Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRtL 1976 25 Flugleiðir taka upp tölvubókánir FARSKRÁRDEILD Flugleiða á Reykjavfkurflugvelli hefur nú tekið upp tölvuskráningu og fengið tölvu til sifkrar farskrán- ingar. Undirbúningur að þessu hefur staðið yfir alllengi, að þvf er segir f fréttatilkynningu Flug- ieiða, og nokkrar skrifstofur Loft- leiða og Flugfélags tslands er- lendis hafa um skeið notað sifkatl tölvubúnað. Segir f tilkynning- unni að með tengingu farskrár- deildar Flugleiða f Reykjavfk við tölvuna, sem er f Atlanta f Banda- rfkjunum, hefjist nýr kapftuli f farþegaþjónustu fyrirtækisins, sem muni auðvelda bókanir, flýta fyrir afgreiðslu og um leið koma á betra og auðveldara sambandi, milli skrifstofa félagsins vfða um lönd. Siðan segir í tilkynningunni: Mikill undirbúningur hefur( þegar farið fram vegna þessara Bygging Öskju- hlíðarskóla verffi tafarlaust haldið áfram EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á aðalfundi Foreidrasam- taka barna með sérþarfir: Aðalfundur Foreldrasamtaka -barna með sérþarfir, haldinn í Brautarholti 4, 28. mars, 1976, samþykkir að skora á stjórnvöld og aðra, sem fjalla um málefni barna með sérþarfir, að hafa for- eldra þessara barna ætið með í ráðum um aðbúnað þeirra og með- höndlun. Jafnframt samþykkir fundur- inn að krefjast þess af ríkisstjórn- inni, að byggingarframkvæmdum við öskjuhlíðarskóla verði tafar- laust haldið áfram, enda sé að öðrum kosti um vitaverða van- rækslu að ræða. Varðandi fyrra atriðið vilja For- eldrasamtökin benda á það, að sérþekking á þessum málum getur ekki falið i sér reynslu og tilfinningar foreldranna. Má glöggt sjá það, ef litið er yfir farinn veg. Óraunhæft er einnig að ákvarða meðferð barnanna án samráðs við foreldra, eins og gert er þegar um heilbrigð börn er að ræða, vegna þess að allir eiga heilbrigð börn, en fáir hafa reynslu af að eiga vanheilt barn. • Kröfuna um það, að bygginga- framkvæmdir séu ekki stöðvaðar við öskjuhliðarskóla ætti ekki að þurfa að rökstyðja. Nægir að minna á þann fjölda barna, sem þurfa kennslu og þjálfunar með, en komast hvergi fyrir. Einhverj- um foreldrum heilbrigðra barna myndi þykja nóg um, ef börn þeirra fengju ekki að fara í skóla af þvi að ekki væru til peningar til að byggja skólahúsnæði. breytinga á bókanakerfinu. Starfsfólk, sem vinnur við far- þegaskráningu svo og starfsfólk í söluskrifstofum og flugafgreiðsl- um fer á námskeið, þar sem það lærir meðferð tölvunnar og lærir að nýta sér kosti hennar til fulln- ustu. Án slíkrar kunnáttu koma kostir tölvubókana ekki að fullu fram. Stærsti kosturinn við tölvu- bókun framyfir þá aðferð sem var áður, er e.t.v. sá að nú gefur tölv- an umsvifalaust upplýsingar um þá ferð, sem spurt er um, hvort sæti séu fyrir hendi, og bókun farþegans tekur aðeins örskamma stund. Þá gefur tölvan einnig upplýsingar um afpantanir, þannig að sæti sem afpantað er, kemur strax til sölu. Áður tók slíkt þrjár til fimm klukku- stundir. Þetta atriði bætir nýt- ingu flugsins. Þá er enn sá kostur við tölvubókanir, að verðandi far- þegi þarf ekki að bíða eftir svari. Það fær hann á augabragði með aðstoð tölvunnar. Tölvukerfið, sem í