Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976
Sverrir Hermannsson:
Á GAGNVEGUM
Fyrir skömmu átti greinar-
höfundur þess kost að kynna
sér lítillega skýrslur hinnar
svokölluðu Svartoliunefndar.
Við hraðan yfirlestur virtist
þetta léttvaegur samtíningur.
Við nákvæmari athugun kemur
í ljós að ákaflega óvísindalega
er að þessu verki staðið, svo
ekki sé meira sagt. Ef-yfirvöld
og bankar, sem hvetja til
notkunar svartolíu í fiskiskip-
um, hafa fyllzt áhuga í þvf efni
við þann lestur, þá má lofa
ólæsi. Nefndin kemst sem sagt
ekki hjá þvi í syrpu sinni að
auglýsa algjört reynsluleysi sitt
á þessu sviði, þrátt fyrir góðan
vilja. Fram á það má auðveld-
lega sýna þegar til þarf að taka.
Undirritaður hripaði stutta
Sverrir Hermannsson
miklu lengri reynslu af rekstri
skuttogara.til dæmis.en við. Þar
við bætist að togarar þeirra
eiga um miklu lengri veg að
sækja á fiskimiðin en okkar,en
það er einmitt á löngum vega-
lengdum, sem e.t.v. má fremur
notast við svartolíu, þegar vélar
eru keyrðar lengi með miklu
álagi.
Flögrar það að einhverjum að
Þjóðverjar hafi ekki tekið eftir
verðmismun á svartolíu og gas-
oliu? Eða að þá skorti tækni til
að ráða gátuna um notkun
hinnar margumtöluðu svörtu
olíu í fiskiskipum sínum?
Fróðlégt á marga vísu væri að
fá vitneskju um afstöðu hags-
munasamtaka sjávarútvegsins í
máli þessu. Eða Siglingamála-
Svartolíuæði
grein um efnið fyrir skemmstu
í Morgunblaðið, þar sem honum
er málið skylt. Viðbrögð af
hálfu svartoliumanna hafa
engin orðið, en þeim mun meiri
af hálfu þeirra, sem eindregið
eru þeirrar skoðunar, að
notkun svartolíu í íslenzk fiski-
skip sé hið mesta óráð. Að hafa
streymt upplýsingar innlendar
og erlendar, sem allar eru á
eina bók lærðar: notkun svart-
olíu til brennslu í vélum fiski-
skipa er glæfraspil. Notkun
svartolíu er því aðeins mögu-
leg, að vélarnar séu sér-
smíðaðar til þess arna. Engin
vél í íslenzku fiskiskipi er sér-
byggð til brennslu svartolíu.
Nú hafa nokkrar útgerðir
brugðið á það ráð að hefja
notkun svartolíu. Ástæður eru
augljósar: Menn freistast til
þess vegna hins mikla verð-
munar, sem er á svartolíu og
gasolíu, enda hefir þeim verið
talin trú um ágæti olíunnar af
áróðursmönnum svartolíu og
yfirvöldum, sem trúað hafa
áróðrinum eins og nýju neti og
prísa sig sæla að þar með sé
leystur vandi útgerðar.
Því miður virðist þessu vera
öfugt farið. Ef marka má nýjar
upplýsingar og álit fjölmargra
sérfróðra aðila þá rasa þeir um
ráð fram sem hvetja til þess að
íslenzki fiskiskipaflotinn taki
að nota svartolíu til brennslu.
Góð ráð eru dýr. Reynslan
hefir fært okkur heim sanninn
um að oft grípur írafár um sig i
íslenzkri útgerð. Næg eru
dæmin um gusuganginn og
ekki að sökum að spyrja þegar
fyrirsvarsmenn hvetja til fram-
kvæmda og bankar bjóða fram
fé. Margur er dárinn í útgerð
þótt ekki sé honum teflt upp
með slíkum ódæmum.
