Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 17 Norræn íþróttasamvinna rædd á Alþingi: Stórauka ber stuðning Norðurlanda- ráðs við norrænt íþróttasamstarf sagði Ellert B. Schram, sem bar fram fyrirspurn um þetta efni á Alþingi Norðurlandaráð og íþróttir Skömmu fyrir páskaleyfi al- þingismanna bar Ellert B. Schram (S) fram svohljóðandi fyrirspurn til forsætisráðherra, Geirs Hallgrfmssonar, varðandi styrkveitingar Norðurlandaráðs til íþrótta: 0 — 1. Hvaða samþykktir hefur Norðurlandaráð gert varðandi samskipti Norðurlanda á sviði fþrðtta? 0 — 2. Hve miklu fé hefur verið varið til að efla þau fþróttasam- skipti undanfarin 5 ár og hver er hlutur Islands (sundurliðaður)? Skipulag norræns samstarfs á sviði menningarmála. Forsætisráðherra sem á sæti í ráðherranefnd Norðurlanda, gal þess í upphafi, að starfandi væri samstarfsnefnd menntamálaráð- herra á Norðurlöndum um menningarmál, en undir þá heyrðu í raun samskipti Norður- landa á sviði íþrótta. Hann hafði því óskað greinargerðar frá menntamálaráðuneytinu um þetta mál og væri svar sitt byggt á henni. Menningarmálasamningur Norðurlanda, sem tók gildi i janúar 1972 tekur einkum til þess skipulags menningarmálasam- starfs, sem fram fer að undirlagi og með tilstyrk viðkomandi rikis- stjórna. Gildissvið samningsins er þríþætt.: Fræðslumál, visindamál og önnur menningarmál í víðari merkingu. Undir siðast talda lið- inn. falli íþróttir. Kæmi þetta einkum fram í 5. gr. menningar- málasamningsins. Yfirstjórn á framkvæmd hans er í höndum ráðherranefndar (menntamála- ráðherranna) en henni til ráðu- neytis og aðstoðar væri embættis- mannanefnd og norræna menningarmálaskrifstofan: „Sekretariated og Nordis Kulturelt samarbejded", sem staðsett væri í Kaupmannahöfn. Meðal umfangsmikilla verkefna menningarmálskrifstofunnar væri undirbúningur sam- norrænnar fjárhagsáætlunar um samstarf á sviði menningarmála, norrænu menningarfjárlaganna sem gerð eru ár hvert í samráði við menningarmálanefnd Norður- landa. Fjárveitingar samkvæmt norrænu menningarfjárlögunum fyrir árið 1976 nema samtals 45,3 m.d.kr. og væntanlega 52 m.d.kr. á árinu 1977. Hefur starfað f f jögur ár Norræni menningarmála- samningurinn hefur verið í gildi rösklega fjögur ár og hefur sam- starf Norðurlanda á þessum vett- vangi eflst verulega þann tíma. Má þar nefna tvær nýjar sam- starfsstofnanir: norrænu eld- fjallastöðina í Reykjavík og norrænu Samastofnunina í Katokeino í Noregi. Að þvi er íþróttir varðar hefur tilkoma menningarmála- samningsins hins vegar ekki markað teljandi spor enn sem komið er. I stefnumiðum sam- starfsins, nokkurs konar frum- drögum að starfsáætlun næstu Geir Hallgrfmsson forsetisríð- herra. ára, er vikið að íþróttasamstarf- inu í lið sem hljóðar svo: „Einnig ber að ihuga hvern veg unnt sé innan marka menningar- málasamningsins að efla norrænt samstarf á sviði iþrótta. Á þessu sviði er þegar fyrir hendi víðtækt kappleikjasamstarf í úrvals- flokkum, en leggja ber einkum áherzlu á, að koma á laggir íþróttasamvinnu á breiðari alþýð- legum grundvelli, i samráði við aðra aðila á sviði menningar- og umhverfismála." Árið 1971 samþykkti Norður- landaráð ályktun, þar sem því er beint til rikisstjórnanna, að i tengslum við stuðning við æsku- lýðssamstarfið verði stefnt að fjárhagslegum stuðningi