Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson ASalstræti 6, slmi 10100 ASalstræti 6. slmi 22480.. Áskriftargjald 1000,00 kr. é ménuSi innanlands. j lausasölu 50,00 kr. eintakiS. Vorhugur og vandamál að er táknræn tilvilj- un að helztu trúarhátiðir okkar bera upp á árstíma, sem gefur þeim viðmiðunargildi i daglegu lífi þjóðarinnar. Við höldum heilög jól í svartasta skammdeginu, á mörkum myrkurs og Ijóss, þegar sól tek- ur að hækka á lofti á ný og dag að lengja. Þannig eru jólin boð- beri birtu og sólar bæði í um- hverfi okkar og hið innra með okkur. Páska ber nú að garði sem vorboða, er veturinn yfir- gefur síðustu vígi sín, og lifríki íslenzkrar náttúru rís upp af vetrardauða. Og framundan er gróandinn og nóttlaus sumar- dægur. Þegar blöðum þjóðarsögunn- ar er flett þarf þó ekki langt að leita harðæris, sem spannaði árið allt. Það kom nýverið fram á Búnaðarþingi, að bændaskól- inn að Hólum í Hjaltadal hefði verið stofnaður árið 1 882, „ár- ið, sem ekkert sumar kom á Norðurlandi". Áratugurinn 1880—1890 var nær því samfellt harðæristímabil og tal- ið hið mesta, sem yfir landið hefur gengið frá því móðuharð- indum lauk. Enn er í minnum margra frostaveturinn mikli, 1918 Oftsinnis á okkar öld hefur hafísinn, „landsins forni fjandi", lagt leið sína inn á flóa og firði, teppt samgöngur og aðflutninga og seinkað sumri og bjargræðistíð. Það væri að loka augum fyrir lærdómum reynslunnar, ef við hygðum að slík ár gætu ekki enn komið. Hnattstaða lands- ins er sú sama og áður og líkurnar á árum „þegar ekkert sumar kemur" enn fyrir hendi. Munurinn er hinsvegar sá, að þjóðin er betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr i sögu sinni til að mæta slíkum árum, án verulegra skakkafalla. Eld- gos, snjóflóð og iskomur eru því ekki sami ógnvaldur og áður, þrátt fyrir allt, því valda efnahagslegar og tæknilegar framfarir og samtakamáttur þjóðarinnar, sem finnur sig eina fjölskyldu hvert sinn er á reynir um slika ytri ágjöf. Velmegunartímar þeir, er við lifum, hafa engu að síður i sér fólgnar nýjar hættur. Tækni- vædd veiðisókn erlendra veiði- flota hefur gengið svo nærri fiskstofnum okkar, undirstöðu afkomu okkar og efnalegs sjálf- stæðis þjóðarinnar, að talað er um hrunhættu, ef ekki verður horfið frá rányrkju til ræktunar. Þjóðin stendur í alvarlegum og hættulegum átökum við Breta vegna útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Efnahagsvandi þjóð- arinnar hefur aldrei verið meiri frá fullveldi hennar 1918 og verðbólguvöxtur er langt um- fram hættumörk. Þjóðin hefur um nokkurt bil eytt umtalsverð- um fjármunum umfram verð- mætasköpun í landinu, með tilheyrandi skuldasöfnun er- lendis, sem talin er muni leiða til skuldaskerðingar ráðstöfun- artekna þjóðarinnar um meir en fjórðung á þessum áratug (1979). Ríkisbúskapurinn hef- ur um nokkurt árabil skilað halla, sem er hættuboði, og andstaða heilbrigðrar fjármála- stjórnunar. Þessi vandamál, sem hér hefur verið drepið á, eru hins vegar ekki óyfirstíganlegir þröskuldar. Þau eru í sjálfu sér aðeins viðfangsefni, sem takast verður á við og sigrast á. Það sem á hefur skort er, að þjóðin geri sér nægjanlega grein fyrir alvöru og stærð vandans sem að steðjar. Ef staðreyndir mála síast inn i vitund þjóðarinnar og hún eygir kjarna þeirra, er hálfur sigur unninn. Ef hættu- boðar þeir, sem eru í