daglegu tali er nefnt Gabríel, er staðsett I Atlanta í Georgiu I Bandaríkj- unum, Tölvan er eign SITA, sem er alþjóðlegt hlutafélag í eigu flugfélaga og sem annast fjar- skiptaþjónustu fyrir flugfélögin. Meðan fjarskipti um gervihnött eru ekki fyrir hendi, munu fjar- skráningartækin verða tengd sæ- simastrengnum Scotice til London, en þaðan til Bandarikj- anna. Einnig er sá kostur fyrir hendi að tengja tækin við sæsíma- strenginn Icecan, sem liggur til Kanada, Flugleiðir eru ellefta fé- lagið, sem tengist Gabriel, en auk Loftleiða og Fiugfélags islands eru þar, m.a. flugfélögin SAS, Varig, CSA, Balkan o.fl. 1 farskrárdeild Flugieiða á Reykjavikurflugvelli eru 23 Raytheon fjarskráningartæki, fimm í Lækjargötu 2 og eitt í flugafgreiðslunni í Hótel Loftleið- um. Siðar í vor verða tekin í notkun fjögur fjarskráningartæki í flugafgreiðslunni I Keflavík. I sumar er í ráði að tengja skrif- stofur og flugvallarafgreiðslu í Luxemborg við Gabriel. Þar verða 8 tæki. í október er fyrirhugað að farskrárdeild Flugleiða I Reykja- vík verði miðstöð allrar farskrán- ingar félagsins. Islendingar með ólöglega yörusölu í Færeyjum EFTIRFARANDI frétt tókum við úr færeyska biaðinu Dimmaiætting, en þar segir frá ólöglegri vörusölu 10 tslendinga I hinum ýmsu byggðum Færeyja. Hafa tslendingarnir komið I heimsókn til Færeyja og reynt með ýmsu móti að selja við húsdyr fólks ýmsa hluti svo sem skinnavöru og eftirprentanir. Fer fréttin hér á eftir á færeysku. Ólóglig v0rus0la við dyrnar Politiið kannar fleiri mal, runt um allar Foroyar hava selt lutir nus Fvri einum góðum ári I siðani ella kanska er tað | t longri siðani, komu naknr is- lendingar til Foroyar Hetta I saer siálvum er emki togi, « 1 íslendingar koma hendavegm Inaerum dagliga, serliga um I summarið. Men tað legna við I hesum islendingum var, at 1 teir gingu hús ur husi og lseldu ymsar lutir .9°biS I myndir, innrammað btbdsk 1 skriftsteð, skinnluto oX. Tað er ikki loyvt fótki at selia við dyrnar, hverki bloö, I pyntilutir, bokur ella nakað lannað, men landsstynð kam eeva undantaksloyvi, sigur ISúni Winther pohtistur, iö starvast á politistoðmi í n^ugust mánað i ÍJOT ^r politiið at kanna hesa olog- | ligu salu naerri, og varð sam stundis givið boð ri* politisteðir og syslusknv- istovur um alt landið. So hvort poUtuð fór undir at Uanna hvorjir mennmir vóru, sum seldu við dymar, rýmdu teir av landmum, og Srir aðrir komuhendavegm i staðin og Vyirtófei ólóghgu soluna iimtil poUtuð fekk frænir av hvorjir teir vóru, so hvurvu teir eisim. Tilsamans snýr hetta seg um emar 10 mans, allir íslendingar. Beint nú hevur pohtxið fingið at vita um tveir íslend- arar aftrat, sum hava selt i Suðuroynni, i Vágunum, Klaksvik og á Exði. Fvri at fólk ikki skulu vamast nakað ólógligt, hava teir uppá fyrispuming fra meguligum keyparum um teir hovdu seluloyvi, sagt, at tað hevdu teir fingið. Menl tað er ikki satt. Eisuu hava teir nú i seinastum sent bemi at selja fyri seg, og so’ haval hesi fingið ernar 10 *r.l PoUtuð heitir ti á folk uml ikki at keypa frá hesuml monnum eUa frá teunural b«mum, teir senda fyrx seg ati selja slikar varur. SerligB erul tað myndir av gratandx bem- um, ið seldar hava venð. t samband við hesa s»iu hevur poUtuð fingið at vita.J at íslendaramir hava keyptl glas, ið teir sjálvir hava skorið tU, fyri flern túsundar krónur eins og keyp av rammum hevur venð omet- aliga stórt. Hetta hevur sxð- ani verið nýtt tU innramm-] ingar av myndunum. Heödaraflinn minnkaði um 112 þús. lestir fyrstu þrjá mánuðina Ljósm. Guðmundur Sigfússon. Frá ráðstefnunni á Hótel Vestmannaeyjum. Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra flytur framsöguræðu sfna. Vestmannaeyjar: Ungir sjálfstæðis- menn með ráðstefnu um sjávarútvegsmál EYVERJAR I Vestmannaeyjum og ungir sjáifstæðismenn f Reykjaneskjördæmi gengust fyrir ráðstefnu um Iandhelgis- og sjávarútvegsmál á Hótel Vest- mannaeyjum um sfðustu helgi. Framsöguerindi á fundinum fluttu Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra, Jón Atli Kristjánsson, hagdeild Lands- banka Islands, Sigurpáll Einars- son skipstjóri og Þórður Asgeirs- son, skrifstofustjóri i sjávarút- vegsráðuneytinu. Almennar umræður urðu á eftir framsögu- erindunum. Helstu málaflokkar voru landhelgismál, friðunarmál, staða sjómannsins, fjármál út- gerðar o.fl. Rúmlega tuttugu þátttakendur komu frá meginlandinu til Vest- mannaeyja og þátttaka heima- manna var góð. Niðurstöður ráð- stefnunnar verða notaðar til undirbúnings stefnumörkun ungra sjálfstæðismanna í náinni framtíð. Heiidarafli landsmanna varð 111.918 lestum minni fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tfma f fyrra. Kemur þetta fram í bráða- bírgðaskýrsiu Fiskifélags tslands um heildaraflann frá 1. janúar til 31. marz s.l. Fyrstu þrjá mánuði s.l. árs var heildaraflinn alls 559.047 lestir á móti 447.129 lestum núna. Munar hér mestu um loðnuafla. í skýrslunni kemur fram, að heildarafli bátaflotans er núna 64.160 lestir, en var 72.037 lestir og hefur hann þvi minnkað um 7.877 lestir. Á svæðinu frá Horna- firði til Stykkishölms hefur aflinn minnkað um 8.584 lestir, en á Vestfjörðum hefur hann aukizt um nokkuð á annað þúsund lestir. Á Norðurlandi hefur aflinn minnkað um tæplega 300 lestir og á Austfjörðum um 500 lestir. Afli togaranna varð alls 48.447 lestir fyrstu þrjá mánuðina á móti 44.476 lestum, sem er 3.971 lest meira en i fyrra Afli skuttogar- anna hefur aukizt nokkuð, en hlutur siðutogara fer síminnk- andi og fyrstu þrjá mánuði þessa árs veiddu þeir aðeins tæplega 1400 lestir á móti um 3000 lestum í fyrra. Loðnuaflinn er nú 331.000 lestir, á móti 439.833 lestum og er hann þvi 108.833 lestum minni en á sama timabili I fyrra. Rækjuafli hefur aukizt allmikið eða um 729 lestir, úr 2.350 lestum f 3.079 lestir. Sömu sögu er að segja af hörpudisksveiði, sem hefur aukizt úr 351 lest I 443 lestir, en það er 92 tonna aukning. Aðalfundur T.F.Í. A nýafstöðnum aðalfundi Tæknifræðingafélags lslands voru eftirtaldir menn kosnir f stjórn félagsins: Bolli Magnússon formaður, Guð- mundur Hjálmarsson varaformað- ur, Þórarinn Jónsson ritari, Ingvi I. Ingason gjaldkeri og Gunnar I. Gunnarsson meðstjórnandi. Í varastjórn: Magnús Snædal Svavarsson og Júlíus Þórarinsson. Félagar í T.F.Í. nálgast nú fjögur hundruð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.