Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 35

Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 35 Frá upptöku á leikriti útvarpsins, Dagbök Onnu Frank, sem flutt verður I kvöld. • • Dagbók Onnu Frank I kvöld verður I hljóðvarpi kl. 20.05 flutt leikritið Dagbók önnu Frank eftir bandarísku hjónin Frances Goodrich og Albert Hackett. Þýðing er eftir séra Svein Vfking en Baldvin Halldórsson er leikstjóri. Með hlutverkin fara: Jón Sigur- björnsson Jóhanna Norðfjörð, Vilhelmina Haraldsdóttir, Helga Stephensen, Erlingur Gíslason, Bryndfs Pétursdóttir Randver Þorláksson, Guðmund- ur Pálsson, Hákon Waage og Sunna Borg. Leikritið er samið eftir „Dag- bók ungrar stúlku" eftir Önnu Frank, sem út kom í enskri þýðingu I Bandaríkjunum árið 1952. Anna var yngst átta Gyðinga, sem I rúm tvö ár leyndust fyrir Gestapómönnum á þröngu háalofti vörugeymslu- húss í Amsterdam. I hópnum voru auk önnu faðir hennar og móðir, systir Önnu og önnur hjón ásamt syni sínum sem var þremur árum eldri en Anna. Síðar bættist miðaldra tann- læknir í hópinn. Anna byrjaði að færa dagbókina á 13. afmælisdeginum sfnum, áður en raunir fjölskyldunnar hófust, og hélt þvf áfram þar til nasistar fluttu hana f fanga- búðir f Bergen-Belsen, þar sem hún lézt f marz 1945, aðeins 15 ára gömul. Dagbók önnu Frank er annað og meira en skráning atburða. Hún er frábær spegilmynd af mannveru sem stendur á þröskuldi lffsins -—skapheit og örlynd, fhugul, ástrík og frama- gjörn. Síðast í dagbók hennar er setning sem má segja að sé inntak leikritsins: „Ég trúi því að þrátt fyrir allt þetta séu mennirnir f innsta eðli sínu góðir.“ Dagbók önnu Frank var frumsýnd á Broadway haustið 1955 og hlaut mörg verðlaun og margvfslegar viðurkenningar. En framar öllu gaf það leikrit- inu gildi, að höfundinum tókst með afbrigðum vel að varðveita anda Gyðingastúlkunnar ungu og láta hreinan æskuanda hennar tala til samvizku alls heimsins. Leikritið var sýnt f Þjóðleik- húsinu árið 1958. Nýr framhaldsmyndaflokkur: Á annað hundrað hlutverk A sunnudag hefst f sjónvarpi nýr framhaldsmyndaflokkur sem nefnist A suðurslóð. Er myndaflokkurinn f 13 þáttum og er byggður á skáldsögu Winifred Holtby. Aðalhlutverk leika Dorothy Tutin, Nigel Davenport og Hermione Baddeley. Þýðandi myndanna er Óskar Ingimarsson. Sagði Öskar að myndin segði frá lífi fólks f héraðinu South Riding í Yorkshire. Þetta er tilbúið hérað en þarna eru til héruðin North Riding, West Riding og East Riding. Myndin gerist á kreppuárunum 1932—35. í þessum fyrsta þætti segir frá að verið er að kjósa nýjan embættismann f bæjarstjórn- ina. Eru þarna ýmsir hags- munahópar sem takast á. Annar þeirra, sem í framboði eru, er fataframleiðandi sem má muna sinn fífil fegurri enda eru slæmir tfmar. Hann hefur verið mikill maður í bæjar félaginu og er raunar enn þó hann standi nú höllum fæti. Hann á við ýmis önnur vanda- mál að stríða og á hann m.a. dóttur sem er geðveik. Þá segir einnig frá f þessum fyrsta þætti að verið er að velja nýjan skólastjóra í mennta- skóla stúlkna sem þarna er. Kemur stúlka frá London serr sækir um starfið og hefur hún fullan hug að á hreinsa svolítið til og vill gera skólann að fyrir- myndarskóla. Lýsir myndin nokkuð átökum á milli gamla og nýja tímans að sögn Óskars en hlutverk í myndinni eru á annað hundrað. Vár$\ Þáttur Svavars Gests ( sjónvarpi kl. 15.00 I dag er forvitnilegur. Nefnist þátturinn Fyrsta danslagakeppni á