Morgunblaðið - 15.04.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
31
8. Jon Lord
9. Eno
10. Edgar Winter
MIKILVÆGUSTU
HLJÓÐFÆRALEIKAR-
AR
1. Ron Wood
2. Keith Richard
3. Elton John
4. Jimmy Page
5. Pete Townshend
6. David Bowie
7. Eno
8. Mick Ronson
9. Nicky Hopkins
10. Rick Derringer
UPPTÖKUSTJÓRAR
1 Todd Rundgren
2. Gus Dudgeon
3. Jimmy Page
4. John Cale
5. George Martin
6. Tony Visconti
7. Glyn Johns
8. Bob Ezrin
9. Glimmer Twins
10. Phil Spector
LAGASMIÐIR
1 Elton John/Bernie Taupin
2. David Bowie
3. Mick Jagger/Keith Richard
4. Bruce Springsteen
5. Jimmy Page/Robert Plant
6. Bob Dylan
7. Pete Townshend
8. Paul McCartney
9. Lou Reed
10. Ian Anderson
18plötarísumar
8
Töluvert af plötum er nú i
bígerð hjá íslenskum tónlistar-
mönnum og hafa líklega aldrei
fleiri unnið að sliku samtímis.
Til að fá nánari fréttir af þess-
ari starfsemi hafði Stuttsíðan
samband við nokkra þá er hlut
eiga að máli. Fyrir hönd Steina
h.f., sem mun vera stærsti út-
gefandinn, svaraði Steinar
Berg og sagði hann að næsta
plata þeirra væri væntanleg í
maí og að það yrði hin svo-
nefnda „Kreppuplata". Á plöt-
unni mun koma fram fjöldi
manns og allir munu túlka
kreppuhugtakið. Helstir eru
Diabolis In Musica, með þrjú
lög, Ómar Óskarsson, Spilverk
þjóðanna, Þokkabót, Dögg,
Kaktus og flokkurinn Liðsveit-
in, með tvö lög hver Af tækni-
legum ástæðum er þó hugsan-
legt að fækka þurfi lögunum
eitthvað, vegna þess hve saman-
lögð tímalengd þeirra er mikil.
Efni plötunnar má að mestu
flokka undir „soft“-rokk, en
fjölbreytni mun þó gæta. Öllum
upptökum fyrir plötuna er lok-
ið, en eftir er að hljóðbanda
nokkur lög. Jakob Magnússon
mun væntanlega klára plötu
sina og Hvftárbakka Trfósins í
maí, en þegar er búið að taka
upp alla grunna. Platan, sem að
sögn Jakobs mun hafa að
geyma melódíska „funck“ mú-
sík, er svo væntanleg á markað-
inn í júní. Aðrar plötur, sem
Jakob mun vinna að er plata
með Steinunni Bjarnadóttur og
Stuðmönnum. Vinna við plötu
Steinunnar og Jakobs er byrjuð
og hafa fjögur lög verið tekin
upp. Á þessari plötu, sem verða
á sannkölluð stuðplata, kemur
auk þeirra fram nokkur fjöldi
„session" hljóðfæraleikara,
jafnt heimsþekktir erlendir
hljóðfæraleikarar sem óþekktir
íslenskir. 1 viðræðum nú í síð-
ustu viku milli Spilverks Þjóð-
anna og Jakobs Magnússonar
var svo ákveðið að ráðast í gerð
nýrrar Stuðmannaplötu. Áætl-
að er að upptökur hefjist í júní,
en nokkuð efni á plötuna er
þegar fyrir hendi. Spilverk
Þjóðanna ætlar að taka upp
tvær stórar plötur á þessu ári.
Önnur þeirra verður hljóðrituð
á tónleikum í stúdíói Hljóðrita
hf. nú um helgina og verða þar
ejngöngu leikin lög, sem ekki
hafa komið út á plötum áður
með þeim. Vonast er til að þessi
plata verði komin á markaðinn
í mai. Hin platan verður stúdíó
plata og byrjað verður á henni
með vorinu. Á þeirri plötu verð-
ur að öllum líkindum tónverk
eitt mikið, sem nær yfir aðra
hlið hennar alla. Hinum megin
verða svo væntanlega nokkur
styttri lög. Ölafur Þórðarson,
fyrrverandi meðlimur Ríó
tríósins og einn hluthafa í
Steinum hf„ ætlar svo sjálfur
að taka upp lög fyrir stóra
plötu. Lögin, sem eru eftir
hann og textarnir, sem eru eftir
Halldór Gunnarsson I Þokka-
bót, eru öll tilbúin og af léttara
taginu. Upptaka hefst væntan-
lega fyrri hluta sumars.