til norræns iþróttasamstarfs. Tæpast verður þó sagt að þessi ályktun hafi borið áþreifanlegan árangur til þessa. En frá því 1973 hefur árlega verið veitt af ráðstöfunarfé ráðherranefndarinnar 1 m.d.kr. til stuðnings samstarfi norrænna æskulýðssamtaka. En á það er að líta að hér er um 3 ára reynslu- Ellert B. Schram alþingismaður. starfsemi að ræða sem nánast er enn I mótun. Ný samþykkt Á þingi Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík í febrúar 1975 var gerð ný ályktun um þetta efni, svohljóðandi: „Norðurlandaráð beinir þvi til ráðherranefndar Norðurlanda, að láta gera könnun á, hvern veg haga megi auknu norrænu iþróttasamstarfi og leggja fram tillögur um það efni. Verði í því sambandi sérstaklega höfð hlið- sjón af þörfinni á stuðningi við samstarf á sviði skólaæskulýðs, starfsfélaga og fötlunaríþrótta, svo og á sviði almenrmgsiþrótta yfirleitt. I öðru lagi verði kann- aðir möguleikar á að stofna íþróttaverðlaun Norðurlanda- ráðs.“ Forsætisráðherra gat þess að framangreind samþykkt hafi ver- ið áréttuð á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn. Þá hafi reglur menningar- sjóðs Norðurlanda verið endur- skoðaðar og orðalagi breytt þann veg, að möguleikar til styrkveit- inga hafi verið rýmkaðar, sem m.a. ætti að geta komið iþrótta- starfsemi til góða. Síðari fyrirspurnin Hlutur Iþrótta úr heildarfjár- veitingum menningarsjóðsins hefur ekki verið fyrirferðar- mikill. í yfirliti um starfsemi sjóðsins árin 1970—1974 kemur fram að á þessu timabili bárust 13 umsóknir um styrki úr sjóðnum til íþróttaverkefna, en þar af voru aðeins tvær samþykktar. Heildar- fjöldi umsókna til sjóðsins var á sama tima 1575, þar af veittar 445 styrkveitingar. Hlutur íþrótta af heildarfjölda umsókna var þannig um það bil 1% á umræddu tímabili, en náði naumast 'A% af samþykktum umsóknum. Af ráð- stöfunarfé sjóðsins 1971 voru engir styrkir veittir til iþrótta og sama var uppi á tengingnum árin 1972 og 1973. Arið 1974 voru veitt- ir 2 íþróttastyrkir samtals að fjár- hæð 25 þús. d. kr. Annar þeirra var styrkur til frjálsiþróttasam- bands í Norðurbotnum í Sviþjóð til að kosta þátttöku Islendinga I hinni svonefndu „kolokkeppni", þ.e. íþróttamóts fyrir íbúa i nyrstu héruðum Norðurlanda. Árið 1975 voru veittir 2 styrkir til ráðstefnuhalda varðandi íþrótta- málefni, en hvorugur þeirra varðaði Island sérstaklega. Að lokum sagði forsætisráð- herra að hér þyrfti að verða breyting á, enda væri það sin sannfæring, að á fáum sviðum væri vænlegra að efla bróðurhug og samstarfsanda með Norður- landaþjóðum en á sviði íþrótta. Full ástæða væri til að auka það samstarf með fjárhagslegum stuðningi Norðurlandaráðs. Breyting á Fyrirspyrjandi, Ellert B. Schram (S) þakkaði svörin þó þau sýndu, því miður, að íþróttasamstarf Norðurlanda hefði í raun verið hornreka í menningarsamstarfi land- anna. Lagði hann ríka áherzlu á nauðsyn breytinga i þessu efni og að Norðurlandaráð gerði sitl til að stórauka íþrótta- samstarf landanna með veruleg- um fjárstuðningi. sprang Eftír A'rnfl Johnsen GUÐNI Hermansen listmálari í Vestmannaeyjum heldur um páskana málverkasýningu i Akogeshúsinu I Vestmanna- eyjum I samvinnu við Akoges- menn. Sýningin verður ekki sölusýning, en aðgangseyri Guðni Hermansen I Vestmannaeyjum. „Unun að fást við sí- breytileika