Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 7
I
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
7
Lesandi minn. Á sunnu-
daginn var birti Morgun-
blaðið þér hugvekju frá mér,
sem varðar þessa daga, daga
dymbilvikunnar. Þarvar
skrifað örlitið fram í timann,
og verður svo enn, því á
skirdegi langar mig að hugsa
til páskadagsins. Þaðerekki
óeðlilegt, þarsem þá gerðist
sá atburður, sem hlýturað
teljast fela i sér fyllingu
þeirra hluta sem dymbil-
daganaskópu.
Þessi atburður er að sjálf-
sögðu upprisa Krists. Hún er
kristnum mönnum dýr-
mætust allra trúaratriða. Það
er kannski þess vegna, sem
andstæðingar kristninnar
hafa lagt sig í framkróka við
að andmæla henni og gera
lítið úr þeim heimildum, sem
við eigum um hana.
En hverju getum við
svarað slíku? Hvað getum við
sagt um þær heimildir, sem
við byggjum á svo mikitvæg-
an hlut?
Elsta heimildin er Fyrra
bréf Páls postula til Korintu-
manna, ritað 22—23 árum
eftir upprisuna, eftirfram-
burði tveggja sjónarvotta,
Péturs og Jakobs bróður
Jesú, en Páll nam þetta af
munni þeirra aðeins 3 — 4
árum eftir að upprisan átti
sér stað. Þvi er þetta geysi-
merk heimild.
Aðalheimildin, en að visu
rituð fáeinum árum síðar, er
Markúsarguðspjall. Höf-
undur þess, Jóhannes
Markús, var ungur piltur í
Jerúsalem, þegar þessir at-
burðir gerðust. Móðirhans
hét María. Hún varein þeirra
kvenna sem sagt er, að hafi
fylgt Jesú á ferðum hans og
þjónað honum. Hún var
efnuð kona, átti stórt hús í
Jerúsalem, þar sem frum-
söfnuðurinnn hL..:: saman
eftir upprisuna, og sennilega
hefur Jesús neytt kvöld-
máltíðarinnar i húsi hennar
og farið þaðan út í
Getsemane, þarsem hann
var handtekinn. Þaðvoru
nánar vinkonur hennar, sem
héldu út að gröfinni að
morgni upprisudagsins og
urðu fyrstu vottarnir að
undrinu mikla, sem síðan
hefur skipt sköpum um trú
og lífsskoðun.
Jóhannes Markús hefur
þvi umge. gist daglega á
heimili sínu þaðfólk, sem
kom fyrst að hinni opnu grö.
og sá hinn upprisna með
eigin augum. Hann hefur svo
til vafalaust sjálfur séð Krist
upprisinn. Allur fjöldi læri-
sveina hans sá hann birtast
einhvern tíma á tímabilinu
frá páskum til uppstigningar-
dags. Páll postuli segirfrá
meira en 500 manns, er hafi
séð hann. Slíkt gerir harla
erfitt að tala i alvöru um
falsaða vitnisburði
Upp-
risan
Síðar meir var Jóhannes
Markús í fyrstu kristniboðs-
ferðinni með þeim Páli og
Barnabasi móðurbróður
sínum, en fór frá þeim til
Símonar Péturs og var með
honum síðustu æviár hans.
Það hefur því enginn haft
betri aðstæður til að rita
raunsanna lýsingu á at-
burðum páskadags-
morgunsins en einmitt hann.
Hann einn gat sagt frá því
hvað konurnar ræddu sin á
milli á leiðinni út að gröfinni.
Hann einn lýsir svo nákvæm-
lega því, er þær sáu engilinn:
„Og þær gengu inn í gröfina og
sáu ungan mann sitjandi
hægra megin." Þetta var hon-
um auðvelt, af því að þetta
hefur verið stöðugt umræðu-
efni á heimili hans.
Látum okkur heldur ekki
sjást yfir hið mikilvæga atriði,
hermannavörðinn við gröfina
og innsiglun steinsins fyrir
grafarmunnanum. Æðstu
prestarnir hafa vart gert
kristninni meiri greiða en að
láta framkvæma þá hluti.
Altaristaflan í
Dómkirkjunni sýnir vel,
hvernig hinn tryggilega
frágengni steinn var engin
hindrun þeim, sem ekki var
heldur hrærH'. - við að rjúfa
innsigli Rómarkeisara. Full-
trúar hans véku felmtsfullir til
hliðar. Sá sem þarna átti að
liggja í niðurlægingu,
aumastur allra, reis upp I
dýrð, kröftuglega auglýstur
að vera sá, sem allt vald hefur
á himni og jörð.