Má gera þá tillögu að dokað
verði ögn við meðan óyggjandi
reynsla fæst af þeim tilraunum,
sem þegar eru hafnar hér-
lendis? Væri ekki hyggilegt að
skipa nýja rannsóknarnefnd,
sem rannsaki málið vlsinda-
lega, og leiti sér upplýsinga er-
lendis hjá aðilum, sem þegar
hafa rannsakað notkun svart-
olíunnar? Þarf í þessu máli Iíka
að leggjast á fjóra fætur fyrir
bankavaldið og frábiðja sig
allra mildilegast að taka fram-
boðið lán til uppsetningar
svartoliubrennslu, sem senni-
lega mun eyðileggja vélar fiski-
skipaflotans?
Hvernig í ósköpunum
stendur á því að Þjóðverjar,
sem eru allra manna séðastir í
öllum rekstri, skuli ekki láta
sér til hugar koma að brenna
hinni ódýru svartolíu i fiski-
skipum sínum? Hafa þeir þó
stofnunarinnar. Ekki geta
þessir aðilar skellt skolleyr-
unum við svo mikilvægu máli.
Hér er ekki verið að amast
við nýjungum. Hér er af marg-
gefnum tilefnum verið að vara
við að anað verði áfram að óat-
huguðu máli.
Þess er hér með krafizt af
réttum yfirvöldum að þegar í
stað verði gerð ítarleg rann-
sókn á notkun svartolíu til
brennslu i vélum íslenzka fiski-
skipaflotans. Þar til þeirri
rannsókn er lokið og niður-
stöður fengnar ættu útvegs-
menn að varast að bregða á svo
vafasamt ráð sem notkun svart-
olíu.
Rannsóknir og skýrslugerðir
Svartolíunefndar eru að engu
hafandi í þá veru að rétt sé og
hagkvæmt að brenna svartolíu í
fiskiskipum. Þrátt fyrir góðan
vilja til að færa sönnur á ágæti
svartolíu, tekst ekki betur til en
svo, að á annarri hverri síðu má
lesa hið gagnstæða, enda mun
það sönnu nær.
Um margt ómerkilegra hefir
verið skotið á ráðstefnu. Vilja
ekki útvegsmannasamtökin svo
vel gera og hafa forgöngu um
slikt? Að visindalegri niður-
stöðu kemst sú ráðstefna að
sjálfsögðu ekki, en nauðsynlegt
er að menn beri saman
bækurnar hið fyrsta.
Þögnin hljómar
□ Björn E. Hafberg:
□ AÐ HEYRA ÞÖGNINé
HLJÓMA.
□ Öhljóð.
□ Myndir eftir Hallmund Haf-
berg.
□ Utgefandi höfundur 1975.
Q Björn E. Hafberg:
□ ERINDREKAR NÆTUR-
INNAR
□ Ljóð og smásögur.
□ Myndir eftir Hallmund Haf-
berg og Söru Vilbergsdótt-
ur.
□ Utgefandi höfundur 1975.
BJÖRN E. Hafberg er ungur
maður, sem kveður sér hljóðs
með tveimur bókum í senn: Að
heyra þögnina hljóma og Erind-
rekum næturinnar. Um þessar
bækur er þvi miður litið annað
að segja en það að höfundurinn
sýnir töluvert áræði með því að
senda þær frá sér. Þær virðast
ekki hafa farið I gegnum neinn
hreinsunareld áður en fjöl-
ritunarvélin tók við þeim.
Ungir höfundar eru llklega
hættir að hafa fyrir þvi að láta
lesa yfir handrit sln og gagn-
rýna þau. Mestu skiptir að
koma þeim sem fyrst á markað.
Þessarar óþolinmæði geldur
Björn E. Hafberg eins og svo
margir aðrir. Smekkvís maður
hefði auðveldlega getað gert
eina bók úr bókunum hans
tveim. Utkoman hefði þá verið
betri.
Björn E. Hafberg yrkir um
rykkorn á ströndinni, sem fyrr
eða síðar fellur I sjóinn og
gleymist. Hann yrkir einnig um
þúsund blaða rósina, sem aldrei
finnst þrátt fyrir ævilanga leit.
Htnn vegsamar ástina, en
beinir skeytum sínum gegn
sjálfselsku og hræsni. Mengun
er honum ofarlega I huga.
