Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 33 Mynd um œvi Krists Á FÖSTUDAG er mynd f sjón- varpinu sem nefnist Sagan mikla. Er þetta bandarísk bíó- mynd frá árinu 1965 og fjallar um ævi Krists. Myndin er rúm- ir þrír tímar að lengd og er þýðandi hennar Dóra Haf- steinsdóttir. Sagði Dóra að ævi Jesú Krists væri fylgt, hæfist myndin er vitringarnir væru að fylgja stjörnunni og endaði með upprisunni. Ur myndinni Sagan mikla sem er f sjónvarpinu annað kvöld. Myndin er rúmlega þriggja tfma löng. Myndin skartar mörgum frægum nöfnum leikara. Aðal- hlutverkið, Jesú Krist, leikur Max von Sydow, en Jóhannes skírara leikur Charlton Heston. Aðrir leikarar eru t.d. Dorothy McGuire, Sidney Poitier, Sal Mineo, John Wayne, Telly Savalas og Jose Ferrer. önnur kvikmyndahandbókin sem fjallar um myndina telur hana nú ekkert sérstaka og tel- ur að betra sé að finna eitthvað annað að gera fremur en að horfa á hana. Segir hún að bók- in hafi verið mun betri. ueui Staðreyndir um stríð FJÓRTÁNDI þáttur Heims- styrjaldarinnar sfðari er i sjónvarpi kl. 21.30 á þriðjudag. Myndin lýsir styrjöldinni i Burma en Japanir höfðu landið á valdi sinu f ein þrjú ár. Japan- ir sóttust eftir gúmmí og'olíu sem var f Burma og einnig vakti fyrir þeim að eyðileggja Burmabrautina svonefndu sem Bandaríkjamenn notuðu tals- vert til að flytja birgðir til Kfna. Tókst Japönum fljótlega að ná helztu hafnarborg Burma sem var Rangoon og náðu síðan öllu landinu á sitt vald. Voru Bretar illa undir innrás Japana búnir og kom árásin þeim gersamlega á óvart. Þá olli það miklu að Japanir kunnu að not- færa sér skóginn sem Bretar kunnu ekki á þessum tíma. Seinna fóru Japanir inn í Ind- land og var barizt mjög harka- lega um borgirnar Imphal og Kohima. Eftir mikla bardaga á landa- mærum Burma og Indlands tókst svo að reka Japani til baka. Var þá kominn liðsauki amerfskra sjálfboðaliða en einnig börðust tvær kinverskar hersveitir með Bretum á þess- um stöðvum. Voru þær undir stjórn bandarísks hers- höfðingja en fyrir þeim vakti að opna á ný járnbrautarlínu til Kfna. Það er svo á árinu 1945 að aftur tókst að ná Rangoon. „Myndin er bara staðreyndir um strið,‘' sagði þýðandi og þul- ur myndarinnar, Jón O. Edwald, „og sýnir hún vel hvers lags brjálæði þetta er. Þetta er vel til þess fallið að vekja andúð manna á styrjöld- um.“ Stríðsógnir og gildi friðar A ÞRIÐJUDAG er f sjónvarpi hollenzk mynd sem nefnist I nafni friðarins. Fjallar myndin um þær hugmyndir sem börn gera sér um strfð og frið. Þýð- andi og þulur er Ingi Karl Jó- hannesson. Sagði Ingi Karl að myndin hefði verið gerð f tilefni friðar- dagsins árið 1969. Hefði verið stofnað til teiknimyndasam- keppni eða söfnunar á teikning- um og var efni þeirra friður og framtfðin. Bárust um 20.000 teikningar. Þar láta börnin í ljós viðhorf sfn til strfðs og friðar og beita óspart hug- myndaflugi sínu. Er myndin að mestu leyti sýning á þessum teikningum með viðeigandi skýringum. Er þannig brugðið upp mörgum myndum og reynt að sýna inn í hugarheim barn- anna. „Börnin túlka þarna á sinn hátt stríðsógnir og gildi friðar," sagði Ingi Karl, „og hvernig hinn nýi heimur eigi að vera.