnar. Verður þar um að ræða bókasýningu, bæði með göml- um og nýjum bókum og listsýn- ingu með grafík, málverkum og höggmyndum. Jens Rosing sýn- ir t.d. 30 teikningar af fuglum, Hans Lynge sýnir málverk og höggmyndir, Aka Hoegh og Kristian Olsen sýna grafík, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Svolítil innsýn gefst einnig aftur í tfmann í grænlenzkri list, þar sem verða sýndar lit- skyggnur um grænlenzka al- þýðulist og sýning á teikning- um eftir Jacob Danielsen. Frá Grönlandsk Folkekunst í Godtháb kemur safn fallegra hluta, og ennfremur kemur frá konunglegu Grænlandsverzlun- inni ýmis listiðnaður, og verða þeir munir til sölu. Grænlands- verzlunin sendir einnig mat- væli, sem verða á boðstólum f kaffistofu hússins. Ætlað er, að daglega verði f fyrirlestrarsal hússins kvik- myndasýningar, ýmiss konar fyrirlestrar og annað efni. Ekki er ennþá hægt að leggja fram fullsamda dagskrá, en við upp- haf vikunnar verður búið að prenta dagskrá, sem lögð verður fram, og væntanlega verður daglega auglýst í dag- blöðum, hvað um verður að vera hverju sinni í Grænlands- vikunni. Norræna húsið verður opið daglega til kl. 23:00 meðan á vikunni stendur og venjulega lýkur hverri dagskrá með stuttri kvikmyndasýningu kl. 22:00. Sýningasalirnir í kjallara verða einnig opnir til 23:00, svo og kaffistofan. Inga Marfa Ey- jólfsdóttir Ingibjörg Mar- teinsdóttir Jón Vfglunds- son Ungir einsöngvarar í Dómkirkjunni Þrír söngvarar, nemendur Marfu Markan, syngja einsöng við messurnar í Dómkirkjunni á páskadagsmorgni í verki Svein- björns Sveinbjörnssonar, „Páska- dagsmorgni“. Einsöngvararnir eru Inga María Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir og Jón Víglunds- son. — Messurnar eru kl. 8 og kl. Ilf.h. Kabarett- bingó í Sigtúni KABARETT-bingó Kvenna- deildar Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra verður ( kvöld kl. 8.30 í Sigtúni við Suðurlandsbraut. Spilaðar verða 18 umferðir. Þrjár utanlandsferðir, alls að verð- mæti rúmlega 200 þús kr., standa til boða, en fyrir utan utanlandsferðirnar verða allir vinningar að verðmæti 10—50 þús. kr., þar á meðal málverk, húsgögn, matvara og alls konar vöruút- tektir. Heildarverðmæti vinn- inga er 700—800 þús. kr. — Húsið er opnað kl. 7.30. ömar Ragnarsson. Við þjjú. Ómar Ragnarsson mun annast skemmtiatriði ásamt Við þrjú, en það söngtríó er skipað Haraldi Baldurssyrji, Ingibjörgu Ingadóttur og Sturlu Erlendssyni. Allur ágóði af skemmtun- inni rennur til Æfingastöðv- arinnar við Háaleitisbraut og starfseminnar í Reykjadal. Tónleikar í Bústaðakirkju ÞRIÐJUDAGINN 20. aprfl kl. 20.30 heldur Snorri örn Snorra- son tónleika I Bústaðakirkju. Snorri hefur undanfarna 5 vetur stundað nám f gftarleik við tón- listarháskólann f Vfnarborg, en hann tekur burtfararpróf þaðan nú f vor. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón- leíkar Snorra hér á landi, en hann hefur leikið á tónleikum f Austurrfki og Svfþjóð auk þess að hafa gert upptökur fyrir sænska og íslenska hljóðvarpið svo og fslenska sjónvarpið. Snorri var fulltrúi tslands f norrænu gftar- keppninni sem fram fór f Kaup- mannahöfn f fyrravor. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Bach, Villa-Lobos, de Falla og Albeniz. Aðgöngu- miðar fðst við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.