málverksins” Rabbað við Guðna Hermansen listmálara í Eyjum, sem sýnir þar um páskana verður varið til byggingar nýju iþrótta- og sundhallarinnar í Eyjum. Guðni mun sýna þarna 30—40 málverk máluð á siðustu tveimur árum. „Ég hef mikið sótt fyrir- myndir í nýja hraunið hér á Heimaey," sagði Guðni í spjalli við okkur, „en að sjálfsögðu einnig jöfnum höndum i gamal- kunn mótiv og eins og löngum hef ég lika leikið mér við fanta- siuna. Annars er óhemju mikill kraftur i náttúrunni hérna og hún gefur mörg tækifæri til úrvinnslu i myndir. Það er einnig sérstætt að björgin hér eru þannig gerð að maður sér þau í rauninni aldrei eins og við þann síbreytileika er einnig unun að fást. Þó eru, ef svo má segja, fastir punktar, sem ég Helgafell trónir þarna á Ifkam- anum sem rfs úr nýju hrauni og máninn varpar birtu sinni. Sigur heitir myndin. hef gengið að i gegnum minar myndir siðustu ár og að undan- förnu hef ég sérstaklega ein- beitt mér að Helgafelli og granna þess, nýja eldfjallinu. Það er sérkennilegt með Helgafell, eins og það er með stílhreina lögun, að það kostaði áralanga reynslu að ná þvi eðli- legö á mynd. Margir málarar hafa reynt við Helgafell á stutt- um tima og sjaldnast hefur komið út það Helgafell sem býr yfir einstakri ljóðrænu, en um leið krafti sem við grannar fellsins þekkjum. Birtuleikurinn i kringum Helgafell, hvort sem er á sumardegi eða vetrarnóttu, hefur löngum heillað mig, en fjall í nálægð manns er stöðug málverkasýning út af fyrir sig.“ BLOM /Sa VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. © Nú verður áfram haldið leið- beiningum þeim um fræsán- ingu sumarblóma og káls sem birtust í þætti nr. 40, 13. marz s.l.: Þegar fræplönturnar eru komnar vel upp, tvö hjartalaga kímblöð hafa breitt úr sér og auk þeirra hafa myndazt 2—3 laufblöð er tími kominn til að endurgróðursetja plönturnar (dreifplanta). Það er gert á þann hátt að fræplönturnar eru teknar úr sáðílátunum og endurgróður- settar I annað, venjulega stærra ílát, sem þær síðan eru látnar vera í þangað til hægt er að gróðursetja þær úti í garði þegar jörð er farin að hlýna og sumarhitinn að hækka. Út- plöntun fer venjulega fram upp úr 10. júní sunnanlands en 7—10 dögum sfðar á Norður- landi, og verður vikið að þvi síðar. Markmiðið er að ala upp kraftmiklar, þéttar og stinnar plöntur en það er aðeins hægt með þvi að sjá þeim fyrir góðu vaxtarrými. Standi plönturnar þétt saman verður loftrásin ógreið, raki mikill og góð skil- yrði skapast fyrir vöxt og þroska ýmissa sníkjusveppa. Hægt er að dreifplanta I margskonar ílát. Gróðursetn- ingarkassar, 10 sm djúpir, af mismunandi stærðum eru handhægir. Ymis plastilát t.d. undan skyri, jógúrt o.fl. þ.h. eru vel nothæf en skera þarf gat á botn þeirra. Moldar-, mómoldar- og hvitmosapottar af ýmsum stærðum eru og handhægir, þá eru leir- og plastpottar, 5—10 sm að þver- máli, mikið notaðir til dreif- plöntunar. Sé plarttað í litla potta er aðeins ein planta sett i hvern þeirra. Eftirfarandi moldarblanda er góð til dreifplöntunar: 7 hlutar leirborin garðmold, 3 hlutar mómold, hvort tveggja sigtað (2 sm möskvastærð), 2 hlutar grófur sandur. I hverja 35 litra af ofangreindri blöndu er hæfi- legt að blanda 100 g af blönduð- um garðáburði og 40 g af Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.