sjónmáli, vekja þjóðina til vitundar um nauðsyn mótaðgerða, sam- átaks, á sama hátt og er eld- gosið kom upp í Heimaey eða snjóflóðin féllu í Neskaupstað, er vegurinn varðaður út úr ógöngunum. Svo virðist sem helztu út- flutningsafurðir okkar mæti nú nokkrum verðhækkunum á Bandaríkjamarkaði, sem er okkar hagstæðasti markaður, og verð fari jafnframt stígandi á saltfiski og skreið Þannig birtir og til i afurðasölumálum okkar á þessum vordögum Á miklu ríður að við kunnum að nýta þessa bættu vígstöðu rétt, þ e. til að koma betri skipan á efna- hagsmál okkar. Þessi tekjuauki má ekki hverfa um hæl í eyðsluhítina. Það væri að fram- lengja vetrarskuggana í þjóðar- búskapnum. Tími er til kominn að sporna við fótum og læra af biturri reynslunni. Við mættum hugleiða það á friðsælum páskadögum, sem nú fara í hönd, að það sem þjóðinni ríður mest á i aðsteðj- andi vanda er þjóðarsamstaða, virkjun þess samtakamáttar, sem með okkur býr. Hugarfars- breyting, sem leiðir til aðgæzlu og aðhalds í efnahagsmálum okkar, yrði samverkandi þeim vorboðum, sem nú eru á lofti, vegvísir til efnahagslegs örygg- is og velfarnaðar. í þeirri von að sú verði gifta okkar óskar Morgunblaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum ánægjuríkrar páskahátíðar. Það er skemmtilegt og skörurlegt einkenni á andlegu lífi og umræðum um stjórnmál og önnur menningarmál á Vestfjörðum á seinustu áratugum, hversu mikið hefur verið fengist við sagnfræði, þar sem ýmis ný sjónarmið á sögu og samtfð hafa komið fram. Sá sagnfræðingur, sem var fyrirferðamestur í þessum málum, var Arnold J. Toynbeen á Englandi. Hann dó þar f vetur í hárri elli, 86 ára. Hann var heimskunnur og afkastamikill, sjó- fróður og andrfkur rannsóknamaður veraldarsögunnar og túlkur hennar og lét þar einnig nokkuð til sín taka norræna og íslenska sögu. Er sérstök ástæða til að minnast hans hér af því, og svo vegna þess að hann kom hingað haustið 1957 og flutti fyrirlestra um fræði sín á vegum Rfkisútvarpsins. Hann talaði sjálfur á ensku i Háskólanum, en erindin sfðan þýdd og flutt á fslensku f útvarpinu. Eins og vita mátti vakti koma hans og erindaflutningur mikla athygli. Blaðamannafundur var ' haldinn með honum í útvarpinu og þar teiknaði Halldór Pétursson skemmtilega mynd af honum fyrir Morgunblaðið. Hér sagði Toynbee ýmislegt af sögu- skoðun sinni og af áliti sinu á samtfmamálum, en hann var, auk þess að vera söguprófessor við Lundúna- háskófa, einnig rannsóknastjóri f ensku „konunglegu stofnuninni fyrir alþjóðamál“. Þannig héldust í hendur áhugi hans á sögu og samtfð alla tfð. Hann fór vfða um heim, var eftirsóttur fyrirlesari um allar jarðir og oft leitað álits hans. Hann var átrúnaðargoð fjölda manna, sem áhuga höfðu á sögu. Um kenningar hans urðu miklar og svo að segja alþjóðlegar umræður, m.a. flutti annar ágætur sögumaður, José Ortega y Gasset, tólf erindi um sagnfræði hans í Madrid 1948—49, og enn annar öndvegissagnfræðingur, Hollendingurinn Pieter Geyl, skrifaði um hann að minnsta kosti fjórar stórar ritgerðir. Þrátt fyrir það, sem rétt var í gagnrýninni, sýndu umræðurnar það, hversu víður og voldugur var lærdómur Toynbees og hversu áhrifamiklar kenningar hans um gang og eðli sögunnar. Geyl, sem var skemmti- legasti og skarpasti andmælandi hans, sagði lfka f allri sinni raunhörðu vestrænu sagnfræði, að ef lesa mætti höfuðrit Toynbees um heimspeki sögunnar og kerfi menninganna — A Study of History — eins og sagna- safn, eins og leiftur úr lffinu eða ritgerðir um sjónarmið og úrlausnarefni mannkynssögunnar — „þvílík uppspretta væri það þá af sjaldséðum og furðulegum fróðleik, þvílfkir geislar af innsæi, þvílíkur lærdómur og snild“. tSLANDSFERÐ _____________TOYNBEES.