Islandi en sú keppni var á Hótel lslandi 1939. Húmor í gamni og alvöru Brandarakallamir, Friðfmnur, Flosi og Ómar Á MÁNUDAG er f hljóðvarpi þáttur sem nefnist Að vera húmoristi og hefst þátturinn kl. 20.20. Umsjónarmenn eru þeir Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinsson. Björn Vignir sagði að i þættinum yrði rætt við þrjá humorista, Friðfinn Ólafsson forstjóra Háskólabfós, Flosa Ólafsson leikara og Ómar Ragnarsson fréttamann. Allir eru þessir kappar húmoristar og er kfmnigáfa þeirra hver með sfnum hætti að sögn Björns Vignis. Friðfinnur er gamall revíu- höfundur og var einn af að- standendum Bláu stjörnunnar. Hann var sfðar einn af „snillingum" Sveins Ásgeirs- sonar f útvarpsþætti fyrir nokkrum árum. Flosi og Ómar eru báðir landsfrægir grínistar sem varla þarf að kynna frekar. 1 þættinum eru þeir m.a. spurðir að því hvort að það sé ekki erfitt að þurfa jafnan að rísa undir því að vera I dag kl. 16.25 les Arni Tryggvason leikari smásöguna Vandræði meðhjálparans. Sag- an er eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum og er hún aðeins 15 mfnútur í flutningi. Sagði Arni að sagan segði frá ýmsum flækjum sem þessi aumingja maður yrði fyrir. Þetta er gamall maður sem tekur við meðhjálparastarfi af öðrum. Telur hann og e.t.v. ýmsir aðrir að hann hafi átt að „Þegar lýsti af degi“ nefnist þáttur sem verður í hljóðvarpi kl. 20.15 á páskadag. Þátturinn er klukkustundarlangur og er dagskrá um páska með ívafi úr bókmenntum og tónlist. Saman tekt dagskrárinnar annaðist Elfas Mar rithöfundur en les- arar með honum eru Kristfn Anna Þórarinsdóttir og Gunnar Stefánsson. Elías Mar sagði að i þættinum væri rætt svolítið um sögu páskanna, hvernig þeir hófust og hvernig þessi hátíð hefur þróazt. Þá er tekið fyrir páska- efni f íslenzkum bókmenntum. húmoristi. Þá er rætt um það hvernig húmor þeirra hafi þróazt og spjallað um fslenzkan húmor og kfmnigáfu almennt. Þá fara þessir allir með brandara og voru spurðir um hver væri þeirra eftirlætis- brandari. Ekki voru þeir allir öruggir á hver hann væri að sögn Björns Vignis, en fóru þó með einhvern brandara. „Það er rætt vftt og breitt um húmor bæði f gamni og alvöru sagði Björn Vignir. „Þetta er ekki bara ærsl og gaman heldur er og rætt um málið f heim- spekilegum tón, hvað sé húmor og hverju hann geti komið til leiðar." Þá eru í þættinum þrjú inn- skotsviðtöl við ónefnda aðila og ætti þetta að koma viðmælend- um þeirra Björns Vignis og Árna á óvart að sögn Björns. Ekki vildi Björn Vignir segja neitt um hvort þeir stjórnendur þáttarins væru sjálfir húmorist- ar enda væru á því skiptar skoðanir. fá þetta starf miklu fyrr. Sagan gerist öll á hluta úr degi. Það er verið að ferma og kemur á daginn að gamli maðurinn er ekki alveg með á öllum reglunum sem viðhafðar eru við slíka athöfn. „Þetta er dálítið sérkenni- legur náungi, þessi gamli maður," sagði Árni. „Hann lifir svona svolftið í sínum eigin heimi og er nokkuð einkenni- legur í háttum." Sagði Elías Mar að það væri að vfsu ekki af svo miklu að taka, þó væri til mikið af kveðskap um páska þ.e.a.s. sálmalög og annað. Þá eru í þættinum lesin upp ljóð og þættir sem tengd eru páskum. Þó var reynt að binda efnið við sjálfa páskana, fjalla ekki um píslarsöguna heldur upprisuna. Tónlistin sem flutt er f þætt- inum er kirkjutónlist, mest er- lend. Þá er efni þáttarins fyrst og fremst trúarlegs og kirkju- legs eðlis sagði Elías Mar að lokum. Elfas Mar rithöfundur er mað dagskrá um páska á sunnudag. Dreki á heimilinu A PÁSKADAG er f hljóðvarpi barnaleikrit sem nefnist Dreki á heimilinu og hefst það kl. 17.00. Leikritið er byggt á enskri barnasögu eftir Mary Catheart Borer en sænska leik- gerð gerði Birgitta Boham. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi leik- ritið en leikstjóri er Stefán Baldursson. Sagði Stefán að þetta væri svolítið ævintýri sem ætti að gerast á okkar tfmum þó svo að umhverfið væri nokkuð fram- andi fyrir íslendinga. Leikritið greinir frá er lítill sædreki gengur á land og sezt að í kast- ala nokkrum. I kastalanum er búsett ekkja með börn sfn og, eiga þau von á gestum innan tfðar. Að sögn Stefáns hefur það bæði kosti og galla fyrir þessa fjölskyldu að búa með drekan- um. T.d. kyndir hann upp höll- ina fyrir þau með þvf að blása eldi öðru hvorki en það er hins vegar vissum erfiðleikum bundið að fela drekann þegar gestirnir koma f heimsókn. Með aðalhlutverk í leikritinu fara Þóra Friðriksdóttir, Þór- hallur Sigurðsson, Sólveig Hauksdóttir, Guðmundur Páls- son og Stefán Jónsson en sumir krakkanna kannast e.t.v. við hann úr aðalhlutverkinu í leik- riti Þjóðleikhússins, Karlinum á þakinu. I öðrum hlutverkum eru Kristbjörg Kjeld, Randver Þorláksson og Valdimar Helga- son. Leikritið tekur tæpa klukku- stund í flutningi. Ekki er ósennilegt að drekinn I barnaleikritinu Dreki á heimil- inu hafi útlit I átt við það sem sýnt er á myndinni. Ekki alveg örugg- ur á reglunum Ljóð og þœttir um páska I belg og biðu AUK þeirra liða sem sérstak- lega er greint frá hér f dag- skrárkynningunni er margt fleira áhugavert í útvarpi og sjónvarpi yfir páskahelgina. Á föstudag flytur séra Halldór S. Gröndal messu í safnaðar- heimili Grensássóknar. Hefst messan kl. 11.00. Þá er kl. 13.30 hugleiðing f hljóðvarpi sem Tryggvi Gíslason flytur og nefnist: Svo elskaði Guð heim- ■nn“. i»á kynnir sérn Kolbeinn Þorleifsson pfslarsálma séra Bjarna Gissurarsonar f Þing- múla í þætti sem hefst kl. 20.25. Á laugardeginum er t.d. um- ræðuþáttur sem nefnist Tveir á tali og hefst hann f hljóðvarpi kl. 19.35 og eru það Valgeir Sigurðsson og Björn Bjarnason fyrrum formaður Iðju sem ræð- ast við. I sjónvarpi er svo mynd kl. 21.25 sem fjallar um sýning- ar á gömlum listmunum í rúss- neskum kirkjum. Á sunnudeg- inum eru messur f útvarpi og sjónvarpi. Séra Óskar J. Þor- láksson flytur messu í Dóm- kirkjunni og er henni útvarpað kl. 11.00. Kl. 21.55 verða lesnir kaflar úr ljóðaflokknum Eiðn- “*»* viu* *-GrovCiíi ui uiigoSon. Páskamessa sjónvarpsins hefst kl. 17.00 og er prestur sr. Þórir Stephensen. Kvikmyndin Bóndi eftir Þorstein Jónsson verður sýnd kl. 20.15 en kl. 21.35 verða tónleikar Samein- uðu þjóðanna. í mánudagsdag- skránni má nefna Þætti úr ný- lendusögu sem Jón Þ. Þór flyt- ur kl. 13.15. Þá er Halldór Pét ursson skáld dagskrárstjóri í eina klukkustund og hefst þátt- ur hans kl. 14.00. Á þriðjudég- inum má benda á þætti s.s. Réttindi sem er smásaga eftir Hreiðar Eiríksson, Jón Aðils leikari les. Þá er brot úr sögu Stúartanna, þáttur í samantekt Jóhanns Hjaltasonar, Jón Örn Mari.noso*! *—- ar. indisins. Þá er kí. 21.30 Söngur f þjóðlagastíl. Tómas Jónsson og Helgi Arngrímsson flytja frumsamin lög. Ymislegt fleira er athyglisvert f dagskránni yf- ir páskana þó svo þessir þættir hafi orðið fyrir valinu hvað kynningu snertir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.