Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1976 Fjölþætt sum- ardagshátíð Skátarnir og Sumargjöf slá saman UNDANFARIN ár hafa skáta- félögin f Reykjavík og Sumar- gjöf haldið sumardaginn fyrsta hátfðlegan hvort f sfnu lagi. Nú hafa þessir aðilar ásamt St. Georgsgildinu f Reykjavfk, ákveðið að halda sameiginlega sumarhátfð með skrúðgöngum og útiskemmtun á sumardag- inn fyrsta, sem er nú þann 22. aprfl. DAGSKRA 10.15 Skrúðganga leggur af stað frá gatnamótum Álftabakka og Stekkjar- bakka. Gengið verður upp Álftabakka, því næst beygt til vinstri og gengið Arnarbakka hringinn. Lýkur skrúðgöngunni við Breiðholtsskóla. Lúðra- sveitir Árbæjar- og Breið- holtsskóla og Lúðrasveit verkalýðsins leika fyrir skrúðgöngunni, stjórn- andi: Ólafur L. Kristjáns- son. Skátafélagið Urðar- kettir sér um skrúðgöng- una. 11.00 Skátamessa í Breiðholts- skóla og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Séra Lárus Halldórsson þjónar fyrir altari, Páll Gíslason skátahöfðingi predikar. Orgelleikari er Danfel Jónasson. Einnig verður skáta- messa f Neskirkju, en áður mun skátafélagið Ægisbúar fara í skrúð- göngu um hverfið. 13.00 Skrúðganga frá Hóla- torgi: Gengið verður um Suðurhóla, Vesturberg, Norðurfell og að Fella- skóla. Lúðrasveit mun fara fyrir göngunni auk fánaborgar skátafélags- ins Hafarna sem sér um gönguna ásamt íþrótta- félaginu Leikni og Fram- farafélagi Breiðholts III. 14.00 Skrúðgöngur frá Hljóm- skálagarðinum og Sjó- mannaskólanum. Skrúð- gangan frá Hljómskála- garðinum (við horn Sól- eyjargötu og Njarðar- götu), gengið verður: Sól- eyjargata, Hringbr. og Barónsstígur að Austur- bæjarskólanum. Skrúð- gangan frá Sjómanna- skólanum, gengið verður: Stakkahlíð, Flókagata og Egilsgata að Austur- bæjarskólanum. En við Austurbæjarskólann fer útiskemmtun fram. Lúðrasveitir Arbæjar- og Breiðholtsskóla og Lúðra- sveit verkalýðsins leika fyrir annarri skrúðgöng- unni, stjórnandi: Ólafur L. Kristjánsson og Lúðra- sveit Reykjavíkur fyrir hinni, stjórnandi: Björn R. Einarsson. Skátafélög- in í Reykjavík sjá um gönguna. 14.45 Austurbæjarskólinn: (barnaskólalóðin). Þar verða skátafélögin í Reykjavík með Tívolídag og er öllum heimill aðgangur, einnig verður St. Georgsgildið með kakó og pönnukökusölu á svæðinu. Lúðrasveit barna, undir stjórn Páls P. Pálssonar og Stefáns Þ. Stephensen leikur á svæðinu á meðan á Tívolí-atriðum stendur. Einnig verður starfrækt- ur barnaleikvöllur. 16.30 St. Georgsgildið sér um kvöldvöku við Austur- bæjarskólann með skáta- sniði. 1 porti Austurbæjar- barnaskólans verður Ljósmynd Mbl. RAX. Myndin sýnir nokkra af St. Georgs skátunum sem undirbúa kvöldvökuna f porti Austurbæjarskélans á sumardaginn fyrsta. glatt á hjalla á sumardag- inn fyrsta. Þar sameinast ungir og gamlir, fagna sumri og skemmta sér á skátavísu. Dagur St. Georgs er að vísu þ. 23. apríl, en Gildinu þótti það verðugt verkefni að nota heldur tímann á sumardaginn fyrsta til að sýna ungu skátunum hug sinn f verki, heldur en halda sinn eigin dag hátfðlegan. Gildið mun einnig annast veitingasölu á staðnum. Allur ágóði rennur til að styrkja hús- bygginarsjóð skáta og þá f þessu tilviki, til að hefj- ast handa við byggingu skátahúss á gömlu skáta- heimilislóðinni við Snorrabraut. INNISKEMMTANIR Austurbæjarbfó kl. 13.30 Nemendur úr Fósturskóla Is- lands endurtaka skemmtun sfna frá 10. aprfl. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 12.30. Verð kr. 200.-. Framhald fi bls. 26 715 manns atvinnulaus- ir um sl. mánaðamót 54 skátar fengu forsetamerkið Yfir 400 hafa hlotið merkið á 12 árum UM sfðastliðin mánaðamót voru 715 manns skráðir atvinnulausir á Islandi og hafði þeim fækkað um 450 frá þvf f lok janúar. I kaupstöðum landsins voru 416 manns skráðir atvinnulausir en Þetta er löggan f leikritinu Meistari Jakob og tröllið Loðin barði. Hann er svolftið ruglaður á svipinn, enda ætlar hann að handtaka Meistara Jakob f staðinn fyrir Loðin- barða. Á annan f páskum verður næst sfðasta sýning Leikbrúðulands á Frfkirkju- vegi 11 en auk þess er þar sýnt brúðuleikritið „Gréta og grái fiskurinn". voru 702 f janúarlok, f kauptún- um með 1000 fbúa og fleirf voru 35 á skrá (81) og f öðrum kaup- túnum voru 264 á