Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þakkir Ég vil þakka háttvirtri hreppsnefnd Stykkishólms þá virðingu og vinsemd að gera mig að heiðursborgara Stykkis- hólms. Jafnframt vil ég þakka íbúum hreppsins traust þeirra, tryggð og ágætt samstarf á liðnum árum. Sigurður Ágústsson Hugheilar þakkir til allra vina og vanda- manna, sem með einstakri góðvild og hlýhug gerðu mér 70 ára afmælisdaginn ógleymanlegan. Lifið heil. Guðrún Björnsdóttir. | fundir — mannfagnaöir Borgfirðingafélagið heldur skemmtikvöld föstudaginn 23. apríl í Domus Medica kl. 8.30. Góð skemmtiatriði. Nánar auglýst n.k. mið- vikudag. 5 tjórnin. Eyfirðingar — Þing- eyingar Reykjavík Vorfagnaður félaganna verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 23 apríl kl. 20.30. Dagskrá: Ávarp Vísnaþáttur Egill Jónasson, Húsavík. Spurningakeppni milli sýslnanna, stjórnandi Jónas Jónasson. Dansað til kl 2. Aðgöngumiðar seldir í anddyri Súlnasalar frá kl. 1 9, föstudag. Stjórnirnar. Byggingarlóð til sölu Lóðin nr. 1 7 — 1 9 við Hellisgötu í Hafnar- firði er til sölu. Tilboð sendist Kaupfélagi Hafnfirðinga fyrir 26. apríl n.k. Kaupfé/ag Hafnfirðinga. Jörð Til sölu jörð á suðurlandi ásamt húsum. Jörðin er vel í sveit sett um 70 km frá Reykjavík. Þeir sem vildu kynna sér málin leggi nöfn og heimilisföng inn á af- greiðslu blaðsins merkt „Jörð 2066" fyrir 25. apríl. Skipti á húsi í þéttbýli kæmi til greina. Mynd eftir Guðmund Þorsteinsson (Mugg) til sölu og sýnis. Tilboð óskast. Frönsk Ormulu klukka ca 1830, einnig handunnin japönsk blóm. Vara sem er í sérflokki o.m.fl. Listaskemman íBankastræti. Saumstofa sem er þekkt um allt land og er stærsta sinnar tegundar í landinu, er til sölu ef um semst. Verksmiðjan er vel búin vélum svo og sniðum og öðru sem með þarf. Framleiðir aðallega vinnu- og sportfatnað. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið sendið nöfn og síma til Mbl. merkt „Saumastofa: 2065", fyrir 23. apríl tilkynningar Kökusala og páskabasar að Hallveigarstöðum frá kl. 2 í dag, skírdag. Gómsætar kökur og nýstárlegur gjafavarningur. Félag einstæðra foreldra. Lóðasjóður Reykjavíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um lán úr lóðasjóði Reykjavíkurborgar. Lán úr sjóðnum takmarkast við úttekt á malbiki og muldum ofaníburði frá Malbikunar- stöð og Grjótnámi Reykjavíkurborgar. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og þurfa umsóknir að hafa borizt á sama stað fyrir 1 . maí n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík. Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1976 Samkvæmt 2. og 5. kafla heilbrigðis- reglugerðar frá 8. febr. 1 972, er lóðaeig- endum skylt að halda lóðum sínum hrein- um og þrifalegum og að sjá um, að lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábóta- vant, verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvör- unar. Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes, á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00—23,00 Á helgidögum frá kl. 10,00—18,00 Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í því efni. ' Gatnamálastjórinn íReykjavík. Hreinsunardeild. bílar "vbtS VOLVOSALURINN Fólksbílar til sölu Volvo 144 de luxe árgerð 1974 4ra dyra. Litur hvitur. Ekinn 46 þús. km. Verð kr. 1 700 þús. Volvo 142 Grand luxe árgerð 1973 2ja dyra. Litur blá- sanseraður. Ekinn 63 þús km. Verð kr. 1 550 þús. Volvo 144 de luxe árgerð 1972 4ra dyra. Litur grænn. Ekinn 70 þús. km. Verð kr. 1 1 50 þús. Volvo 142 Evrópa árgerð 1971. 2ja dyra. Litur dökkblár. Ekinn 94 þús. km. Verð kr.-910 þús. Volvo 144 de luxe árgerð 1970 4ra dyra. Litur guldrapp. Ekinn 90 þús. km. Verð kr. 820 þús. Peugeot 404 árgerð 1972 4ra dyra. Sjálfskiptur. Ekinn 76 þús. km. Verð kr. 1 320 þús. Vörubíll til sölu Volvo F 85 árgerð 1973. Flutningabíll. Ekinn 1 10 þús. km. Verð kr. 4 milljónir. Til sölu vörubíll Scania 110, árg. 1972. Ýmis skipti geta komið til greina. Uppl. í síma 99-6169. kennsla Lyfjatæknaskóli íslands auglýsir inntöku nema til þriggja ára náms við skólann. Inntökuskilyrði eru gagnfræðapróf eða hliðstæð próf. Umsóknir um skólavist skal senda skóla- stjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Suður- landsbraut 6, fyrir 25. júní 1 976. Umsóknin skal fylgja: 1. Staðfest afrit af prófskírteini 2. Almennt læknisvottorð 3. Vottorð samkv. 36. gr. lyfsölulaga (berklaskoðun) 4. Sakavottorð 5. Meðmæli (vinnuveitenda og/eða skólastjóra). 73. apr;i jgyg Skólastjóri. Reiðskóli Námskeið í hestamennsku fyrir fullorðna og sem eitthvað eru vanir verður haldið á vegum félagsins og hefst þriðjudaginn 22. apríl kl. 15, 17 og 19. Þrír flokkar. Kennari verður Reynir Áðalsteinsson. Inn- ritum fer fram þriðjudaginn 21. apríl kl. 13 —17 á skrifstofu félagsins. Kennslu- gjaldið greiðist við innritun. Ath: Fáksfélagar munið hópferðina á hestum að Hafravatni í dag kl. 14.30 Hestamannafélarjið Fákur einkamál Peningalán Get útvegað víxillán. Tilboð sendist Mbl. merkt: Lán — 4992"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.