Að lokum gat Steinar þess að
rætt hefði verið um gerð stórr-
ar plötu með Diabolis In
Musica, en ákvörðun ekki enn
verið tekin um það.
Hjá Pétri Kristjánssyni fékk
Stuttsiðan þær upplýsingar að
þeir i Paradís stefndu að upp-
töku stórrar plötu með vorinu.
Utgefandi verður annaðhvort
Gunnar Þórðarson, og platan þá
tekin upp i Englandi, eða
Rúnar Júlíusson, sem kosta
mun upptöku I Bandarikjun-
um. Lögin, sem væntanlega
verða 10 til 12 talsins, verða
samin af flestum meðlimum
hljómsveitarinnar og munu
endurspegla þá stefnu er ríkt
hefur f lagavali hljómsveitar-
innar. Hljómsveitin hefur nú
hætt öllum ráðningum til dans-
leikjahalds, en einbeitir sér
þess í stað að æfingum og laga-
smíðum. Ef allar áætlanir
standast má vænta þess að plat-
an komi á markað snemma I
júli. Jafnframt þessu hefur
Björgvin Gfslason gitarleikari
þeirra hafið upptökur á lögum
fyrir eigin plötu, í stúdíói Svav-
ars Gests. Honum til aðstoðar
verða ýmsir söngvarar, Ásgeir
Öskarsson á trommur og Sig-
urður Árnason á bassa, en á öll
önnur hljóðfæri ætlar Björgvin
að leika sjálfur. Að sögn Björg-
vins, verður unnið við gerð
plötunnar eftir hentugleikum
og þvi óvist hvenær platan kem-
ur á markað. Um lögin vildi
Björgvin litið segja, en þó að
ekki yrðu þau öll sungin. Jó-
hann Helgason, fyrrverandi
meðlimur Change, er um það
bil að ljúka upptökum á eigin
lögum fyrir plötu gefna út af
Svavari Gests. Með Jóhanni
leika á plötunni ýmsir hljóð-
færaleikarar og má þar nefna
Sigurð Karlsson, Jakob Magn-
ússon, Rúnar Georgsson, Ásgeir
Öskarsson, Árni Isleifsson og
Sigurður Árnason. Efni plöt-
unnar mun skiptast i tvennt að
því leyti að á annarri hlið henn-
ar munu flest lögin vera í ætt
við þá tónlist er leikin var á
árunum milli 1920 og 1930, en á
hinni hliðinni verða lög af létt-
ara tagi. Utgáfa er áætluð i
byrjun maí.
Á næstunni er svo einnig
væntanleg stór plata með söng-
konunni Sigrúnu Harðardóttur
og var það hljómsveitin Júdas,
sem sá um undirleik hjá henni.
Utgefandi er Jón Ölafsson.
Rúnar Júlfusson og Engil-
bert Jensen starfa einnig um
þessar mundir að eigin plötuút-
gáfu. Rúnar er f Bandaríkjun-
um og Engilbert í Bretlandi, en
engar nánari spurnir hefur
Stuttsíðan af þeim. Hljómsveit-
in Haukar ætlar svo einnig til
Bretlands bráðlega og mun
taka þar upp plötu með aðstoð
Gunnars Þórðarsonar, sem
einnig mun gefa plötuna út.
Lögin verða eftir ýmsa, m.a.
Ómar Óskarsson, Gunnar
Þórðarson, Jóhann Helgason
Hauka sjálfa. Gunnar Þórðar
son tekur svo einnig upp plötu
með Rfó trfóinu, sem þó verður
án Ólafs Þórðarsonar.