Honum svíður eins og mörgum
hvernig mennirnir leika jörð-
ina:
Tveir regndropar
áleið
til jarðar
f gegnum skýin
og geisla sálarinnar
námu staðar
I þrjátfu metra
fjarlægð
frá yfirborði jarðar,
steini lostnir.
Bókmenntir
eftir JÓHANN
hjalmarsson
Myndskreyting eftir Söru Vii-
bergsdóttur. Ur Erindrekum
næturinnar eftir Björn E. Haf-
berg.
Þeir vildu ekki lenda
fhvaða skftahaug
sem var og sneru aftur
til fyrri heimkynna sinna.
Yfir sig undrandi
á óþverra og skft
mannanna.
1 Að heyra þögnina hljóma er
Sagan um sandkornið, ekki
óhnyttin frásögn af örlögum
sandkorns. I Erindrekum næt-
urinnar eru þrjár smásögur,
sem ætlað er að vekja til um-
hugsunar um samfélagið: and-
varaleysi fólks og llfslygi. I
þessum sögum eins og I sumum
ljóðanna má sjá að Birni E.
Hafberg er mikið niðri fyrir.
Honum er I mun að tjá sig og
hafa áhrif á fólk. En það verður
að segja eins og er að viðfangs-
efni hans eru enn sem komið er
of almenn, að ekki sé sagt
þvæld, til þess að vekja athygli.
Auk þess skortir hann það, sem
síst má vanta: öguð vinnubrögð.
Leikfélag Ólafsfjarðar:
Tobacco Road
LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar tók
Tobacco Road eftir Erskine Cald-
well til sýningar nú á ofanverðum
vetri. Ég hafði ekki áður séð til
þessa leikhóps; þótti verkefnið
djarft og þvl forvitnilegt að sjá
hversu til tækist. Að vlsu hafði ég
haft spurnir af því, að leiklist á
Ólafsfirði stæði hátt. Á hinn bóg-
inn eru því takmörk sett, hversu
'mikils hægt er að ætlast til af
áhugamönnum, einkanlega þegar
sumir þeirra eru I aðgerð jafnað-
arlega og þurfa að sæta lagi til að
sinna áhugamáli slnu, leiklistinni.
Þegar mér var sagt frá því, hvern-
ig þetta fólk ynni fyrir brauði
sínu, og hugðarefnum, lukust
augu mín upp fyrir þvl, hversu
fánýtt tal þetta er um 40 stunda
vinnuviku til þess að öðlast lífs-
fyllingu.
Nú skyldu menn ætla, að þessi
langi formáli sé eins konar afsök-
un fyrir þessum skrifum. En það
er síður en svo. Sýning Leikfélags
Ólafsfjarðar á Tobacco Road var
góð sýning. Mér var að vísu bent á
stöku snurður á þræðinum. Ég
tók ekki eftir þeim. Mér þótti
sýningin öll samfelld og leikgleði
stafaði frá hópnum; ég upplifði
m.ö.o. engin þau augnablik, þar
sem maður finnur sárt til þess, að
áhugafólk er að reyna sér um
megn. Á hinn bóginn var margt
stórvel gert. Ég nefni sérstaklega
til Elínu Haraldsdóttur I hlut-
verki Ödu Lester, móðurinnar.
Leikur hennar var stórkostlegur,
persónusköpunin einlæg. Heift
hennar, móðurást og fyrirlitning,
— allt fas. Fyrir hugskotssjónum
mínum stendur sönn túlkun, sönn
persónusköpun, einstök meðal
áhugafólks að ég ætla.