__________________ Ég hafði lesið allmikið eftir Toynbee áður en hann kom hingað og það var ánægjulegt að ræða við hann hér um ýmis þessi efni. Hann fór á vegum Utvarpsins á nokkra sögustaði, allt norður í Skagfjörð (þangað fór Andrés Björnsson með honum). Hann skrifaði mér þegar hann kom aftur heim, að hann hefði haft mikla ánægju af ferð sinni, hrifist af fegurð og sérkennum landsins og séð sögustaði sér til fróðleiks og nýrrar útsýnar um fslenska sögu. Hann talaði hér um norræna sögu og um verkefni og vanda sagnfræðingsins. Hann sagði, að þau öfl, sem mest réðu sögunni, væru margvísleg samskipti einstaklinganna sem sjálfir gætu ráðið ákvörðunum sínum innan vissra takmarka, — þótt umhverfi og aðstæður hefðu einnig áhrif-, en leitin að vilja guðs ætti að vera takmark mannlegs lffs. Ef skilning og vilja brestur ekki, geta menn siglt skipi sínu gegnum alla boða sögunnar. SPENGLER OG ______________TOYNBEE.___________________ Tonybee var ekki sá fyrsti, sem reyndi að skýra mannkynssöguna í menningarhópum eða kerfum og f öldugangi. Næst á undan honum hafði Oswald Spengler gert stórfellda tilraun til slíkrar „söguspeki" f sínu mikla og magnaða, en þunga riti um „Hrun Vestur- landa", sem varð mjög áhrifamikið. Seinna gerði Pitirim- Sorokin rnikla menningarsögu, sem hann kallaði inngang að sögulegri og þjóðfélagslegri heim- speki, en er síður kunn en hin ritin. Ég reyndi einu sinni um þessar mundir að gera grein fyrir hinni nýju sagnfræði í (óprentuðum) erindaflokki í útvarpinu og kem hér seinna f sambandi við Toynbee að nokkrum fleiri söguskýrendum. Það var algengt framanaf að nefna þá f sömu andránni, Spengler og Toynbee, og þeim voru mörg rannsóknarefni sameiginleg. Þeim bar líka margt á milli og lagði Toynbee á það þunga áherslu, þó að hann talaði af virðingu um rannsóknir Spenglers og kallaði hann snilling. Toynbee áleit ekki, eins og Spengler, að menning væri lffvera, líkt og dýr eða jurt, sem mundi vaxa, hnigna og deyja, vera afmáð endanlega. Menning er afleiðing af vilja, sagði Toynbee. Sagan er útsýn um guðlega sköpun f framkvæmd. „RANNSÓKNSÖGUNNAR“ Frægasta og stærsta rit Toynbees er „A Study of History" og vann hann í áratugi að undirbúningi þess og ritun. Þetta urðu fyrst 10 bindi (frá 1934) og því síðasta sagðist hann hafa lokið í London 15. júni 1951 kl. 6.25 „eftir að hafa ennþá einu sinni virt fyrir sér mynd Fra Angelico af sýn fagnaðarins". Seinna bætti hann við tveimur bindum (1961) og fer þar yfir ýmis efni til endurskoðunar og andsvara gegn nálægt 170 gagn- rýnendum. Þessi tólf bindi eru þrjár milljónir orða, hafa bókfræðingar reiknað út, en einnig eru til styttar útgáfur og þýðingar, sú seinasta f einu stóru fallega myndskreyttu bindi. Toynbee skrifaði einnig margt annað, minningar og ritgerðarsöfn. Nýlega gaf hann út bók um borgaskipun og byggingalist f sögunni og fram- tíð heimsborgarinnar, út frá sjónarmiðum Constantine Doxiadis, og skrifaði ritgerðir um „framtfð listarinnar" og um