Eikin ætlar lika í stúdíó að
hljóðrita eigin lög og verður
það væntanlega seinna í þess-
um mánuði. Þeir er sóttu síð-
ustu SAM-komu f Klúbbnum
fyrir stuttu fengu forsmekk af
þeirri lagasmfð er heyrast mun
á plötu þeirra, en lögin voru i
„funky" jass-rokk stil. Platan
er svo væntanleg i júní og
verður að líkindum gefin út af
þeim sjálfum. Að lokum má svo
geta þess að Olga Guðrún Árna-
dóttir er farin að hugsa fyrir
annarri plötu, sem væntanlega
verður byrjað á með sumrinu.
í þetta sinn má vænta nokkuð
alvarlegra efnis frá henni og
Ólafi Hauk Sfmonarsyni, en
kom á Eniga Meniga. Gunnar
Þórðarson verður bakhjarl
þeirra eftir sem áður.
Hér að framan hafa nú verið
taldar upp 18 stórar plötur, sem
unnið er að á miðju ári og er
slíkt algert einsdæmi í fslenskri
hljómplötuútgáfu, sem hingað
til hefur að mestu verið miðuð
við jólakaupæðið og ætla má að
þeim eigi enn eftir að fjölga er
kemur fram á sumar. Tvímæla-
laust er þessi jákvæða þróun
bættum upptökuaðstæóum að
þakka og væri einnig óskandi
að gæði tónlistarinnar bötnuðu
í hlutfalli við bætt upptökuskil-
yrði og meiri fjölda platna.
Bald. J. B.
Hljémplötngagnrýni:
Einar Vilberg - Starlight
004 Steinar h.f.
í ljósi stjörnu eru misjafn-
lega bjartir geislar. Þessir
geislar virka oft á tilfinning-
arnar sem straumar hins visna
löngu liðna eða hins myrkvaða
skins, hins myrkvaða skins
frumleikans. Eitthvað þessu
lfkt virkar ytri sem innri bún-
aður tónlistar Einars Vilbergs,
þ.e. þeirrar tónlistar sem sköp-
uð var með gerð hljómplötunn-
ar Starlight. Starlight er önnu
plata Einars Vilbergs. Þá hina
fyrri hljóðritaði Einar með Jón-
asi R. Jónssyni og láta þær þess-
ar tvær all ólíkt í eyrum. Plata
þeirra Jónasar og Einars var öll
tónlistarlega rólegri og einfald-
ari eða nokkurs konar „soft-
rokk“, leikið á órafmögnuð
hljóðfæri. Á hinn bóginn Star-
light, hin nýútkomna plata Ein-
ars, oft á tíðum ,,hard-rokk“ hið
rafmagnaðasta. Tónlist Einars
Vilbergs er sem sagt í dag all
rafmagnað rokk, sem byggt er
upp í kringum einfalda og oft
fallega eða melódíska laglínu.
Lögin hljóma yfirleitt nokkuð
kunnuglega í eyrum, en slíkt
má eflaust skrifa að miklu leyti
á reikning útsetningarinnar á
titillagi plötunnar, Starlight.
Þar gefur að heyra mjög
skemmtilega raddsetningu
hins víðfræga og mæta Spil-
Framhald á bls. 21
■
■
■
■
Hljómplötugagnrýni:
B.G. os Inffibiörff - Sólskinsdaffur
005 Steinar h.f.
ÉG HEF HEYRT.
Ég hef heyrt. Hvað þá?
Ég hef heyrt. Hvað Þá?
Ég hef heyrt. Hvað þá?
Hvað hefurðu heyrt?
Að maður sé á meðal vor.
Nú já hvað þá?
Sem hefur bæði kjark og þor.
Ó jáá aaa...
Ég hef heyrt, heyrt ég hef,
ég hef heyrt, heyrt ég hef,
að maður sé á meðal vor,
sem hefur bæði kjark og þor.
Ég hef heyrt. Hvað þá?
O.s.frv.
Að segi hann við sérhvern
mann.
Nú já, hvað þá?
Elska skaltu náungann. Ó jáá
aaa...
Ég hef heyrt, heyrt ég hef,
ég hef heyrt, heyrt ég hef,
að segi hann við sérhvern mann
elskaðu náungann.
Ég hef heyrt. Hvað þá?
O.s.frv.