Kristinn G. Jóhannsson skóla-
stjóri er leikstjóri. Mér verður
það stundum á að bera hann I
huganum saman við skólastjór-
ann Sigurð Hallmarsson á Húsa-
vlk. Sigurður er meiri leikari en
Kristinn, ég veit ekki einu sinní
hvort Kristinn hefur nokkru sinni
leikið. Báðir gera þeir leikmynd,
svo að maður eins og ég sé þar
engin missmíð á. Ég hef fyrir satt,
að Kristinn sé kannski betri
myndlistarmaður en Sigurður en
skal ekkert um það segja. Og nú
lýkur mannjöfnuði. Sameiginlegt
eiga báðir þessir menn, að þeir
lyfta staðnum, þar sem þeir eru;
hrífa fólk með sér, eru persónu-
gervingar þess, sem menningar-
vitar kalla list um landið. Þarna
er þessi list. Hún kom ekki með
styrkjum að sunnan, heldur býr I
fólkinu sjálfu I hinum strjálu
byggðum og finnur sér farveg fyr-
ir tilstuðlan manna eins og þess-
ara. Og um leið kemur I hugann
sú ömurlega hugdetta að ímynda
sér Sigurð Hallmarsson skóla-
stjóra I Austurbæjarskólanum I
Reykjavík og Kristin I Réttar-
holtsskóla. Hvernig skyldu sllk
náttúrubörn I listinni dafna svo
nálægt háskóla, svo nálægt þjóð-
leikhúsi, svo nálægt listaskáldun-
um vondu? Innan um malbik og
steyptar stéttar en geta aldrei
brugðið sér inn I beituskúrinn eða
teflt I tvísýnu með færðina fyrir
Múlann.
Af einstökum leikurum nefni
ég Jón Ólafsson I hlutverki iðju-
leysingjans Jeeter Lester. Mér
þótti honum takast vel upp I túlk-
un sinni, kæringarleysið „féll að
slðum“ og skoplegt látæði prýddi
sýninguna. Guðbjörn Arngrlms-
son lék strákinn Dudda, skilgetið
afkvæmi föður síns, frfsklega og
samleikur þeirra systur Bessie,
Hönnu Maronsdóttur, var ágætur.
Sigurður Björnsson náði góðum
tökum á Lov Bensey, þessum úr-
ræðalausa námumanni, sem i ein-
feldni sinni reyndi þó að bjarga
sér en allt gekk öndvert fyrir.
Hanna B. Axelsdóttir túlkaði um-
komuleysi og öfund Ellu Maju
sannferðuglega. Með minni hlut-
verk fóru Guðrún Víglundsdóttir,
Ríkarður Sigurðsson, Guðlaug
Jónsdóttir, Sigmundur Jónsson
og Sigurður Snorrason og áttu öll,
eins og fyrr segir, sinn þátt I að
móta þessa eftirminnilegu leik-
sýningu.
Leikmynd gerði Kristinn G. Jó-
hannsson, en leiktjaldasmiðir
voru Grétar Magnússon og
Jóhann Freyr Pálsson. Förðun
annaðist Ingibjörg Einarsdóttir.
Sjónleikur þessi er gerður eftir
skáldsögu Erskine Caldwells, en
höfundur leikgerðar er Jack Kirk-
land og þýðari Jökull Jakobsson
I lok þessara fáu orða hlýt ég að
láta I ljós þá von, að framhald
megi verða á því, að snjöllustu
leikarar okkar við Þjóðleikhúsið
og Leikfélag Reykjavlkur sjái sér
fært að vinna með áhugafólki og
leikfélögum úti á landi eins og í
vetur. Mér virðist Leikfélag
Ólafsfjarðar verðskulda slíka
heimsókn. En þótt sá draumur
rætist ekki I bráð, megum við
hlakka til næstu sýningar, Það
verður enginn fyrir vonbrigðum,
sem eyðir kvöldstund með þeim
samstæða hóp, sem er kjarni
Leikfélags Ólafsf jarðar.
Halldór Blöndal.
Síðustu
sýningar
á Carmen
NÚ FARA að verða síðustu
forvöð að sjá Carmen-
sýningu Þjóðleikhússins.
Carmen hefur verið sýnd í
allan vetur og eru sýningar
orðnar 44 en 45. sýningin
verður á annan í páskum
og eru þá eftir örfáar sýn-
ingar.
Tala sýningargesta er nú
um 23 þúsund, enda hefur
verið uppselt á flestar sýn-
ingarnar.