dauðann. Toynbee var mikill eljumaður, skipulegur og ná- kvæmur verkmaður og lestrarhestur á sögufræði, en hafði sér til sálubótar vfða útsýn um myndlist og skáldskap og trú. Ein af helstu bókum hans frá þvi um þær mundir, þegar hann kom hingað, er um „Afstöðu sagnfræðingsins til trúarinnar". Hann var nákunnugur sögu allra höfuðtrúarbragða og var trúmaður f innsta eðli sfnu, eða svo taldi hann, þó að oft talaði hann einnig um ófræði sína og það, að um guð yrði ekkert vitað af mannlegri skynsemi. Guð er lind djúpt f sálinni, sagði hann eitt sinn. Hann var mjög snortinn af kristinni kenningu, en fannst hann einnig geta sótt mikið f Búddatrú og hann hélt að öll lifandi trúarbrögð mundu f tfmanna ráðs þurfa að lúta þvf að vera dæmd af ávöxtum sfnum, af því hvernig þeim tekst eða mistekst að hjálpa mannssálinni til þess að veita viðnám ágengni syndar og þjáninga. Þetta er þvf skylt, að hann áleit lfka að öll menning allra tfma væri prófuð í reynslu og viðnámsþreki þjóðanna. öll menning er framför, sókn f sfvaxandi andlegt líf og lffsorku. Hann hélt að sú tækniöld, sem við lifðum nú, mundi auka þjáningar mannkynsins meira en verið hefði nokkru sinni áður og syndir mannsins verða þyngri og óbærilegri. Hann áleit samt að sá tfmi mundi koma, að sögulegur arfur einstakra þjóðerna, menningarheilda og trúarbraðga mundi renna saman í eina heild, eina erfð alls mannkynsins. Þennan möguleika má kannski eygja álengdar nú þegar, en samt er framkvæmdin langt undan. Við eigum ekki annars úrkosti en að bíða. Það er reynsla sagnfræðings og boðskapur hans. „Tíminn verður ekki sigraður með öðru en tímanum" sagði T.S. Eliot f frægu kvæði og það voru nú eink- unnarorð Toynbees. Niðurlag og niðurstaða þessarar bókar hans um sagn- fræðina og trúna er samt úr annarri átt, frá Páli postula. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, en hvort sem það nú eru spádómsgáfur, þá munu þær líða undii lok, eða tungur, þær munu hætta, eða þekking, þá mun hún lfða undir lok. HEIMSPEKI OG TRÚ SAGNFRÆÐINNAR Það voru þessi heimspekilegu og trúarlegu sjónarmið í sagnfræði Toynbees, sem einkum urðu til þess að efla andstöðu annarra fræðimanna gegn kenningum hans. Þeim þótti hann vfkja af sameiginlegum vegi vfsinda þeirra og gefa sér lausan tauminn í draumum, dul eða skáldskap og forspám. Ortega y Gasset sagði að Toynbee væri góður sagnfræðingur en ekki heimspekingur. Toynbee kom víða við í þessum efnum, skrifaði rit- gerðir um „þýðingu sögunnar fyrir sálina", um einingu heimsins í nýrri sögulegri úrsýn, um veröldina sem skattland f guðs rfki, um rás sögunnar i alheimi rúm- tfmans. Toynbee stundaði einlægt fræði sín í hinum stóra stflnum og frá sjónarmiði mikilla vídda í veröldinni. Hann hafði líka vfða hálærðar eða smásugulegar annexíur við höfuðtextann og urmul af athugasemdum. Saga mannsins á jörðunni er stutt og endurtekur sig ekki, þrátt fyrir möguleika á einhverri hringrás í nátt- úrunni, svo að einni menningu getur svipað til annarrar í anda, þótt óháðar séu. Þessvegna gat Toynbee sagt um þann forna sagnfræðing, sem hann dáði mest, Þukydides, að þeir væru saman í andanum, væru heimspekilegir samtímamenn. Sumt af þessum víðu, heimspekilegu eða háspekilegu sögusjónarmiðum fór vaxandi í síðari bindunum í sögu Toynbees. Pieter Geyl skrifaði þá enn eina ritgerð og kallaði hana „Spámaðurinn