Vilt þú verða vinur hans?
La, la, la, la, la, la, la. la,
Og ganga á vegi sannleikans?
La, la, la, la, la, la, la. la. la.
Komdu með. Já ég kem.
Komdu með. Já ég kem.
Komdu með. Já ég kem. Ó jáá
aaa...
Ég fer með. Kemur Þú?
ég fer með. Kemur þú?
Ég fer með. Kemur þú?
Kemur þú með mér?
Ég hef séð. Hvað þá?
Ég hef séð. Hvað þá?
Hvað hefurðu séð?
Ég hef séð. Hvað þá?
Ég hef séð. Hvað þá?
Ég hef séð. Hvað þá?
Ég hef séð hann, ég hef séð
hann,
ég hef séð hann,
ég hef séð hann.
La, la, la, la, la, la, la, la.
Ég hef heyrt Vinur, Hesta-Jói,
að Lftil börn leiki sér að Leik-
föngum úti i haga á björtum
Sólskinsdegi, þegar Baldurs-
bráin blómstrar. — Fátt um
svör og ég vildi að við værum á
förum eitthvað langt, Langt út
á sjó, frá tónlist sem höfuðverk
mér gefur. Þv^f landi hausverk
ég fæ, þvf ég ræ langt út á sjó.
LANGT UT A SJÓ.
Langt út á sjó,
"ftqst einn ég ræ.
Langt út á sjó,
langt út á sjó,
í landi er erill og ys
til og frá
og eintómir veggir sem
rekst maður á.
Þegar af heimskunni
hausverk ég fæ
ég ræ — ég ræ — ég ræ — ég
ræ
langt út á sjó.
Einn ég öllu ræð
langt út á sjó.
Langt út á sjó.
Langt út á sjó
frið og ró ég finn
langt út á sjó
langt út á sjó.
Ég sakna ei fólksins með
ræður og rex
þó rámur sé múkkinn og
sífellt með pex
greyið að líkindum greindari
er.
Ég fer — ég fer —
ég fer — ég fer
langt út á sjó
langt út á sjó
Einn ég uni mér
langt út á sjó
langt út á sjó.
Hinn sama dag og plata
Einars Vilbergs var send á
markað kom út Sólskinsdagur
B.G. og Ingibjargar. Hversu
bjartur sá sólskinsdagur er, fer
eftir því við hvað er miðað. Sé
miðað við hinn bláleita ljós-
geisla, sem hljómsveit Ingimars
Eydals veitti lýðum þessa land«
síðastliðinn vetur, þá verður
hann æði bjartur. Ef hins vegar
sé miðað við eitthvað annað
gæti svo farið að þessi ljósgeisli
slokknaði eða yrði gleyptur,
líkt og ljósið hverfur í svörtu.
Tónlist B.G. og Ingibjargar er
hægt að benda á sem dæmi
fyrir klassfska vínveitingahúsa-
tónlist. Klassfska tónlist nefni
ég, því gerð tónlistar við um-
ræddar aðstæður á umræddum
stöðum hefur af mörgum, ef
ekki flestum, verið mjög virt, ef
hún er einmitt á þessu plani.
Þessu væri hægt að breyta t.d.
með annars konar útgáfu. Mjög
jákvætt spor í þessum efnum,
var stigið f fyrra, með útkomu
Stuðmannaplötunnar. Hljóm-
sveit hlýtur að geta náð til fólks
á dansleik og skapað stuð eða
stemmningu á einhvern annan
hátt en með slfkri vitleysu eða
bulli sem textar þeir, er í upp-
hafi voru birtir bera keim af.
Kannski tilheyrir tónlist B.G.
og Ingibjargar annari kynslóð,
þó slfkt sem það sé synd að.
segja, mjög syndsamlegt
Ég hef heyrt. Hvað þá?
ég hef heyrt. Hvað þá?
ég hef heyrt. Hvað þá?
ég hef heyrt að svo sé. Platan
vekur mikinn áhuga t.d. hús-
mæðra og þeirra annarra sem
glaðan dag vilja eiga undir ein-
faldri tónlist með einföldum
textum, sem helst lærast um
leið og þeir heyrast.
A. J.
■
I
■
■