“ Börnin munu vera á aldrin- um 5 til 95 ára en mest er þó eftir börn sem hafa fremur fá ár að baki. Túlka þau hvað þeim finnst um stríð og frið „og myndin er raunverulega áróður fyrir friði,“ sagði Ingi Karl að lokum. Það er undarlegt strfðið. I sfðasta þætti Heimsstyrjaldarinnar börðust Nýsjálendingar við Þjóðverja fyrir Breta á ítalfu. Myndin er frá styrjöldinni á austurvfgstöðvunum þó að sá þáttur sé að vfsu ekki á þriðjudag. Enn keppa FJÓRÐI þáttur spurninga- keppninnar Kjördæmin keppa er í sjónvarpi kl. 20.35 á laugar- dag. Að þessu sinni eru það Norðurland vestra og Norður- land eystra sem leiða saman hesta sfna. Lið Norðurlands vestra skipa þeir Hlöðver Sig- urðsson fyrrverandi skóla- stjóri, Lárus Ægir Guðmunds- son sveitarstjóri og séra Ágúst Sigurðarson á Mælifelli f Skagafirði en hann hefur áður tekið þátt í slíkri keppni í sjón- varpi. Lið Norðurlands eystra er skipað eftirtöldum mönnum: Gisli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri, Guðmund- kjördæmin ur Gunnarsson skattendurskoð- andi, einnig á Akureyri, og Indriði Ketilsson bóndi á Fjalli f Aðaldal. Eins og kunnugt er þá fellur það lið sem tapar úr keppninni þannig að eftir fjórða þáttinn á laugardag verða eftir fjögur lið. Þá verður dregið um það hvaða lið keppa saman í næstu um- ferð en að henni lokinni verða aðeins tvö lið eftir sem keppa til úrslita. í hléi í þættinum á laugardag- inn skemmtir hljómsveitin Húsavíkur-Haukar. Spyrjandi þáttarins er Jón Ásgeirsson og dómari er Ingi- björg Guðmundsdóttir. Lið Norðurlands vestra: Hlöðver Sigurðsson, Lárus Ægir Guð- mundsson og sr. Ágúst Sigurðsson. Lið Norðurlands eystra: Gfsli Jónsson, Guðmundur GuimaiSson og Indriði Ketilsson. Myndin með læknunum nefnist Strandaglópar. Á meðfylgjandi mynd er greinilega verið að ræða málin um borð í MS Begonia. Fgrsti kjallaraþátturinn NÝR flokkur tónlistarþátta hefur göngu sína á mánudag annan f páskum. Hefst þáttur- inn kl. 21.25 og er 35 mfnútna langur. Nefnist hann 1 kjallaranum og er umsjónar- maður þessa þáttar örn Peter- sén. í þessum fyrsta þætti koma fram Diabolus in Musica sem skipuð er þeim Aagot Vigdísi Óskarsd- Uur, Guðmundi Thorc .dsen, Jóhönnu Þórhalls- dóttur, Jóni Sigurpálssyni, Jónu Dóru Óskarsdóttur og Páli Torfa önundarsyni. Þá kemur einnig fram í þessum þætti Bergþóra Árnadóttir. Guðmundur Thoroddsen, einn félaga Diabolus, sagði að honum þætti talsvert erfitt að gera grein fyrir hvers konar músik það væri sem Diabolus flytti. Hann hefði hrærzt svo lengi f þessu að það væri svolít- ið erfitt að skilgreina þetta. „Þó má kannski útskýra þetta sem einhvers konar sambland af revíumúsik með tóluverðri klassískri útsetningu og að mörgu leyti svona léttri sveiflu," sagði Guðmundur. Þá sagði Guðmundur að Diabolus flýtti fimm lög í þættinum. Var tekin upp mynd og hljóð jafnt og engin atriði endurtekin. Þátturinn er tek- inn þannig upp að það er eins og hljómsveitin sé að æfa í þess- um kjallara fyrir konsert sem flytja á um kvöldið. Lögin eru öll utan eitt eftir félaga Diabolus. Sagði Guðmundur að einhver einn ætti e.t.v. hug- myndina en meðferðin þróaðist hjá hljómsveitinni. Fyrsta lagið er eins konar draugalag og er úr þjóðhátíðar- svftu.Heitir lagið Hvín f rjáfri 11 alda. Næsta lag nefnist Yf- ir skammt er kallst samt Timbuktu hjá félögum hljóm- sveitarinnar. Segir þar frá leitandi manni sem fer víða (m.a. til Timbuktu) en leitar e.t.v. langt yfir skammt. Þá flyt- ur Diabolis Meðallag sem er að sögn Guðmundar fornt og með þungum takti. Siðasta lagið er svo það lag sem ekki er eftir hljómsveitina. Nefnist það Gaggó-gæi og er eftir Björn Jónasson. Lagið hefur að sögn Guðmundar tekið miklum breytingum frá þvf að það var fyrst flutt fyrir fáum árum. Að lokum sagði Guðmundur Thoroddsen að öll væru þau í Diabolus miklir jassunnendur og e.t.v. mætti heyra slfk áhrif í flutningi þeirra. Þá eru einnig flutt f þessum þætti lög eftir Bergþóru Árna- dóttur og annast hún það sjálf. Eru þetta þrjú lög en í tveimur þeirra nýtur Befgþóra aðstoðar Páls Torfa önundarsonar við undirleik. Þessar þrjár hnátur eru f Diabolus in Musica. T.f.v. Jóna Dóra, Aagot og Jóhanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.