Toynbee". Frá hans sjónar- miði er það nú höfuðgallinn á Toynbee að hann vill vera spámaður, hann vill láta sögu sfna vera boðskap og öll rökfærsla og allt skipulag hins mikla verks er látið hnfga á þá einu sveif, segir Geyl, að mynda kerfi til uppihalds þessum boðskap. Geyl trúði hvorki á boðskap- inn sjálfan né á sagnfræðilegt gildi þeirra einstöku röksemda, sem undir hann var hlaðið. Þetta var blátt áfram ekki sagnfræði. Sérstaklega varð Geyl til vaxandi vonbrigða vantrú Toynbees á vestrænni menningu og boðskapur hans um hrun hennar. Hann er líka vantrúaður á drauma Toynbees um einingu heimsins i ástinni á guði, ekki af þvf, segir hann, að ég sé á móti kærleikanum, heldur af því að allt þetta tal er óraun- hæft, ekki sagnfræðilegt, og sannar ekkert. VERKEFNI OG VANDI SAGNFRÆÐINGSINS Það var einmitt um þessi efni, sem Toynbee flutti erindi hér á vegum útvarpsins: — um verkefni og vanda sagnfræðingsins. Hvaða hugmyndir gera menn sér um sagnfræðing? Maður sem á ekki önnur áhugamál en vfsindi eða forn fræði? Maður sem er fjarlægur erli venjulegs lífs? Maður sem fæst við annarlega hluti og flókna tækni til að skýra erfiða texta? Nei, sagnfræðingar eru öldungis eins og aðrir menn og allir menn eru að vissu leyti sagnfræðingar. I öðru sambandi sagði Toynbee einu sinni í léttari tón: Af hverju er ég sagnfræðingur en ekki heimspekingur eða eðlisfræðingur? Blátt áfram af sömu ástæðu og ég drekk tel og kaffi sykurlaust — það eru áhrif eða ávani úr æsku minni. Ég er sagnfræðingur af því að móðir mfn var sagnfræðingur. Sagan er hugsýn um hluti á hreyfingu. Þessa hugsýn má sjá frá ýmsum sjónarmiðum. Þess vegna skiptast sagnfræðingar í flokka. Það er gott að hægt er að horfa margvíslega á söguna og það er í samræmi við mannlegt eðli, þvi að eitt einkenni hans er mátturinn til að búa til svo að segja takmarkalaus tilbrigði úr þeirri einingu sem er undirstaða,þess. Flokkadrættir sagnfræðinga, sem úr þessu geta orðið, eru samt oft bæði fræðileg og siðferðileg skekkja, ámóta og væri styrjöld milli náttúrufræðinga sem nota smásjá og annarra sem beita stjörnukfki til þess að athuga sama alheiminn. Bæði sjónarmiðin eru nauðsynleg og hvorug tæknin getur án hinnar verið til þess að fá heila heimsmynd. Þessu er eins farið um sagnfræðina. Góður sagnfræðingur verður að viðurkenna möguleika annarra sjónarmiða og rannsóknaaðferða en þeirra einna, sem hann notar sjálfur. Það sem við skiljum er ekki nema brot af öðru meira sem við skiljum ekki. Sagan er einungis ein leiðin að leiðarenda og aðrar greinar forvitni og þekkingar fikra sig einnig áfram alla tfð að sama andlega markinu. Ef við fylgjum sögunni nógu langt stöndum við augliti til auglitis við hinn innsta veruleika eða guð. Trúin er, segir Toynbee, takmark sagnfræðingsins. Staðreyndir sögunnar breytast ekki, heldur afstaða sjálfra okkar til þeirra og þessvegna er t.d. sífellt verið að skrifa gríska og rómverska sögu á ný. Sagan er alveg eins og eðlis- fræðin, háð takmörkunum afstæðisins. Samt er mikill munur á sagnfræði og náttúrufræði, stjörnufræði getur t.d. sagt fyrir vissa atburði hjá himintunglum en það getur sagnfræði ekki um atburði sögunnar. Mesta vandamál sagnfræðinnar er mat á mönnum, þ.