Sjálf tilvera kristinnar trúar
og kirkju er einnig
óhugsandi, nema upprisan
sé staðreynd. Trúarkrafturinn,
sem einkenndi frumkristnina
og skapaði hina öru út-
breiðslu kristninnar,var
óhugsandi nema af því að
þetta var staðreynd. Kraftur-
inn sem þar var á ferð, er
óhugsandi af lygasögum ein-
um. Um það er tómt mál að
tala. Það er óhugsandi.
Þá má minna á breyting-
una á hvíldardeginum úr
laugardegi í sunnudag. Fyrir
svo róttækri breytingu þvert
ofan í fordæmi Guðs sjálfs
hlaut að vera brýn ástæða.
En upprisan átti sér stað á
sunnudegi. Þess vegna
breyttu kristnir menn frá
hinni gyðinglegu venju.
Þannig er upprisa Krists i
raun studd sterkari rökum en
ýmislegt af atburðum
fornaldarsögunnar, sem
enginn vill þó vefengja. En
hvers á upprisa Krists þá að
gjalda? Hefur kristin trú yfir-
leitt gefið okkur þá hluti, sem
gera þessa atburði vafa-
sama? Er það ekki almennt
viðurkennt, jafnvel af and-
stæðingum upprisunnar, að
Kristur hafi gefið mannkyn-
inu æðstu hugsjónir þess um
bróðurkærleika og frið?
Hvað er þá því til fyrirstöðu
að ætla honum æðra eða
göfugra eðli en öðrum sem
gengið hafa um þessa jörð?
Leiðir saga hans okkur ekki
miklu fremur á þá braut að
eiga þess frekar von en hitt,
að eitthvað gerðist í ætt við
það, sem upprisa hans var?
Það er erfitt að svara sliku
neitandi, en það er eins og
sumir okkar á meðal vilji
algjörlega einangra sinn
innra mann frá öllu þvi, sem
heitir páskaboðskapur.
Ég veit vel, að ég get ekki
sannað upprisuna á raunvís-
indalegan hátt. En ég get
spurt á móti, þá sem þess
krefjast, hve langt sé síðan
það var talin vísindaleg stað-
reynd, að atómin, frum-
eindirnar væru ódeilanlegir
efnishlutir. Þaðerekki langt
síðan. En því hefursvo verið
hrundið sem kunnugt er.
Rannsóknirnar á tilveru sálar-
innar geta alveg eins átt eftir
að breyta þeim neikvæðu
viðhorfum, sem margir hafa
til upprisunnar í dag.
Ef við reynum að íhuga
heimildirnar um upprisuna al-
gjörlega hleypidómalaust og
minnumst þess jafnframt, að
trúarreynsla aldanna ersífellt
að leggja okkur til efni, sem
staðfestir þann meginboð-
skap upprisunnar, að látinn
lifir, þá hygg ég, að við getum
ekki sett okkur á svo háan
hest að afneita þvi,sem sam-
tíð Krists áleit sitt helgasta
hlutverk að votta sem best,
komandi kynslóðum til bless-
unar. Þá er miklu nær að
taka undir lofgjörðina fornu:
Guði séu þakkir, sem gefur
oss sigurinn fyrir Drottin
vorn Jesúm Krist.
Skagfirðingafélagið
í Reykjavík
minnir á sumarfagnað félagsins í Átthagasal,
Sögu, síðasta vetrardag, hefst kl. 20.30.
Stjórnin.
Til sölu
2ja herb. íbúð á góðum stað í Vesturbæ. Til
greina kemur skipti á 3ja herb. íbúð með
bílskúr eða bílskúrsrétti.
Upplýsingar í síma 7241 9 og 19129.
ÁRGERÐ 1976 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÚSA-
TJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI!
AUKIÐ NOTAGILDI HJÓLHUSANNA OG TVÖFALD-
IÐ FLATARMÁLIÐ MEÐ AÐEINS 10% VIÐBÓTAR
KOSTNAÐII!
SÉRSTAKLEGA HENTUG VIÐ ÍSLENZKAR AÐSTÆÐ
UR. 4JA ÁRA REYNSLA HÉRLENDIS.
ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÚSA.
LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA.
E. TH. MATHIESEN H.F.
. STRANDGOTU 1—3, HAFNARFIRÐI — SIMI 51919
ETRI LAUSNt
Já reyndar - Víó bjóóum, nú sem
fyrr mikió og vandaó úrvat af
hinum heimsþekktu hreinlaetis-
taekjum frá IDEAL STANDARD
-hvítum og lituóum-Þaó er betri
LAUSN, okkar LAUSN.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F
Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Simi 11280