skrá (382). Alls voru atvinnuleysisdagar f marz 16.856. I kaupstöðum landsins voru flestir atvinnulausir á skrá í Reykjavík eða 231 (318 f janúar). Þá kom Akureyri með 57 (70) og Eskifjörður með 22 (0). í kauptúnum með 1000 íbúa og fleiri voru flestir skráðir atvinnu- lausir f Stykkishólmi, 20, og hafði þeim fjölgað um fjóra frá þvf f janúar. Af minni kauptúnum er það að segja, að þar voru langflestir skráðir atvinnulausir á Þórshöfn á Langanesi eða 65, en voru 54 í janúar. Kór Hallgrfmskirkju f Reykja- vík heldur hljómleika þar í kirkj- unni kl. 5 síðdegis á skírdag. Flutt verður passfukantata og passíu- sálmalag. Kantatan „Að Jesú krossi kom og bíð“ er eftir danska tónskáldið Svend-Ove Möller, sem lézt fremur ungur fyrir rúmum aldarfjórðingi. Hann var orgel- leikari f Viborg á Jótlandi og samdi mörg kirkjuleg tónverk. Sálmalagið er eftir Guðlaugu Sæ- TÓLFTA afhending forsetamerk- is Bandalags fslenskra skáta fór fram við hátfðlega athöfn að Bessastöðum, laugardaginn 10. aprfl s.l. Merki þetta er æðsta próf, sem skátar geta tekið og tekur u.þ.b. mundsdóttur, nær áttræða konu f Sahdvík á Melrakkasléttu. Hún hefur samið lög við alla Passíu- sálma Hallgrfms Péturssonar, og verður nú frumflutt eitt þeirra. Með kirkjukórnum koma fram þrír einsöngvarar, Garðar Cortes og tveir nemendur Söngskólans í Reykjavík, og einnig fimm hljóð- færaleikarar f Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur. Ennframur leikur Páll Kr. Pálsson á orgel. Flutn- tvö fir að Ijúka þvf. Alls fengu 54 skátar merkið að þessu sinni. Á myndinni sést forseti ls- lands, herra Kristjfin Eldjárn, setja forsetamerkið f 400. skát- ann. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. ingi stjórnar Páll Halldórsson, sem hefur verið orgelleikari og söngstjóri kirkjunnar frá stofnun Hallgrfmsprestakalls fyrir 35 ár- um. I tengslum við hljómleikana sem taka fremur skamman tíma, er almenn altarisganga, sem prestar kirkjunnar, séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, annast. Hallgrímskirkjutónleikar: Passíutónverk og altarisganga Hjálpræðishers- ofursti í páska- heimsókn Á PÁSKADAG kemur hingað til landsins einn af yfirmönnum Hjálpræðishersins f Noregi, Fær- eyjum og Islandi, Frithjof Moll- erin ofursti. Margir þekkja hann hér á landi frá fyrri heimsóknum hans, en nú kemur með honum hingað f fyrsta sinn kona hans, frú Margit Mollerin. Þau hjónin munu tala hér á samkomum f Reykjavík á páskadag og annan í páskum. Á Akureyri verða þau síðan þriðjudag og miðvikudag, á Isafirði fimmtudag, og sfðan í Reykjavík fram yfir helgi. Verða samkomurnar nánar auglýstar í Félagslffi Mbl. 16 tilboð bár- ust í Göngudeild Borgarspítalans Fyrir skömmu voru opnuð til- boð hjá Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar f 1. byggingarstig Göngudeildar Borgarspítalans. Kostnaðaráætlun Almennu verk- fræðiskrifstofunnar gerir ráð fyrir að verkið kosti kr. 93.364.000,-. en lægsta tilboðið, sem var frá Guðmundi Þengils- syni hljóðaði upp á 87,4% af þeirri upphæð. Alls bárust 16 tilboð í þetta verk og það hæsta var 12.5% hærra en kostnaðaráætlunin gerir ráð fyrir. Nöfn féllu niður 1 þriðjudagsblaði Morgunblaðs- ins var sagt frá gjöf til barnageð- deildar Barnaspftala Hringsins. Þar var þess getið að börn Ragn- heiðar Jónsdóttur frá Brennu og Árna Jónssonar frá Múla hefðu gefið Borgundarhólmsklukku til deildarinnar. 1 upptalningu á nöfnum barna þeirra hjóna féllu niður tvö nöfn, en rétt eru nöfn gefendanna svona: Valgerður, Guðrfður, Ragnheiður, Jónas og Jón Múli. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Siglufjarð- arfréttir Siglufirði, 14. apríl — Dagný landaði hér f dag 115 tonnum og Sigluvfk landaði 60 tonnum eftir að hafa verið úti f 8 daga. Suðurland var hér að landa saltfisk á Spánarmarkað og Bæjarfoss hefur verið að landa freðfisk á Evrópu- markað. Mjög góður afli hefur verið hjá grásleppukörlunum. Menn lfta það mjög alvarlegum aug- um ef Vængir ætla að hætta allri þjónustu, því að þeir hafa flogið hingað fjórar ferðir í viku og aukaferðir eftir þörfum. Vegir eru vel færir og þeim verður haldið opnum að sögn verkstjóra vegagerðarinnar. hér. —m.j. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.