á m. mat sagnfræðingsins á sjálfum sér og skoðunum sínum, en það á hann að gera lesendum sínum ljóst svo að þeir geti metið af því dóma hans eða hleypidóma. Toynbee sagði að sögurannsóknir sjálfs sín hefðu sann- fært sig um það, að athugun á liðnum atburðum og persónum væri mjög lík athugun á sálarlffi lifandi manna. Maðurinn í sögunni virðist hvorki vera fullkom- lega frjáls eða alveg bundin. Mannlegt eðli er lfkt f ýmsum íöndum enn í dag — það skiptir um landamæri og þau eru stundum óglögg milli landa frelsis og ófrelsis. Maðurinn er sífellt ofurseldur þeirri freistni að falla fyrir þvf sem auðveldast er og hefur þá ekki vald á verkum sínum og ekki á menningu sinni í erfiðleikum og andófi. Toynbee var ekki örlagatrúar um mannleg mál og sagði að jafnvel nákvæmasta þekking á fortíðinni gerði okkur ekki kleift að segja fyrir um framtfðina. Það er ekki víst að orsakir að atburðum fortíðarinnar hafi einlægt verið óhjákvæmilegar eða nauðsynlegar, því kannski hefði annar vilji mannsins getað sveigt þær öðruvfsi en úr varð. Það er ekki heldur vfst að sama orsök hafi ávallt sömu afleiðingu. Hnignun og hrun þjóðfélaga getur því orðið með ýmsu móti, þótt ekki verði hjá hruninu komist. Þjóðfélag er, eins og sagt var, ólfkt lifandi líkama af þvf að það er ekki fyrirfram dæmt til dauða. Þess vegna er öll forlagaspá f sögunni fölsk söguskoðun, jafnvel þó að hvert atburðakerfi eða hver menninga heild sögunnar hafi nokkuð reglu- bundna hrynjandi, skipulag og tilgang, sem stjórnast af lögmálum náttúrunnar. UPPRUNI OG HRUN MENNINGAR OG MENNINGARKERFA Verkefni Toynbees f tólf binda riti hans um rannsókn sögunnar er það að skýra uppruna og þróun menning- anna, hnignun þeirra og hrun, en ekki hitt, sem gagn- rýnendur hans sögðu oft, að spá um framtiðina. Menning verður til fyrir það, að eitthvert frumstætt þjóðfélag er rofið, eða brotist er út úr því eða fram úr því. Frumstæð þjóðfélög eru ævaforn, en menning er nýtt fyrirbæri, kannski ekki nema svo sem sex eða átta þúsund ára, og menningin er ekki ein, heldur mörg. Megin menningakerfi heimsins hafa í stórum dráttum verið þessi: kristni og orþodox kristin nútfmamenning og að baki hennar hellensk og enn eldri mfnóönsk menning svo fslams-menning og að baki hennar írönsk og arabísk menning og að baki þeim enn sýrlenskt þjóðfélag. Þá er Hindúa-menning og að baki henni indverskt þjóðfélag og að baki þvf súmversk menning sem hittitfskt og babýlonskt þjóðfélag var einnig sprottið úr. Egypsk menning átti sér hvorki fyrir- rennara né eftirkomendur, svo vitað sé. I Vesturheimi voru fernar menningaheildir að fornu. Höfuðmenningarflokkar Toynbees verða því 19 eða 21 og 26 með öllum undirflokkum kerfisins. Af þeim eru 16 hrundar eða dauðar og af þeim 10 sem þá voru eftir taldi Toynbee að 9 væru nú í raun og veru einnig fallnar í sjálfu sér, eiginlega allar nema sú kristna menning, sem við tilheyrum og hann telur að hún sé nú að vfsu lfka f hættu. Þetta var upphafleg flokkunartil- raun Toynbees en seinna bætti hann við nýjum athug- unum um austræna menningu. Afrfkumenning er mikið útundan f flokkuninni, en sjálfstæð eða sérkennileg fornmenning Afríku hefur mikið verið rannsökuð á seinustu timum. öll saga er saga um myndun og hrun menninga. Menning verður ávallt til vegna einhvers, sem sækir á eða einhvers andófs, sem beitt er eða einhverrar áskor- unar. Þetta getur komið frá manninum sjálfum eða úr umhverfinu, t.d. af áhrifum náttúrunnar og er það ævagömul athugun, allar götur frá Þukydides. Þessi menningarkerfi Toynbees hafa verið ákaflega mikið rædd og gagnrýnd og það gerði t.d. Geyl. Einkum hafa verið ræddar kenningar hans um hrun menning- anna. Menningu hnignar af þvf að hún fúnar innanfrá með ýmsum hætti. Engin menning, sem var heil og sterk í sjálfri sér, hefur nokkurntima hrunið eingöngu fyrir árás utan að. Þessvegna hafnaði Toynbee þeirri gömlu kenningu Gibbons, að Rómaveldi hefði hrunið vegna áhlaups ungra barbaraþjóða og fyrir áhrif kristn- innar. Það, að árásir barbaranna utanfrá heppnuðust, var ekki orsök hrunsins heldur afleiðing, afleiðing af fúanum og spillingunni inni fyrir, sem þoldi ekki raun andófsins. Stundum er hægt að stöðva upplausn menn- ingar t.d. með því að hún verði steinrunnin, eins og var lengi f Egyptalandi, en oftast fer svo að gömul menning stenst ekki átakið eða áreynsluna f lífi sfnu, bognar og brotnar. NORRÆN OG ISLENSK MENNING I kerfi Toynbees er norræn og íslensk menning eitt dæmið um slíka menningarreisn og menningarlok. I Hann ræðir einkum um þetta í öðru bindinu, um þol menninganna i andófi og andsvari sögunnar og segir frá þvf hvernig harðbýl lönd eða ný lönd eða farg og þrýstingur verða til þess að efla eða örva menninguna meðan hún þolir spennuna. Þetta kom fram f norrænni I vikingasögu f landaleit og landnámi Norðmanna á ts- landi og f Grænlandi, en samskonar fyrirbæri höfðu löngu áður komið fram f grfskri landnámssögu og síðar áþekk þróun t.d. f Brasilfu — La Plata — Patagoniu. Toynbee fór eftir Landnámu og islenskum sögum og taldi þar fastara undir fæti en i grískum sögnum Hann vitnaði einnig i nýjustu norrænar og enskar rannsóknir fræðimanna. Það er áræðið í siglingunum og harkan f sókninni til nýrra landa, sem veittu enn meiri mótstöðu en heima- landið, sem urðu til þess að norræn menning efldist, óx svo að segja upp úr og yfir sjálfa sig. Sá menningarvöxt- ur náði hámarki sinu á tslandi. I sókn sinni til Græn- lands gerðu Islendingar enn tilraun til þess að sækja áfram til nýs lands og að mörkum nýs heims, í Ameríku. Það mistókst, til þess hafði norræn menning ekki þol. Hámark norræns anda var þvf f fslenskri menningu, þar til hún stöðvaðist einnig eða staðnaði. Hin forna norr- æna (og heiðna) menning breytti um eðli og svip fyrir kristin áhrif og urðu þá enn til nýjar bókmenntir og nýtt stjórnarfar. Ymislegt af því sem Toynbee skrifaði um fslenska og norræna menningu var ekki nýtt að þvf leyti, að hann studdist við eldri rannsóknir, en það var samt að vissu leyti sagnfræðileg nýjung að hann setti norræna sögu i nýtt samhengi við allsherjar sögu Evrópu og heimskerfi menningarinnar eins og hann skildi það, í grískri, i hellneskri og rómverskri sögu. Aður höfðu t.d. verið átök milli frskrar og rómverskrar kristni og ekki munað nema hársbreidd, að það varð rémversk kristni og menning, en ekki írsk, sem ofan á varð. Norræn menn- ing hafði haft samband við þá irsku og norrænir vík- ingar gerðu líka snemma árásir á keltnesk lönd, en að lokum sveigðist norræn menning alveg eins og sú ■ irska, undir rómversk áhrif og yfirráð. Þá byrjar nú f saga á Islandi. EVRÓPUSAGNFRÆÐI OG tSLENSK SAGA Margt í hugsanaferli, sögustfl og einkum sögutrú Toynbee er fjarlægt því sem nú hefur um langt skeið verið í íslenskri sögufræði, sem fyrst og fremst er rannsókn og gagnrýni á heimildum, eða þvf sem hver um sig telur heimildir, oft itarlegar og góðar í nýjum útgáfum, og svo persónu og atburðasaga. En sú var tíðin að trúin var stórveldi i íslenskri söguritun og söguskýr- ingu. I fornri biskupasögu er talað um það, hversu margir heilagir menn séu á Islandi og „halda bænir þeirra og vorar landinu uppi, en ella mundi fyrirfarast landið". Þessi andi hélst alla leið í mannkynssögu Páls Melsted, sem sagði að sjálfur Drottinn hefði tekið í taumana, þegar spilling Páfadómsins keyrði úr hófi og sent fram á vígvöllinn trúarhetjuna Martein Luther. Þessi merkilega sagnfræði er nú löngu úr gildi f þessu . landi. Menn freista þess nú ekki mjög að skýra Islands- söguna af andlegri spektinni, þeir vissu ekki hvað fugli það var. I evrópskri sagnfræði leita nútfma fræðimenn samt ýmissa slíkra úrlausna, eins og ég nefndi hér fyrr í sambandi við erindaflokkinn f útvarpinu. Þó að Arnold Toynbee hafi verið þarna fyrirferðarmestur og þá auð- vitað umdeildastur, þá hafa ýmsir aðrir lagt fram merkan eða skemmtilegan skerf. Reinold Niebuhr samdi líka bók um „trúna í sögunni" og sagði að söguleg tilvera mannsins væri meiningarlaus nema fyrir trúna. ‘ Herbert butterfield, ágætur enskur sagnfræðingur, skrifaði bæði um upphaf vestrænna vfsinda og bók um „Kristindóm og sögu“ og Daniílou í Frakklandi skrifaði um „dul sögunnar“ og þjóðfélagsfræðingar og stjórn- málamenn hafa sfn sjónarmið. Sagnfræðingurinn Dawson skrifaði um „orku veraldarsögunnar" og um „guðsrfki og söguna", eða um menningu og siðgæði. Barraclough spyr: „Er til Evrópumenning? Egon Friedell skrifar f flaumi lærdóms síns og listaáhuga um trúarbrögð og lika um „loftkastala" sögunnar og um „hrun veruleikans“ og sagði að Ranke sjálfur hefði ekki fyrst og fremst verið stór fyrir staðreyndir sfnar og heimildir, heldur af þvi að hann var mikill hugsuður, sem fann ný sannindi og sambönd i sögunni. Á Eng- landi hefur Plumb skrifað um beinar framfarir á ferli sögunnar. Geyl skrifar um „frelsishugsjón sögunnar" og um „lffsþrótt vestrænnar menningar" og Toynbee samdi sérstakar ritgerðir um Rússland og Vesturlönd og um Islam og Vesturlönd. Hann stundaði í æsku arabíska tungu. Þetta er kannski allt einhversstaðar fyrir ofan garð eða neðan hjá raunsæjum sögumönnum og auðvitað væri ekki rétt að draga fjöður yfir það, sem vitað er, að svo eru aðrir sprenglærðir menn á allt annarri bylgju- lengd sagnfræðinnar. Það sést t.d. í texta UNESCO sögunnar og í athugasemdum sovétmanna og kaþólskra manna við hana. Fisher, með sína stóru Evrópusögu, sagðist hvergi sjá neinn tilgang í sögunni, ekkert mark- mið. Trevelian, lærður heimildamaður og meistari list- rænnar sögu, fann ekki heldur neina heimspeki í sög- unni sjálfri nema að henni væri bætt f hana eftirá og væri það oft heilaspuni. Ég ætla ekki að fara að rekja þetta sundur hér, þó að margt af því sé ánægjulegt og skynsamlegt, og það er satt, sem ég setti hér f upphafi, að sagnfræði nútimans er skemmtilegt og skörulegt einkenni á andlegu lífi hans. Arnold Toynbee var einn af stórmeisturum þessarar sagnfræði í anda hennar og útsýn, hvað sem verða kann um einstök atriði rannsókn- anna i deilum dagsins og í leitinni að nýrri sögu, þar vísaði hann vfða til vegar. V.Þ.G. Vilhjálmur Þ, Gíslason: Arnold J. Toynbee og sagnfrœði hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.